Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Sérfræðingar MIT-stofnunarinnar í Bandaríkjun- um eru að leggja lokahönd á hönnun fartölvu sem mun ekki kosta nema 100 dollara. Góðgerðarsam- tök ætla sér að færa fátækum börnun á víð og dreif um heiminn tölvurnar að gjöf. Tölvan mun búa yfir öllum þeim eiginleikum sem venjuleg fartölva gerir auk nokkurra aukaat- riða til að lagast að þeim aðstæðum sem börnin búa kunna að búa við. Hún mun hafa 500 Mhz örgjörva sem þótti gott árið 1998 en þykir hægt í dag. Auk þess verður ekki harður diskur í tölvunni heldur minniskort og hún mun notast við Linux-stýrikerf- ið í stað Windows til að spara kostnað. Meðal aukaeiginleika fartölvunnar er að hleðslusnúran verður umbreytanleg í handfang til að bera tölvuna og hægt verður að nota handsveif til að hlaða hana þegar rafmagn er ekki til staðar. Hægt verður að brjóta hana saman á fleiri vegu en venjulegar fartölvur svo þær verði varla stærri en nestisbox og auðvelt fyrir börn að bera hana og með henni mun fylgja þétt gúmmítaska henni til varnar svo erfitt verði að eyðileggja hana. Ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir verða í fyrstu framleiddar fimm til fimmtán milljónir far- tölva og dreifing þeirra mun hefjast innan árs til barna í Brasilíu, Kína, Egyptalandi, Taílandi og Suður-Afríku. Enn er ekki búið að sýna frumgerð tölvunnar en stefnt er að því að það verði gert í nóvember á þessu ári. Hundrað dollara fartölvur Fátæk börn fá upptrekkjanlegar fartölvur að gjöf. Google teygir sífellt út anga sína. Það nýjasta er að leitarvélin hef- ur gert samning við geimferða- stofnunina NASA um að byggja rannsóknastöð í höfuðstöðvum hennar. Þar hyggjast fyrirtækin vinna í sameiningu að ýmsum rannsóknum tengdum upplýs- ingatækni, gagnastjórnun og ör- eindatækni. Að sögn fyrirtækjanna hafa þau það sameiginlega markmið að miðla upplýsingum til fólks víðs vegar um heim. Þar sem NASA býr yfir ógrynni af upplýs- ingum og starfsmenn Google eru sérfróðir í að flokka upplýsingar hafa fyrirtækin ákveðið að hefja samstarf. Hugmyndin er meðal annars sú að gera fólki víðs vegar um heim kleift að nálgast upplýs- ingar sem nú þegar eru til hjá NASA á mun auðveldari hátt en áður. Forsvarsmenn Google ímynda sér að í framtíðinni muni þeir bjóða upp á Google Moon og Google Mars á sama hátt og nú með Google Earth sem gerir fólki kleift að skoða gervihnattamyndir og kort af ótrú- legri nákvæmni. Hugmyndin er ekki óraunhæf þar sem NASA hefur nú ráðgert að næsta tunglferð verði árið 2020. - hhs FÁTÆKIR DRENGIR Í BRASILÍU Kannski verða þessir strákar meðal þeirra sem fá fartölvu að gjöf. Leitarvélarisinn Yahoo! ætlar, í samstarfi við nokkra háskóla og tvö evrópsk gagnasöfn, að gera aðgang að bókum, tón- list og myndefni greiðari á netinu. Stefnt er að því að gera bækur 18.000 banda- rískra rithöfunda aðgengileg- ar á nokkurs konar netbóka- safni. Google hefur nú þegar opnað slíkt safn en stendur nú í málaferlum vegna brota á höf- undarréttarlögum. Yahoo! og samstarfsaðilarnir, sem sameig- inlega hafa tekið sér nafnið OCA, ætla því að byrja á opna einungis aðgang að efni í almannaeigu og sem höfundar hafa þegar veitt leyfi fyrir að verði birt. Þeir hyggjast einnig skera sig frá Goggle með því að bjóða upp á dýpra efni í stað mikils fjölda leitarniðurstaðna. OCA mun opna sitt fyrsta bókasafn á heimasíðunni www.opencontentalliance.org fyrir lok ársins 2005 og Yahoo! stefnir á að bækurnar verði einnig hægt að nálgast á leitar- síðum þess innan skamms. - hhs Í nýjasta Windows Office- pakkanum frá Microsoft verður vistun á pdf-formi fastur valmöguleiki og ekki nauðsynlegt að hala niður Acrobat Reader til að vista skjöl á þennan hátt. Þetta setur Office-pakkann fyrir Windows þannig jafnfætis útgáfunni fyrir Makka sem notar OS X’s í sama til- gangi. Microsoft bregður til þessa ráðs í kjölfar þess að hafa fengið fjölmargar fyrir- spurnir frá notendum stýrikerfisins þessa efnis. Office 12-pakkinn er væntanlegur á markaðinn á seinni helmingi ársins 2006. Tveir þýskir háskólanemar frá Saar- land-háskóla í Saarbrücken í Þýska- landi hafa fundið upp glasamottu sem nemur hvenær er tímabært að fylla á glösin hjá þyrstum bjórunn- endum. Nýjungin mun koma sér vel á yfirfullum börum þegar erfitt er að fylgjast með að allir hafi nóg í glösum. Í glasamottunni hefur tölvuflögu verið komið fyrir sem nemur þyngd og þegar glasið fer að tæmast sendir hún aðvörun í tölvu- kerfi við barinn. Barþjónarnir geta þá hlaupið til og fyllt á áður en viðskiptavinurinn þarf að ómaka sig við að biðja um nýjan bjór. - hhs Yahoo! opnar netbókasafn Verk 18.000 bandarískra rithöfunda sett á netið. LEITARVÉLARISINN YAHOO! Gerir að- gang að bókum, tónlist og myndefni greið- ari á netinu. Teygir út anga sína Google byggir rannsóknastöð í höfuðstöðvum NASA. FRÁ FUNDI GOOGLE OG NASA Leitarvélin og Geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa ákveðið að vinna náið saman að rannsóknum tengdum upplýsingatækni. Office 12 styður pdf Skilningsrík glasamotta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.