Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.10.2005, Qupperneq 28
Upphaflega var húsið við Skóla- vörðustíg 35 reist árið 1906 en varð eldi að bráð og byggt upp aftur árið 1908. Guðbjörg kveðst hafa keypt það árið 1991 ásamt vinkonu og bróður sínum Þorsteini. Nú er það að mestu í eigu þeirra systkinanna og þau leigja út gestaíbúð á neðstu hæðinni. Auk þess að skipta um glugga og lagnir og taka húsið allt í gegn að utanverðu og koma því í upprunalega mynd, hefur Guðbjörg gert miðhæðina upp, haldið tré- gólfunum við og betrekkt að nýju með maskínupappa sem síðan hef- ur verið málaður. Enda fékk húsið viðurkenningu borgarstjórans í Reykjavík árið 2003 fyrir vel heppnaðar endurbætur. „Upphaflega voru margar litlar íbúðir í þessu húsi og hér bjó fullt af fólki en þegar við keyptum var búið að gera miðhæðina að einni íbúð. Þar var samt eiginlega ekkert eld- hús, bara smá krókur sem ég breytti í baðherbergi en baðið var frammi á gangi á smá syllu,“ lýsir Guðbjörg. Ég er búin að vera með þetta verk- efni í tíu ár og á enn eftir að taka forstofuna í gegn og gestaherbergið þar sem skúffurnar hans Guðjóns eru,“ segir hún og sýnir hirslu sem fellur undir stigann á efri hæðina. Þegar efsta skúffan er dregin út blasa við teikningar eftir húsameist- arann. Þótt einangrun hússins sé meira og minna í molum segir Guð- björg aldrei kalt þar. „Ég sleppi því að kynda allt sumarið og fram á haust,“ segir Guðbjörg brosandi og kveðst alsæl í þessu aldargamla húsi á besta stað í bænum. ÚTSALA 10 - 60% afsláttur Skeifan 3A • 108 Reykjavík Sími 517 3600 • Fax 517 3604 mylogo@mmedia.is • www.local1.is Húsið setur svip sinn á efsta hluta Skólavörðustígs. Húsið við Skólavörðustíg 35 hefur yfir sér höfðinglegan blæ. Það er byggt af Samúel Jónssyni trésmið og var í áratugi heimili sonar hans, Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Nú býr þar Guðbjörg Þorvarðar- dóttir dýralæknir. Hún tók við húsinu í niðurníðslu en hefur gert á því gríðarlegar endurbætur og endurvakið virðingu þess. Eldhúsið var ein íbúð áður fyrr. Stigapallurinn. Á syllunni við gluggann var klósett þegar Guðbjörg keypti húsið. Horft eftir eldhúsinu út í stofurnar. Í húsi húsameistarans Skúffur húsameistarans geyma enn ýmsar teikningar. Stofurnar hennar Guðbjargar eru stórar og bjartar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Gangurinn inn í gestaherbergið er með stöllum eins og Guðjón var þekktur fyrir. Gamli skorsteinninn er vinalegur og hillan yfir ofn- inum er greinilega hand- verk Guðjóns. 2 ■■■■ { hús og heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 02-03 lesið 24.10.2005 15:30 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.