Tíminn - 05.10.1975, Page 18

Tíminn - 05.10.1975, Page 18
18 TÍMINN Sunnudagur 5. október 1975 Menn 09 máUfni Góður mólflutningur á erlendum vettvangi Ræða Ólafs Jóhannessonar Ræöa sú, sem Ólafur Jóhannes- son viöskiptaráöherra flutti á fundi Framsóknarfélags Reykja- vikur siöastl. miövikudag, hefur vakiö mikla athygli, en úrdráttur úr henni hefur bæöi birzt i Timan- um og Morgunblaöinu, og i dag birtir Timinn hana I heilu lagi. Þaö hefur ekki sizt vakiö athygli, aö Ólafur Jóhannesson skýrir It- arlega frá staöreyndum og dreg- ur upp óhlutdræga mynd af efna- hagsástandinu, eins og þaö er, en reynir hvorki að fegra þaö eöa sverta, eins og oft er vandi stjórn- málaleiðtoga. Þeir, sem kynna sér efni ræðunnar, fá þannig glögga mynd af stöðu þjóðarbús- ins i dag. Þaö er ljóst af þessari ræðu Ólafs, að horfurnar eru alvarleg- ar og eru að sumu leyti iskyggi- legri en þær voru fyrr á árinu. Sá bati, sem menn hafa verið að gera sér vonir um, hefur enn ekki komið til sögunnar, heldur hafa viðskiptakjörin i heild haldið á- fram að versna. Orðugra getur þvi orðið að halda fullri atvinnu en áður, en allt verður þó aö reyna, sem er skynsamlegt i þeim efnum. Miklu skiptir, að þjóöin sýni almennt skilning á ástandinu og kröfum verði stillt svo i hóf, að ekki leiði til meiri vandræða og öngþveitis. Sem betur fer, búa Islendingar enn við betri almennan efnahag en flestar aðrar þjóðir. Merki um þetta eru mikil ferðalög úr landi og mikil bilaeign. Þetta segir þó ekki alla söguna. Kjörin eru mis- jöfn og þeir, sem hafa lág laun og stórar fjölskyldur, eiga áreiðan- lega fullt i fangi i glimunni við verðbólguna. Þess vegna verður óhjákvæmilegt að leiðrétta hlut þessa fólks á einhvern hátt. Þeir, sem betur eru settir, verða hins vegar að sýna þegnskap og þolin- mæði meðan verið er að komast yfir erfiðasta hjallann. Að öðru leyti visast til ræðu Ólafs Jóhannessonar, sem birt er i blaðinu i dag. Góður mól- flutningur Ræðan, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra flutti á alls- herjarþinginu i siðastl. viku, hefur áreiðanlega orðið málstað íslands mikill ávinningur á al- þjóðlegum vettvangi. Einar rakti fyrst itarlega þau rök, sem lágu til þess, að Islendingar töldu sér ekki fært að draga úrfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 milur. Hann lýsti ástandi fiskstofnanna, sem gerði stóraukna friðun að- kallandi, jafnframt þvi, sem íiann sýndi fram á, hve algerlega fs- lendingar væru háðir fiskveiðum. Sóknin á fiskimiöin viö Island yrði aö minnka og islenzki skipa- stóllinn væri fullfær um að nýta. eðlilegan hámarksafla á svæðinu. Með hliðsjón af öllu þessu, hefði rikisstjórn Islands ákveðiö að gera nauðsynlegar ráðstafanir i ljósi þeirrar þróunar i þjóðarétti, sem mest samstaða hefur náöst um og ráða má af þeim samn- ingatexta, sem nefndarformenn lögðu fram i lok fundar hafréttar- ráðstefnunnar, sem haldinn var i Genf á siðastl. ári. Þau atriði textans, sem einkum voru höfð i huga, fjalla um rétt strandrikis til að ákveða leyfilegan hámarks- afla innan 200 milna fjarlægðar og að meta jafnframt möguleika sina til að hagnýta hann allan eða hluta af honum. Þessi sjónarmið nytu áreiðanlega fylgis yfirgnæf- andi meirihluta þeirra rikja sem taka þátt i ráðstefnunni. Úrelt kerfi Einar Agústsson sagði siðan: „Það er auðvitað einnig ljóst, að sum riki berjast enn gegn þeirri lausn, sem nú var lýst, þar Undan Eyjafjöllum. sem þeim mundi henta að halda áfram fyrri stefnu sinni og senda stóra togaraflota til þess að hag- nýta sér fiskimið annarra þjóða án þeirra samþykkis. En nú er timi til þess kominn að horfast I augu við þá staðreynd, að yfir- gnæfandi meirihluti rikjanna I hinu alþjóðlega samfélagi er and- vigur sliku hátterni og að það kerfi, sem það er byggt á er úrelt og algjörlega óaðgengilegt fyrir þær þjóðir, sem riki þau, er fisk- veiðar stunda á fjarlægum mið- um, vilja svifta auðlindum með þessum hætti. I stað þess að berj- ast gegn hugtakinu um efnahags- lögsögu ættu þessi riki að láta sér nægja, ef þau þurfa ekki að greiða skaðabætur fyrir þau geysilegu auðæfi, sem þau hafa tekið úr þessum auðlindum hingaö til. Að þvi er mitt land varöar, hafa þessar úreltu aðfarir oft áður stofnað efnahagslegri afkomu okkar i hættu og við getum ekki þolað slikar aðgerðir lengur.” íslendingar lóta ekki undan þvingunum Þá sagði Einar Agústsson: „Hins vegar er rikisstjórn Is- lands ekki andvig þvi, að veita sanngjarna aðlögun til bráða- birgða til þess að koma i veg fyrir efnahagslega örðugleika erlendra fiskimanna, en þá verður að hafa i huga tvær mikilsverðar forsend- ur. Annars vegar er það, að stefna okkar i þessum málum hefur verið alkunna i nærri þvi 30 ár og getur ekki komið neinum aö óvörum — allra sizt þeim þjóðum, sem erlendir fiskimenn á okkar miðum eru frá. Og hins vegar munum við ekki láta undan efna- hagslegum þrýstingi svo sem þeim, sem okkur hefur verið sýndur af Sambandslýðveldinu Þýzkalandi og hefur lýst sér i löndunarbanni fyrir islenzka tog- ara i þýzkum höfnum og i þvi að koma I veg fyrir að tollalækkanir i Efnahagsbandalaginu kæmu til framkvæmda.” Að lokum færði Einar Ágústs- son rök að þvi, að útfærsla is- lenzku fiskveiðilögsögunnar myndi frekar verða til að flýta fyrir endanlegri lausn á hafrétt- arráðstefnunni en hið gagnstæða. Areiðanlegt er, eins og áður segir, aö þessi rökfasti málflutn- ingur Einars Agústssonar á alls- herjarþinginu hefur styrkt stöðu íslands á alþjóðlegum vettvangi. Tímabær athugun Fleiri og fleiri bætast nú i hóp Borgnesinga, Bolvikinga og Hvergerðina, sem hafa bent á þá mismunun, sem felst i undan- þáguákvæöum skattalaganna, og veldur þvi, að stórefnamenn og hátekjumenn geta að mestu eða öllu komizt undan sköttum. Þann- ig hefur stjórn og fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavikur tekið undir þá kröfu, að leiðrétt- ing verði gerð i þessum efnum. Viða erlendis er nú hafin hörð gagnrýni á slikar undanþágur. Einna hörðust hefur hún verið I Bandarikjunum, enda hefur fjár- laganefnd fulltrúadeildar Banda- rikjaþings nú tekiö skattalögin til meðferðar i þvi skyni að breyta undanþágureglunum. Banda- riska stórblaðið „New York Times” benti nýlega á nokkur dæmi um, hvernig skattaundan- þágur væru misnotaðar. T.d. greiddi læknir, sem hafði 105 þús. dollara tekjurengantekjuskatt og verðbréfakaupmaður sem hafði 180 þús. dollara i tekjur greiddi aðeins 1000 dollara. Mest áber- andi dæmið var þó hjá forstjóra einum, sem hafði 448 þús. dollara i árstekjur, en greiddi ekki nema 1200 dollara i tekjuskatt. Allir þessir aðilar höfðu talið lögiega fram, en þeim hafði tekizt að nota undanþágur sem eru leyfðar vegna skulda, sem verða til við fasteignabrask. Svipuð ákvæði eru i Islenzkum skattalögum, og eru vafalaust stórlega misnotuð. Sama gildir um ýmsar aðrar undanþágur. Það er orðið timabært, að þessi mál verði ekki siður athuguð hér en annars staðar. Almenningur sættir sig ekki viö vaxandi byrðar meðan ýmsir stórgróðamenn eru nær skattfrjálsir. /■ Arás á kaup- félögin Þjóðviljinn hefur hafið mikla sókn gegn kaupfélögunum fyrir hækkun þá, sem orðið hefur á vinnslu- og dreifingarkostnaði landbúnaöarvara. Þó er stað- reyndin sú, að slikur kostnaður er yfirleitt mun lægri hér en I ná- grannalöndum okkar. Astæðan er sú, að hér annast samvinnufélög bænda að mestu leyti verzlunina með landbúnaðarafurðir og keppa að þvi að hafa milliliða- kostnaðinn sem minnstan. Það verður að vona, að ritstjórar Þjóðviljans hafi ekki kynnt sér þetta og umrædd árás þeirra stafi ekki af öðru verra. Hækkun svo- nefnd milliliðakostnaðar nú staf- ar hins vegar af ástæðum, sem ritstjórum Þjóðviljans ættu að vera kunnar. Við svokölluð milli- liðastörf, sem snerta sölu land- búnaðarafuröa, starfar orðið fjöldi fólks eins og verzlunarfólk, bifreiðastjórar, starfsfólk i mjólkurbúum og frystihúsum og ýmsum vinnslustöðvum. Þetta 'íólk verður að sjálfsögðu að fá kaup i samræmi við annað vinn- andi fólk. Eða álita ritstjórar Þjóðviljans að þetta fólk eigi aö setja skör neðar en annað fólk i landinu? Var Þjóðviljinn ef til vill andvigur þeim leiðréttingum á kaupi, sem starfsfólk viö slátrun- arstörf hefur beitt sér fyrir að undanförnu? Almennt kaupgjald hefur hækkað verulega á þessu ári og umrætt starfsfólk hefur að sjálfsögðum ástæðum ekki verið haft útundan. Hækkanir á kaupi eru aðalorsök hins aukna milli- liðakostnaðar. Þetta ættu rit- stjórar Þjóðviljans að hafa vitaö. Þess vegna er erfitt að afsaka þá með þvi, að umrædd árás þeirra sé eingöngu sprottin af þekking- arleysi. Kron Annars á að vera auövelt fyrir ritstjóra Þjóðviljans að afla sér haldgóðra upplýsinga um milli- liöakostnaðinn. Flokksmenn Al- þýðubandalagsins brutust til valda i Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis fyrir nokkrum ára- tugum og hafa haldið þeim siðan. Þar hafa þeir fengið gott tækifæri til að sýna i verki, að þeir eru ekki siður garpar á boröi en i oröi. 1 Reykjavik er stærsti markaður landsins og þar eru þvi bezt skil- yrði til að ná góðum árangri á verzlunarsviðinu. Hvernig hefur KRON vegnað þar við þessi hag- stæðu skilyrðí undir forustu þeirra Alþýðubandalagsmanna? Þvi miður hefur árangurinn ekki orðið slikur sem skyldi. Kaup- mannaverzlanirnar hafa haldið hlut sinum og vel það. Hvergi á landinu hafa kaupmenn stærri hluta verzlunarinnar en I Reykja- (Timamynd Gunnar) vik. Það segir sina sögu um það, hvernig KRON hefur tekizt að lækka milliliðakostnaðinn og vinna sér þannig vaxandi við- skipti. Staðreyndin er sú, að sam- vinnufélögin I dreifbýlinu hafa leyst af hendi ómetanlega þjónustu fyrir bændastéttina og aðra ibúa þess, þrátt fyrir stórum örðugri verzlunaraðstöðu en i höfuðborg- inni. I dreifbýlinu hefur kaup- mannaverzlunin lika viða verið á undanhaldi, öfugt við það, sem hefur gerzt i Reykjavik. Ritstjór- ar Þjóðviljans ættu að kynna sér vel alla þessa sögu áður en þeir kasta meira grjóti að samvinnu- félögum bænda og ásaka þau fyrir of háan milliliðakostnað. Viðskiptin við Noreg Miklum áróðri er nú haldið uppi af vissum aöilum til aö sanna réttmæti þess, að við eigum aö hefja oliukaup frá Noregi. Ein rökin eru þau, að siðan oliuverðiö hækkaði, hefur verið halli á við- skiptum okkar við Sovétrikin. Það ætti ekki að hafa nein áhrif á fisksölu okkar til Sovétrikjanna, þótt við keyptum frá Noregi oliu, sem svaraði þeim halla, sem er á viðskiptum okkar við Sovétríkin. Þeir, sem þessu halda fram, gæta þess ekki, að mikill halli hefur verið á viðskiptum Islands og Noregs, Islendingum i óhag. Arið 1971 nam útflutningur okkar til Noregs 206 millj. króna, en inn- flutningur þaðan 842 millj. Arið 1972 nam útflutningur okkar til Noregs 207 millj. króna, en inn- flutningur þaðan 1238 millj. Árið 1973 nam útflutningur okkar til Noregs 401 millj. króna, en inn- flutningur þaðan 3272 millj. Það virðst þvi siður en svo bætandi á þennan halla. En vitanlega verð- um við ekki siður að greiða Norð- mönnum en Rússum i beinhörð- um gjaldeyri þann halla, sem verður á oliuviðskiptunum. Og ekkert bendir til þess, að við get- um fengið hagstæðari greiðslu- skilmála hjá Norðmönnum en Rússum. Sá er hins vegar munurinn, að talsverðar likur eru til þess, að við getum aukið fisksöluna til Sovétrikjanna og jafnað hallann á þann hátt. Hins vegar virðist harla óliklegt, aö Norðmenn fari aö kaupa af okkur fisk. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.