Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 1. ágúst 1975 með ungu fólki ¦;,, m |. .... ÞÓRANNA PALS- DÓTTIR heitir viðmæl- andi þáttarins MED UNGU að þessu sinni. Við hittum Þórönnu nú i vikunni, þar sem hún var við vinnu sina i Veðurstofu Islands. Þóranna stundar nám I veðurfræði við háskól- ann i Osló, og hefur hún verið i þvi námi undan- farin fjögur ár, — en áður en hún fær nafn- bótina veðurfræðingur verður hún að læra i tvo vetur i viðbót. Þóranna Pálsdóttir er önnur is- lenzka konan sem legg- ur stund á þessa fræði- grein, aðeins Adda Bára Sigfúsdóttir hefúr áður stundað nám i veðurfræði. — Já, það er auðvitað slæmt og margvísleg vandræði þvi samfara, að hér á landi skuli ekki vera hægt að læra veður- fræöi. Þeir íslendingar, sem hafa lagt stund á veðurfræði á undanförnum árum, hafa ein- göngu leitað til tveggja landa varðandi nám sit.t, Bandarikj- anna og Noregs. Þóranna sagði, að rætt hefði verið um það, að stofna hér- lendis veðurfræðideild innan Háskólans, en ekki kvaðst hún vita neitt um framvindu þess máls. „Gallinn fyrir okkur Is- lendinga að þurf a að leita Ut fyr- ir landssteinana til að afla okk- ur menntunar t.d. i veðurfræði er aðallega sá að námið er mjöglangt,—ogþvihugsar fólk sig eflaust tvisvar um, áður en þáð tekur um það ákvörðun að hefja nám i veðurfræði", sagði Þóranna, og bætti siðan við: „Ég vissi ekkert hvað ég var,i að fara út i þegar ég valdi veðurfræðina." — Hefurðu alltaf komið heim á sumrin? — Já, ég hef komið hingað einn til tvo mánufti yfir sumar- timann, — friiö frá skólanum hefur ekki verið lengra, sagði hún. Þtíranna hefur unnið I tvö sumur á Veðurstofu tslands en „hitt og þetta" hin árin. Við spurðum hana um námiö. — Fyrstu tvö ár námsins er eingöngu glímt við stærðfræöi og eðlisfræöi. Veðurfræðinemi fær því enga innsýn i veðurfræði> fyrr en á þriðja ári námsins. Eftir þriggja og hálfs árs nám tekur svo vefturfræðin eingöngu við. Þóranna kvað það mjög mík- inn ókost vift háskólann i Osló, að veðurfræðinemar fengju ekki aö kynnast veðurfræðinni að neinu leyti fyrr en eftir þriggja og hálfs árs nám. „Þetta ér að mfnum dómi, mjög mikill ókostur, enda i reynd furftulegt, að veðurfræðinemar skuli ekki fá smánasasjón af fræðigrein- inni fyrr en nám þeirra er rúm- lega hálfnað", sagði Þóranna. Að öðru leyti kvað Þóranna skólann m jög góðan en bætti við^ að verklegs eðlis væri farið inn á talsvert þröngt svið visindanna. „Það er lika hægt að læra veðurfræði i Bergen, og þar er t.d. einn íslendingur við nám nUna. Námið i Bergen er mjög „Mér líkar veðurfarið á Islandi, sérstaklega eins og það hefur verið í sumar", segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðinemi, sem er önnur íslenzkra kvenna sem leggur stund á veðurfræðinám, — og bætir við fullyrðingu sinni til sönnunar: Mér hefur alltaf veríð hálfilla við sólina Þóranna Pálsdóttir vift störf sin hjá Veöurstofu tslands. Tlmamynd: Róbert. svipað þvi sem það er í Osló, með þeirri undantekningu þó'S aö i Bergenháskólanum er kennsla heldur meiri á verkiega sviðinu, en I Osló." Þóranna býr I Osló yfir allan vetrartlmann og sagði hUn, að Noregur væri orðinn dýrt land að bua I. Þóranna kvað námið skemmtilegt að þvi leyti til að það væri ekki krafizt neinna skyldutima af nemendum og þvi þyrftu þeir að læra mikið sjálfir. „1 skólanum er kennt 12-18 tlma á viku hverri, og er sú kennsla i formi fyrirlestra, en nemendun- utn e.r alveg I sjálfsvald sett tivort þeir sækja þessa tima eða ekki. Það eina sem af skólanum er krafizt er,,að nemehdur mæti I prófin og standist þau." Þóranna sagði að náminu væri skipt I tvo hluta, — fyrri hluti nátnsins tæki þr jU og hálft ar, og væri eins og að framan greinir éingöngu stæröfræöi og eölisfræðinám. Slðari hlutinn tæki tvö og hálft ár til þrjú ár og þar væri um sérhæfingu aft ræða. „Þegar fyrri hluta nams- ins lýkui: er um nokkrar greiriar að velja, s.s. haffræði, veftur- fræði, vatnsaflfræði og venju- lega jarðeðlisfræfti", sagfti Þór- anna, „og þaft er ekkert próf I slftara hluta námsins/yrr en eitt lokapróf og ritgerft um eitthvaft ákveftið verkefni. — Hvað olli þvl að þU valdir veðurfræði? — Ég vissi að þú myndir spyrja að þessu, sagði Þóranna og hló. Siðan kom smáþögn og þá kom svarið við spurning- unni: — Ætli eina ástæðan hafi ekki verið sú, að ég var að sam- ræma það sem mig langaði til að læra, — stærð-eðlisfræði og jarðeðlisfræði — og Ut úr þessu kom veðurfræði. Þá má ekki gleyma þvi, að hér á íslandi er vefturfarið sérlega skemmtilegt og áhugavert, — og það hefur kannski átt eitthvern þátt I vali mlnu á vefturfræði. Einn kostur- inn við veðurfræftinám er lika sá, að mjög góðir atvinnumögu- leikar eru I þessari grein vegna skorts á veðurfræöingum. Þóranna sagði, að hUn hefði fyrst, þegar hún var í miðju menntaskólanámi byrjað að hugleiða þann möguleika aft leggja fyrir sig vefturfr. „Én ég hrinti því frá mér á þessum tlma og gat ekki hugsaft mér aft fara út og læra þar I 6-7 ár", sagfti hún. „Þaft var svo uþb. er ég var aft ljúka stndentspróf, að ég ákvaft aft láta verfta af þessu" bætti hún við. Þóranna sagöi»að námið væri erfitt fyrstu.tvö árin og „niður- drepandi áft komast ekki aft efn- inu", eins og hUn sagfti, en eftir tvö fyrstu árin væri gaman aft námlnu. „Þaö er ágætt aö fara utan og kynnast öftrum skólum og öðiru i'ólki, þótt Oslóarháskoli sé kannski ekki beinlinis rétti stafturinn I þeim tilgangi að kynnast öðru fólki, þvf það eru svo margir tslendingar þar við nám", sagði Þórannna. J sumar hefur Þóranná verið að kynna sér hvernig unnið er á veðurspádeild Veðurstofunnar og kvað hUn sig hafa gagn af þeirri reynslu við námið á vetri komanda. „Fyrst kynnist maður þvi sem aðstoðar- mennirnir géra og siðan koll af kolli þar til maður kynnist þvi sem veðurfræðingarnir eru að gera. Starfsemi veðurspá- deildarinnar er i grófum drátt- um þannig, að tekift er á móti veðurskeytum og unnið úr þeim. Niðurstöðurnar eru síðan færðar inn á veðurkort og að lokum eru undirbúnar spár, — en ég er ekki komin svo langt. A veðurspádeildinni er Hka mikil þjónusta við flugmenn. — Er ekki mikill kostur aft geta kynnzt starfi á veöurstofu samhliða náminu? — Nei, ekki ýkja mikill, eina gagnið I sambandi við námið er vinnan á vefturspádeildinni og þaft kemur afteins aft notum vift slftari hluta námsins. t Bergen er seinnihluta námsins i nánum tengslum vib vefturstofuna i Bergen, og þaft er auftvitað kost- tu-, þegar hægt er að koma þvl við. Þóranna sagði fyrr I viðtalinu að atvinnumöguleikar væru góftir fyrir vefturfræöinga. ,,Já, þaft er skortur á vefturfræfting- um og ég vil bara koma þeim skilaboftum á framíæri til þeirra, sem á annaft borð hafá gaman af 'stærðfraeöi og éðlis- fræfti, — aft vefturfræftinámiö er afar skemmtilegt og þaft verftur aft segjast eins og er, að að- staftan I Osló er prýftisgóft fyrir námsfólk og lltift sem dreifir huganum. Þaft Hkar öllum vel aft læra I Osló, — ég hef engan hitt»sem er á öndveröum meiöi, hvaft því viökemur. Um þessar mundir eru fjórir Islendingar að læra veðurfræði, þar af þrir við Oslóarháskóla og einn I Bergen. Er þetta mjög óvenjulegur fjöldi af íslending- um við veðurfræðinám, sem sést kannski hvað bezt á þvi, að s.l. tiu ár hafa aðeins tveir Is- lendingar útskrifazt I veður- fræði. „Þaö hafa að vlsu miklu fleiri hafið nám I veðurfræði, en farið síftan inn á önnur svip", sagfti Þóranna. • — Við spurðum Þórönnu hvort hvin ætlaði að byrja strax að vinna hér heima,þegar náminu lyki, og sagði hún að allt benti til að svo yrði, en Þóranna lýkur námi slnu á árinu 1977. Ræddum við nú um stund um veðrið hér á ísland og minnzt var á þetta leiðindaveður á Suðurlandi, sem verið hefur I sumar, — varla sólarglætu að fá. Þá sagði Þóranna allt I einu: einu: — Mér hefur alltaf verið hálf illa við sólina og ég varð mikið glöð að komast heim frá Noregi, þvi að þar er allt of heitt á sumrin. Mér likar vel veður- farið á íslandi, — sérstaklega eins og það hefur verið I sumar. Þóranna sá'gði, að það sem kannski væri hvað mest spenn- andi við veður almennt, væri breytileiki þess og að mann- fólkiö gæti aldreí ráðið neínu þar um. Barst nú talið að tilraunum manna til að hafa áhrif á veður, og kvað Þóranna hættu á þvi, ef menn gætu farið að ráða ein- hverju þar um, að það yrði þá misnotað. Að öðru leyti virtist Þóranna ekki hafa trú á þvi að menn færu að ráðskast með veðurfar. — Það hafa jú verið gerðar til- raunir I þessa veru, og þá aðal- lega tilað stöðva t.d. fellibyli, — og gerð var tilraun til að stöðva fellibyl i Bandarikjunum, en þaft eru skiptar skoðanir um þaft, hvort sU tilraun hafi tekizt efta ekki. Það er helzt I sam- bandi við stórskaða af völdum vefturs, aft menn hafa reynt að hafa hemil á veðrinu. Þóranna sagði, að sU skoðun væri almennt rikjandi hjá fólki að veðurfræði væri ekkert annað en að spá um veður, og kvað hUn það fjarri sanni, þvi að veðurfræði kæmi inn á at- huganir á lofthjúpnum öllum, eðlisfræði hans og afli. Þóranna sagðist oft hafa verið spurðað þvi, hvers vegna hUn hefði valið veðurfræði og fólk hefðu oft sagt við sig: „Gaztu ekki valið eitthvað annað!" — Það er engu likara en að fólk hafi illan bifur á veðurfræði, sagði Þóranna. Eins og áður segir er Þóranna Pálsdóttir önnur islenzkra kvenna sem leggur stund á vefturfræfti og var hún ein kvenna I vefturfræftideildinni úti i Noregi. „Ég fæ alls ekki séft aft starf yefturfræöings sé á neirin hátt frekar karlmannsverk en kvenmannsverk", sagðí Þór- anna Palsdóttir aft lokum —Gsai— með ungu fólki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.