Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 36
10 ■■■■ { hús og heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Gólfefnaflóran er geysilega fjölbreytt og nú um stundir leggur fólk mun meira upp úr því að hafa gott gólfefni en áður. Júlíus Hafsteinsson, sölu- stjóri hjá Parka, segir að salan hafi sjaldan verið meiri. Hann talar um það að fólk leggi mikið upp úr því að gólfefnin séu endingargóð og nú um stundir séu gamaldags plankaparkett vinsælust. Auk þeirra eru gegnheil eikarparkett sívinsæl. Sömu sögu er að segja af gólfdúkunum, fólk vill fá sterka og endingargóða dúka. Verslunarstjóri gólfefnabúðarinnar Kjarans, Ólafur Geir Kjartansson, segir að þar séu linólíum dúkarnir sem komi sterkastir inn. Þeir séu úr mjög vönduðum náttúrulegum efnum sem eiga að endast mjög lengi. Slíkir dúkar eru ekki einungis vinsælir hjá fyrirtækjum og stofnunum heldur geta einstakling- ar fengið gífurlega fjölbreytt úrval af slíkum dúk- um sem sóma sér vel inni á hvaða heimili sem er. Það gólfefni sem er hins vegar í mestum vexti og hefur verið að auka vinsældir sínar eftir nokkra lægð eru teppin. Teppi yfir allt gólfið eða horn í horn hafa verið að njóta vaxandi vinsælda. Vinsælustu teppin eru í 70’s stíl. Ingimundur hjá Stepp segir að sú hlýja sem fylgi teppunum sé það sem fólk sæki helst í. Teppin eru úr gæðaefnum og eins og með önnur gólfefni sækist fólk mjög eftir því. Teppin koma sterk inn Starfsmenn gólfefnaverslanna eru sammála um að sterk og vönduð gólfefni séu það sem fólk sækist helst eftir. Plankaparkett, linólíum dúkar og 70’s teppi eru hins vegar vinsælustu gólfefnin um þessar mundir. Línólíum dúkar úr sterku náttúrulegu efni Rýjuð og milligróf teppi í 70’s stíl eru mjög vinsæl. Planakparkett úr eik eru mjög flott og geysilega vinsæl. Dökklútuð og hvítólíu- borin parkett verða nú sífellt vinsælli. Mjúk og hlý ullarteppi eru einnig mjög vinsæl. Hægt er að sníða saman dúka eftir eigin höfði. listaverk } Listaverk á lánum KB BANKI BÝÐUR UPP Á VAXTALAUS LÁN TIL LISTAVERKAKAUPA KB banki hefur í rúmt ár boðið upp á vaxtalaus listaverkalán til allt að þriggja ára. Lánin eru veitt í samstarfi bankans, menningarráðs Reykjavík- ur, sextán listgallería og viðkomandi listamanna. Viðtökur lánana hafa verið mjög góðar og hafa um 280 listaverk verið keypt með keypt með lánunum. Hægt er að fá lán frá 36.000 krónum og upp í 600.000, og listaverkakaupandinn þarf að greiða út tíu prósent kaupverðs. Ef verkið kostar meira en 600.000 þúsund krónur þarf lántakandi að greiða af- ganginn. Hægt er að greiða upp lánin hvenær sem er á lánstímanum, en helmings afsláttur er veittur af lántökugjaldi. Skilyrðir fyrir lánveitingu eru að verkin séu eftir lifandi listamenn og mega þau ekki vera eldri en 60 ára við kaup. Þjóðerni listamannsins skiptir þó engu máli, en það verður að vera um frumsölu á verkinu að ræða. Og mögulegt er að kaupa fleiri en eitt verk. Mynd eftir Hrafn- kel Sigurðsson sem fæst í gallerí i8, og hægt er að kaupa með lista- verkaláni frá KB banka. Mynd eftir Ólaf Elíasson sem hægt er að kaupa með lista- verkláni KB banka í gallerý i8. Ertu að byggja - Viltu breyta - Þarftu að bæta? Sisal og kókos gólfteppi frá 2,711 kr. Dreglar og slabbmottur fyrir veturinn Stök teppi á parket og flísar - mikið úrval Teppadeild Málningardeild Kópal - 10 ltr 10% gljái 3,990 kr. Kópal - 4 ltr 10% gljái 1,990 kr. Opnunartími: Mán. - fös. 9.00 - 18.00 Lau. 10.00 - 16.00 Ný sending af Veggfóðri og veggfóðursborðum Skrautlistar og rósettur - mikið úrval G r e n s á s v e g u r 1 8 • S í m i : 5 8 1 2 4 4 4 B a z o o k a ! ! / 8 6 4 3 6 0 3 / 2 0 0 5 10-11 lesið 24.10.2005 15:53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.