Fréttablaðið - 25.10.2005, Page 2
2 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR
„Lögfræðingur okkar er að vinna í þessum
málum,“ segir Eiður Eiríkur Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri starfsmannaleigunnar 2B ehf.
Hann vísar þar til ásakana á hendur honum og
fyrirtæki hans. „Þetta verður klárað fyrir dóm-
stólum, en ekki í fjölmiðlum.“
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B,
segir búið að ákveða að höfða meiðyrðamál
á hendur Guðmundi Gunnarssyni, formanni
Rafiðnaðarsambandsins, og Oddi Friðrikssyni,
trúnaðarmanni starfsmanna á Kárahnjúkum.
„Nú er kominn tími til að þessir verkalýðskarlar
taki ábyrð á orðum sínum. Með ólíkindum er
að einn af forystumönnum verkalýðshreyfing-
arinnar í landinu skuli halda að hann geti komist upp með að kalla menn
glæpamenn, stýrandi vændishringjum, án þess að þurfa að taka afleiðing-
um orða sinna. Örlög launþegahreyfingarinnar eru hörmuleg að hafa slíka
menn í forystu,“ segir hann og tekur undir með Eiði um að fyrirtækið sé
lagt í einelti. „Þetta eru óvenju rætin ummæli og gjörsamlega út úr korti.“
Sveinn Andri telur verkalýðsforystuna síst hafa hagsmuni erlends
vinnuafls að leiðarljósi í aðgerðum sínum. „Menn sem setið hafa við
kjötkatlana alla þessa tíð og virðist þeirra eina hlutverk að passa upp á
bitlingana sína. Þeim er nákvæmlega sama um hagsmuni þessara manna.
Aðalmálið virðist að vera nógu sniðugur að flæma þá í burtu,“ segir hann
og telur undarlegt að innlent fyrirtæki sem fyrir fram hafi óskað eftir sam-
starfi við ASÍ og ráðgjöf um hvernig haga bæri hlutum mætti slíku viðmóti,
meðan skatttekjur streymi úr landi vegna starfsemi ámóta fyrirtækja frá
Eystrasalti og víðar. - óká
Yfirmönnum Vinnumálastofnunar hefur verið
falið að grennslast fyrir um ávirðingar á hend-
ur starfsmannaleigunni 2B og vísa til lögreglu
reynist þær á rökum reistar.
Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinn-
ar, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar
í hádeginu í gær. „Við erum að kalla eftir upp-
lýsingum um fyrirtækið og svo að huga frekar
að starfsumhverfi slíkra leiga,“ segir hann og
bætir við að þeim fjölgi mjög sem starfi hér á
leigufyrirkomulagi.
„Ákveðið áhyggjuefni er að menn geti
ekki samið sig að þessu hefðbundna ráðning-
arfyrirkomulagi sem hér hefur verið við lýði
og menn þekkja. En það er greinilega mikill
vinnuaflsskortur og menn grípa allt sem til
fellur og þá ekki alltaf öruggt hvort það er fyrir innan lög og rétt.“
Gissur segir galla að í raun geti hver sem er sett á stofn starfsmanna-
leigu. „Þar er engin skráningarskylda eða neitt. Þá þurfa þeir sem út í
slíka starfsemi fara ekki að undirgangast neinar skyldur, svo sem um
að upplýsa vinnumarkaðsyfirvöld um aðstæður svo við höfum þá ein-
hverja tilfinningu fyrir því hvernig mál eru að þróast.“
Gissur sagðist ekki sjá í hendi sér með hvaða hætti öðrum en laga-
setningu væri hægt að ná utan um starsemi starfsmannaleiga hér á
landi. „En það hefur verið í dálitinn tíma nefnd á vegum ráðuneytisins
að fara yfir þetta og hún hlýtur að þurfa að hraða sínum störfum. Ég
að minnsta kosti skynja það svo sem fullur áhugi sé hjá félagsmálaráð-
herra að gera eitthvað í málinu.“ - óká
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
29
93
3
1
0/
20
05
Þetta er þitt tækifæri
til að eignast betri bíl.
www.toyota.is
Komdu í Toyota Nýbýlavegi, kíktu á úrvalið
og verðið, gakktu frá málunum á staðnum og
aktu heim á betri notuðum bíl.
Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími 570-5070
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
„Mér sýnist einsýnt að við förum í ein-
hvers konar lagasetningu en hún þarf að
taka mið af okkar alþjóðlegu skuldbind-
ingum, ekki síst varðandi EES-samning-
inn,“ segir Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra um starfsemi starfsmannaleiga.
„Við erum að fara yfir hvort setja beri um
þetta sérlög eða fella ákvæði inn í önnur
lög. Hvort tveggja kemur til greina.“
Árni segir vonir standa til að takist að
klára lagasetninguna fyrir jól. „En það er
þó ekki alveg einfalt mál. Við höfum fjallað
um málið í nefnd í alllangan tíma en ég
vona að við sjáum til lands í því og hægt
verði að taka þetta til umfjöllunar í þinginu
fyrir jól.“
Árni segist munu funda á miðvikudag-
inn með forystu ASÍ um málið. „Lagasetn-
ing um starfsmannaleigur er eitt af því sem
ASÍ hefur metið sem svo að muni skipta
verulegu máli þegar vonandi kemur að því
að framlengja kjarasamninga, þannig að
við tökum það auðvitað alvarlega.“ - óká
Félagsmálaráðherra:
Stefnir að nýjum
lögum fyrir jól
VERKALÝÐSMÁL Kominn er tími
á aðgerðir af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnar til að knýja á
um umbætur hjá fyrirtækjum
sem ekki upplýsa um kaup og
kjör erlendra starfsmanna sinna.
Þetta segir Þorbjörn Guðmunds-
son framkvæmdastjóri Samiðn-
ar, sambands iðnfélaga, en menn
á hans vegum fóru um í gær og
ræddu við erlenda starfsmenn
sem hér eru á vegum íslensku
starfsmannaleigunnar 2B ehf.
Verkalýðsfélög hafa starfsemi 2B
nú undir smásjánni, en þar á bæ
hafa menn meðal annars verið
sakaðir um að hafa hvatt til þess að
pólskir verkamenn væru barðir til
hlýðni. Þorbjörn segir
farið fram á umbætur
komi í ljós að erlendir
verkamenn fái ekki
greitt í samræmi
við kjarasamninga.
„Yfirleitt eru þess mál löguð, en
ef ekki er nú komið að því að við
stoppum vinnustaði strax á næstu
dögum, en hvar það verður gef ég
náttúrlega ekki upp.“
Oddur Friðriksson, aðaltrún-
aðarmaður starfsmanna á Kár-
ahnjúkum, segir alveg ljóst að
starfsmannaleigum með starfsemi
hér fari fjölgandi og bráðnauðsyn-
legt sé að setja lög um starfsemi
þeirra. „Leigurnar eiga að starfa
eftir ákveðnum lögum svo þær
komist ekki upp með að vera með
leynisamninga í öðrum löndum og
að búa sér til sínar eigin reglur
á vinnumarkaði. Þessi fyrirtæki
hafa nýtt sér göt í lögum. Megin-
hluti þeirra er frá Eystra-
saltslöndunum og Portúgal,
fátækum löndum Evrópu
þar sem enga vinnu er að
hafa. En það eiga
starfsmannaleigur ekki að geta
nýtt sér. Þetta fólk á að vera á
sömu kjörum og hér eru við lýði og
borga hér skatta og skyldur eins
og hver annar,“ segir Oddur og
telur stjórnvöld þurfa að taka af
skarið um hvernig þessum málum
eigi að vera háttað. „Núna er það á
ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar
að fylgjast með og reyna að upp-
ræta vandann, en við höfum bara
ekki nógu fasta stoð í lögum. Við
gerum okkar besta, en erum bara
að róta fram og til baka í einhverj-
um haug.“ Oddur telur að þing-
menn þurfi að einhenda sér í að
koma í gegn nýjum lögum fyrir
jól. „Þingmennirnir okkar hafa
ekkert betra að gera en klára þetta
mál.“ olikr@frettabladid.is
Krefjast aðgerða gegn 2B
Fulltrúar Samiðnar fóru í gær um og ræddu við erlenda verkamenn á vegum starfsmannaleigunnar 2B.
Félögin segja tíma kominn á aðgerðir gegn fyrirtækjum sem upplýsi ekki um kjör erlendra starfsmanna.
ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra
vonast til þess að þingið fái fyrir jól að
falla um ný lög um starfsmannaleigur.
Starfsmannaleigan 2B ehf. snýr vörn í sókn :
Kærir lygar og róg
Stjórn Vinnumálastofnunar fundaði með starfsmannaleigum:
Ávirðingar kannaðar
SPURNING DAGSINS
Úlfar, er þetta vökvastýri?
„Nei, það er bara úr stáli.“
Bandalag íslenskra blaðamanna valdi Suzuki
Swift bíl ársins á sunnudag. Úlfar Hinriksson,
framkvæmdastjóri Suzukibíla, tók við forláta
stálstýri sem bíllinn hlaut í viðurkenning-
arskyni.
BAGDAD, AP Þrjár bílsprengjur
voru sprengdar nánast sam-
tímis fyrir utan hótel erlendra
blaðamanna í Bagdad í gær. Í
það minnsta tuttugu manns dóu í
sprengingunum.
Síðdegis í gær var steypubíl
hlöðnum sprengiefni ekið upp að
varnargirðingum Hótel Palest-
ínu í miðborg Bagdad en þar býr
fjöldi erlendra blaðamanna. Verð-
ir reyndu að stöðva bílinn með
því að skjóta á hann en svo fór að
ökumanni hans tókst að brjótast í
gegnum múrinn, aka að hótelinu
og sprengja bifreiðina í tætlur.
Innan tveggja mínútna sprungu
tvær sprengjur til viðbótar.
„Áform tilræðismannanna eru
augljós, að ná hótelinu á sitt vald
og taka arabíska og aðra erlenda
blaðamenn í gíslingu,“ sagði
Mouwafak al-Rubaei, þjóðar-
öryggisráðgjafi Íraksstjórnar.
Talið er að tuttugu manns hafi
farist í tilræðununum, þar af
fimm lögregluþjónar, og fjörutíu
til viðbótar slasast, flestir þeirra
vegfarendur. Hótelið sjálft er
mikið skemmt en að sögn banda-
rískra embættismanna lést eng-
inn þar innandyra.
Mikil ólga hefur verið í land-
inu undanfarið, síðastliðna tvo
daga hafa alls 65 látist í árásum
uppreisnarmanna. - shg
Tuttugu fórust í þrefaldri bílsprengjuárás á hótel blaðamanna í Bagdad:
Hugðust hertaka hótelið
OLÍUSAMRÁÐ „Við ætlum að hittast
til frekari viðræðna,“ segir Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson, lögmað-
ur Reykjavíkurborgar, um gang
mála vegna skaðabótakröfu borg-
arinnar á hendur olíufélögunum.
Fyrir skömmu rann út frestur
sem borgin gaf félögunum þrem-
ur til að svara skaðabótakröfu
sinni. Lögmenn hafa fyrir hönd
Skeljungs og Olís fundað með
Vilhjálmi síðan þá, en Ker, sem á
Esso, svaraði erindinu formlega.
Vilhjálmur segir að í því svari
hafi verið boðin fram ákveðin
greiðsla, en tæpast í samræmi
við kröfur borgarinnar. „Ég lít
hins vegar á þetta sem eitt mál.
Kröfurnar beinast að félögunum
í heild vegna samráðsins,“ segir
hann og kveðst munu svara Keri
þegar viðræðum við hin félögin
tvö ljúki.
„Verði málið leyst, þá verður
það leyst í heild,“ bætti hann við.
- óká
Kröfur vegna olíusamráðs:
Ker vill borga
skaðabætur
VÍTISVÉL Á FJÓRUM HJÓLUM Myndbands-
upptökur náðust af steypubílnum með
sprengiefnið aka í gegnum vegartálma og
springa síðan í loft upp. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VERKAMENN Á KÁRAHNJÚKUM
Oddur Friðriksson, aðaltrún-
aðarmaður á Kárahnjúk-
um, segist vera með
nokkur fyrirtæki undir
smásjánni vegna
viðskipta þeirra við
starfsmannaleigur,
en sum hver standi
sig þó mjög vel.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
STJÓRNMÁL Jens Stoltenberg, for-
sætisráðherra Noregs, segir að
Norðmenn fylgist með umræðum
á Íslandi um hugsanlega aðildar-
umsókn að Evrópusambandinu.
„Umræðan hér getur haft áhrif á
afstöðu Norðmanna,“ segir Stolt-
enberg.
Þing Norðurlandaráðs hefst
í Reykjavík í dag en forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna sátu fund í
gær í tengslum við upphaf þings-
ins. Þeir ræddu meðal annars
málefni sem tengjast Evrópu-
sambandinu. Um 800 manns eru
komnir til landsins vegna þings-
ins. sjá síðu 15 /- jh
Jens Stoltenberg í Reykjavík:
Umræðan hér
hefur áhrif þar
GISSUR PÉTURSSON
Forstjóri Vinnumála-
stofnunar.
EIÐUR EIRÍKUR BALD-
VINSSON
Framkvæmdastjóri 2B.