Tíminn - 05.10.1975, Side 14

Tíminn - 05.10.1975, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 5. október 1975 ÁSTAND OG HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM Segja má, að á stðasta ári og á þessu hafi gengið alvarlegri efna- hagslægð yfir heiminn en nokkru sinni áður, allt frá lokum siðari heimsstyrjaldar. Þá má segja, að þessi efnahagsvandamál hafi birzt i mismunandi myndum og veriö nokkuð breytileg frá einu landi til annars, en mest hefur þó borið á atvinnuleysi, greiðslu- jafnaðarvandræðum, verðbólgu og gengisbreytingum. Ræturnar eru margar, og þær verða ekki ræddar hér almennt. Flestir munu þó sammála um, að hin snögga olfuverðshækkun eigi þar i drjúgan þátt. Þvi miður er enn sem komið er svo, að batahorfur i þessum efnum eru almennt tald- ar heldur litlar. Það er fyrst talin von til þess, að á árinu 1976 fari eitthvað að rofa til i þessum efn- um, en þó er gert ráð fyrir þvi að batinn verði hægur a.m.k. fyrst i stað. Það liggur i augum uppi, að slik efnahagsleg lægð gat ekki farið hjá garði hér, án þess að viö yrðum áþreifanlega varir viö hana. enda hefur sú orðið raunin á. Þess vegna blasa: nú vissu- lega margir erfiöleikar viö, en á hinn bóginn er lika hægt að sjá bjartar hliðar, og þær býsna margar. Þess vegna er engin ástæða til að æðrast, þótt á móti blási. t þessu sambandi má nefna það að við höfum alveg sloppið við atvinnuleysi, að heita má, þegar frá eru skildar afleiðingar verkfallsins á stóru togurunum, sem sérstaklega gætti á þeim stöðum, þar sem þeir voru og eru geröir út. Þetta er mikilvægt at- riði. Það var og er eitt aöalmark- miö núverandi rikisstjórnar, og þeirra flokka sem aö henni standa, að reyna að halda þannig á málum, að full atvinna haldist. Það hefur tekizt hingaö til. Hvort svo vel tekst til I framtiðinni, er ekki gott að fullyrða um á þessu stigi. Kemur þar til heldur veikur grundvöllur flestra atvinnu- greina, eins og ég mun litillega vikja að siðar. Þá má heldur ekki gleyma þvi, að hér á landi eru al- mennt þau lifskjör, sem standa ekki mikið að baki þeim lifs- kjörum, sem eru i nágrannalönd- um okkar. Ég held lika, að óhætt sé aö segja, að hér á landi séu yfirleitt jafnari lifskjör en viöast hvar annars staðar. En þegar at- vinnuástandinu er sleppt, þá verður þvi ekki neitaö, aö myndin er á mörgum sviðum dekkri. Þar má t.d. nefna fjármál rlkisins, verðbóigu, gjaldeyrismál og kjaramál. Staða ríkissjóðs Fjármál rikisins hafa veriö erfið viðfangs á þessu ári, og það var einnig halli á rikissjóði á siðasta ári. Rikissjóður er yfir- leitt I mjög verulegri yfir- dráttarskuld við Seðlabankann á hverjum degi, þótt sú skuld geti verið breytileg frá degi til dags. Skv. reynslu fyrri ára og fyrir 'sérstakar fjáröflunaraðgerðir, sem geröar hafa veriö á þessu ári, má ætla, aö fjárhagur rikisins batni eitthvað á siðustu mánuðum þessa árs. Samt er ég hræddur um, að reikna megi meö umtalsveröum halla á rikissjóöi. Auðvitað hefur staða rikissjóðs átt sinn þátt i verðþenslunni, og haft áhrif á fjárfestingarlánamál og almenna eyðslu. Að undan- förnu hefur verið unnið að fjár- lagagerð, eins og venja er til. Ekki hefur það veriö auövelt verk að þessu sinni. Það hefur oröið mikil kostnaðarhækkun. Ef fylgja hefði átt henni eftir i fjárlaga- frumvarpinu og færa upp kostnarliði skv. þvi, myndi fjár- lagafrumvarpið hafa hækkað mjög frá núverandi fjárlögum. En óhætt. er aö segja það, án þess að ég fari á þessu stigi að ræða um fjárlagafrumvarp, sem ekki hefur enn séð dagsins ljós, aö hækkunin frá núgildandi fjár- lögum mun veröa mun minni en dýrtiöarvexti nemur. Þar af leiðandi felst I þvi raunverulegur niðurskuröur, bæði á ýmsum rekstrarútgjöldum og á fram- kvæmdafé miðað við fram- kvæmdamátt þó að tölur kunni aö vera hærri. Þessari aðhaldssömu stefnu I rikisfjármálum, sem birtast mun i fjárlaga- frumvarpinu, er að mlnum dómi alveg nauðsynlegtað fylgja fram. En vitaskuld er það Alþingi sem hefur valdiö i þessum efnum, og enginn vafi er á þvi að margur mun finna fyrir og veröa starsýnt á þær lækkanir, sem til greina koma. Þaö eru viðkvæmir liöir, sem þetta snertir. T.d. er mikill hluti útgjalda fjárlaga til menningarmála, trygginga- mála, heilbrigðismála og annars sliks þannig, aö vitaskuld er erfitt að heröa að, án þess að þaö komi við einhverja slika liöi. Vel má vera, að alþingismönnum litist ekki á þetta, en þá hafa þeir valdið til þess að breyta og hækka fjárveitingar. Þá hvilir lika á þeim sú siðferðislega skylda að sjá fyrir tekjum á mótitilþess að mæta sllkum auknum útgjöldum. Ég er fyrir mitt leyti sannfæröur um það, að nú þarf að nema staðar og rifa seglin i þessum efn- um. Þaö hefði þurft að gera fyrr. Það hefur ekki veriö gert. Það viröisttæplega hafa verið fylgi til þess. Ég tel að það sé óráö að sigla jafn hrátt eftirleiðis eins og gert hefur veriö. Verðlagsþróunin á þessu ári. Um verðbólguna og dýrtiöina þarf ekki að fara mörgum orðum. Við hana kannast allir, og flestir finna á einn eða annan hátt fyrir þeim verðlagshækkunum, sem átt hafa sér stað. óheillaþróun i þeim efnum er meiri hér hjá okkur en flestum öðrum þjóðum. Ég haföi t.d. aðstöðu til að kynnast þvi nú alveg nýlega varðandi EFTA-þjóðirnar að boröiö saman við þær, erum við langhæstir á blaði i þessum efn- um. Á þessu ári hefur verið áætlaö, að hér verði meðaltals- veröhækkun u.þ.b. 48% frá fyrra ári. A sama tima hafa t.d. Sviss og Austurriki, talið um mitt ár á ársgrundvelli, verðlagshækkun um 8% og Sviþjðö með sama út- reikningi 11%, Noregur 12%, Finnland 18% og Portúgal, sem á þó við stórkostlega erfiðleika að. striöa af margvislegum ástæðum rúmlega 20%. Vel má þó vera, aö i Portúgal verði hækkunin meiri, þegar til kemur, vegna þess aö þá hefur ýmislegt gerzt, siðan frá þessum tölum var gengið. Innlend verðbólga Þó að island sé háðara innflutningi en flest hin rikin, sýna þessar tölur okkur það m.a. að verölagsþróunin á ekki nema að nokkru leyti rót sina aö rekja tilhækkunará innfluttum vörum. Hér er þvi að verulegu leyti um að ræða innlendar orsakir. Ég ætla mér ekki þá dul að rekja þá þræði i sundur nákvæmlega. Þó hygg ég, að þaö blasi við ein alveg óyggjandi staðreynd i sambandi við þá miklu verðlagshækkun og dýrtiðaraukningu, sem orðið hef- ur á þessu ári. Hún er sú, að verðlagsþróunin á þessu ári á aö verulegu leyti rætur að rekja til gengisfellingarinnar, sem gerð var snemma á þessu ári, og reyndar lika gengisfellingar- innar, sem gerö var á fyrra ári, vegna þess að það tekur sinn tima, að afleiðingar og áhrif gengisfellingar komi fram og fari út i verðlagi, en það gera þær. Þá er þaö svo, að þó að hér eigi að nafninu tií að vera I gildi verðstöðvun, þá er auövitað mögulegt að standa á móti verð- hækkunum á innfluttum vörum, sem eiga t.d. rætur sinar að rekja til gengisfellinga. Þaö er ómögu- legt að standa gegn þvi að verðlaginu sé breytt til samræmis. Að sjálfsögðu hafa orðið hér taisvert miklar hækkanir á ýmiss konar opinberri þjónustu, bæði i lok fyrra árs og á þessu ári. Þar má nefna hitaveitu, rafmagns- veitu, póst- og simagjöld, vatns- veitur o. fl. o. fl. Þessi opinbera þjónusta er bæöi á vegum rikis og sveitarfélaga. Persónulega hef ég veriö mjög andvigur þessum þjónustuhækkunum og reynt fyrir mitt leyti að standa gegn þeim, eins og ég hef getað. Þó viður- kenni ég það, aö þær hafa I mörg- um tilfellum átt viö rök að styðjast að þvi leyti til, aö auðvitað er hægt að halda þvi fram, að ekki sé skynsamlegt aö reka slik þjónustufyrirtæki meðhalla. En vilji menn stinga fótum við veröbólgu og vaxandi up'pskrúfun á verölagi, þá veröur einhvers staöar að draga úr. Þá tel ég það ekki standa öðrum nær en opinberum aðilum, sem hafa einokunaraöstööu á þjónustustarf .semi sem þessari, að fara var- lega I þessum efnum. Á svona timum geta þeir ekki ætlazt til þess, að fá t.d. framkvæmdir greiddar nokkurn veginn niður af þjónustugjöldum.' En það er alveg öruggt, að hækkanirá þessum greinum, sem ég nefndi, og mörgum öðrum, svo sem rikisútvarpi, blöðum, bió.- miðum, o. fl, hefur haft sin áhrif til þess að hækka visitöluna og þaö býsna mikið, vegna þess að vlsitölugrundvellinum er ábóta- vant aö minu mati, þannig, aö sumar vörur og þjónusta eru látin vega þar óeðlilega þungt. Auðvitað hefur svo hækkun á landbúna6arvörum, sem fer eftir ákveðnum reglum haft sin áhrif til þess, að verðlagsþróunin hefur á þessu ári orðið sú, sem hún hef- ur veriö. Það er enginn vafi á þvi, að I dýrtiðinni hér og verðbólgunni, á byggingar- kostnaöur ákaflega mikinn þátt. Hann er hár hér hjá okkur. Þó er ég ekki að segja, að hann hafi átt sérstaklega þátt I veröbólgunni á þessu ári umfram þaö, sem áður hefur verið. En auðvitað er hann eitt af þeim atriöum, sem kalla á kauphækkanir, vegna þess að menn verða aö hafa tekjur til þess að standa undir byggingarframt* kvæmdum ogauðvitað eru kauphækkanirnar svo sá liður, sem lika á stðran þátt i því að6krúfaallt upp með vixlverkun um. Svo virðist sem við tökum kauphækkanir i stærri stökkum en nágrannaþjóöirnar. Mér fannst t.d. athyglisvert á nýaf- stöðnum Efta-fundi að hlusta á fulltrúa forstööumanns hagfræði- deildar norska alþýðusam- bandsins, þar sem hann gerði ráð fyrir, að það yrði allsherjar- samningur um 3% kauphækkun. 1 þessum löndum tala menn um 3% kauphækkun. Það er dálitiö annaö en það, sem við tölum um, þegar um kauphækkanir er aö ræða. Hófsamlegir kjarasamn- ingar á sl. vori. 1 sambandi við kauphækkan- irnar vil ég þó taka þaö fram, sem ég hef ekki farið dult meö og sagt áöur, að kjarasamningarnir sl. vor hafi yfirleitt verið hófsamleg- ir — eða eins hófsamlegir og unnt var aö gera ráð fyrir,' eftir þvi sem ástæðurnar voru þá, Og ég tel, að launþegasamtökin, eða forvigismenn alþýðusambands- ins og verkalýðshreyfingar, hafi þá sýnt ábyrgðartilfinningu i þvi að spenna ekki bogann hærra en raun bar vitni. Flókið verðlagskerfi, sem þarfnast endurskoðunar Nú er reynt að vinna gegn verö- bólgu með verðlagseftirliti. Við höfum visst verðlagskerfi, bæði verölagsnefnd, verðlagsskrif- stofu og verðlagsstjóra. Verð- lagsskrifstofan og verðlagsstjóri hafa almennt það hlutverk að fylgjast með verðlagi i landinu og gæta þess, að það fari eftir settum reglum. Verðlagsnefndin hefur hins vegar ákvöröunarvald um verðlag, en hennar vald tekur ekki nema til lítils hluta af öllum vörum, eða 40—50% af heildinni. Siðan kemur svo opinber þjónusta ýmiss konar sem viðkomandi ráðuneyti ákveða. Viðkomandi bæjar- og sveitarfélög, taka að visu fyrst ákvörðun i þessum efn- um, en verða svo aö fá samþykki viökomandi ráðuneytis, og reyndar rikisstjórnarinnar i heild. Þaö myndi trúlega vera um 10—20%. Siðan eru landbúnaðar- vörurnar, sem 6 manna nefndin ákveður verðlag á. Ég hygg, að þær séu 30—40%. Þannig sjá menn, að þetta er byggt upp af ýmsum liðum. Menn mega ekki halda, aö allar verðhækkkanir, sem eiga sér staö, komi frá verð- lagsnefnd. Kerfið sem við búum við i þessum efnum, er orðiö tals- vert gamalt og þarfnast að sjálf- sögðu endurskoðunar, enda er baö eitt af ákvæðum I málefna- samningi rikisstjórnarinnar, að sú löggjöf, sem um það fjallar, veröi tekin til endurskoðunar. Þótt það sé dökk mynd, sem ég hef dregið hér upp af verðlags- þróuninni, sem væntanlega verður á þessu ári, þá er rétt að taka það fram, að veröhækkana- hraöinn hefur fariö mjög minnk- andi upp á siðkastiö. T.d. er talið, aö frá 1. ágúst til 1. nóvember verði hann um 6-6.5%. Væri hægt aö halda áfram i þvi horfi á næsta ári, yrði verðlagsþróunin eöa dýrtiöaraukningin 25%. A 25% og 48% er mikill munur. Minnkandi tekjur af útlfutningi. Astandið i utanrikisviðskiptum og greiðslujöfnuði er erfitt, og horfur þar óhagstæðari nú en gert var ráð fyrir fyrr á árinu. Megin- orsök versnandi stöðu I þeim' efn- um má rekja til minni útflutnings en gert hafði verið ráð fyrir.. Þjóðhagsstofnunin hefur endur- metið fyrri þjóðhagsáætlun frá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.