Tíminn - 23.09.1975, Page 7

Tíminn - 23.09.1975, Page 7
Þriðjudagur 23. september 1975 TÍMINN 7 Bárujárnið og kenningar Einars Pálsssonar áhugaverðast á íslandi Buckminster Fuller, arkítekt, skdld og rithöfundur Það er liklega ekki auðvelt að ætla honum Buckminster Fuller bás i veraldarsögunni, á nafn hans að finnast undir arkitektúr, verkfræði, eðlisfræði, skáldskap, eða jafnvel guðsorði? Við hér flokkum- hann undir listamenn, skáld og teiknara. Til þess að gera grein fyrir Buckminster Fuller þarf liklega margar bækur, þvi ekki þyrfti aðeins að lýsa litrikum ferli, heldur lika margvislegum kenningum og speki. Við hittum Fuller á höteli hans i Reykjavik á dögunum, en hér hafði hann verið að halda fyrir- lestra og boða kenningu sina bjartsýni og við snerum okkur svo að segja beint að efninu, hvað honum hefði fundizt athyglis- verðast á íslandi. — Ég veit það ekki. Ég gagnrýni ekki, heldur sinni jákvæðum hlut- um. Ef til vill er bárujárnið merkilegasti hluturinn i arkitektur á íslandi. Menn byrjuðu að valsa járn árið 1851 og bárujárnið varð til árið 1870. Hörður Ágiistsson segir mér aö þaö hafi verið komið til Íslands þegar árið 1875og árið 1880 er það komið svo að segja á öll hús i Reykjavik. — Ég tel þetta makalaust. Bárujárnið gerir húsin fögur, allar þessar beinu, lóðréttu llnur og þökin verða lika falleg. Ég ætla að skrifa bók um bárujárnið á íslandi, og þá fæ ég menn til þess að aðstoða mig við að taka myndir. Annars er húsgerð á Islandi 5000 árum á eftir timanum, rétt eins og i öðrum menningar- löndum, en bárujárnið, um það gegnir öðru máli. — Nu ert þú liklega frægastur fyrir framtiðarhús og fyrir hvelfingar, geodesic. Hvenær hófst þú handa við húsgerð? — Það er erfitt að segja hvenær þetta raunverulega byrjaði. Ég fluttist tíl Chicago árið 1927 og hóf þá að sinna vissum hugmyndum i byggingalist. Kunnust eru hvolf- þökin, eða hálfkúlurnar, geodesic, sem núna eru notaðar um allan heim. Ennfremur gerði ég tilraunir með fullkomið Ibúðarhús. Meginkostur slikra 1 bygginga er að þær eru léttar, vega aðeins 1:10 af venjulegu húsi. — Mér er nær að halda að til séu um 100.000 hálfkúlur af þessari gerð og þær er að finna I öllum mögulegum löndum, lika á ís- landi. Radarstöðin á Stokknesi og á Miðnesheiði eru með svona hús um loftnetin. — Þekktasta byggingin þessarar gerðar er ef til vill sýningarskáli Bandarikjanna á heimssýning- unni I Kanada. Þessar byggingar eru nú notaðar til margvi'slegra hluta, fyrir söfn, vöruhús, iþróttahús og hvaðeina. Meginkosturinn við þessar byggingar er að þær eru auðreistar og þeir sem reisa þær þurfa ekki að kunna neitt. Villi- menn geta reist þessi hús og eru fljótari að þvi' en faglærðir menn. — Hvað með styrkleika? — Ég hafði reiknað það út, að kúla, gerð úr jafnarma þrihyrningum væri sterkasta og „náttúrulegasta” byggingiq, sem hægt væri að reisa. Teningslaga byggingar eru misþyrming á vissum lögmálum. Hyrna (mjólkurhyrna) er stöðug, en ferna er það ekki. Það kemur i ljós að náttúran notar sömu lög- mál. Frumstæðir menn, svertingjar, indiánar og eksimóar nota kúluformið i húsa- gerð oghús þeirra eru létt og þola ótrúlegustu veður. — Bandariski herinn hefur notað þessihús min á erfiðum svæðum i norðurhéruðum. Þessi hús höfðu þá kosti að það var unnt að reisa þau á svipstundu og þau þoldu veður betur en önnur hús. — Sem dæmi um styrkleikann er að bandariski flotinn missti allar sinar byggingar I hvirfilvindi á eyjunni Okinava fyrir nokkrum árum, nema tvö kúluhús. Hvers vegna? Þegar loftþrýstingurinn fellur mjög ört úti, þá þenjast kassahúsin út og reyna að breyta sér i kúlur, en það þola þau hins- vegar ekki. Þessi þrýstingsmun- ur vinnur ekki á kúluhúsunum. Flotinn reyndi lika að nota „upp- blásnar” hvelfingar um radar- loftnet, þeim var haldið uppi með loftþrystingi, sem var meiri inni en úti. Þessir dómar þoldu ekki hvirfilvinda, þvi' þeir þöndust bara út, þegar loftþrýstingurinn úti féll og þá tættust þeir i sundur. Fuller og skólakerfið — Gekkst þú ekki i skóla? — Jú, það gerði ég. Það er dálitið orðum’aukið, að ég sé algjörlega óskólagenginn. Ég komst i ■Harvard University, en náms- brautirnar þar hentuðu mér ekki. Ég er enn viðriðinn Harvard, á sæti I vi'sindaráði skólans svo eitt- hvað sé nefnt. Siöan lærði ég verkfræði i sjóliðsforingjaskóla bandariska flotans i Maryland. Ekki varð ég samt arðmiráll, heldur sneri mér að öðru. Frá árinu 1927 hefi ég fengizt algjörlega við eigin hug- myndir. 1 fyrstu var starf mitt einkum á sviði léttbygginga. Ég smiðaði framtiðarbil árið 1933. Hann var straumlinulaga og rann á þrem hjólum. Þessi bill náði 120 kflómetra hraða á klukkustund og eyddi rúmum 10 litrum á hundraðið. 1 þá daga voru bif- reiðar þungar og kassalaga, eins og húsin, og vélarnar máttu sin litils gegn. — Hvað er aðalstarfið núna? — Ég ver miklum tima til fyrir- lestrahalds. Ég kynni hug- myndir minar og reyni að hvetja unga fólkið, visindamennina til þess að reyna nýjar leiðir. Við lif- um I veröld, sem er full af svar- sýni. Orkulindir okkar eru senn að tæmast, segir það og menn leggja fram uggvænlegar birgða- tölur fyrir heiminn. Ég reyni að hvetja menn til bjartsýni og til að leita nýrra leiða. Hugsum okkur hve mikið má spara með visindum. Gervihnöttur sem vegur eitt eða tvö tonn getur „afgreitt” tug- þúsundir simtala milli heimsálfa þar sem hann svífur umhverfis jörðina. Hafa menn reiknað út hve mörg þúsund lestir af kop- ar þyrfti til þess áð flytja þessi simtöl meö sæstrengjum og öðr- um simalinum? — Við getum sumsé verið bjart- sýn, þvi við getum gert miklu meira fyrir minna ef við einbeit- um okkur að hlutunum. Buckminster Fuller hefur dvalizt á Islandi i 10 daga. Hann hefur flutt fyrirlestra af miklum eldmóði. Á sunnudaginn var hélt hann fjölmennan fyrirlestur i há skólanum og annan á vegum Is- lenzk-ameriska félgsins. Hann hefur hitt hér að máli ýmsa frammámenn i visindum og list- um. Baráttumenn hér á landi i vistfræði og húsafirðun svo eitt- hvað sé nefnt. Eitt af þvi sem vakti mesta athygli Fullers voru kenningar Einars Pálssonar rit- höfundar á sögu og menningu Norðurlandaþjóðanna. Hvatti hann Einar eindregið til þess að afla skoðunum sinum fylgis á al- þjóðasviðinu. Buckminster Fuller hélt heimleiðis á laugardag. Jónas Guðmundsson. Buckminster Fuller við hvolfbygginguna I Laugardal. (Timamynd GE) Hvolsvellingar - Rangæingar Tónlistarskólinn á Hvolsvelli hefur starf- semi sina i byrjun október. Innritun fer fram i Gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli kl. 4-7, 24. og 25. september. Simi 5171. Skólastjóri. AuglýsiC i Ttmanum Tímaritum lifsambönd viö aörar stjörnur. Kemur út 5 sinnum á þessu ári. Áskriftarverð kr. 500,00. Gerist áskrifendur. Útgefandi Félag Nýals- sinna, pósthólf 1159, Reykjavík. Einnig er tekið á móti áskriftum í símum 4-10-06 og 40-765. Akraneskaupstaður - Skrifstofustörf Skrifstofustörf við barna- og gagnfræða- skóla Akraness, eru hér með auglýst laus til umsóknar. Hálft starf i hvorum skóla. Umsóknarfrestur til 5. október n.k. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunum á Akranesi. Bæjarstjóri. Eggjaframleiðendur athugið: Þeir viðskiptavinir Alifuglabúsins að Teigi i Mosfellssveit sem æt(la sér að kaupa 2ja mánaða eða dags gamla unga á næsta ári, vinsamlegast geri pantanir sem fyrst i sima 6-61-30. Tvær stúlkur óskast til starfa i Iðnó 1. október n.k. Vaktavinna, herbergi og fæði á staðnum. Upplýsingar i sima 1-23-50.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.