Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur t. ágúst 1975 TÍMINN 3 Þúsundir íslend inga við opnun þjóðgarðs í AAikley GE-Gimli. Þúsundir Islend- inga voru viðstaddir þegar þjóð- garðurinn í Mikley var opnaður laugardaginn 26. júli. Þarna fór fram stutt athöfn en viröuleg. Fyrst voru dregnir að húnum islenzki fáninn, sá kanadlski og sambandsfán- arnir. Islenzka fánann dró að húni Violet Einarsson, bæjar- stjóri Gimli, en hún verður fjall- kona íslendingadagsins að þessu sinni. Ræður fluttu Helgi Austmann, aðstoöarráðherra og Rene Toupin ferðamálaráð- herra og siðan var afhjúpuð minningartafla um fyrstu is- lenzku landnemana I Vestur- heimi. Opnun þjóðgarðsins var fyrsti liður hátlðahaldanna vegna 100 ára afmælis Islenzks landnáms I Vesturheimi, en aðalhátiða- höldin hefjast laugardaginn 2. ágúst og standa slðan yfir fram á mánudagskvöld. I sambandi við hátiöahöldin hefur verið gefin út myndarleg dagskrá og þar I er m.a. eftir- farandi ávarp W. Kristjánsson- ar til „frænda af Islandi”: „Kæru frændur af tslandi. Við bjóöum ykkur velkomna á ald- arafmæli Islenzks landnáms i Manitóba, sem varð einnig okk- ar fyrsta varanlega landnám I Kanada. Fyrir eitt hundrað árum var Atlantshaf brúað af skipum, sem fluttu fólk frá gamla land- inu til hins nýja, fólk, sem átti þess enga von að sjá heimaland- ið aftur. Fyrst I stað lá leiðin um þessa brú aðeins frá austri til vesturs, en brátt varð hún braut gagn- kvæmra skipa. Bréf, blöð og bækur bárust frá tslandi til Kanada og einnig frá Kanada til Islands. Um aldamótin fóru fá- einir menn frá Kanada I heim- sókn til gamla landsins, sem þeir ávallt höfðu hyllt I bæði hug og hjarta. Eftir lok fyrsta fjórðungs þessarar aldar hefur verið mjög litið um útflutning frá tslandi. Þó hafa margir góðir gestir heimsótt okkur, menn og konur, sem hafa skarað fram úr I skáldskap, sönglist, leiklist og stjórnmálum. Arið 1930 tók fjöldi fólks héðan þátt I þúsund ára afmælishátið Alþingis. Nú I dag er nær þvi stöðugur straumur hópferða héðan til gamla landsins, en nú Framhald á bls.:i9. Hluti gesta á tslendingadeginum I Winnipeg. Fdlk iét fara vei um sig i hitanum og bliðunni. Rene Toupin heidur reðu á hátiðinni. A hátlðarpallinum má einnig sjá stjórn fylkisins og fulltrúa Kanadastjórnar og lengst tii hægri situr Violet Einarsson bæjarstjóri I gervi Fjallkonunnar. Tlma- myndir G.E. Undirbúningur að hátlðlnni hefur fyrst og fremst mætt á þeim Stefáni Stefánssyni forseta Þjóðræknifélagsins, Violet Einarsson, bæjarstjóra og Ted Arnasyni forseta tslendingadagsins. Veður, vegir og umferð um helgina LÆGD Á LÆGD OFAN SUD VESTUR AF LANDINU H.V. Reykjavik. Mestar likur viröast vera á þvi, að veðriö um verzlunarmannaheigina verði iila fallið til ferðalaga. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar eru nú lægðir I röð suð- vestur af landinu og mestar Hk- ur til þess, að þær gangi þvert yfir landiö, hver af annari, með rigningum og sólarleysi um allt iand. Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur, sagöi í viðtali við Tlmann I gær, að erfitt væri að spá nokkru fyrirfram nú, en lfklega myndi veðrið um verzlunarmannahelgina bjóða okkur upp á sitt lltið af hverju, þó minnst af sól. Guðmundur taldi það gæti orðið all sæmilega hlýtt, jafnvelallt að 12-14 stig aö deginum til, en ómögulegt væri að spá fyrir um hvar yrði hlýj- ast. Hann taldi vafasamt að nokkur landshluti slyppi við úr- komu og sagði að réttast væri fyrir ferðamenn að búa sig undir bæði vosbúð og vætu, VEGIR FLESTIR GREIÐFÆRIR H.V. Reykjavik. Samkvæmt upplýsingum vegaeftirlits vega- gerðar rfkisins, er ástand á veg- um landsins nokkuö gott um þessar ntundir og þjóðvegir yfirleitt greiðfærir. Mikið hefur verið heflað af vegum undan- farið, enda vegir heppilega rak- ir til þess, og um helgina ættu lang flestir þjóðvegir að vera al- veg nýheflaðir. Astæða þykir þó til að benda fólki á fáein atriði varöandi fjallvegi og einstaka þjóðvegi. Þar á meðal má benda á, að vegurinn upp i Þórsmörk hefur verið færður nokkuð til, þannig að nú er ekið út af Suðurlands- vegi rétt við Markarfljótsbrú, eða nokkur hundruð metrum vestar en verið hefur. Er þetta gert vegna þess að gamli vegur- inn hefur verið rofinn og er ófær. Nýi vegurinn verður sér- staklega merktur. Um helgina ætti að verða fært fyrir jeppa og stærri bifreiðar alla leiðina I Þórsmörk þar sem vatn er ekki sérlega mikið i án- um. Fólksbifreiðar komast það þó ekki. Inn i Landmannalaugar á öll- um bifreiðum aö vera fært, ef farið er fyrst upp að Sigöldu og siðan ekið aftur suður og niður i Landmannalaugar. Vegurinn um Dómadal og Dómadalsháls er aftur á móti alveg ófær, þar sem hann hefur ekki verið lag- færður eftir veturinn. Austan Landmannalauga er aftur ekki fært nema jeppum og stærri bifreiðum. Sprengisandsvegur er all sæmilega á sig kominn fyrir jeppa og stærri bifreiöar, en ekki er gert ráð fyrir að hann verði fær fólksbifreiðum. Sömu sögú er að segja af Kjalvegi, sem er algerlega ófær fólksbif- reiðum og getur verið mjög erfiður jeppum, vegna mikils jökulvatns I Sandá. Uxahryggir og Kaldidalur eru aftur á mót ágætlega færir öll- um bifreiðum. Hringvegurinn um Vestfirði er enn lokaður litlum bílum, vegna þess að brúin fyrir Hest- fjarðará i Isafjaröardjúpi er ekki enn kominn I samband við veginn. Jeppar og stærri bif- reiðir komast þó leiðar sinnar og reiknað er með að brúin komist i gagnið seinna i ágúst. Að öðru leyti eru vegir á Vest- fjörðum ágætlega færir. Níu FIB-bílar á vegum úti um verzlunarmannahelgina 2. til 4. ágúst verður vega- þjónusta F.t.B. eins og hér seg- ir: Vegaþjónustubifreið F.t.B. 1. tJt frá Selfossi og að Hellu. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 2. Húnavatnssýsla. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 4. Þingvellir Laugarvatn. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 5, Borgarfjörður. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 6. (Jt frá Dalvik fer i Fljót og ná- grenni. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 7- Ct frá Hornafirði. Vegaþjónustubifreið F.l.B. 8. Hvalfjörður. Vegaþjónustubifreið F.t.B. 9. (Jt frá Akureyri. Vegaþjónustubifreið F.l.B. 13. (Jt frá Hvolsvelli. Ef þörf krefur verður þjónust- an aukin t.d. á sunnudag mun Gufunes radió þá geta gefið nánari upplýsingar. Aöstoðar- beiðnum er hægt aö koma á framfæri i gegnum Gufunes radió s. 22384, Brú radió s. 95- 1112, Akureyrar radió s. 96- 11004. Ennfremur er hægt að koma aðstoðarbeiðnum á fram- færi i gegn um talstöövarbif- reiðar á vegum uti. Þeim, sem óska aðstoðar skal bent á að gefa upp númer bifreiöar og staðsetningu, auk þess hvort menn eru félagar i F.l.B. en þeir ganga fyrir með þjónustu. Þá skal auk þess bent á að nauð- synlegt er að fá staðfest hvort vegaþjónustubill fæst á staðinn, þvi slikar beiðnir verða látnar sitja fyrir. Vegaþjónusta F.l.B. vill benda ökumönnum á aö hafa með sér viftureimar af réttri stærð, varahjólbaröa og helztu varahluti i kveikju. Simsvari F .l.B. er tengdur við sima 33614 eftir skrifstofutima. Umferðarfréttir í útvarpi Umferðarráð og lögreglan starf- rækja um verslunarmannahelg- ina upplýsingamiðstöð i lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu, Reykja- vik. Hefst starfsemi hennar ki. 13.00 á föstudag. Miðstöðin mun safna upplýsingum um umferð, ástand vega, veður og annað.sem ferðafólki kann að vera akkur i. Beinar útsendingar verða i út- varpi frá upplýsingamiðstöðinni föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Auk þess er fólki heimilt að hringja til upplýsinga- miðstöðvarinnar i sima 83600. Um þessa helgi verður haldið áfram dreifingu bilbeltabæklings ins, sem jafnframt er happ- drættismiði. Lögreglan mun ann- ? ast dreifinguna á mismunandi timum i einstökum lögsagnarum- dæmum, til þess að sem flestir eigi þess kost að fá bæklinginn af- hentan. Vinningar i happdrættinu eru 10 samtals, hver að upphæð kr. 25.000.00 og verður dregið 15. september. Starfstími upplýsingamið- stöðvarinnar verður sem hér seg- 11 . Föstudagur 13.00—22.00 1. ágúst kl. Laugardagur 09.00—22.00. 2. ágúst kl. Sunnudagur 10.00—20.00 3. ágúst kl. Mánudagur 10.00—24.00. 4. ágúst kl. Umferðarfréttum verður út- varpað sem hér segir: Föstudagur 1. ágúst. Kl. 13.00 Eftir tilkynningar. Kl. 17.10 Eftir popphorn Kl. 18.00 A undan tilkynningum. Kl. 22.00 Eftir fréttir. Laugardagur 2. ágúst. Kl. 10.20 A undan óskalagaþætti sjúklinga Kl. 13.30 eftir tilkynningar Kl. 15.45—16.30 1 umferðinni Kl. 18.00 A undan tilkynningum Kl. 21.35 Eftir þætti Sigmars B. Haukssonar. Sunnudagur 3. ágúst. Kl. 13.15 Eftir tilkynningar. Kl. 15.00 Á undan miðdegistón- leikum. Kl. 18.00 Á undan stundarkorni. Mánudagur 4. ágúst. Kl. 13.00 Eftir tilkynningar Kl. 15.00 A undan miðdegistón- leikum. Kl. 16.10 Eftir fréttir og tilkynn- ingar Kl. 17.00 A eftir þætti Jökuls Jakobssonar Kl. 18.00 Eftir sögunni Kl. 20.25 Eftir mánudagslögun- um. Kl. 22.10 Eftir fréttir. Inni I danslögunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.