Fréttablaðið - 05.10.2005, Side 26

Fréttablaðið - 05.10.2005, Side 26
Björgvin Guðmundsson skrifar „Það er eðlilegt að heimilin og vinnumarkaðurinn njóti góðs af traustri stöðu ríkissjóðs,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráð- herra, sem nú hefur lagt fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp á Alþingi. Niðurgreiðsla á skuldum ríkissjóðs spari skattgreiðendum milljarða á hverju ári í lægri af- borgunum. Sökum þess og öflugs hagvaxtar sé hægt að lækka skatta og auka útgjöld til mennta- og velferðarmála. Á næsta ári verður hátekju- og eignaskattur aflagður og tekjuskattur lækkað- ur. Útgjöld til menntamála hækka hlutfallslega mest. Skuldir ríkissjóðs að frá- dregnum veittum lánum verða 4,8 prósent af landsframleiðslu árið 2006 gangi forsendur fjár- lagafrumvarpsins eftir. Árið 1999 var þetta hlutfall 17,3 pró- sent sem sýnir að skuldastaðan hefur batnað á þessum tíma. Vaxtagjöld munu nema 1,3 pró- sentum af landsframleiðslu. Hefði hlutfallið verið það sama og árið 1998 yrðu vaxtagjöldin 16 milljörðum króna hærri. „Verða vaxtagjöld í fyrsta skipti lægri en vaxtatekjur,“ segir í greinar- gerð með frumvarpinu. Árni leggur þó áherslu á að dregið er úr útgjöldum á öðrum sviðum samkvæmt frumvarpinu. Ráðuneytin lækki útgjöld um milljarð króna, ríkisstjórnin um annan milljarð, vegafram- kvæmdum fyrir tvo milljarða er frestað. Samtals nemur aðhaldið fjórum milljörðum samkvæmt frumvarpinu. Aðspurður hvort Árni ætli svo að standa gegn öllum sérhags- munahópunum, sem mæta á fund þingmanna til að biðja um aukin útgjöld í sinn málaflokk, sagðist hann munu gera það. Segja má að fjárlög næsta árs verði sveiflufjárlög. Til að við- halda stöðugleikanum á að beita meira aðhaldi í ríkisfjármálum en áður var stefnt að. Hins vegar á að auka útgjöld á árunum 2007 til 2009 þegar áhrif stóriðjufram- kvæmda dvína í hagkerfinu. Á þá meðal annars að eyða hagnaði af Símasölunni til ýmissa verka. Þessi ár verður ríkissjóður rek- inn með halla. Síðast gerðist það árið 2003. Framlagning fjárlagafrum- varpsins hefur ekki haft mikil áhrif á markaðinn. Aðallega horfðu menn á það hvernig út- gjöldum yrði stýrt og eins áform um niðurgreiðslu skulda. Ríkis- tjórnin áætlar að greiða niður skuldir ríkissjóðs um 6,6 millj- arða. Vika Frá áramótum Actavis Group -1% 5% Bakkavör Group -2% 76% Burðarás 1% 50% Flaga Group -3% -42% FL Group -1% 48% Grandi 0% 15% Íslandsbanki 0% 33% Jarðboranir 2% 2% Kaupþing Bank -1% 33% Kögun 3% 20% Landsbankinn 0% 83% Marel -1% 34% SÍF -5% -7% Straumur -2% 41% Össur 0% 12% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vaxtatekjur ríkissjóðs hærri en vaxtagjöld Í fyrsta sinn eru vaxtagjöld lægri en vaxtatekjur í fjárlagafrum- varpi. Mikil niðurgreiðsla skulda ríkissjóðs skilar þessum ár- angri. Fjármálaráðherra segir að heimilin eigi að njóta þess. 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki KB banki jók markaðshlutdeild sína verulega í viðskiptum á sænska hlutabréfamarkaðnum í september miðað við allt árið í heild samkvæmt frétt Dagens Ind- ustri. Bankinn er fjórði stærsti mark- aðsaðilinn á þeim sænska á eftir Enskilda – SEB, Carneg- ie og Hand- elsbanken – SHB. Hlutur KB banka var um 5,7 prósent í september af öllum hlutabréfavið- skiptum en 3,33 pró- sent fyrir níu fyrstu mán- uðina. Carnegie, sem Landsbankinn á fimmtungs- hlut í, var með 8,8 prósenta hlut- deild í síðasta mánuði en Enskilda 10,35 prósent. - eþa Grand Hótel í Reykjavík tekur á árinu 2007 í notkun 212 ný her- bergi. Fyrsta skóflustungan að nýju hóteli var tekin í síðustu viku en það eru Arkform arki- tektar sem hanna nýja hótelið. Gistirými hefur fjölgað mjög í Reykjavík á undanförnum árum en mikil eftirspurn hefur verið eftir gistirými sér í lagi á sumrin og í tengslum við stórar ráðstefn- ur. Grand Hótel hyggst nú svara þeirri eftirspurn með því að stækka við hótelið og er gert ráð fyrir því að nýtt hótel opni 16. mars 2007. Í nýju byggingunni verða enn fremur fundarher- bergi og heilsurækt. Grand Hótel hefur í dag 104 herbergi og verða því alls 316 herbergi í hótelinu eftir stækkunina. Til samanburð- ar má geta þess að á Nordica Hóteli eru 252 herbergi og á Rad- isson SAS Hótel Sögu eru 209 herbergi. - hb Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Úrvalsvísitalan hækki um 35-42 prósent á árinu en gerir ráð fyrir litlum hækkun- um á fjórða ársfjórðungi. Hækk- un á hlutabréfaverði hefur verið mun meiri á þessu ári en bankinn spáði í byrjun árs. Býst bankinn við að breyting- ar verði litlar á yfirstandandi árshluta og markaðurinn geti allt eins lækkað. Bankinn mælir með að fjár- festar yfirvogi tvö félög, Actavis og SÍF, en bankarnir þrír eru í markaðsvogun. Í undirvogun eru átta félög, HB Grandi, Icelandic Group, Kögun, Marel, Og fjarskipti, SÍF, TM og Vinnslustöðin, og býst bankinn við að þessi félög skili minni ávöxtun en markaðurinn í heild. Nokkrir þættir munu hafa áhrif á hvernig þróun hluta- bréfaverðs verði á næstunni og nægir þar að nefna framboð á nýju hlutafé, rekstrarárangur í útrásarverkefnum, hækkandi skammtímavexti og sterka krónu. - eþa Litlar hækkanir fram undan Hlutabréf munu standa í stað út árið segir greinindardeild Íslandsbanka. Stækka í Svíþjóð KB banki fjórði stærstur á sænska hlutabréfamarkaðnum Grand Hótel stærst Hótelið verður með 316 herbergi eftir stækkunina. Stórir hluthafar segja nei Ekki hefur enn dregið til tíðinda í þreifingum FL Group og Sterl- ing. Fl Group hefur lýst áhuga á kaupum á Sterling og hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa aðila um málið. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa engin ný skref verið stigin í átt til kaupa FL Group og Sterling. Líkur eru þó taldar á að form- legar viðræður gætu hafist innan skamms. Með kaupum á Sterling myndi áfanga- stöðum FL Group í Evrópu fjölga veru- lega, en verði af kaupum slitnar væntanlega upp úr samstarfi SAS og FL Group. - hh Stuðningur stórra hluthafa í Skandia við yfirtökutilboð frá Old Mutual fer minnkandi og nú þykir nokkuð víst að suður- afríska fyrirtækið fær ekki stuðning 90 prósent hluthafa sem þýðir að innlausnarskylda myndast. Þrír sænskir ríkislíf- eyrissjóðir, AP-Fonden eitt, tvö og fjögur, höfðu hafnað boðinu fyrir helgi. Eignastýringarsjóðurinn Robur, sem er meðal tíu stærstu í Skandia, hefur einnig bæst í hóp þeirra hluthafa sem segja nei. Þar með hafa eigendur um átta prósent hlutafjár tilkynnt opinberlega að þeir gangi ekki að tilboði Old Mutual. Straumur – Burðarás fjárfest- ingabanki hefur aftur á móti sagt að hann gangi að boðinu. - eþa FYRSTA FJÁRLAGAFRUMVARP NÝS FJÁRMÁLARÁÐHERRA Árni Mathiesen kynnti fjárlagafrumvarpið á mánudaginn. Boðar hann aðhald í ríkisfjármálum á næsta ári en síð- an verður gefið meira í og útgjöld hækkuð. Markaður með stofnfé í SPRON hefur tekið við sér eftir að stjórn sparisjóðsins tók ákvörð- un í síðustu viku um að tvöfalda það og hefur gengi stofnfjár- bréfa hækkað um fimmtung á einni viku. „Þessar fréttir hafa ýtt við stofnfjáreigendum. Einhverjir hafa ákveðið að selja og losa góðan hagnað en þetta eru ekki miklar hreyfingar,“ segir Guð- mundur Hauksson sparisjóðs- stjóri aðspurður um viðbrögð vegna ákvörðun stjórnarinnar. Stofnfjáreigandi í SPRON, sem keypti stofnhluti í spari- sjóðnum fyrir ári síðan og tók þátt í stofnfjáraukningu í vor, hefur séð bréf sín þrefaldast í virði á einu ári en mikil hækk- un hefur einkum orðið frá því í vor. Nýtt stofnfé verður selt til núverandi stofnfjáreigenda í nóvember og fá þeir að kaupa á genginu einum. Gengi stofn- fjárbréfa var á bilinu 5,7 til sex á hvern hlut fyrir stofnfjár- aukninguna en viðskipti á síð- ustu dögum hafa verið á geng- inu 6,9 til sjö. HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON Hlutur KB banka í viðskiptum á sænska hlutabréfa- markaðnum hefur aukist. Þreifingar enn í gangi GRAND HÓTEL EFTIR STÆKKUN Tveir turnar bætast við núverandi byggingu og er gert ráð fyrir að í þeim verði 212 herbergi. Fr ét ta bl að ið /A rk fo rm HAFNA TILBOÐI Nokkrir stórir hluthafar hafa opinberlega sagt að þeir gangi ekki að tilboði Old Mutual. Fr ét ta bl að ið /S te fá n Fimmtungshækkun Mikið líf hefur færst yfir stofnfjármarkað SPRON.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.