Tíminn - 05.10.1975, Page 23

Tíminn - 05.10.1975, Page 23
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 23 Halldór Kristjónsson: Hugsað Tvær blaðagreinar um mál- efni bænda veröa teknar hér til lltilsháttar athugunar. Báöar viröast þær vera skrifaöar af alhliöa góövild- Höfundarnir viröast ekki vilja ganga á hlut nokkurs manns. Báöir vilja þeir unna bændum maklegs hlut- skiptis. önnur þessara greina er eftir Ama Gunnarsson og birtist I Vísi 18. september. Hin er eftir Svavar Gestsson og var I Þjóöviljanum 28. september. Arni talar um „að bændur og samtök þeirra snúist við meira af hörku og reiði en liðlegum tilburðum til útskýringa og upplýsinga”, þegar gagnrýni kemur fram. Síöan telur Arni upp, hvernig gagnrýnin verki. „Kröfurnar um meiri hagræðingu i land- búnaði, færri og stærri jarðir og framleiðsluaukningu verða æ háværari”. Arni segir ekkert um það hvaða bústærð sé arðvænlegust. Hann getur þess heldur ekki sem þó er vitað að i landbúnaði á það ekki við sem viða gildir, að framleiðslan getur orðið þvi ódýrari sem fyrirtækið' er stærra. Svo segir .hann: r.Menn rifja upp sögurnar um landbúnaðartækin, sem liggja eins og hráviði kringum bæina og ryðga.” Ætli Reykvikingum stæði ekki nær að rifja eitthvað upp i sam- bandi við bilana sem þekja allar götur? Skyldu þeir ekki geta ryögað? Ætli loft sé yfirleitt seltublandnara i sveitum en i Reykjavik? Enn segir Árni: „Menn benda ákostnaðinn við lagningu sima, rafmagns og vega aö hverjum afdalabæ.” Það hefur oft verið sagt að vegagerð væri dýrari i strjálbýli en þéttbýli. Hvernig er það reiknað? Það er dýrt þegar einn vegurinn þarf að liggja yfir öðrum, eins og nú er orðið á nokkrum stöðum á Reykja- vikursvæðinu. Enn þá hefur raímagn ekki veriðleitt að hverjum afdalabæ, svo aðþaö er nokkuð snemmt að nota það orðalag. Simaþjónustan hefur lengst- um verið dýrari úti i stálbýlinu, svo að erfitt er að segja fyrir hvern hefur verið gert mest. Ámi segir: „Bændasamtökin svara með litt skiljanlegum tölum, sem falla i grýttan jarðveg.” Svo er það. Með hverju áttu bændasamtökin að svara um verðlagsmálin fremur en tölum? Hitt er satt, að oft brestur nokkuð á um skilninginn. En er nú vist að allt, sem er illa skiliö sé óskilj- anlegt? Rétt er að taka þáö fram’, að þau orð sem hér eru tekin upp úr grein Áma skrifar hann frekar til að lýsa viðhorfum al- mennings en að hann gangi sjálfur i vöm fyrir þessar skoðanir. Hann talar um það að auka þurfi skilning borgarbúa á aöstöðu bænda. Þetta eralltvel meint og fallega hugsað. En ætli það sé nú ekki gagnlegt að nota tölur til skilningsauka? Það kostar 15 kr. að flytja hvert kg. milli Reykjavikur og Vestfjarða t.d. Svavar Gestsson aftur á móti tekur þessar litt skiljanlegu tölur til meðferðar og um- hugsunar. Hann gerir sér grein fyrir þvi, að rikissjóður aflar fjár með söluskatti á seldum sláturafurðum og hann veit lika að rikissjóður fær söluskatt og tolltekjur af rekstrarvörum landbúnarðins. Það er lofsvert að menn hugsi svona langt. Þá er komið að þvi, að menn geta i næsta áfanga farið að meta hvort ákveðnir tekjustofnar rikissjóðs muni afla honum meiri tekna en útgjalda, þegar alls er gætt. Menn verða helzt að hugsa um tölurnar ef þeir vilja komast til botns i málunum, jafnvel þó að tölurnar virðist erfiðar til skilnings við fyrstu sýn. Svavar kemst að þeirri niður- stöðu, að milliliðir fái riflegan hluta afurðaverðsins. Þetta eru engar nýjungar. Þetta vissu allir, sem eitthvað vissu til mála. Svo ályktar Svavar, að það þurfi að meta hvað milliliðirnir þurfi. Og um það þurfi að fjalla menn, sem séu óháðir vinnslu- stöðvum og sölufyrirtækjum. En forustumenn bænda séu yfir- leitt i tvöföldu eða þreföldu hlut- verki. Svavar ei á réttrileið. Hann er að rekja sig áfram til skilnings á þessum málum. Sölufélag bænda, kaupfélög og slátur- félög, hafa langmest með kjöt- sölu og kjötvinnslu að gera. Einkafyrirtæki, sem við það fást eru nánast ekki nema til samanburðarog sýnis hvort þar sé hagkvæmari leið. Sum kaupfélögin sem stunda kjötvinnslu og kjötsölu eru neyt- endafélög jafnframt, og hafa kannski ýmiss konar rekstur annan. Þetta hefur stundum vakið nokkra tortryggni enda Bílavara- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmdnuðina er Bílapartasalan opin frd ki. 1-6 eftir hddegi. Upplýsingar f síma 11397 frd kl. 9-10 fyrir hddegi og 1-6 eftir hddegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 Iaugardaga. þótt jafnan sé sérstakt og aðgreint reikningshald um þann þátt starfseminnar sem kjötið varðar. Hins vegar eru alltaf til samanburðar þau fyrirtæki sem fást einungis við sölu og vinnslu þessara afurða. Það eru þvi yfirleitt sam- vinnufélög bænda, sem taka af- urðir þeirra I umboðssölu og annast vinnslu þeirra og sölu. Væri um gróða að ræða hjá þeim stofnunum kæmi hann fljótlega fram i hækkuðu verði til bænda. Svavar kemst að þeirri niður- stöðu að „stærstu hagsmuna- mál bændastéttarinnar i dag eru þvi að tryggja sér breytta forustu, sem tekur raunveru- lega mið af hagsmunum bænda en ekki kaupfélaga, slátur- félaga, verzlunaraðila eða stjórnmálaflokka auðstétt- arinnar.” Samvinnufélögin standa öll- um opin. Það er að visu enginn neyddur til að vera félags- maður en hver einasti viðskiptamaður á þess kost. Samvinnufélag getur þvi aldrei verið lokaður hringur. Onnur lögbundin einkenni samvinnufélaga eru m.a. þau, að hver félagsmaður hefur eitt atkvæði á fundum og arði skal skipta milli viðskiptamanna i hlutfalli við skipti þeirra. Þess er enn að geta, að sú eign, sem myndast við starfsemina, er bundin starfssvæðinu, — sam- eign þeirra, sem á hverjum tima eru i félaginu. Þetta er rétt að hafa i huga, þegar meta skal hvort hér sé um hættuleg fyrirtæki að ræða. Hvað er svo undarlegt við það, að bændur séu i stórn kaup- féíags, sláturfélags og mjóikur- bús? Hverjir skyldu vera það fremur? Bændurnir sem eru i stjórn samvinnufélaga sinna, miða auðvitað allar sinar ákvarðanir við það að hlutur bænda verði sem beztur. Til hvers halda menn að bændur myndi sam- vinnufélög? Það er meinloka hjá Svavari að halda að menn, sem njóta þess trúnaðar að vera i stjóm- um þessara samvinnufélaga séu þar með orðnir óhæfir sem fulltrúar bænda. Það sér hann Hka eflaust, þegar hann hefur hugsað dálitið lengur um þetta. Hvað kemur svo flokksleg af- staða þessu við? Ég hef sjálf- sagt minar hugmyndir um mun á flokkum og þýðingu þess hvar menn skipa sér i flokk eða hverjar þjóðmálaskoðanir menn hafa. En þegar menn meta milliliðakostnaö reka þeir sig á blákaldar staðreyndir hvar i flokki sem þeir eru. Kaupgjald er staðreynd. ökutaxti er staðreynd. Og þetta eru þeir þættirnir sem ráða mestu um milliliðakostnaðinn, þvi að milliliðirnir I þessu sam- bandi eru ekki einhverjir sem kaupa og selja aftur, heldur launþegar, sem selja þjónustu sina. Það einfalda og auöskilda i þessum efnum, sem virðist þó bögglast fyrir ýmsum greind- um mönnum, er þetta, að eftir þvi sem við og allir hinir fáum fleiri krónur fyrir vinnu okkar, þurfum við að borga meira fyrir alla keypta þjónustu. Þetta er mergurinn málsins. Vonandi halda góðir menn á- fram að hugsa upphátt um þetta i blöðunum. Verksmidju útsalal Verksmiðjur Sambandsins á Akureyri halda ÚTSÖLU ÁRSINS í húsakynnum Vefarans í Skeifunni 3 A í Reykjavík mánudaginn 6. október kl. 9—18 og næstu daga Seldar verða lítið gallaðar vörur frá: GEFJUN Teppi Teppabútar Terelyne efni Gluggatjaldaefni Áklæði Hespulopi Loðband Garn, margar gerðir Efnisbútar ýmiskonar og margt fleira HEKLU Buxur Peysur Heilgallar Skjólfatnaður og margt fleira IÐUNNI Kvenskór Kventöfflur Kvenstígvél Karlmannaskór, lítil og stór nr. Karlmanna vinnuskór, lítil og stór nr. og margt fleira EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFVERÐI Ullarverksmiðjan Skóverksmiðjan Fataverksmiðjan GEFJUN IÐUNN HEKLA Skeifunni 3 A - Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.