Fréttablaðið - 05.10.2005, Page 28

Fréttablaðið - 05.10.2005, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Þeir sem hafa undir 262 þúsund krónum í mánaðarlaun greiða meira í útsvar til sveitarfélaga en í tekjuskatt til ríkisins. Þeir sem hafa tekjur undir skattleys- ismörkum, sem eru 75 þúsund krónur, greiða engan tekjuskatt til ríkisins og ríkið greiðir allt út- svarið fyrir viðkomandi. Fer þá persónuafsláttur einstaklingsins í það að greiða skatt sveitarfé- lagsins. „Ríkið tryggir með öðr- um orðum að sveitarfélögin hafi útsvarstekjur af framteljendum þótt launatekjur séu undir skatt- leysismörkum,“ segir Glúmur Jón Björnsson, stjórn- armaður í Andríki, en félagið hefur unnið skýrslu um skiptingu tekjuskatts og út- svars sveitarfélaga þar sem þessar nið- urstöður eru settar fram. Glúmur segir að í fyrra hefðu sveitarfélögin meiri stað- greiðsluskatta upp úr launaumslögum lands- manna en ríki. „Ein leið til að launþegar átti sig á hvert skattar þeirra renna er að sundurliða á launaseðlum fyrirtækja og stofnana hvernig staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars skiptist milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Glúmur Jón Björnsson. – bg Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Talsvarðar hækkanir urðu á inn- lendum hlutabréfamarkaði á þriðja ársfjórðungi eins og síð- ustu tvo árshluta þar á undan en tíu félög af fimmtán í Úrvalsvísi- tölunni hækkuðu. Hækkun á sjálfri Úrvalsvísitölunni var um tólf prósent á nýliðnum fjórðungi en var til samanburðar um sautján prósent á fyrsta ársfjórð- ungi og 5,5 prósent á þeim öðrum. Við lok þriðja ársfjórðungs hafði Úrvalsvísitalan hækkað um 38 prósent frá ársbyrjun sem jafngildir 54 prósentum á árs- grundvelli. Landsbankinn hækkaði lang- mest allra félaga í Kauphöll Ís- lands á þriðja ársfjórðungi eða um tæp 31 prósent. Bankinn er einnig það félag sem hefur hækk- að mest á árinu, um 82 prósent. Burðarás kom þar á eftir með rúmlega átján prósenta hækkun og Marel og Straumur hækkuðu einnig meira en vísitalan sjálf. Flaga er hins vegar í fyrsta sæti þeirra fyrirtækja sem lækk- uðu hvað mest eða um átján pró- sent. Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa í Flögu lækkað um 40 prósent sem er meira en hjá nokkru öðru félagi. „Hækkun Úrvalsvísitölunnar á fjórðungnum er meiri en við reiknuðum með og umfram það sem búast má við til lengri tíma litið,“ segja sérfræðingar hjá Ís- landsbanka í Morgunkorni sínu. „Ein helsta ástæða hækkunarinn- ar á fjórðungnum var góð af- koma hjá félögunum sem vega þungt í Úrvalsvísitölunni á öðr- um ársfjórðungi. Afkoma bank- anna þriggja var t.a.m. yfir vænt- ingum,“ segir enn fremur í Morg- unkorninu. Þegar verðbreytingar á öllum fyrirtækjum á Aðallista Kaup- hallar eru skoðaðar þá kemur í ljós að átján fyrirtæki af 26 hækkuðu á tímabilinu, sex lækk- uðu og eitt stóð í stað, það er Líf- tæknisjóðurinn sem nú er horf- inn af Aðallistanum. Og fjar- skipti var eina félagið utan Úr- valsvísitölunnar sem hækkaði meira en vísitalan. Hagstæður árshluti að baki Tíu Úrvalsvísitölufélög af fimmtán hækkuðu á þriðja árs- fjórðungi. Landsbankinn bar af en Flaga lækkaði mest. Ríkisskattstjóri hefur breytt fyr- irkomulagi á útsendingu virðis- aukaskattsskýrslna en greiðendur fá nú send nokkur skýrsluform fyrir fleiri en eitt tímabil í einu í stað eins áður. Í síðasta mánuði fengu greiðendur sendar skýrslur fyrir þrjá næstu gjalddaga, 5. október, 5. desember og 5. febrúar á næsta ári. Einnig verður skýrslan fram- vegis í einriti sem skiptist í þrjá hluta, eintak skattstjóra, eintak greiðanda og eintak gjaldkera, en var áður sjálfkalkerandi þrírit. Eintak skattstjóra verður hin formlega skattaskýrsla og því þarf eintak greiðanda að vera samhljóða eintaki skattstjóra. - eþa Breyting á vaskskýrslum Nýherji hefur keypt danska ráð- gjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Applicon A/S. Fyrirtækið er eitt stærsta sérhæfða SAP hugbúnað- arhúsið í Danmörku en Nýherji hyggst eftir kaupin stofna sér- stakt félag um hugbúnaðarlausn- ir Nýherja undir nafninu App- liCon ehf. en jafnframt verður stofnað sérstakt félag AppliCon Holding ehf. um starfsemi fé- lagsins í Danmörku og á Íslandi og verða bæði félögin dóttur- félög Nýherja. Starfsmenn félagsins verða um 60 talsins og mun rekstur og þjónusta viðskiptahugbúnaðar Nýherja framvegis fara fram undir merkjum AppliCon. Áætluð aukning á EBITDA-hagnaði Ný- herja verður um 25 milljónir á fjórða ársfjórðungi en kaupverð félagsins er trúnaðarmál. Tekjur félagsins voru teknar inn í sam- stæðuuppgjör Nýherja frá og með 1. október síðastliðnum og er áætlað að samanlögð velta þeirrar starfsemi sem fellur undir App- liCon Holding ehf. verði um 1,5 milljarðar á árinu 2005. - hb Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 30.09.2005 E N N E M M / S IA / N M 18 5 6 5 – kraftur til flín! S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R 9, 55% * Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga. Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. LANDSBANKINN HÆKKAÐI MEST Talsverðar hækkanir urðu á hlutabréfamarkaði á þriðja ársfjórðungi og hækkaði Úrvalsvísitalan um tólf prósent sem var tvöfalt meira en á öðrum fjórðungi. Reuters hefur það eftir sínum heimildarmönnum að fjárfest- ingarfélagið Apax, fjárfestingar- bankinn Barclays Capital og Tchenguiz-bræðrur ætli sér að leggja fram eins milljarðs punda yfirtökutilboð í Somerfield áður en sá lokafrestur, sem breska yf- yfirtökunefndin hefur sett, renn- ur út 14. október. Þetta stangast á við fréttir sem bárust um helgina um að hópurinn, sem hefur verið líkleg- astur um hituna, myndi draga sig í hlé. Það var í mars sem viðræður um yfirtöku á Somerfield hófust þegar Baugur bauð 1,04 millj- arða punda í verslunarkeðjuna en fyrirtækið datt út í aðdrag- anda Baugsmálsins. Baugur fylgdi síðar fyrrnefndum fjár- festum að máli en einnig hafa Livingstone-bræður verið á hött- unum eftir Somerfield. Þeir hafa þó misst frá sér samstarfsfélaga. Mikill tími hefur farið í það að kanna verðmæti fasteigna Somerfield en auk þess hafa skattamál og mál tengd lífeyris- skuldbindingum dregið ferilinn á langinn. - eþa Hyggjast leggja fram tilboð Yfirtakan á Somerfield enn í burðarliðnum. FYRRVERANDI FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA Ríkið tók ekki eins stóran skerf af launum landsmanna í skatt eins og sveitarfélögin í fyrra samkvæmt Andríki. Hærri skattur til sveitarfélaga Sveitarfélög hirða skatt af þeim lægst launuðu. Nýherji kaupir AppliCon EBITDA eykst um 25 milljónir á fjórða ársfjórðungi. Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin í 68 milljarða króna frá því að hún hófst fyrir rétt rúmum mánuði. Vaxtamunur við útlönd hefur aukist og er nú 7,7 prósent sem má rekja til vaxtahækkunar Seðla- bankans á dögunum. Vaxta- munur við útlönd var lengst af um 7 prósent. Mest er um sömu útgefendur og áður að ræða sem auka við fyrri skuldabréfaútgáfu sína en um tíu erlendir aðil- ar hafa verið mest áberandi í skuldbréfaútgáfunni. - hb Vaxtamunur við útlönd eykst Skuldabréfaútgáfan heldur áfram. ÍSLENSKAR KRÓNUR Vaxtamunur við útlönd hefur aukist í kjölfar vaxta- hækkunar Seðlabank- ans. Hækkanir Landsbankinn +30,6% Burðarás +18,4% Marel +13,7% Straumur +13,6% Og fjarskipti +16,6% Úrvalsvísitalan +12,0% Bakkavör Group +11,5% Íslandsbanki +11,4% KB banki +11,0% Lækkanir Flaga Group -18,2% Icelandic Group -14,8% Kögun -6,7% SÍF -5,1% H E L S T U V E R Ð B R E Y T I N G A R Á Þ R I Ð J A Á R S F J Ó R Ð U N G I INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON RÍKISSKATT- STJÓRI Vaskskýrslur hafa tekið breytingum bæði í formi og fyrirkomulagi útsendinga. Eftirleiðis fá greiðendur skýrslur fyrir fleiri en eitt tímabil.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.