Tíminn - 05.10.1975, Side 5

Tíminn - 05.10.1975, Side 5
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 5 Þegar verkamenn voru að vinna við hreinsun botnleðju við ós Desnas, sem er þverá er fellur i Dnjepr, fundu þeir tiu metra langan eikarstokk i leðjunni. Er stokknum, sem var sex tonna þungur, var lyft um borð i hreinsunarskipið, sáu menn, að niu bjarnartennur höfðu verið reknar inn i stofninn svo þær mynduðu ferhyrning. Fornleifa- stofnun visindaakademiunnar i Ukraniu hefur upplýst að hér sé um að ræða eina af hinum „heilögu eikum” Peruns, sem um 800 stóðu uppreistar við ★ gatnamót i grennd við slafneska bæi. í höfuðborginni Kiev hefur aðeins einu sinni fundizt sams konar eikarstofn, var það árið 1910, en I þann stofn höfðu verið teknar villisvinatennur. I annál- um er einnig talað um „heilögu eikumar”. Perun var einn af helztu guðum austurslafa fyrir kristinn tima, og var hann guð þrumu og eldinga. Pemn var einnig dýrkaður sem regnguð. Þegar kristindómurinn kom til sögunnar, kom spámaðurinn Elia i stað Pemns. ★ Höfrungarnir eru merkilegar skepnur! Fáar skepnur hafsins hafa vakið jafnmikla athygli undan- farin ár og höfrungarnir. Mikið, en þó um leið mjög litið, er vitað um þessar merkilegu skepnur. Meðal annars vita menn þó, að þessar skepnur geta fundið 0.15 mm vir i sjón- um, og geta kafað niður á nokkur hundruð metra dýpi. Vlsindamenn, sem starfa i höfrungasafni i Batumi I Sovét- rikjunum leggja mikið á sig um þessar mundir til þess að fá sem beztar upplýsingar um tauga- kerfi höfrunganna, og einnig um heilastarfsemi þeirra. Sam- kvæmt upplýsingum Andreis Shevalev, yfirmanns höfrunga- rannsóknastöðvarinnar, er ekki fullsannað, að höfrungar hafi vit. Visindamennirnir reyna nvl, aö komast að raun um, hvort þeir séu vitibornir, með þvi að skapa umhverfi, sem hvorki er þannig, að eðlisávisun geti hjálpað skepnunum til þess að leysa ilr þeim vanda, sem verður á vegi þeirra, né heldur áunnir hæfileikar. Visinda- mennirnir reyna sem sagt að sjá, hvort vitiö sé það mikið, að dýrin geti ráðið fram úr þeim vanda, sem á vegi þeirra verður. Höfrungarnir eru mjög félagslyndir og hafa gaman af að sýna áhorfendum listir sinar, og fólk hefur gaman af að horfa á þá. Höfrungarnir, sem þessar myndir eru af, eru allir I Batumi-höfrungastöðinni, en þótt þeir séu upprunnir i Svarta hafinu, liöur þeim mæta vel I Batumi. Þriðja myndin, sem hér ermeð.er af Roin Iosava, sem starfar að höfrunga- rannsóknunum i Batumi. Hann er hér að gefa vini sinum Perseusi að borða. „Heilög eik" fannst á fljótsbotni SSjlifil <vy£.'x ' 'x-.'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.