Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 40
Nýleg vaxtahækkun Seðlabank- ans ber nú hæst í umræðunni, þróun íslensku krónunnar og gífurleg útgáfa erlendra fjár- málafyrirtækja á íslenskum skuldabréfum (55 milljarðar). Þessi útgáfa vinnur til skemmri tíma litið á móti peningamála- stefnu bankans. Hækkun stýrivaxtanna á að hafa þau áhrif að draga úr eftir- spurn, sporna á móti þenslu, fá einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr lántökum. En færa má rök að því að áhrifin séu sára- lítil, hið eina sem breytist er að krónan styrkist og útflutnings- atvinnuvegunum vegnar enn verr. Ef við hugsum okkur einstak- ling sem hefur tekið einnar milljón króna skammtímalán, eru vextir allt í einu komnir í 15%. Sumir sjá ekki ástæðu til að draga úr eyðslu eða fjárfest- ingum hvort sem vextir eru 14 eða 15%. En þessi einstaklingur gæti hins vegar farið til síns fjármálafyrirtækis sem hann hefur kannski ekki heimsótt í eitt ár, hann á nóg veðrými á fasteign sinni vegna hækkunar á fasteignaverði um allt að 30% á síðustu 12 mánuðum. Hann fær verðtryggt lán hjá bankanum og sjálfsagt tekur hann aðeins hærra lán, kjörin eru svo hag- stæð. Vextir eru 4,15%, verð- bólgan 3%, hann telur sig vera að borga 7,15% í vexti í stað 15%, þetta virðast góð viðskipti. Gengi dollars hafði lækkað um 3% vegna vaxtahækkunar Seðla- bankans, bíllinn sem einstak- lingurinn hafði verið að hugsa um að flytja inn hafði því lækk- að um nær sömu prósentutölu, hann skellti sér því á bílinn, þetta voru góð viðskipti. Vaxtahækkun Seðlabankans hafði þveröfug áhrif hjá þessum einstaklingi heldur en lagt var af stað með í upphafi með vaxta- hækkuninni. Sérfræðinga greinir mjög um á við Seðlabankann hvort verð- bólgumarkmið náist með vaxta- hækkunum. Markmið Seðlabank- ans er að halda verðbólgunni inn- an við 2,5%. Auðvitað vona allir að markmiðið náist, ef verðbólga hreyfist mikið umfram þessa tölu, þá verður greiðslubyrði margra heimila óviðráðanleg. Á sama tíma og vaxtahækkun er tilkynnt og allar fjármála- stofnanir hækka strax sína vexti, þá er útlánageta Landsbankans að aukast gífurlega, bankinn hef- ur möguleika vegna samruna á eignum Burðaráss við bankann, að auka útlán um allt að 1.000 milljarða, þetta er engin smá tala. Fjármálafyrirtæki bera ákveðna ábyrgð varðandi útlána- þensluna. Seðlabankinn var að kalla eftir því að allir legðust á eitt við að draga úr eftirspurn. Seðlabankinn hefur erfiðu hlutverki að gegna og hann hefur hefur fá tæki á höndunum. Gífur- legt ósamræmi er milli óverð- tryggðra og verðtryggðra vaxta. Hækkun stýrivaxta hefur mjög lítil áhrif til að slá á þensl- una. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Sterk króna er afleiðing efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar: Seðlabankinn átti ekki annað ráð Hafliði Helgason Seðlabankinn sendi skýr skilaboð með ákvörðun um hækkun stýri- vaxta sem tók gildi í gær. Þar svaraði bankinn efasemdum á mark- aði um aðhald peningastefnunnar. Fyrir vaxtahækkunina höfðu verðbólguvæntingar á markaði verið mun hærri en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Bankinn varð því að taka myndarlega á til að verja trúverðugleika sinn. Sú gagnrýni hefur komið fram að með því að láta svo langan tíma líða milli vaxtahækkana hafi bankinn dregið úr trúverðugleika pen- ingastefnunnar og því þurft að vinna til baka tapað traust. Búast má við því að bankinn taki þessa gagnrýni til sín og standi vaktina um trúverðugleikann næstu mánuði. Vextir munu verða hækkaðir og það líklega töluvert í viðbót frá því sem nú er. Fjárlögin sem kynnt voru á mánudag eru ekki nægjanlega að- haldssöm til þess að gefa vonir um að vextir Seðlabankans séu að nálgast hámark. Skattalækkanir á næsta ári, eins jákvæð og slík að- gerð er í sjálfu sér, munu heldur ekki draga úr þörf bankans fyrir frekari vaxtahækkun. Stjórnarþingmenn stíga nú fram og gagnrýna Seðlabankann fyrir hækkun- ina. Afleiðing hækkunarinnar er hærra gengi en útflutnings- og samkeppnis- greinar geta til lengri tíma búið við. Þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á stjórn efnahagsmála geta ekki leyft sér að bera slíkt á borð. Seðlabankanum ber lögum samkvæmt að verja verð- bólgumarkmiðið. Til þess að fylgja eftir markmiðum um lága verðbólgu hefur bankinn í stórum dráttum eitt tæki sem eru stýrivextir. Vaxtamunur- inn sem háir vextir skapa milli landsins og helstu viðskiptalanda gerir það að verkum að krónan styrkist. Ástæða hárra stýrivaxta er hins vegar ekki Seðlabankinn. Gerðir bankans eru af- leiðing þess efnahagsástands sem er í landinu, en ekki orsök hennar. Þetta eiga stjórnmálamenn að vita. Ákvarðanir þeirra sem fara með meiri- hlutavaldið á þingi er það sem kyndir nú undir þenslunni. Sterk króna og háir skammtímavextir eru íþyngjandi fyrir at- vinnulífið og heimilin. Yfirdráttarlán heimila hafa hækkað veru- lega að undanförnu og háir stýrivextir munu fyrr eða síðar bitna á einkaneyslunni. Það væri óskandi að skattalækkun ríkisstjórnar- innar verði nýtt til að lækka yfirdráttinn. Slíkt er þó líklegast ósk- hyggja. Hitt væri miklu alvarlegra fyrir heimilin í landinu, hverra skuldir eru að stærstum hluta verðtryggðar, ef verðbólga færi hér af stað af fullum þunga. Það gæti leitt gjaldþrot yfir fjölda fólks með tilheyrandi sóun í hagkerfinu. Markmiðin eins og þau eru skilgreind fyrir Seðlabankann eru rétt og hækkun vaxta bein afleiðing af efnahagsástandinu. Þeir sem bera ábyrgð á efnahagsástandinu eiga heldur ekki margra kosta völ í leit sinni að sökudólgi. Þar er líklegast að menn komist næst sannleikanum með því að líta í eigin barm. Hátt gengi krón- unnar og þau vandræði sem það skapar er afleiðing efnahags- stjórnarinnar, ekki stýrivaxtahækkunar. Brother DCP-7010 Laserprentari Stafræn ljósritunarvél Litaskanni • Prentar allt að 20 bls. á mínútu • Upplausn 2400×600 dpi • 8 MB ram & USB 2.0 • 250 bls. pappírsskúffa • Windows og MacOS • Ljósritun (fl atbed) • Ljósritar allt að 20 bls. á mínútu • Stækkar/minnkar: 25-400% • Litaskanni: Allt að 9600 dpi • Aðeins 25,3 cm á hæð Verð kr. 26.900 Laserprentarar... ... og ljósritunarvélar! ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Halda að sér höndum The Daily Telegraph | Roger Bottle gerir samdrátt á breska smásölumarkaðnum að umfjöllunarefni sínu í sunnudagsútgáfu The Daily Telegraph. Hann nefnir til nokkrar skýringar á þessum samdrætti en þær gefa allar til kynna að lífs- kjör almennings séu lakari en fyrir ári. Í fyrsta lagi hefur verðbólga nærri tvöfaldast í Bretlandi milli ára sem rekja má til olíuverðshækkana og hækk- ana á rafmagni og gasi. Þarafleiðandi hefur kaup- máttur neytenda staðið í stað að raunvirði. Í öðru lagi greiða heimilin hærri skatta til yfirvalda, það er til hverfastjórna, en þau gerðu í fyrra. Í þriðja lagi stendur fasteignaverð í stað eða fer lækkandi í fyrsta skipti í langan tíma en breskir fasteignaeig- endur hafa verið að fjármagna einkaneyslu með því að taka lán út á fasteignir sínar. Bootle bendir á að vextir séu í sögulegu lágmarki en þrátt fyrir það hefur greiðslubyrði af fasteignalánum aldrei verið hærri. Hann sér fram á jafnvel erfiðari tíma í breskri smásöluverslun á næstu misserum þar sem sparn- aður heimilanna er í sögulegu lágmarki sem muni að öllum líkindum bitna á eyðsluklónni fyrr en síð- ar. Í skugga Eisners The Times | The Sunday Times segir frá Bob Iger, arftaka Michaels Eisner í forstjórastóli Disney. Allt hefur logað þar stafna í milli á undan- förnum árum vegna óá- nægju margra hluthafa með stjórnunarstíl Eisners. Hann lenti einnig upp á kant við forsvarsmenn Pixar, sem hafa unnið marga stórmyndina í samvinnu við Disney. Með ráðningu Igers er ekki búist við að miklum breyt- ingum á stefnu fyrirtækisins þó að persónuleiki hans og Eisner séu gjörólíkir; Iger hógvær og lítt áberandi en Eisner aðsópsmikill og jafnvel hroka- fullur. Disney tuttugufaldaðist að stærð á tuttugu árum undir stjórn Eisners og er það sem það er í dag vegna hans. Fyrir vikið er búist við að Iger eigi erfitt starf fyrir höndum og verk hans verði alltaf borin saman við það besta sem Eisner hratt í fram- kvæmd en ekki það sem miður fór. U M V Í Ð A V E R Ö L D Vaxtamunurinn sem háir vextir skapa milli landsins og helstu viðskiptalanda gerir það að verkum að krónan styrkist. Ástæða hárra stýri- vaxta er hins vegar ekki Seðlabankinn. Gerðir bankans eru afleiðing þess efna- hagsástands sem er í landinu, en ekki or- sök hennar. bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf. O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Vaxtahækkun, hefur hún áhrif? Hækkun stýrivaxtanna á að hafa þau áhrif að draga úr eftirspurn, sporna á móti þenslu, fá einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr lántökum. En færa má rök að því að áhrifin séu sáralítil, hið eina sem breytist er að krónan styrkist og útflutningsatvinnuvegunum vegnar enn verr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.