Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 16

Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 16
 25. october 2005 TUESDAY FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mér finnst pólitík merkileg og mikilsverð. Kannski hef ég skrifað það áður í þessum pistlum, ef svo er ætla ég ekki að biðja lesendur velvirðingar á endurtekningunni, ég er nefnilega vís með að segja það einhvern tímann aftur og ég er þeirrar skoðunar að kona eigi ekki að afsaka athafnir sínar nema að hún ætli að gera sitt besta til að endurtaka þær ekki. Polis er gríska orðið fyrir borg- ríkið og pólitík snerist um hvernig haga skyldi málum í borgríkinu – nú til dags í landinu, þjóðfélaginu, í okkar tilfelli lýðveldinu. Pólitík er síður en svo eitthvert einka- mál stjórnmálamanna, eða eitt- hvað sem kemur venjulegu fólki bara við á kosningadaginn. Flest sem snertir daglegt líf okkar er pólitík. Vinnutíminn, skattarnir, skólarnir, matarverðið, skólamál- tíðirnar, strætó, allt er þetta pólit- ík. Einu sinni var meira að segja pólitík hvort bæjarstarfsmenn eða verktakar hirtu sorpið. Fólk á ekki að leyfa sér að halda því fram eða láta sem því komi pólit- ík ekki við. Ég veit ekki hver það var sem sagði að rónarnir kæmu óorði á brennivínið, en það var sniðuglega sagt og einhver bætti við að stjórn- málamenn kæmu óorði á pólitík- ina. Því miður finnst þessari konu stundum svolítið til í því. Nú sér hún t.d. í flenniauglýsingum í blöð- unum að borgarstjórinn hafi feng- ið eyru. Borgarbúar eru hvattir til að flykkjast á hverfafundi þar sem borgarstjórinn ætlar að hlu- sta. Stjórnmálamenn fá eyru og hlusta á fjögurra ára fresti – það er kannski ekkert athugavert við það. Hitt er frekar athugavert að stjórnmálamenn virðast almennt mjög gleymnir, nema það sé svo að þeir hlusti bara en heyri ekki neitt. Þegar kosningar eru ekki á næstu grösum eru stjórnmála- menn ekki mikið fyrir að hlusta, þá eru þeir meira fyrir að útskýra. Þá segja þeir okkur og skýra út fyrir okkur hvernig hlutirnir eru, ef einhver mótmælir eða stingur upp á annarri leið þá er fólki gerð góð grein fyrir því að það skilji ekki hlutina hvort heldur það er nú borgarskipulag eða eitthvað allt annað. Þegar langt er í kosn- ingar hafa stjórmálamennirnir einir hinn rétta skilning. Ég játa fúslega að það er ýmis- legt sem ég ekki skil. Eitt af því er rápið sem virðist vera á borg- arstjórnarfundum, ef marka má fundirgerðir af þeim fundum. Gaman væri að fá skýringu ein- hverra borgarfulltrúa á þessu rápi öllu saman. Þetta er úr seinni hluta fundargerðar frá 6. september: - Kl. 16.55 var umræðum utan dagskrár lokið og reglulegum fundi fram haldið, umræðum um framtíð Vatnsmýrar. - Kl. 17.30 tók Kjartan Magnús- son sæti á fundinum og Bene- dikt Geirsson vék af fundi. - Kl. 17.35 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum og Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi. - Kl. 18.30 var gert fundarhlé. - Kl. 19.04 var fundi fram hald- ið og viku þá Stefán Jón Haf- stein og Dagur B. Eggertsson af fundi og Helgi Hjörvar og Stefán Jóhann Stefánsson tóku þar sæti 4. Rætt um nýtt leiðakerfi Strætó bs. - Kl. 19.25 vék Björn Bjarnason af fundi og Jórunn Frímanns- dóttir tók þar sæti. 5. Rætt um starfsmannamál leikskóla og frístundaheimila. - Kl. 20.23 vék Anna Krist- insdóttir af fundi og Marsibil Sæmundsdóttir tók þar sæti. - Kl. 20.35 tók Stefán Jón Haf- stein sæti á fundinum og Helgi Hjörvar vék af fundi. - Kl. 21.17 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum og Sigrún Elsa Smáradóttir vék af fundi. Þegar ég sá þessar tímafærslur allar saman þá datt mér nú fyrst í hug hvort ekki væri einfaldara fyrir borgarstjórn að fá sér bara stimpilklukku. En svo áttaði ég mig á því að auðvitað hlýtur eitthvað mjög mikilsvert að liggja þarna að baki, þ.e.a.s. annars vegar rápinu og hins vegar því að færa það svo skilmerkilega til bókar. Ef rápið er til að fjölga þeim sem koma að málum þá er það hið besta mál, hreinlegra og betra væri samt að fjölga borgarfulltrú- um. Kannski er rápið til að útvega varaborgarfulltrúm kaup, því þeir fá 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund sem þeir sitja. Átta varaborgarfulltrúar sátu fundinn 6 september – það eru samtals 32% af þingfararkaupi sem við borgararnir virðumst hafa borgað aukalega fyrir einn fund í borgar- stjórn sem stóð frá 14.00 til 22.22. En ég hef nú örugglega misskilið þetta eitthvað. Af rápi í borgarstjórn Í DAG PÓLITÍK VALGERÐUR BJARNADÓTTIR „Ég veit ekki hver það var sem sagði að rónarnir kæmu óorði á brennivínið, en það var snið- uglega sagt og einhver bætti við að stjórnmálamenn kæmu óorði á pólitíkina. Því miður finnst þessari konu stundum svolítið til í því.“ „Meiriháttar mannamót“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra víkur að nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna með þessum orðum á vefsíðu sinni, bjorn.is: „Það var sagt frá því í fréttum, að aðeins hefði munað tveimur atkvæðum á lands- fundi vinstri/grænna, að samþykkt yrði að leggja niður þjóðkirkjuna. Mátti heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni flokksins, að honum var brugðið vegna þessa litla munar. Það kom mér hins vegar á óvart, að heyra tölurnar, því að þær sýndu, að fundarmenn voru innan við 100 en Steingrímur J. hefur talað um fundinn eins og um meiriháttar mannamót væri að ræða, en fjöldinn nær ekki einu sinni þeim fjölda, sem tekur þátt í störfum nefndar á landsfundi okkar sjálfstæðismanna.“ Ameríkanisering? Velferðarkerfinu á Íslandi verður ekki haldið upp með amerískum skött- um, sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundinum. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, svarar fyrir framsóknarmenn á vefsíðu sinni, bjorningi.is: „Í hverju birtist ameríkanisering velferðarkerfisins? Birtist hún í lengsta og fullkomnasta fæðingarorlofskerfi á Vesturlönd- um? Birtist hún í gjaldfrjálsum skólum allt frá grunnskóla og upp háskólastigið og hugmyndum um gjaldfrelsi í leikskólum að auki? Birtist hún í mismunun á spítulum eftir efnahag? Birtist hún í kaupmáttaraukningu sem á sér ekki líka á Vesturlöndum, eða um 60% á tíu árum?“ Besta og versta Björn Ingi heldur áfram: „Steingrímur J. Sigfússon grætur norræna velferð- armódelið. Af hverju gerir hann það? Við Íslendingar höfum tileinkað okkur margt það besta úr norræna módelinu, en reynt að skilja eftir það versta. Við trúum því að flestir eigi að hafa vinnu og hér á landi er atvinnuleysi miklu minna en á Norðurlöndum og atvinnuþátttaka almennt meiri. Við trúum því að skattpíning sé letjandi og höfum því ekki tekið upp ofurskattastefnu. Við viljum heldur að launin hækki og almenningur ráði því sjálfur í hvað aukin fjárráð fara, þegar tekið hefur verið tillit til reksturs hina sameigin- lega velferðarkerfis, öryggisnets okkar allra.“ gm@frettabladid.is AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. Það hefur verið ánægjulegt á undanförnum dögum að fylgj-ast með aðdraganda kvennafrídagsins í gær, þegar þess var minnst að þrjátíu ár voru liðin frá deginum mikla árið 1975. Aðdragandinn nú hefur verið með öðrum hætti en þá og ljóst fyrir nokkru að mikil þátttaka yrði í göngunni og útifundinum í Reykja- vík sem haldinn var með glæsibrag í gær. Eftir því sem nær dró deginum mikla bættust svo fleiri og fleiri staðir við utan höfuðborg- arinnar þar sem haldið var upp á daginn. Þar voru víða haldnar fjölmennar samkomur. Á þeim árum sem liðin eru frá kvennafrídeginum forðum hafa orðið miklar breytingar á samfélaginu, ekki síst á allra síðustu árum. En hafa orðið jafnmiklar breytingar á högum kvenna í jafn- réttisátt og á öðrum sviðum þjóðfélagsins? Það er mikið vafamál. Gærdagurinn var ekki bara hátíðisdagur til að minnast dagsins fyrir þrjátíu árum, heldur ekki síður baráttudagur fyrir jafnrétti karla og kvenna. Fyrir þrjátíu árum bar töluvert á fiskvinnslukonum í hópi bar- áttukvenna og þar urðu til margar hversdagshetjur, sem því miður heyrist ekki lengur í. Það má segja að bankakonurnar hafi tekið við af fiskvinnslukonunum að vissu leyti, því þeim hefur fjölgað mjög. Það eru þær sem mest ber á í afgreiðslum bankanna, líkt og vinnslu- sölum fiskvinnslunnar þegar landvinnslan stóð með sem mestum blóma. En þrátt fyrir að konum í starfsliði bankanna hafi fjölgað mjög ber enn lítið á konum í hópi æðstu stjórnenda þeirra. Þær eru aðeins örfáar konurnar sem sitja þar á efstu hæðum, þótt fleiri og fleiri konur gegni störfum útibús- og deildarstjóra í bankakerfinu. Þarna er verk að vinna, því ekki eru konur síður vel menntaðar á viðskiptasviðinu en karlar. Aðeins örfáar konur hafa komist til æðstu metorða á sínu sviði hér á landi, þrátt fyrir að við höfum átt fyrsta kvenforsetann í heimin- um sem kosinn hefur verið beinni kosningu. Þar ruddi Vigdís Finn- bogadóttir brautina svo eftir var tekið og enn er hún í fararbroddi þegar um er að ræða baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla. Allir eru sammála um að jafna þurfi hlut kynjanna á mörgum sviðum, ekki síst hvað varðar launamál, en þrátt fyrir það miðar hægt í rétta átt. Margir hafa haft uppi hástemmd orð um launajafn- rétti en það er eins og þar sé einhver stífla sem erfitt er að losa. Félagsmálaráðherra varpaði fram þeirri hugmynd hér í Fréttablað- inu í gær að komið yrði á svokallaðri gæðavottun á laun. Þá yrðu fyrirtæki að opna launabókhald sitt fyrir sérstökum matsmönnum, sem gæfu þá út vottorð um hvort í viðkomandi fyrirtæki ríkti launa- jafnrétti. Þetta er athyglisverð hugmynd og einnig það að ráðherr- ann hefur tekið til í eigin garði varðandi launajafnrétti og mættu fleiri fylgja í fótspor hans í þeim efnum. Skilaboðin frá hátíðarhöldum gærdagsins rata vonandi rétta leið, því þrátt fyrir að við undirbúning dagsins hafi konur verið hvatt- ar til að hafa hátt er alvarlegur undirtónn í þessu öllu. Gærdagur- inn var ekki bara hátíðisdagur til að minnast dagsins fyrir þrjá- tíu árum, heldur ekki síður baráttudagur fyrir jafnrétti karla og kvenna. Verum minnug þess. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON FJölmenni tók þátt í kvennafrídeginum víða um land í gær. Hátíðis- og baráttudagur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.