Tíminn - 05.10.1975, Síða 27
Sunnudagur 5. október 1975
TÍMINN
27
140 FULLTRUAR
Á IÐNÞINGINU
36. iðnþing tslendinga verður
haldið i Reykjavik dagana 8.-11.
október n.k. Iðnþingið verður sett
á Hótel Sögu miðvikudaginn 8.
október kl. 14.00. Sigurður
Kristinsson málarameistari, for-
seti Landssambands iðnaðar-
manna, mun setja þingið, enn
fremur mun Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra flytja ávarp.
Sérstakir heiðursgestir Lands-
sambands iðnaðarmanna munu
verða viðstaddir þinghaldið. Eru
það þeir Adolph Sörensen
múrarameistari, formaður
systursamtaka Landssambands-
ins i Danmörku, Stig Stefanson
optikermeistari og þingmaður,
sem jafnframt er formaður hlið-
stæðra samtaka i Sviþjóð, og Ei-
vind Halle, framkvæmdastjóri
norsku samtakanna.
Þingfundir munu fara fram i
fundarsal Domus Medica, Egils-
götu 3, Reykjavik.
Fjölmörg mál eru á dagskrá
iðnþings að þessu sinni, m.a.
verk- og tæknimenntun, iðnþróun
og efnahagsmál og ýmis aðstöðu-
mál iðnaðarins, svo sem skatta-
mál, tollamál og verðlagsmál.
Enn fremur verður fjallað um
margvisleg önnur málefni, og má
þar nefna útflutnings- og
markaðsmál, innkaup opinberra
aðila, iðnlöggjöfina o.fl.
Þetta er i fyrsta sinn sem iðn-
þing er haldið eftir allmiklar
breytingar, sem gerðar voru á
skipulagi Landssambands
iðnaðarmanna fyrir tveimur ár-
um. M.a. er nú i lögum Lands-
sambandsins gert ráð fyrir lengri
og meiri undirbúningi þingsins en
áður hefur verið, og er iðnþing nú
haldið annað hvert ár.
Rétt til þingsetu eiga um 140
fulltrúar viðsvegar af landinu.
Sérstök dagskrá er fyrir maka
iðnþingsfulltrúa, sem munu,
meðan þingið stendur, sækja
heim nokkur söfn og fleiri staði i
Reykjavik, og m.a. fara i hópferð
til Hveragerðis.
Þinginu lýkur laugardaginn 11.
október.
ERKINU A
VIKUM
var ánni veitt aftur i gamla far-
veginn, og hófst þá uppfylling
skarðsins i stiflunni. Fyrir fram
hafði verið gert ráð fyrir að fyll-
ingin tæki 3 mánuði, en starfs-
menn þeir sem unnu við verkið
luku þvi' á 3vikum. Lengd stffl-
unnar er um 970 metrar og
breiddin efst er 5 metrar. Mesta
hæð er 43 metrar og hallinn lóns-
megin 1 á móti 1,8. Malbikunar-
framkvæmdir við stifluna eru
langt á veg komnar.
Malbikslögin eru tvö og verður
malbikið samtals 53 þúsund fer-
metrar lónsmegin. Þegar botn-
lokunum verður lokað við stffl-
una.mun myndast stöðuvátn sem
verður 1,4 milljón rúmmetrar og
15 ferkilómetrar að stærð.
Veruleg útflutnings-
aukning hjá Álafossi
Veruleg aukning hefur orðið á út-
fiutningi ullarvöru frá Aiafossi hf.
á þessu ári. Kemur þessi aukning
útflutningsins fram á nær öllum
framieiðslu- og söluvörum fyrir-
tækisins. Mest er þó aukningin i
tilbúnum fatnaði. Lætur nærri, að
fyrirtækið sé á árinu búið að
flytja 50 þúsund flikur út, og fyrir
liggja það verulegar pantanir til
afgreiðslu á næstu mánuðum að
afgreiðslugeta fyrirtækisins er
þar fuilnýtt.
Fatnaður sá, sem Álafoss hf.
flytur út er aðeins að litlu leyti
framleiddur hjá fyrirtækinu
sjálfu. Að framleiðslu þessa
fatnaðar standa prjóna- og
saumastofur, sem staðsettar eru
viðsvegar um landið. Hefur Ala-
foss hf nú um nokkurra ára skeið
haft samvinnu við þessi fyrirtæki
og séð um útflutning á fram-
leiðsluvöru þeirra.
Hefur þessi tilhögun komið sér
Rauða kross deild stofnuð
í Austur -Skaftafellssýslu
Stofnfundur Rauða kross
deildar Austur-Skaftafellssýslu
var nýlega haldinn i Gagnfræða-
skólanum á Höfn, Hornafirði.
Formaður undir búnings-
nefndar, séra Gylfi Jónsson, setti
fundinn. Fundarstjóri var kosinn
Friðjón Guðröðarson lögreglu-
stjóri.
Eggert Ásgeirsson framkv.stj.
Rauða kross Islands hélt erindi
um Rauða kross starf og hugsanl.
verkefni deilda og starfsaðferðir,
en starf Rauða kross deilda fer að
mestu leyti eftir þörfum i héraði,
enda þótt eitt verkefni sé öllum
deildum sameiginlegt, neyðar-
varnir.
Óhugnanlegur
hraði
Undanfarna daga hefur
lögreglan verið með skeið-
klukku við hraðamælingar á
helztu leiðum út úr borginni
og margir ökuþórar reynzt á
alltof miklum hraða. Sá
hraðasti á Vesturlandsvegi
reyndist á 135 km hraða á
klukkustund, og á Suður-
landsvegi mældist mestur
hraði 115 km. Einn reyndist
vera á 80 km hraða á Range
Rover, og hefði kannski ekki
verið svo tiltakanlegt, ef han
hefði ekki verið með annan
bil aftan i, og rikti veruleg
skelfing i þeim bil.
Formaður var kosinn séra Gylfi
Jónsson og með honum i stjórn
voru kosin Egill Jónasson, Ingi-
björg Guðmundsdóttir, Ingólfur
Arnarson og Sigriður Guðmunds-
dóttir.
Á fundinum hélt Skúli Johnsen
borgarlæknir erindi um heilsu-
gæzlustöðvar og þátttöku Rauða
kross deilda i starfi þeirra. Skúli
skýrði frá umfangsmiklu hlut-
verki heilsugæzlustöðva og mikil-
vægi þess að starfið sé aukið og
gert fyllra með þátttöku af hálfu
sjálfboðins liðs. Þar gæti verið
um margt að ræða^ s.s. blóð-
gjafarsveitir, rekstur sjúkrabif-
reiða, heimilishjálp, útlán
hjálpartækja, námskeiðshald og
heilbrigðisfræðsla. Tengsl Rauða
kross deildanna og heilsugæzlu-
stöðvanna yrðu vart of náin, þar
sem tilgangur beggja sé heil-
brigðis- og félagsleg velferð ibúa
héraösins i bezta skilningi
orðanna.
Guðjón Petersen, fulltrúi
Almannavarna, tók næstur til
máls og tilkynnti fundarmönnum
þau tiðindi að gengið heföi verið
frá stofnun almannavarna-
nefndar á Höfn þá um daginn.
Hann skýrði frá samstarfi
Almannavarnarráðs rikisins og
RKI og samkomulagi þvi sem
þessir aðilar gerðu með sér fyrir
um ári og mikilvægu hlutverki
Rauða kross deida i neyðar-
vörnum Rauða krossins, m.a. að
undirbúa skráningu fólks og sjá
um að hægt væri að veita fólki
fæði, klæði og húsaskjól ef til
neyðar kynni að koma. Þyrfti að
undirbúa starfið með ýmsum
hætti og hafa á að skipa þjálfuðu
liði til aö sinna hinum ýmsu
verkefnum.
Urðu miklar umræður um
erindi ræðumanna, hvernig vinna
mætti að málum þessum i
sýslunni og að hvaða leyti væri
hægt að vinna að lausn þeirra
með aðst. Rauða krossins. Rætt
var um hin ýmsu verkefni og var
talið einna brýnast að Rauða
kross deildin tæki að sér sjúkra-
flutning, undirbuning að heilsu-
gæzlustarfi og tæki höndum
saman við björgunarsveitina á
Höfn að hinum ýmsu verkefnum
sem sameiginlegur áhugi væri
fyrir.
Kvennadeild Slysavarna-
deildarinnar á Höfn gaf fundar-
mönnum kaffi og meðlæti.
Þeir sem gerast félagar i
Rauða kross deildinni i Austur-
Skaftafellssýslu fyrir áramót
teljast stofnfélagar.
kérndum
Kerndum.
rotendi/
LANDVERND
vel fyrir báða aðila — skapað
aukna fjölbreytni i atvinnulifi
þeirra staða, þar sem fatnaðurinn
er framleiddur og ennfremur ■
skapað nýja möguleika fyrir
band- og vefnaðarframleiðslu
Alafoss hf.
Allveruleg útflutningsaukning
hefur einnig orðið á handprjóna-
bandi fyrirtækisins. Að venju á
hespulopi sinn stærsta þátt þar i.
Á árinu hefur fyrirtækið kynnt
nýjar ullarbandstegundir, sem
þegar hafa haslað sér völl viða
um lönd og virðast ekki ætla að
verða siður vinsælar en hinn
gamalkunni hespulopi.
Stöðugt er unnið að markaðs-
könnunum og markaðsrannsókn-
um á vegum Álafoss hf. A þessu
ári hefur markaðskönnunin
beinzt að þvi að markaðssetja
vefnað fyrirtækisins s.s. áklæði
og værðarvoðir.
Verða þessar rannsóknir efldar
á næstu mánuðum, enda bendir
margt til að um verulegan út-
flutning geti orðið að ræða á þess-
um framleiðsluvörum fyrirtækis-
ins.
2,5% til
vinnslu í
hæsta
verð-
flokki
1 sambandi við frétt blaðsins
á laugardaginn af vinslu aflans
hjá BÚR og vinnsluaðstöðu
fyrirtækisins skal tekið fram, að
þar sem segir í fyrirsögn, að að-
eins 2.5% aflans fari i fyrsta
flokk.er áttviðhæsta verðflokk,
þ.e. að ekki er unnt að vinna
nema þetta brot aflans i
neytendaumbúðir til út-
flutnings. Þá skal einnig tekið
fram, að öll meðferð sjómanna
á skipum BÚR á fiskinum er góð
og vinnslan sjálf er sömuleiðis
ágæt. Hins vegar er aðstaða
fyrirtækisins svo slæm, eins og
fram kemur i ræðu Páls
Guðmundssonar, sem birt er á
slðu sex i laugardagsblaðinu, að
það kemur niður á hráefninu.
LYKUR
31. OKTÓDER
Útboð
stjórn verkamannabústaða óskar eftir til-
boðum i málun 308 ibúða, úti og inni, i
Seljahverfi i Reykjavík.
Útboðsgögn verða afhent i Mávahlið 4,
Reykjavik, gegn 5.000,- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 24. okt.
1975, á skrifstofu stj. verkamannabústaða
Mávahlið 4.
Kjöttunnur
úr plasti
35 iitra kr. 1310
50 litra kr. 1835.
LIVERPOOL
Laugavegi 18A