Tíminn - 05.10.1975, Síða 3

Tíminn - 05.10.1975, Síða 3
Sunnudagur S. október 1975 TÍMINN 3 OSKYNSAMLEG RÁÐSTÖFUN, SEM KOSTAR BORGARBÚA HUNDRUÐ MILLJÓNA KRÓNA segir Kristján Benediktsson um gatnagerðargjöldin í Kringlubæ BH-Reykjavik — A fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarleyfi, sem haldinn var sl. fimmtudag, gerði Kristján Benediktsson borgarfu lltrúi Framsöknar- flokksins grein fyrir máli, sem af- greitt var i borgarráði, meðan borgarstjórn var I sumarleyfi, en það var úthlutun lóðar I nýjum miðbæ fyrir Hús verzlunarinnar og gatnagerðargjöld i þeim bæj- arhluta. Kristján Benediktsson mælti á þessa leið: Vegna þeirrar ákvörðunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins i borgarráði að láta þá aðila, sem standa að byggingu væntanlegs stórhýsis, sem kallast „Hús verzlunarinnar”, á nýja miðbæj- arsvæöinu — Kringlubæ — aðeins greiða kr. 750 i gatnagerðargjald á hvern rúmmetra og reyndar einungis kr. 375 á rúmmetra fyrir hluta af byggingunni, vil ég að eftirfarandi komi fram: 1. Hjá Reykjavikurborg miðast upphæð gatnagerðargjalds við visitöluhúsið og má vera fyrir verzlunar-og skrifstofuhús allt að 10% af kostnaði á rúmm. I visitöluhúsinu. Samkvæmt þessu má gatnagerðargjald fyrir umrætt hús vera kr. 1322.00 á rúmmetra, sem mundi gera um 40 millj. kr. miðað við að hálft gjald yrði reiknað fyrir það rými, sem verður i kjallara. Samþykkt meirihluta borgar- ráðs gerir hins vegar ráð fyrir, að gatnagerðargjaldið verði tæpar 23 milljónir króna. Munurinn varðandi þetta eina hús er þannig 17 milljónir, en fyrir hverfið i heild er hér um hundruð milljóna að ræða. 2. Ég tel, að gatnagerðargjald i miðbæjark jarna eins og Kringlubæ megi vera mun hærra en á öðrum stöðum i borginni. Ber þar margt til. Fasteignir eru hætta metnar og ávaxta sig betur i slikum miðbæjarkjörnum en annars staðar. Kostnaður borgarinnar við skipulagningu Kringlubæj- arsvæðisins er þegar orðinn mikill, þótt skipulagningunni sé hvergi nærri lokið. Reisa þarf umferðarmannvirki fyrir Kristján Benediktsson. hundruð milljóna króna til að tengja þetta svæði við ytra gatnakerfið. Þá er ótalinn kostnaður við gatna- og hol- ræsagerð inni á svæðinu sjálfu. 3. 750 kr. gatnagerðargjald á rúmm.i hinum nýja miðbæ við Kringlumýrarbraut er nánast hlægilega lágt miðað við þann mikla kostnað, sem borgar- sjóður verður að inna af hönd- um vegna þessa hverfis og miðað við gatnagerðargjöld siðustu ára annars staðar i borginni. Árið 1973 var gatnagerðar- • gjaldið á iðnaðar- og .verzl- unarlóðum kr. 500 á rúmm. Árið 1974 var sama- gjald 665 kr. á rúmmetra. Árið 1975 á það svo að vera 750 kr. og það i miðbæjarkjarna. Meðalvisitala byggingarkostn- aðar árið 1973 var 787 stig, en 1157 stig 1974. Nú er bygginga- visitalan hins vegar 1881 stig. 4. 1 miðbæ Kópavogskaupstaðar voru gatnagerðargjöld ákveð- in kr. 1696 á rúmmetra, þótt þau séu aðeins kr. 678 annars staðar i kaupstaðnum. Færri en vildu fengu þó lóðir i miðbæ Kópavogs, að þvi er bæjarrit- ari tjáði mér. 5. Tillaga min um, að gatnagerð- argjald i Kringlubæ verði i hámarki, eða verulega hærri en meirihlutinn vill fallast á, er flutt vegna þess, að ég tel sanngjarnt og réttlátt, að þau fyrirtæki, sem þarna ætla að reisa stórhýsi, taki meiri þátt i þeim gifurlega kostnaði, sem skipulag, holræsa- og gatna- gerð og umferðarmannvirki kosta borgarsjóð. Þeim, sem þarna byggja, verður lika sköpuð alveg sérstök aðstaða, sem enga hliðstæðu á annars staðar i borginni. 6. Þóttborgarráðsmönnum Sjálf- stæðisflokksins sé e.t.v. rikt i huga, að þeim aðilum, sem standa að byggingu hinnar 40 þús. rúmmetra verzlunarhall- ar, sé ekki iþyngt um of með háu gatnagerðargjaldi, verða þeir að gera sér grein fyrir, að hér er um grundvallarákvörð- un að ræða, sem taka verður mið af i framtiðinni, þegar gatnagerðargjald er ákveðið fyrir aðrar byggingar. 7. Ég mótmæli þvi harðlega, að sú stefna skuli mörkuð, að borgarsjóður beri meginhluta þess kostnaðar að gera mið- bæjarsvæðið við Kringlumýr- arbraut byggingarhæft og að þeim aðilum, sem þar munu reisa stórhýsi, skuli ætlaður svolitill hlutur iþeim kostnaði. Borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson, varð fyrir svörum, og upplýsti, að innan skamms yrði gatnagerðin i 1. áfanga Kringlubæjar boðin út, og væri hér um að ræða yfirbyggðar göngugötur og kostnaðarsöm bilastæði, sem gerð væru á kostn- að lóðahafa sjálfra. Hins vegar væri hannuggandi um áhugaleysi væntanlegra lóðahafa fyrir að setjast þarna að, þvi að mörgum hrysi hugur við sameiginlega kostnaðinum, en það væri þýð- ingarmikið, að góð og öflug fyrir- tæki fengjusttil að koma þangað. Borgarstjóri upplýsti, að kostn- aður við gatna- og holræsagerð i 1. áfanga nýja miðbæjarins næmi 224 millj. kr., en gatnagerðar- gjöld i sama áfanga myndu nema 315 millj. Kristján Benediktsson kvað traust og góð fyrirtæki hljóta að vera fær um að borga fyrir verð- mæti sem þeim væri lögð upp i hendurnar, og það hefði ekkert reynt á það, hvort fyrirtæki vildu byggja þarna. Það væri hins veg- ar staðreynd, að borgin væri auralaus, og þvi gæti hún ekki hafið byrjunarframkvæmdir, og með þvi að gefa lóðirnar eins og gert væri, væri haldið áfram að koma I veg fyrir byrjunarfram- kvæmdir, af þvi að ekki rættist úr auraleysinu. Þá benti Kristján á kostnaðinn við að beina umferð inn á svæðið og taldi ekki töluupp- lýsingar segja allan sannleikann. — Þetta er óskynsamleg og furðuleg ráðstöfun borgarráðs, sagði Kristján Benediktsson, og ekki sú eina, en hér er um að ræða mistök, sem eiga eftir að kosta borgarbúa ekki aðeins tugi heldur hundruð milljóna króna. Töpuð hross 5 vetra rauð hryssa með hvita stjörnu á enni, merkt blárri smellu i öðru eyra og 2ja vetra tryppi, steingrátt, ómerkt, töp- uðust úr girðingu á Kjalarnesi. Þeir, sem upplýsingar gætu gefið, vinsamlegast hringið I sima 4-02-93. Sjúkraþjólfi óskast nú þegar til starfa við endurhæfingardeild St. Jósefs-spitalans, Landakoti. Upp- lýsingar hjá starfsmannahaldi. Bankastarf Hveragerði Starfsmanneskju vantar nú þegar i Búnaðarbanka íslands, Hveragerði. Upplýsingar hjá útibússtjóra eða starfs- mannastjóra bankans. /... ■ -----------------------------\ NOTIÐ ■ feÁÐBESTA 1 Látið miðs TAKA ÚR YKK HR HIjOSSIv— Skipholti 35 ■ Símar: -13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa AuglýsicT i Timanum Hinn margumtalaði og vinsæli Dtsoiumarkaður vekur athygli á ... . Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverrl viku á markaðínn Ótrúlegt vöruúrval . i< verði Markaðurinn stendur aðeii stuttan tíma TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS fa KARNABÆR Útsölumarkaðurinh, Laugavegi 66, sírrii 28155

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.