Tíminn - 05.10.1975, Side 1

Tíminn - 05.10.1975, Side 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélar hf Ræða Ólafs Jóhannessonar á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur ...... > 0 Þessi galvaski og vigalegi maður er Gunnar Ijósmynd- ari Tímans, og af þviað hann er ekki i hversdagsfötunum, er myndin birt hér á forsiðu, og þó ef til vill ekki siður af þvi að hann fyllir heila opnu af myndum inni i blaðinu af myndum, sem hanrí tók, er hann fór meö Flug- björgunarsveitinni i Reykja- vik i æfingaleiðangur á Eyjafjallajökul um siðustu helgi. Hér stendur hann á efsta tindi Eyjafjallajökuls, Goðasteini. Myndir Gunnars eru á bls. 10 og 11 i blaðinu I dag. Skipafélög um heim allan hafafengið að finna fyrir efnahagsiægðinni, sem nó þjakar veröldina. Skipafélög í örðugleikum vegna skorts á verkefnum HHJ—Rvik. — i sumar drógust flutningar sjóleiðis mjög saman i Evrópu. Þá héldu menn, að sam- drátturinn stafaði fyrst og fremst af þvi að sumarleyfi stóðu þá sem hæst, og ástandið myndi batna með haustinu, en nií er sýnt, að svo verður ekki og orsakirnar eru aðrar og alvarlegri. Þannig komst Hjörtur Hjartar, forst jóri skipadeildar SIS, að orði I viötali við Timann i gær. Þessi samdráttur er greinilega hluti af efnahagskreppunni, sem nú riður yfir, sa^ði Hjörtur. Verkefni skipafélaganna eru nú minni en mörg undanfarin ár og fragtin lægri. SIS hefur að visu nokkurn veg- inn verkefni fyrir sin skip, en þó er áberandi, að nú flyzt minna til landsins af byggingarefni en áð- ur. Sumir islenzkir skipaeigendur hafa reynt að finna skipum sinum verkefni erlendis t.d. á Mið- jarðarhafinu. Oft hefur verið mikið um timburflutninga frá Hvitahafinu til meginlandshafna, en þeirhafa að undanförnu verið minni en veriðhefur ummargra ára skeið. Hins vegar hefur verið mikið um flutninga til ýmissa Afriku- landa einkum á vesturströndinni, sagði Hjörtur, en islenzku skipa- félögin hafa ekki leitað á þann markað, enda hafa ýmsir skipa- eigendur orðið fyrir miklum skakkaföllum i sambandi við þessa flutninga, þvi að hafnarað- staða og afgreiðsla er slik i mörg- um þessara landa að skip hafa þurft að bfða mánuðum saman eftir losun. Sparisjóðurinn ó Bíldudal: Samvinnu eða Lands- bankinn taka við rekstr- inum BH—Reykjavik. — Spari- sjóðurinn á Bildudal hefur um nokkurt skeið átt i rekstrarerf iðleikum. Var þess vegna gripið til þess ráðs að leita til viðskipta- banka með yfirtöku i huga. Eru þaðaðallega tveir bank- ar, sem koma til greina i þessuin efnum, Samvinnu- bankinn og I.andsbanki ís- lands. Þannig komst Brynjólfur Bry njólfsson, sparisjóðs- stjóri á Bfldudal, að orði við Timann er við höfðum sam- band við hann. — Þetta mál hefur verið á döfinni frá þvi um siðustu áramót og er á lokastigi þessa dagana. Hvor bankinn yfirtekur rekstur sparisjóðs- ins vil ég ekki fullyrða á þessu stigi málsins. Rannsókn á menningarvenjum íslendinga: Alistair AAacLean sa rithöfundur útlendur sem flestir þekkja Áriö 1969 voru skráðar bóka- búðir á tslandi áttatiu og niu, og kom þvi bókabúð á hverja tvö þúsund og þrjú hundruð ibúa. Arin 1969 og 1970 seldist háii milijón eintaka af islenzkum bókum. Útlán i bókasöfnum námu nær sjö bindum á hvern mann árið 1971. Seljist sex til sjö þúsund eintök af bók eftir Hall- dór Laxness, jafngildir það þvi, að sex til sjö milljónir eintaka af bókum höfuðskálda i Banda- rikjunum, seldust þar i landi, þvi að íbúar þar eru þúsund sinnum fieiri. Þetta kemur fram i ritgerð, sem bandariskur félagsfræðing- ur af sænskum ættum, Richard F. Tomasson, hefur samið i há- skólanum i AlbuquerQue i Nýju Mexikó sem menningarvenjur tslendinga. Mun hann hafa dvalizt talsvert hér á landi til þess að safna efni i ritgerð sina. Hann segir einnig, að við vikukönnun i nóvembermánuði 1970 hafi komið i ljós, að 86% tslendinga, 14—79 ára að aldri, hlustuðu á útvarp riflega þrjár klukkustundir á dag að meðal- tali, samtimis þvi að 85% höfðu aðgang að sjónvarpi. Þá seljist 405 eintök dagblaða á hvert þús- und landsmanna, en þar að auki séu gefin út vikublöð og timarit, tvöaf þeim mjög fjöllesin. Siðan bætir hann við, að á sjöunda áratugnum hafi 86—126 þúsund manns farið i leikhús i Reykja- vik árlega. Þarna er dregin upp álitleg mynd af lestrarhneigð og menn- ingarvenjum Islendinga. En ekki er allt jafn álitlegt, sem á eftir fer. Þess er og getið að menningarlegt efni hljóövarps- ins sé gott og gilt. Sjónvarps-- dagskrána segir hann siðri,og dagblöðunum lýsir hann með orðum fransks þjóðfélagsfræð- ings, sem hér dvaldist, og kvað þau vera eitt „ævarandi Dreyfusmál”. Siöan segir höfundur af könn- un, sem hann gerði meðal hundrað Islendinga á menning- arvenjum þeirra, karla og kvenna að jöfnu. Var helming- urinn úr Reykjavik, seytján af Hvolsvelli, seytján úr Stafholts- tungum og sextán af Isafirði. Fimmtán höföu lokið mennta- skólanámi, en tuttugu og niu höfðu ekkert skólanám stundað umfram skyldunám. Þetta fólk var fætt á árunum 1903— 1950. Könnun leiddi i ljós, að fjórir höfðu enga bók lesið siðastliðið ár og tuttugu og fjórir aöeins eina til fjóra, en nitján tuttugu bækur eða meira. Bókaeign á heimilum þessa fólks reyndist alls engin hjá einum innan við fimmtiu hjá þrettán og yfir þús- und hjá átta. Niu gátu aðeins nefnt fjögur núlifandi skáld og rithöfunda á tslandi eöa þaöan af færri, og tveir komu ekki neinu nafni fyrir sig. Fjórir gátu ekki nefnt neitt látið skáld is- lenzkt eða rithöfund. Fjörutiu og sex mundu ekki nafn neins útlends rithöfundar á lifi og prjátiu gátu ekki nefnt neinn lát- inn. Af lifandi rithöfundum, sem menn minntust, röðuðust þeir tiu, sem flestum komu i huga, á þessa leið: Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Tómas Guðmundsson, Guðmundur Hagalin, Kristmann Guð- mundsson, Jóhannes úr Kötlum, Guðrún frá Lundi, Hannes Pét- ursson, Svava Jakobsdóttir, Þórbergur Þórðarson. Látnir skipuðust þannig i sæti: Davið Stefánsson, Jónas Hallgrims- son, Matthias Jochumsson, Hallgrimur Pétursson, Hannes Hafstein, Jón Trausti og Grimur Thomsen. Af lifandi höfundum útlendum urðu þessir fimm efstir: Alistair MacLean, Agatha Christie, William Heinesen, Arthur Miller og Francois Sagan. Af látnum Ernest Hemingway, H.C. Andersen, William Shake- speare, Henrik Ibsen og John Steinbeck. Niutiu og einn gat gert rétta grein fyrir Njáli, áttatiu og sex Gretti, sjötiu og fimm Gunnari á Hlíðarenda, þrjátiu og sex Guð- rúnu ósvifursdóttur, átján Helgu fögru. Þegar um það var spurt, að hvaða Islendingi, sem lifs var, fólkið dáðist mest að, varð röðin þessi: Halldór Laxness. Kristján Eldjárn, Jóhannes Kjarval, Sigurbjörn Einarsson, Hannibal Valdimarsson, Geir Ha 11 grimsson , Gunnar Gunnarsson, Jóhann Hafstein, Asmundur Sveinsson og Asgeir Asgeirsson. Látnir Islendingar fengu einkunnir i þessari röð: Jón Sigurðsson, Bjarni Bene- diktsson, Ólafur Thors, Hall- grimur Pétursson, Davið Stefánsson, Jónas Hallgrims- son, Seinn Björnsson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Matthias Jochumsson, Snorri Sturluson. Niðurstöður höfundar eru á þessa leið: Karlar eru betur að sér um bókmenntir en konur, bæði i Reykjavik og á hinum stöðunum þremur. Engan mun var unnt að finna á bókmennta- afstöðu fólks eftir búsetu, nema hvað fólk úti á landi var heldur betur að sér um fornsögurnar. Munurinn á þeim, sem lokið hafa stúdentsprófi og hinum, þar á meðal þeim, sem ekkert skólanám höfðu stundaö um- fram skyldunám, er ekki mikill. Þó var meðal bókaeign á heimilum stúdentanna 444 ein- tök, en 320 á heimilum hinna. Þeir, sem fæddir voru 1937 og siðar höfðu meiri bókmennta- þekkingu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.