Fréttablaðið - 25.10.2005, Side 71
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
2
9
8
7
7
HYDROXYCUT
L’ORÉAL SCULPT UP
Stinnir og styrkir slappa húð á maga og
rassi. Frábært fyrir konur til dæmis eftir
barnsburð og þá sem hafa misst mikla
þyngd á skömmum tíma.
Áttu eitthvað gott fyrir línurnar?
15%
20%
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 8
.1
1.
2
00
5
L’ORÉAL PERFECT SLIM
PLÁSTRAR OG GEL
Plástrarnir eru 6 sinnum öflugri en samanburðar-
vara í rannsóknum og mjög öflugir gegn fitusöfnun.
Bæði plástrarnir og gelið virka einnig vel gegn
appelsínuhúð þannig að húðin verður sýnilega
mýkri og sléttari – strax eftir fyrstu notkun.
15%
Nýtt Eitt vinsælasta fitubrennsluefnií heiminum í dag. Eykur hitastiglíkamans og margfaldar þannig
brennsluna allan daginn. Inniheldur,
koffein, króm, carnitine, grænt te, o.fl.
UMFJÖLLUN
[KVIKMYNDIR]
Að vera útlendingur á Íslandi hefur
örugglega reynst mörgum innflytj-
endum erfitt. Við erum frekar lokuð
þjóð, samheldin með eindæmum
og þar að auki rígmontin. Við eigum
enda heimsmet í öllu... ef miðað er við
höfðatölu. Sem betur fer hefur þetta
verið að breytast. Samfélagið okkar
hefur smám saman verið að taka
nýjum menningarheimum opnum
örmum.
Heimildarkvikmyndin Africa United
er um samnefnt knattspyrnulið sem að
stærstum hluta er skipað leikmönnum
utan Evrópu, að mestu leyti frá Afríku.
Þjálfari þess, Zico, kom til Íslands fyrir
rúmum tíu árum, fullur bjartsýni. Hann
hóf sjálfstæðan fyrirtækjarekstur sem
endaði með ósköpum og gjaldþroti.
Þar sem hann má ekki vinna ákveður
Zico að beita kröftum sínum í þágu
utandeildarliðsins Africa United. Það
hefur verið þátttakandi í utandeildinni
í tíu ár og nú finnst Zico tímabært að
þeir taki næsta skref. Hann skráir liðið
því til leiks í þriðju deildina. Marókkó-
búinn safnar saman öllum bestu leik-
mönnnunum sem hann veit um. Þrot-
lausar æfingar hefjast enda er markið
sett hátt. Upphafið á tímabilinu er þó
ekki eftir bókinni því að loknum tíu
leikjum hefur enn ekki tekist að landa
sigri. Í stað þess að leggja árar í bát
ákveður Zico að fara til Englands og á
þar fund með Alan Curbishley, þjálfara
Charlton. Þrátt fyrir að sá fundur standi
einungis yfir í tvær mínútur fyllist Zico
aftur trú á ætlunarverk sitt.
Africa United er heimildarmynd
um knattspyrnulið og höfðar ekki
mikið til þeirra sem ekki hafa gaman
af íþróttinni. Hún setur ekki fram nein-
ar áleitnar spurningar um innflytjend-
ur á Íslandi, viðhorf okkar til þeirra eða
öfugt. Henni er haldið á floti með stór-
skemmtilegum persónum, sérstaklega
Zlatko sem á í töluverðum vandræð-
um með skap sitt auk framherjans
Pauls sem heldur á köflum að hann
sé guðsgjöf til knattspyrnuheimsins.
Samband þeirra er, eins og gefur að
skilja, mjög eldfimt.
Africa United er ekki þrekvirki á
sviði heimildarmynda. Hún er fyrst og
fremst hugljúf og skemmtileg mynd
um skrautlegt knattspyrnulið sem
vafalaust hefur sett sinn svip á þriðju-
deildarkeppnina.
Freyr Gígja Gunnarsson
AFRICA UNITED
leikstjóri: ÓLAFUR JÓHANNESSON
Niðurstaða Africa United er fyrst og fremst
hugljúf og skemmtileg mynd um skrautlegt
knattspyrnulið sem vafalaust hefur gefið þriðju
deildar keppninni á Íslandi nýjan blæ.
Hugljúfar boltakempur
Hljómsveitin Sigur Rós mun koma
fram í sjónvarpsþættinum „Later
with Jools Holland“ hinn 11. nóv-
ember næstkomandi.
Þátturinn verður sýndur á
bresku sjónvarpsstöðinni BBC2
en verður tekinn upp nokkr-
um dögum áður. „Later with
Jools Holland“ er einn virtasti
og áhrifamesti tónlistarþátt-
ur Bretlands. Í hverjum þætti
koma nokkrir gestir, bæði efni-
legir og þekktir, og taka lagið.
Vegna þáttarins þurfti Sigur
Rós að fresta tónleikum sínum
í Tilburg í Hollandi sem áttu að
fara fram 7. nóvember. Fara þeir í
staðinn fram 15. nóvember.
Miðasala á tónleika Sigur Rósar
í Laugardalshöll 27. nóvember
hefur gengið ákaflega vel. Miðar
í stúku seldust upp á nokkrum
mínútum og fáir miðar eru eftir í
stæði.
Sigur Rós hjá Holland
JOOLS HOLLAND Þáttastjórnandinn þekkti afhendir Antony úr hljómsveitinni Antony and
the Johnsons Mercury-verðlaunin á dögunum fyrir bestu plötuna.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leikkonan Charlize Theron kveðst hafa orðið svo hrædd við að verða
vinnualki að hún hefur ekki lesið kvik-
myndahandrit síðan hún vann Ósk-
arsverðlaunin fyrir myndina Monster í
fyrra. Það eina sem hún hefur
samþykkt að gera eftir að
hún vann styttuna gylltu er
að koma fram í gestahlut-
verki í gamanþáttunum
Arrested Developement.
Skömmu fyrir Óskars-
verðlaunaafhendinguna
samþykkti Theron að leika
í tveimur myndum, Aeon
Flux og North Country, og
vissi sem var að hún myndi
því hafa nóg fyrir stafni
næstu tvö árin. „Ég hugsa
ekki bara um peninga, ég
vil líka eiga mér líf og hef
því hafnað nokkrum tilboðum.“ North
Country var frumsýnd vestra í síðustu
viku og situr í fimmta sæti yfir vinsæl-
ustu bíómyndir landsins.
Cameron Diaz kom stúdentum við Stanford-háskóla í Bandaríkjun-
um ánægjulega á óvart þegar hún
mætti fyrirvaralaust í tíma og flutti
fyrirlestur um umhverfisvæna hönn-
un. Fyrirlesturinn var kvikmyndaður
og verður sjónvarpað á
MTV. Fleira frægðar-
fólk flytur fyrirlestra
í háskólum landsins
í þáttunum, þar á
meðal Marilyn Manson
og Kanye West.
Diaz er ákafur
stuðningsmaður
umhverfisverndar
en landslagshönn-
uðurinn William