Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 37
segir Þórarinn í grein sinni Miðlun peninga- stefnunnar. „Hins vegar er mikilvægt að átta sig á því að það verðbólgustig getur bæði ver- ið hátt eða lágt, allt eftir því hverjar verð- bólguvæntingar almennings eru.“ Hann segir að þjóðfélagslegur kostnaður mikillar verðbólgu sé meiri en lítillar. Mikil verðbólga hafi í för með sér töluverðan kostnað í formi skattlagningar sem sé þjóð- hagslega óhagkvæm. „Það er því hlutverk peningastefnunnar að tryggja jafnvægi í hag- kerfinu og litla og stöðuga verðbólgu. Það markmið næst eingöngu ef almenningur telur stefnuna trúverðuga þannig að verðbólgu- væntingar endurspegli verðbólgumarkmið Seðlabankans.“ Og með því að hækka stýri- vexti Seðlabankans sagðist Birgir Ísleifur einmitt vera að ná niður verðbólguvænting- um svo þær féllu betur að markmiðum bank- ans. Allt hefur þetta hefur áhrif á miðlunarferli peningamálastefnunnar, það er hvernig ákvörðun Seðlabankans um að hækka vexti dregur úr eftirspurn og lækkar verðbólgu. Hversu vel þetta gengur er er ekki ljóst og ræðst af þáttum eins og stöðu hagkerfisins, væntingum almennings og trúverðugleika Seðlabankans. Þórarinn segir rannsóknir í iðnríkjum benda til þess að áhrif breytingar stýrivaxta seðlabanka fari að meðaltali að koma fram í innlendri eftirspurn eftir um það bil hálft ár. Áhrifin séu komin fram með fullum þunga eftir um það bil eitt til eitt og hálft ár. Síðan fari áhrifanna að gæta í innlendri verðbólgu eitthvað síðar. Full áhrif náist eftir eitt og hálft til tvö ár. VILL ENDURHEIMTA TRÚVERÐUGLEIKA Birgir Ísleifur Gunnarsson gerði einmitt stöðu hagkerfisins, væntingar almennings og trúverðugleika Seðlabankans að umtalsefni þegar hann kynnti hækkun stýrivaxta í síð- ustu viku. Sagði hann verðbólguhorfur til næstu tveggja ára óviðunandi og verðbólgu- væntingar umfram markmið Seðlabankans virtust hafa grafið um sig. „Greiningardeildir og aðrir sem móta við- horf virðast gera ráð fyrir því að Seðlabank- inn muni leyfa verðbólgu að aukast langt upp fyrir verðbólgumarkmið bankans og haldast þar án þess að aðhafast nokkuð,“ sagði Birgir Ísleifur. Því gæti bankinn þurft að hækka vexti meira en áður til að ná þessum vænting- um niður í átt að markmiðunum. „Væntingar markaðsaðila um að stutt sé í að stýrivextir nái hámarki og muni fljótlega lækka á ný eru óraunsæjar og tefja fyrir miðlun peinga- stefnunnar um vaxtarófið.“ Birgir er með þessu að segja að vaxta- hækkanir Seðlabankans hafi ekki dugað til að sannfæra fólk um að bankanum sé full alvara að ná verðbólgumarkmiðum sínu. Því þurfi bankinn að láta slag standa og hækka vexti enn meir. Þetta hafi jafnvel tafið fyrir fram- gangi peningamálastefnunnar, sem lýst er hér að framan, og vaxtahækkanirnar því ekki haft eins mikil áhrif en ella. PENINGASTEFNAN Í SUMARFRÍ Til þess að fólk trúi því að Seðlabankanum sé alvara verður hann að búa yfir trúverðug- leika. Þess vegna er lögð áhersla á trúverðug- leika og sjálfstæði Seðlabankans til að hann nái að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu og markmiði. Í vegvísi Greiningardeildar Landsbankans daginn eftir að stýrivaxta- hækkunin var kynnt var lýst eftir trúverðug- leika Seðlabankans. „Seðlabankinn spilar djarft og leggur mjög ríka áherslu á að endurheimta trúverð- ugleikann. Til þess þurfa athafnir að fylgja orðum,“ sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Í Vegvísi kemur fram sú gagn- rýni á Seðlabankann að hann hafi ekki fram- fylgt stefnu, sem hafi mátt lesa í Peningamál- um í júní síðastliðinn, að hækka vexti. Of langur tími hafi liðið í sumar án vaxtahækk- ana. „Það hefði því mátt festa trúverðugleik- ann í sessi og slá á verðbólguvæntingar með vaxtahækkun seinni part sumars. Það var ekki gert og því fóru að læðast efasemdir að sérfræðingunum um einurð Seðlabankans,“ segir í ritinu. „Peningastefnan má ekki fara í sumarfrí.“ SEÐLABANKINN STANDIST PRÓFRAUN Trúverðugleikinn er mikilvægur fyrir miðlun peningastefnunnar. Með honum er hægt að hafa áhrif á væntingar og hegðun einstakling- anna. Þetta er eitt af öflugustu tækjum Seðla- bankans sem auðvelt er að veikja. Birgir Ís- leifur hefur gengið í gegnum miklar breyt- ingar á starfsemi og umhverfi Seðlabankans. Hann áttar sig á þessu og vill fullvissa aðra um það. „Á næstu árum verða aðstæður í þjóðar- búskapnum óvenju erfiðar frá sjónarhóli peningastefnunnar. Hvernig tekst að beita henni til þess að koma í veg fyrir að verð- bólga umfram markmið festi rætur verður nokkur prófsteinn á hve vel núverandi um- gjörð hennar hentar litlu, opnu hagkerfi. Seðlabankinn telur brýnt að peningastefnan standist þessa prófraun og að verðbólga víki ekki nema skamma hríð umtalsvert frá verð- bólgumarkmiði hans. Að öðrum kosti er hætt við að trúverðugleiki bankans og peninga- stefnunnar bíði skaða sem erfitt getur reynst að endurheimta,“ sagði Birgir Ísleifur Gunn- arsson, fráfarandi seðlabankastjóri. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 13 Ú T T E K T BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON, FRÁFARANDI SEÐLABANKASTJÓRI, HEFUR VERIÐ ÚTVÖRÐUR PENINGASTEFNUNNAR „Seðlabankinn telur brýnt að peningastefnan standist þessa prófraun og að verðbólga víki ekki nema skamma hríð umtalsvert frá verðbólgumarkmiði hans. Að öðrum kosti er hætt við að trúverðugleiki bankans og peningastefn- unnar bíði skaða sem erfitt getur reynst að endurheimta,“ sagði Birgir. S V O N A V I R K A R P E N I N G A S T E F N A N Peningastefna Seðlabanka Íslands miðast við að beita vöxtum bankans í viðskiptum við aðrar fjármálastofnanir á peningamarkaði til að hafa áhrif á hegðun einstaklinga og fyrirtækja. Ferlið hér að neðan lýsir því hvernig vaxtaákvarðanir hafa áhrif á eftirspurn í hagkerfinu, verðbólguvæntingar og verðbólgu. Er það kallað miðlunarferli peningastefnunnar. Verðbólga Stýrivextir seðlabanka Markaðsvextir Eignaverð Peningamagn og útlán Væntingar og trúverðugleiki Gengi innlends gjaldmiðils Inn- og útflutningur Innlend eftirspurn Heildareftirspurn Framleiðsluspenna/slaki Innflutnings- verðlag Fr ét ta bl að ið /V al ga rð ur Sammála um skaðsemi verðbólgu Meginmarkmið Seðlabanka Ís- lands er að stuðla að stöðugu verðlagi samkvæmt lögum. Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði í síðustu viku að mikil hækkun stýrivaxta 4. október væri til að sannfæra fólk um að bankanum væri full alvara með að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiði á næstu tveimur árum. Markmiðið mið- ast við 2,5 prósenta verðbólgu. En af hverju þessi áhersla á verðstöðugleika? Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur í Seðlabankanum, segir að al- mennt virðist sátt ríkja meðal almennings, stjórnmálamanna, seðlabankamanna og fræði- manna um skaðsemi verðbólgu. Rannsóknir sýni að ekki sé hægt að ná fram auknum hag- vexti með meiri verðbólgu til langs tíma. Það eigi við þótt til skamms tíma sé hægt að auka hagvöxt með eftirlátssamri peningastefnu. Í grein sem Þórarinn ritaði í Peningamál árið 2000 segir hann að mikil og breytileg verð- bólga geri til dæmis almenningi erfiðara fyrir að greina á milli almennra og hlutfallslegra verðhækkana og dregur því úr upplýsingagildi verðkerfisins. Þannig geri verðbólgan einstak- lingum, fyrirtækjum og hinu opinbera erfiðara fyrir að taka skynsamar langtímaákvarðanir. Þetta geri það að verkum að skilvirkni hagkerfisins minnki og þannig geti verðbólga skaðað hagvaxtarmöguleika þess til langs tíma. „Því má ljóst vera að stöðugt verðlag er æskilegt hagstjórn- armarkmið í sjálfu sér,“ segir Þórarinn. „Flestir hagfræðing- ar eru í dag sammála því að til langs tíma sé verðbólga fyrst og fremst peningalegt fyrirbæri. Stjórn peningamála hefur því aðeins áhrif á verðlag til langs tíma en ekki á hagvöxt eða at- vinnu. Þar sem seðlabankar hafa aðeins eitt stjórntæki og geta því aðeins náð einu þjóð- hagslegu markmiði til langs tíma er eðlilegt að endanlegt markmið peningamála sé stöðugt verðlag.“ VERÐBÓLGA BRENGLAR VERÐSKYN FÓLKS Mikil verðbólga gerir fólki erfiðara að greina á milli almennra verðhækkana og hækkana milli vara. Verðbólga dregur því úr upplýsingagildi verðkerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.