Tíminn - 23.09.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 23.09.1975, Qupperneq 13
Þriðjudagur 23. september 1975 TÍMINN 13 ImEiÍÍ.iISiÍiÍ,. Árásarmenn og fórnar- lömb Það hefur verið sagt, að lengi geti vont versnað, og mikið mun vera hæft i þvi. Það er mi sjálfsagt að bera i bakkafullan læk, að fara að minnast á árásarhneigð sumra manna, en sem kunnugt er, þá verða fómarlömb slikra manna oft og tiðum að láta óþyrmilega i minni pokann. Ýmsir álita, að nöfn og heimilisföng þeirra þokkapilta, er ekki geta séð saklaust fólk i friði, ætti að birta — og jafnvel lika mynd af þeim. Sumir hafa mótmælt þeirri refsiaðgerð, og borið þvi við, að það myndi koma sárt við þeirra aðstand- endur að sjá ástvini sina brenni- merkta. JU, satt getur það verið en samt hygg ég, að ástvinir óþokkanna myndu tæplega liða meira, en fórnarlömbin, sem verða fyrir barðinu á þessum þrælmennum. Og þarna er nU — ef satt skal segja — komið að hinu öfgafulla umburðarlyndi, sem næstum þvi gerir þá rétt- lausa, sem eru svo óheppnir að lendá i klóm illvirkjanna, og eiga þá á hættu að verða misþyrmt svo fólskulega, að þeir verði örkumla ævilangt. Þessi þrælmenni hafa lika það til, að ganga að herfangi sinu með oddi og egg, eða jafnvel að sýna banatilræði. Það er vist um það, að nU er ekki viðhöfð hörð lagarefsing gagnvart þessum ódáðamönn- um. Ég hygg að miklu fremur mætti segja, að refsingin gagn- vart illmennum þessum sé alltof væg. Það má vel vera, að fanga- geymslur séunU orðnar of fáar, og einnig að fjölga yrði lög- regluliði, þar sem svo virðist sem afbrotamönnum fari nU fjölgandi. En hvert stefnir i þjóðlifi okkar, ef þarna sannast hið fomkveðna: „Lengi getur vont versnað”? Það virðist a.m.k. svo,að varnarlaust fólk — og þá ekki sizt gamalmenni — geti tæplega verið óhultum lif sitt og limi vegna þessara illfygla. Og þessir friðsömu borgarar geta jafnvel tæplega verið með öllu óhræddir innan dyra á heimil- um sinum. Þótt ýmsir tali um umburðar- lyndi gagnvart ómennum þess- um, þá er það alveg áreiðanlegt, að umbyrðarlyndið á ekki alls staðarheima. Og eitt ervist, að menn, sem eru stórhættulegir friðsömum borgurum þarf alveg að taka Ur umferð. Ég veit satt að segja ekki hvað er óforsvaranlegt, ef ekki það, þegar slikir menn eru látnir ganga lausir. -E.G. Stóðréttir á Norður- landi í vikunni — Melarétt í Fljótsdal á föstudag SJ-Reykjavik Guðmundur Jósa- fatsson hjá BUnaðarfélagi tslands sendi okkur upplýsingar um helztu stóðréttir norðanlands, en þær eru sem hér segir: Stafnsrétt miðvikudaginn 24. sept. Mælifellsrétt laugard. 27. sept. Reynistaðarétt sunnud. 28. sept. AuðkUlurétt, Undirfellsrétt og Viðidalstungurétt 28. sept. I skránni um fjárréttir, sem birtist i blaðinu á laugardag, var ekki greint frá réttum á Austur- landi Þær eru flestar afstaðnar. Ein stærsta réttin er þó eftir — Melarétt i Fljótsdal, sem verður föstudaginn 26. september. Aðatfundur Rauða kross Islands 1975 r Aætlaðar tekjur RK 87,5 milljónir króna Aðalfundur Rauða kross Is- lands var haldinn i Reykjavik dagana 13.-14. september i nýjum höfuðstöðvum félagsins að Nóa- tUni 21 Reykjavik. Formaður félagsins, Björn Tryggvason, setti fundinn og bauð 75 fulltrUa 22 deilda vel- komna til fundáríns- 6 deildir sendu ekki fulltrUa á fundinn. Fundarstjóri var Kjartan J. Jó- hannsson Ur Kópavogi. A fundinum voru lagðar fram skýrslur og reikningar um starfsemi félagsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar, og kom i henni fram, að vöxtur félagsins hefur verið mjög ör undanfarin ár, starf i deildum hefur vaxið mjög, nýjar deildir stofnaðar, og viða er starf i undirbUningi Uti um landið. Félagatala hefur vaxið mjög undanfarin ár, og almennur áhugi virðist vera um að hrinda i framkvæmd samkomulagi þvi, sem Almannavarnaráð og Rauði krossinn gerðu með sér um verkaskiptingu, ef til neyðar kæmi. Rekstur sjUkrahótels hefur gengið betur en vænta mátti og sjUkraflutningar Rauða krossins hafa eflzt. Þá hefur undirbUningi nýrra verkefna miðað nokkuð á- leiðis, og ber þar hæst stofnun hjálpartækjabanka og nýtt kennslukerfi i skyndihjálp og að- hlynningu sjúkra i heimahUsum. Erlend samskipti hafa aukizt verulega og RKI lagt sitt af mörkum til eflingar neyðarvarna með því að kosta Utgáfu á nýrri alþjóðlegri handbók i neyðar- vörnum, sem nU liggur fyrir i handriti. Arni Björnsson, gjaldkeri fé- lagsins, lagði fram endurskoðaða reikninga félagsis. Hagur félags- ins er mjög góður og öll undir- staða þess mjög styrk fjárhags- lega. Félagið hefur fest kaup á svo til allri húseigninni á horni Skipholts og NóatUns, þar sem SjUkrahótelið, skrifstofur félags- ins og kennslusalur eru til hUsa, þar er og hjálpartækjabanki fyr- irhugaður. Olafur Mixa, formaður fjár- hagsnefndarfélagsins, lagði fram fjárhags- og framkvæmdaáætlun félagsins 1975-76. Var hUn sam- þykkt. 1 fjárhagsnefnd félagsins sátu auk Ólafs, Helga Einarsdótt- ir og Árni Björnsson. Sam- kvæmt henni eru áætlaðar tekj- ur ársins 87.5 milljóir króna. Renna 9.2 milljónir króna beint til deilda, skv. lögum félagsins, og aðrar 9.2 til sérstakra stærri verkefna, sem deildir hafa á prjónunum. 14 verkefni, sem 10 deildir hafa á prjónunum, voru samþykkt á þessu ári. Stærsti lið- urinner vegna kaupa á tækjum til sjUkraflutninga á vegum Reykja- vfkurdeildar, en til verkefna á vegum deildarinnar voru veittar 5.860 þUsund krónur. Af öðrum verkefnum var aðallega um að ræða kaup á sjUkraflutningatækj- um. Sambærileg áætlun var sam- þykkt fyrir næsta ár. Þá var og samþykkt að tekjuafgangi þessa og næsta árs, að upphæð 7.7 milljónum króna, skyldi á næsta ári varið til eftirtalinna verkefna: hjálpartækjabanka (2.6 millj.), kaupa á blóðsöfnunarbifreið (2.5 millj.), skyndihjálparkerfis (1.0 millj.), neyðarvarna (0.4 millj.). kennslukerfis i aðhlynningu sjUkra (0.2 millj.) og styrks til rannsóknaá heilsugæzlu aldraðra (0.5 millj.). Sambærileg áætlun var gerð fyrir 1977, en þá er gert ráð fyrir 8.7 millj. kr. tekjuaf- gangi. 1 stjórn voru kosin: Björn Tryggvason formaður, i aðal- stjórn til fjögurra ára Kjartan J. Jóhannsson Kópavogi, Ragnheið- ur Jónsdóttir Egilsstöðum, Jónas B. Jónsson Reykjavík og Njáll Guðmundsson Akranesi. Fyrir i aðalstjórn eru til næstu tveggja ára: Arinbjörn Kolbeinsson Reykjavik, Gisli Ólafsson Akur- eyri, Ólafur Mixa Reykjavik og Ragnheiður Guðmundsdóttir Reykjavik. I varastjórn eru: Alda Jónsdóttir Njarðvik, Benedikt Blöndal Reykjavik, GuðrUn Holt Reykjavik,, Lovias Ibsen SUg- andafirði, Ólafur Helgason Vest- mannaeyjum, Sigurjón Jó- hannesson HUsavik, Sigriður Helgadóttir Reykjavik og Þórir Stephensen Reykjavik. Varafor- maður félagsins hefur verið kos- inn Arinbjörn Kolbeinsson, gjald- keri Ólafur Mixa og ritari Jónas B. Jónsson. Á fundinum lagði fram- kvæmdastjóri félagsins fram nýja skýrslu, sem gerð hefur ver- iðum alla starfsemi Rauða kross- ins i heiminum, bæði yfir hjálpar- störf, stofnanir félagsins og al- þjóðafundi, auk athugunar á starfsemi landsfélaga og þær til- lögur, sem helztar hafa komið fram um endurbætur á starfsem- inni. Þeir þættir skýrslunnar, sem fjalla um landsfélög Rauða krossins, voru teknir til umræðu i 5 hópum. Skiluðu þeir áliti til ný- kjörinnar stjórnar, og má bUast við endurbótum á félaginu i sam- ræmi við margar framkomnar tillögur og ábendingar. Fundarmenn sóttu boð heil- brigðismálaráðherra i sambandi við aðalfundinn. ef þig Nantar bíl Til að komast uppí sveit.út á land eða i hinn enda borgarinnarþá hringdu í okkur 4L1L7\ ál tí, \ n j étn LOFTLEIDIR BILALEIGA Stærsta bilalelga landsins <2^21190 DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miöborg Car Rental « q , qai Sendum l-94-92| Ferðafólk! f Við sækjum ykkur á flugvöllinn, ef ykkur vantar bíl á leigu. BÍLALEIGAN IEYSIR CAR RENTAL Laugaveg 66 2-44-60 & 2-88-10 FERÐABILAR hf. Bílaleiga, simi 81260. Fólksbílar — stationbilar — sendibílar— hópferða- bílar. Erum fluttir meö starfsemi okkar á Laugaveg 118, Rauðar- árstígsmegin. BÍLALEIGAN EKILL SÍMAR: 28340-371991 Ford Bronco VW-sendibilar Land/Rover VW-fólksbllar Range/Rover Datsun-fólks- Blazer bilar FFSÍ byggir í Borgartúni J.G. Reykjavik — Árið 1969, 17. október, sótti Farmanna- og fiski- mannasambandið um byggingar- lóð viö BorgartUn 18, Reykjavik. Árið 1969 leið án þess að nokkuð gerðist i málinu, en 18. ágUst 1970 var samþykkt af borgaryfir- völdum að gefa sambandinu kost á lóðinni BorgartUn 18. Er hUn 4.409 fermetrar að stærð. Þegar Uthlutun fór fram, stóðu enn ibUðarhUs á lóðinni, en bUizt var viö, að áriö 1971 yrði lóðin til- bUin til þess að hefjast handa um býggingu, en erfiðlega gekk aö fjarlægja hUsin, þar sem hUsnæð- ið var setið fólki, sem ekki átti völ á öðru hUsnæði i bili. Stóð svo allt fram til haustsins 1974, að lóðin er rýmd og endan- lega gengið frá Uthlutun. óli Asmundsson arkitekt hef- ur teiknað hUsið, og er nU hugur manna þannig stefndur, að fram skal sækja i byggingarmálum. I hUsinu munu Farmanna- og fiskimannasamband Islands og aðildarfélög sambandsins hafa aðsetur, ásamt Sparisjóöi vél- stjóra. NORÐUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.