Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 14
 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR14 fréttir og fróðleikur Um þessar mundir hefur nokkuð borið á höfuð- lús í grunnskólum landsins. Smit er stundum þrálátt í bekkjum, því ekki þarf að nema foreldrar eins barns trassi að gera viðeigandi ráðstafanir til að lúsin berist á milli á ný. Hvernig á að greina lúsina? Leita þarf að lús í höfuðhárinu með ná kvæm ri skoðun, en það er best gert með kembingu með lúsakambi við góða birtu yfir hvítum fleti eða spegli. Sumum finnst best að kemba þurrt hár, en aðrir blautt og jafnvel með hár- næringu í. Ef lús finnst þarf meðferð. Í fljótu bragði lítur nit út eins og flasa, en föst við hárið. Nit er helst að finna ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi. Lúsina sjálfa má greina með ber- um augum. Hvernig smitast lús? Lúsin stekkur ekki líkt og fló, en getur skrið ið á milli hausa ef bein snerting verð ur frá hári til hárs. Þá syndir hún hvorki né flýgur. Falli lús úr umhverfi sínu verður hún strax löskuð og veikburða og því talið ólíklegt að hún geti skriðið af fatnaði eða innanstokksmunum á milli fólks. Þó er ekki hægt að útiloka að hún gæti borist með greiðum, burstum, húfum og höfuðbúnaði sem notað er af fleiri en ein um innan skamms tíma. Hvernig lýsir smit sér? Tveir af hverjum þremur sem fá lús fá engin einkenni, en þriðjungurinn fær kláða, sem sagður er stafa af ofnæmi gegn munnvatni lúsarinnar. Kláðinn getur orðið nokkuð mikill og húð roðnað og bólgnað þegar sá lúsugi klórar sér. Hvernig losnar maður við lús? Til að drepa óværuna þarf að kaupa lúsadrep- andi efni, en þau eru seld án lyfseðils í apótek- um. Algegnast er að mælt sé með notkun efna í alkóhóllausn, sem eru sett í þurrt hár og látin þorna og vera í hárinu í um hálfan sólarhring. Meðferðina þarf svo að endurtaka eftir viku til tíu daga. Til að koma í veg fyrir endur smit þarf að skoða alla heimilismenn og nána vini til að leita lús ar og meðhöndla alla samtímis. FBL GREINING: ALGENGT SMIT Í GRUNNSKÓLUM LANDSINS Hvernig losnar maður við höfuðlús? SVONA ERUM VIÐ Skipting kynjanna í stjórn ASÍ Heimild: Hagstofa Íslands „Davíðarnir tveir“ í leið- togaslag brezka Íhalds- flokksins, David Cameron og David Davis, keppast á næstu vikum um hylli hinna 300.000 flokkssystk- ina sinna. Stuðningsmenn Camerons trúa honum til að geta endurnýjað flokkinn líkt og Tony Blair endurnýj- aði Verkamannaflokkinn. Davis á stuðning hægri arms flokksins vísan. Þeir Cameron og Davis stóðu einir eftir af upprunalega fimm keppi- nautum um flokksleiðtogastól- inn er síðasta útsláttaratkvæða- greiðslan fór fram í þingflokknum á fimmtudaginn. Af frambjóðend- unum fimm dró Malcolm Rifkind sig fyrstur í hlé. Í fyrstu atkvæða- greiðslunni heltist Kenneth Clarke úr lestinni. Liam Fox var síðan sá þriðji sem féll úr leik er hann fékk færri atkvæði en þeir Cameron og Davis. Það munaði reyndar minnu á honum og Davis en búizt var við - Fox fékk 51 atkvæði en Davis 57. Cameron fékk afgerandi mest- an stuðning, 90 atkvæði. Hefði hann fengið hreinan meirihluta í atkvæðagreiðslunni hefði Davis hugsanlega dregið sig í hlé og Cameron þar með staðið uppi sem nýr leiðtogi án þess að almennir flokksmenn fengju færi á að segja sitt álit. Í skoðanakönnunum meðal flokksmanna hefur stuðningur- inn reyndar mælst öllu meiri við Cameron en Davis að undanförnu og Davis mun því eiga á brattann að sækja. Eton og bæjarblokk Mikill munur er á félagslegum uppruna þeirra Camerons og Davis. Cameron, sem verður fer- tugur á næsta ári, er af vel þén- andi menntafólki kominn, gekk í Eton-heimavistarskólann og háskólann í Oxford. Eiginkona hans er af aðalsættum. Davis aftur á móti ólst upp hjá einstæðri móður í bæjarblokk í suðurhluta Lundúna en komst til mennta þar sem honum hlauzt styrkur frá hernum til háskóla- náms. Hann þjónaði sem vara- liðsmaður sérsveitar í hernum og stærir sig af því að hafa nef- brotnað fimm sinnum. Davis, sem er nú 56 ára, sótti nám í Harvard- háskóla og hóf árangursríkan feril í viðskiptum áður en stjórnmálin urðu hans aðalstarf. Hann hefur setið á þingi síðan 1987 og vann sig smám saman upp metorðastigann innan flokksins. Árið 2001 bauð hann sig fram í leiðtogakjöri en heltist hins vegar úr lestinni strax í fyrstu umferð. Davis studdi þá Iain Duncan Smith, sem vann og gerði Davis að einum formanna flokksins. Síðan þá hefur hann beðið síns tíma. Davis er talsmaður flokks- ins í innanríkismálum og mikill talsmaður efldrar löggæslu og strangrar innflytjendastefnu. Eftir að Michael Howard tilkynnti eftir kosningarnar í vor að hann hygðist hætta sem flokksleiðtogi í haust var Davis lengi talinn sigurstranglegastur. Margir flokksmenn töldu hann líklegan til að höfða til breiðari kjósendahóps vegna verkalýðs- uppruna síns og þannig færan um að gera Íhaldsflokkinn sam- keppnisfærari við Verkamanna- flokkinn í næstu kosningum. En sú staða breyttist eftir að hann flutti frekar misheppnaða ræðu á flokksþingi flokksins í Blackpool fyrr í haust. Þar tókst Cameron aftur á móti að heilla flokksþings- fulltrúa með blaðlaust fluttri and- ríkri ræðu. Hann hefur líka unnið prik hjá mörgum flokksmönnum með því hvernig hann hefur tekið á tilraunum æsifréttablaða til að gera hann tortryggilegan með spurningum um hvort hann hafi einhvern tímann neytt ólöglegra fíkniefna. Maður nýrra hugmynda Stuðningsmenn Camerons hampa honum sem manni nýrra hug- mynda. Honum fylgi þeir fersku vindar sem flokkurinn þurfi á að halda til að eygja möguleika á að skáka Verkamannaflokki Blairs og Browns út úr stjórnarráðinu. Hann sé fær um að endurnýja flokkinn með sambærilegum hætti og Blair gerði við Verka- mannaflokkinn á sínum tíma. Þeir íhaldsmenn sem ekki eru eins sannfærðir um ágæti Camer- ons benda á að hann skorti reynslu, þar sem hann hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2001. En Cameron er vel heima í valdataflinu í West- minster. Hann gekk til liðs við rannsóknaþjónustu Íhaldsflokks- ins árið 1988, þá 22 ára að aldri, vann sem sérlegur ráðgjafi Norm- an Lamont, þáverandi fjármála- ráðherra, og aðstoðaði John Major forsætisráðherra við undirbúning þingkappræðna um miðjan tíunda áratuginn. Cameron er nú tals- maður flokksins í menntamálum og er mjög áfram um betri aðbún- að sérkennsluskóla fyrir fötluð börn. Sjálfur á hann fjölfatlaðan son. „Við verðum að umbylta flokknum okkar,“ segir Cameron í stefnuyfirlýsingu sinni. „Hann verður að líta út, finna til, hugsa og hegða sér eins og alveg nýr félagsskapur. ... Það er kominn tími til að endurmóta gildi okkar í takt við þá tíma sem við lifum á,“ segir hann. Úrslitin úr leiðtogakjörinu verða kunngjörð þann 6. desem- ber. Keppast um hylli 300.000 flokkssystkina DAVID DAVIS Fulltrúi hægriarmsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DAVID CAMERON Talinn miðjumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Vinstrihreyfingin - grænt framboð hélt landsfund um helgina. Á fundinum voru samþykktar fjölmargar ályktanir. Katrín Jakobsdóttir var kjörin varaformaður og Steingrímur J. Sigfússon formaður. Hvernig tókst til? Þetta tókst bara alveg frábærlega, Þetta var stærsti og kraftmesti fundur sem við höfum haldið og stemning- in var mjög góð. Það sem var líka skemmtilegt var að unga fólkið fjöl- mennti, sérstaklega ungar konur. Hver var meginniðurstaðaða fund- arins? Það sem bar hæst var samþykkt nýju kvenfrelsisstefnunnar og hvernig unga fólkið gerði sig gildandi á fundinum. Menntastefnan er einnig merkileg en við gerðum heildstæða skólastefnu fyrir öll skólastigin. Við viljum slá af samræmd próf og erum á móti stytt- ingu náms framhaldsskóla. Hvert er takmarkið fyrir næstu kosningar? Við viljum að stjórnarandstaðan vinni betur saman. Takmarkið er ósköp einfalt - það er að ná meirihlutanum og fella stjórnina. Hvað ætlar þú að vera formaður flokksins lengi? Það er engin tímasetning komin á það. Ég tek nú bara eitt skref í einu og verð allavega næstu tvö ár og leiði flokkinn í gegnum næstu kosningar. Annars þurfa flokksmenn ekki að kvíða framtíðinni því það er nóg af ungu fólki til að taka við stjórnartaum- unum. SPURT OG SVARAÐ LANDSFUNDUR VINSTRI GRÆNNA Kraftmikill fundur STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna. 1975 93 1985 67 1995 67 2000 73 1975 7 1985 33 1995 33 2000 27 Karlar Konur Jens í Brain Police Rokksöngvari stunginn af sambýlis- konu sinni DV2x15 -lesin 24.10.2005 20:33 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.