Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 12
25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR12
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Fjöldi manns þurfti að
hverfa frá nokkrum atburð-
um á Iceland Airwaves-tón-
listarhátíðinni þrátt fyrir að
hafa greitt fullt verð fyrir
aðgöngumiða. Aðstandend-
ur hátíðarinnar ætla að
athuga hvernig koma megi
í veg fyrir að slíkt ástand
skapist aftur.
Valgeir Örn Ragnarsson, sem
ætlaði að fylgjast vel með Air-
waves-hátíðinni sem lauk á
sunnudag, segist vera mjög sár
yfir því að hafa borgað um 6.000
krónur fyrir armband á hátíðina
og hafa síðan þurft að dúsa í bið-
röðum meiripart hennar.
Fjöldi gramra tónleikagesta
hefur furðað sig á löngum biðröð-
um sem mynduðust yfir hátíðina,
sérstaklega fyrir utan skemmti-
staðinn Nasa.
Árni Einar Birgisson, fram-
kvæmdastjóri hátiðarinnar, segir
að tónlistarmenn eins og José
González, Clap Your Hands Say
Yeah, Ratatat og fleiri hafi fyrir
nokkrum vikum síðan verið nær
óþekktir hér á landi en síðan hafi
myndast gríðargóð stemning
fyrir tónleikum þeirra. Á meðan
hafi stærri bitar á við The Zutons,
International Noise Conspiracy,
Juliette & The Licks og The Fiery
Furnaces ekki trekkt eins marga
að og menn höfðu spáð fyrir.
Helgi Hrafn Guðmundsson
segir að hann hafi misst af fjölda
tónleika sem hann hafi ætlað að sjá
einfaldlega vegna biðraða. Hann
hafi ekki einu sinni reynt við bið-
röðina á Nasa á laugardaginn. Sú
röð náði frá Nasa og að Alþingis-
húsinu og myndaðist á tíma mikill
troðningur fyrir framan inngang-
inn. Biðu sumir í allt að tvo til þjá
tíma í röðinni. Árni Einar segir að
þegar mest var hafi verið um 280
manns í röðinni þó að aðrir vilji
halda því fram að þeir hafi verið
3-400 auk þess sem um fimmtíu
manns með forgangspassa hafi
beðið í röð. Árni segir að röðin
hafi byrjað að myndast um klukk-
an 21.40 og hafi ekki verið horfin
fyrr en um klukkan 02.30. Hann
segir hins vegar að einhverjir
smá misbrestir hafi orðið á milli
yfirdyravarðar þeirra og yfir-
mans Nasa um það hverjum ætti
að hleypa inn og hverjum ekki.
Árni Einar segir að jafn marg-
ir miðar hafi verið til sölu í ár og
í fyrra. „Það er mjög erfitt að spá
fyrir fram hvaða tónleikar eiga
eftir að vera vinsælir og hverjir
ekki. Plötusala gefur yfirleitt góða
mynd af því en gerði það alls ekki í
ár. Flestir þeirra sem ég hef talað
við hafa hins vegar ekki sett út á
neitt annað hjá hátíðinni þannig
að hún gekk að öðru leyti mjög
vel. Spennan fyrir hátíðinni hefur
verið að aukast mikið síðustu ár
og það útskýrir kannski þessar
biðraðir. Niðurröðun hljómsveita
hjá okkur gekk hins vegar ekki
upp og við munum á næstu dögum
setjast niður ásamt aðilum sem
koma nálægt hátíðinni og fara
yfir það sem fór úrskeiðis og hvað
má bæta,“ segir Árni að lokum.
steinthor@frettabladid.is
HLUSTAÐ Í ANDAKT Á meðan fjöldi fólks beið í biðröðum fyrir utan staðina þar sem Iceland Airwaves tónleikarnir fóru fram nutu þeir
tónlistarinnar sem inn komust. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA
Borgaði sex þúsund en
stóð lengst af í röðum
Misskilningur
„Ég sagði að tungu-
málaörðugleikar yrðu
framundan og að það
þyrfti að sýna þeim góða
verkstjórn og góðan aga.“
Eiður Eiríkur Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri starfsmannaleigunn-
ar 2B, í Fréttablaðinu um samskipti
sín við Suðurverk á Kárahnjúkum.
Hann segir það misskilning að hann
hafi sagt verkstjórum að lemja
Pólverjana til hlýðni.
Bestur
„Og fréttastjóri Sjón-
varps sagði eitt sinn að
ég væri besti blaðamaður
landsins.“
Hallur Hallsson blaðamaður í
Morgunblaðsgrein um samskipti
sín og fréttaritstjóra Fréttablaðsins.
ROKK OG RÓL Almennt var góð stemning inni á stöðunum á Iceland Airwaves-hátíðinni og
eina gagnrýnin snýr að örðugleikum við að komast inn. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA
„Það er grátt í rót og austanandvari hér í
Vatnsfirði en af mér er allt gott að frétta,“
segir séra Baldur Vilhelmsson, fyrrum prest-
ur í Vatnsfirði.
„Annars kom hingað flokkur símamanna og
var einhvern skrambann að aðhafast svo nú
er komið internet á hvern bæ hér í sveitinni.
Það breytir nú ekki svo miklu fyrir mig því
ég kann ekkert á þetta. Ég held mig bara
við símann því hann er okkar öryggistæki,
sérstaklega á veturna.“
Margir Ísfirðingar hafa sagt frá því hve lifnað
gat yfir bænum þegar séra Baldur var þar á
ferð en fer hann oft í bæinn? „Nei, ég er lítið
á ferðinni. Það er best að hreyfa sig sem
minnst því eins og Halldór Laxness sagði:
„það grær ekki um farandi stein.“
Þó verð ég nú að gera mér ferð á Ísafjörð í
næstu viku til að láta skoða bílinn. En svo er
svolítil umferð hérna, menn koma og skoða
kirkjuna og þá hef ég oft sagt mönnum til.
Svo er búið að grafa upp landnámsbæ hér
við túnfótinn hjá mér og það koma margir
að skoða hann en þar er allt svo kyrfilega
merkt með upplýsingaspjöldum svo þess
gerist ekki þörf að ég sé að þusa yfir fólki
um það sem þar er að sjá. Á þessum bæ
bjó Snæbjörn nokkur, bróðir Helga magra.
Hann kom með lið sitt hingað frá Írlandi.
Annars er ekkert voðalega mikið framundan,
ég bíð bara spenntur eftir að jólabókaflóðið
skelli á. Ég hef nú þegar skrifað hjá mér tvær
bækur sem ég ætla að kaupa þegar þær
verða fáanlegar á Ísafirði.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SÉRA BALDUR VILHELMSSON, FYRRUM SÓKNARPRESTUR Í VATNSFIRÐI
Internetið komið í sveitina