Fréttablaðið - 25.10.2005, Síða 38
Lasse Spang Olsen (Danmörk/2004/88 mín.)
Hér er á ferðinni nýjasta myndin eftir Lasse
Spang Olsen sem gerði garðinn frægan svo
um munaði með I KINA SPISER DE HUNDE.
Myndinni hefur verið líkt við Leaving Las Vegas,
The Cooler og Snatch – og ekki að ástæðulausu.
Helle Joof (Danmörk/2005/98 mín.)
Rómantísk grínmynd eftir Helle Joof, mynd hennar
SHAKE IT ALL ABOUT, var vinsælasta mynd
Danmerkur árið 2001. Myndin segir frá litlum
kirkjukór í dönsku þorpi sem fær heimsókn sem
blæs nýju lífi í kórstarfi ð og bæjarlífi ð.
Niels Mueller (USA/2004/95 mín.)
Sean Penn sýnir stórleik sem misheppnaður
sölumaður, sem er að missa frá sér allt sem
honum þykir vænt um og ákveður í örvæntingu
sinni að ráða Richard Nixon af dögum. Naomi
Watts og Don Cheadle í öðrum aðalhlutverkum.
Catherine Hardwicke (USA/2005/107 mín.)
Sönn saga drengja sem lifa ósköp venjulegu
lífi . Þegar þeim tekst að skapa nýjan stíl í
hjólabrettaiðkun eru þeir gerðir að stjörnum.
En þegar áhugamálið verður að harðsvíruðum
viðskiptum, rústar velgengnin vináttunni.
Nicolas Winding Refn (Danmörk/2005/100 mín.)
Tony er sleppt úr fangelsi og er ákveðinn
í að snúa við blaðinu og breyta lífi sínu til hins
betra. Það er hins vegar hægara sagt en gert að
snúa bakinu við glæpum þegar faðir þinn er aðal
krimmi Kaupmannahafnar.
James Marsh (USA, UK/2004/105 mín.)
Íslandsvinurinn Gael Garcia Bernal sýnir nýjar
hliðar í verki sem á eftir að vekja umtal. Elvis er
nýútskrifaður úr sjóhernum og ákveður að hafa upp
á föður sínum. Elvis er ekki allur þar sem hann er
séður og áður en yfi r lýkur standa fáir eftir heilir.
Stephen Chow (Kína, Hong Kong/2004/99 mín.)
Grín, drama, hasar, bardagar og söngvar eftir
höfund „Shaolin Soccer“. Óvið jafnan leg blanda af
Jackie Chan, Buster Keaton, Quentin Tarantino og
Bugs Bunny sem hefur heillað gagnrýnendur og
áhorfendur um allan heim.
Saul Metzstein (Kanada, Ísland, UK/2005/101 mín.)
Friðrik Þór Friðriksson og Anna María Karlsdóttir
eru meðal framleiðenda að þessari mynd sem
tekin var upp á Íslandi. Jason Biggs leikur
hermann, sem fyrir mistök er sendur í her stöð
á Grænlandi og nær ekki að koma sér í burtu.
Teresa Fabik (Svíþjóð, Finnland/2004/90 mín.)
Besta mynd frá Norðurlöndum um ungt fólk,
síðan Fucking Amal kom út. 13 ára stelpa drekkur
yfi r sig í partýi og sóðamyndir af henni birtast í
kjölfarið á netinu. Hún er stimpluð hóra og drusla
í skólanum sínum og tilveran hrynur.
Michael Dowse (UK, Kanada/2004/90 mín.)
Spinal Tap nútímans. Á hátindi frægðar sinnar fer
vinsælasti plötusnúður heims offari í rokk stjörnu-
líferninu. Hann er dáður og dýrkaðuraf almenningi,
eiginkonunni og umboðs mannn inum. Allt þar til
hann missir heyrnina og þar með vitið.
Nicolas Winding Refn (Danmörk/2005/90 mín.)
Eiturlyfjabaróninn er að eldast og mýkjast;
viðfangsefni hans eru að skipuleggja 25
ára afmæli dóttur sinnar og reyna að koma
vitlausri eitur lyfja sendingu í verð. Það reynist
erfi ðara en leit út fyrir og allt fer í hund og kött.
Thomas Villum Jensen (Danmörk/2005/86 mín.)
Grínmynd með helsta leikara Dan merkur. Tommy
býr hjá móður sinni, er lesblindur og hreinn sveinn.
Hann fær vinnu á sólbaðsstofu og það hitnar
í kolunum er hann kynnist eigandanum; forrík
fegurðardrottning og 20 árum eldri en hann.
Clément Virgo (Kanada/2005/92 mín.)
Falleg, erótísk og tilfi nningaþrungin kvikmynd
um ástarsamband tveggja einstaklinga sem eiga
auðveldara með að tjá sig í gegnum kynlíf en
með orðum. Myndin er full af heitum ástar-
og kynlífssenum og er gengið ansi langt í bersögli.
Pawel Pawlikowski (UK/2005/86 mín.)
Falleg og heillandi mynd um ástríðufullt samband
tveggja stúlkna eitt sjóðandi heitt sumar í
Englandi. Myndin var ein sú allra vinsælasta
á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Reykjavík og
komust mun færri að en vildu.
Gaby Dellal (UK/2005/98mín.)
Perla sem sló í gegn á Sundance hátíðinni og
gagn rýnendur hafa líkt við THE FULL MONTY.
Frank missir vinnuna og ákveður að bjarga
sjálfstraustinu og berjast við eigin djöfl a með því
að standast þá áskorun að synda yfi r Erma sundið.
Aku Louhimies (Finnland/2005/130 mín.)
Aku Louhimies festir sig hér í sessi sem einn
athyglisverðasti leikstjóri Norðurlandanna.
Mögnuð kvikmynd frá Finnlandi um ungt fólk
með hæfi leika sem velur rangar brautir í lífi nu
með skelfi legum afl eiðingum.
Julian Fellowes (UK/2005/85 mín.)
Höfundur handrits Gosfork Park sýnir okkur inn í
líf hjóna sem virðist fullkomið á yfi rborðinu en
smám saman er fl ett ofan af svikavef og þeim
lygum sem geta legið undir hvaða lygnum sjó sem
er. Tom Wilkinson og Emily Watson sýna stórleik.
Luis Mandoki (Mex/USA/Púertó Ríkó/2004/120 m.)
Grípandi, sannsöguleg kvikmynd um 11 ára dreng
sem horfi r fram á það að vera kallaður í herinn
við 12 ára aldur. Á hann að berjast fyrir hönd
ríkisstjórnar El Salvador, eða ganga í lið með
skæruliðum líkt og faðir hans gerði.
Sally Potter (UK, USA/2004/100 mín.)
Hér sagir frá eldheitu ástarsambandi amerískrar
konu og manns frá Mið-Austur löndum þar
sem tekist er á um trúmál, stjórnmál og kynlíf.
Stórleikararnir Joan Allen og Sam Neill fara
hér á kostum.
David LaChapelle (USA/2005/86 mín.)
Tommy the Clown fann upp „krumpið“, dans sem
er svo magnaður að þú heldur að það sé búið að
hraða myndinni. Ný hreyfi ng fólks í LA vinnur
gegn klíkum og ofbeldi með því að veita fólki útrás
í gegnum dansbardaga í stað byssubardaga.
Tim Burton (USA/2005/76 mín.)
Hér sannar Tim Burton að hann er með frum-
legustu kvikmyndagerðamönnum sam tímans.
Stórskemmtileg hreyfi mynd og sjónræn veisla
með Johnny Depp, Helena Bonham-Carter og
Emily Watson í aðalhlutverkum.
Miranda July (USA,UK/2005/91mín.)
Ljóðræn en beitt saga um hve erfi tt það er að
tengjast öðru fólki í nútímasamfélagi, sem á
það til að einangra einstaklingana meira
en nokkru sinni fyrr. Myndin hlaut fjögur af
aðalverðlaunum Cannes fyrr á árinu.
Michael Radford (USA/2004/138 mín.)
Klassískt verk; hádramatískt en einnig
afskaplega kómískt og fjallar um Shylock, eina
athyglisverðustu persónuna í öllum verkum
Shakespeare. Meðal leikara eru Al Pacino, Joseph
Fiennes og Jeremy Irons. Eftir leikstjóra Il Postino.
Paul Provenza (USA/2005/89 mín.)
Til er brandari sem hefur hingað til ekki náð
út fyrir raðir grínista. Hann telst einnig vera sá
dónalegasti og þ.a.l. hefur hann ekki verið fl uttur
opinberlega. Þar til nú. Hér sjáum við hann fl uttan
og krufi nn af 100 vinsælustu grínistum heims.
GALA
HEIMURINN
AMERÍKA
HEIMILDARMYNDIR
DANMÖRK
INKASSO OH HAPPY DAY
THE ASSASINATION OF RICHARD NIXON
LORDS OF DOGTOWN
PUSHER II
THE KING
Henry Alex Rubin og Dana Adam Shapiro
(USA/2005/85 mín.) Eitilharðir rugby leikmenn
sem hugsa aðeins um eitt; að vinna leikinn. Þeir
verða að teljast óvenjulegir þar sem þeir eru allir
lamaðir fyrir neðan mitti Einstök mynd um menn
grófa útgáfu af rugby, í hjólastólunum!
MURDERBALL
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Bjarni Massi
(Ísland/2005/45 mín.) Lista mann inum er hér
fylgt eftir við undirbúning sýningar í
Nýlistasafninu sumarið 2004. Einnig er ítarlegt
viðtal við Barney sem Sjón tók. Hann ræðir m.a.
fyrri verk, hugmyndafræði og vinnuaðferðir.
MATTHEW BARNEY: SITE SPECIFIC
Ondi Timoner (USA/2004/107 mín.)
Tvær rokkhljómsveitir tengjast sterkum böndum,
en þegar önnur þeirra verður vinsæl en hin ekki,
fer allt í hund og kött. Mögnuð mynd um rokk-
lífernið, frægðina og sálufélaga sem enda á að
hatast. Valin besta heimildarmyndin á Sundance.
DIG!
GONG FU (Kung Fu Hustle) GUY X HIP HIP HORA! IT’S ALL GONE PETE TONG
PUSHER III SOLKONGEN
Carlene Cordova (USA/2005/97 mín.)
Hér er kafað ofan í furðulegan heim „The Ringers“,
þ.e. eldheitra aðdáenda Lord of the Rings
þríleiksins, en þar á meðal eru stórstjörnur
á borð við David Carradine, Cameron Crowe,
Clive Barker og að sjálfsögðu Peter Jackson.
Don Argott (USA/2005/93 mín.)
Einstakur skóli í Philadelphia kennir 9-17 ára
krökkum að verða rokkstjörnur. Skólastjórinn
og stofnandinn er engum líkur, frekar en skólinn
sjálfur. Við kynnumst krökkunum sem koma
hvaðanæva að, en eiga sér sama drauminn.
ROCK SCHOOL
RINGERS: LORD OF THE FANS
Angela Shelton (USA/2004/93 mín.)
60 dagar í lífi konu að nafni Angela Shelton, í leit
að nöfnum sínum og fi nnur 40 þeirra. Sér að
óvörum komst hún að þeirri sláandi niðurstöðu
að 24 konum úr þessum hópi hafði verið nauðgað,
þær misnotaðar eða misþyrmt á einhvern hátt.
SEARCHING FOR ANGELA SHELTON
LIE WITH ME MY SUMMER OF LOVE ON A CLEAR DAY PAHA MAA (Frozen Land)
SEPARATE LIES VOCES INOCENTES (Innocent Voices) YES
Peter Flinth (Danmörk/2004/90 mín.)
Við bjóðum með stolti þessa vönduðu barnamynd,
sem fullorðnir geta skemmt sér vel yfi r líka. Tví-
burarnir Emma og Tom, fl ytja ásamt móður sinni
inn í gamalt eyðibýli og komast fl jótt að því að þar
er falinn fjársjóður. Upphefst þá mikill eltingaleikur.
FAKIREN FRA BILBAO
Anders Thomas Jensen (Danmörk/2005/94 mín.)
Snarrugluð, bráðfyndin og kol svort kómedía
sem virðir pólítíska réttsýni að vettugi. Í aðal-
hlutverkum eru Ulruich Thomsen úr Festen,
Mads Mikkelsen úr Pusher myndunum og
Nikolaj Lie Kaas úr Brothers. Fjörugt meistarverk.
ADAMS ÆBLERRIZE
TIM BURTON’S CORPSE BRIDEME AND YOU AND EVERYONE WE KNOW THE MERCHANT OF VENICE THE ARISTOCRATS
Jean-Pierre/Luc Dardenne (Belgía Frakkl./2005/95m.)
Sigurvegarinn á Cannes í ár. Stefnulaust par lifi r
af á afbrotum, en þegar þau eignast barn vilja
þau taka sig saman í andlitinu. Faðirinn er þegar
veikur fyrir og án þess að ráðfæra sig við móðurina
ákveður hann að selja barnið.
L’ ENFANT (The Child)
Sebastián Cordero (Mexíkó, Ekvador/2004/108 mín.)
John Leguizamo leikur frægan sjónvarpsfréttamann
úr papparazzi þætti, sem er staðráðinn í að afhjúpa
fjöldamorðingja sem gengur laus. Verðlaunamynd
frá framleiðendum „Y tu mamá también“ og
framlag Ekvador til Óskarsins.
CRÓNICAS
Eli Roth (USA/2005/95mín.)
Lokamynd hátíðarinnar og ekki fyrir viðkvæmar
sálir. Íslandvinurinn Eli Roth vildi ganga alla leið í
að framkvæma hrottalega mynd og honum tókst
það. Einn af aðalleikurum er Eyþór Guðjónsson.
Heimsfrumsýning á óritskoðaðri myndinni!
HOSTEL
Matthew Barney (USA/2005/135 mín.)
Abstrakt ævintýri, sláandi augnkonfekt og uppfull
af hrífandi tónlist. Innblásturinn er fenginn úr
japanskri menningu og tónlistin er frá Björk.
Sameiginleg tjáning Matthew Barney og Bjarkar
er óheft, sönn og óendanlega frumleg.
DRAWING RESTRAINT 9
Per Fly (Danmörk/2004/100 mín.)
Peter Fly sýnir okkur að þessu sinni inn í heim
sem við þekkjum vel; heim millistéttarinnar.
Sjónum er beint að einstaklingum sem búa til vef
lyga og svika með misvitrum ákvörðunum sínum,
þar til engin útgönguleið virðist fær.
Werner Herzog (USA/2005/99 mín.)
Timothy Treadwell helgaði líf sitt náttúrunni og
dýrarannsóknum. Hann var viss um að honum
væri óhætt meðal bjarnanna í Alaska og bjó
meðal þeirra í 13 sumur - en öllum að óvörum tók
líf hans enda þegar skjógarbjörn drap hann og át.
GRIZZLY MAN
DRABET
Luc Jacquet (Frakkland/2005/85 mín.)
Óvæntasti smellur ársins og í öllum hlutverk-
unum eru...mörgæsir! Gagnrýnendur segja hana
hafa allt það sem bestu myndir eiga að innihalda;
dramatík, litríka karaktera, hættulega óvini og
ógleymanlegt ferðalag. Magnað þrekvirki.
LA MARCHE DE L’EMPEREUR
(March Of The Penguins)