Tíminn - 05.10.1975, Síða 31

Tíminn - 05.10.1975, Síða 31
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 31 ll 1 llfllll Rósalind Schneider: AMERÍSKAR ABSTRAKT KVIKMYNDIR Menningarstofnun Bandarikjanna bauð fáeinum gestum til að sjá kvikmyndir eftir bandarisku listakon- una Rosalind Schneid- er. Myndir þessar eru sýndar undir yfirlýs- ingunni: Tilraun með filmur sem listform. Undanfarin 11 ár hefur frii Schneider unnið að listmálun og sem kvikmyndastjóri, eða öllu heldur framleiðandi og hefur farið eigin leiðir i von um að finna nýtt listform, þótt ekki sé hiin upphafsmaður að afstrakt- kvikmyndum, þær voru kunnar fyrir nokkuð löngu siðan. Ég var i réttum og kom of seint á sýningu ungfrúarinnar, hefi þvi vafalaust missúaf ein- hverju, en sá þó fáeinar filmur, sem mér þóttu athyglisverðar, einkum þó og sér i lagi tónlistin, eða hljóðin. Svona kvikmyndir eru ágætur vettvangur fyrir electroniska tónlist, sem vitað var fyrirfram, þvi Magnús Blöndal Jóhannsson hefur gert svoleiðis tónlist við myndir af eldgosum, sem ef til vill eru það likasta myndefni frúarinnar af innlendri framleiðslu. Eftir þvi sem næst verður komizt byggist kvikmyndalist þessarar gerðar á tæknibrögð- um. Fjórar eða fimm litfilmur eru lagðar saman, keyrðar samtimis og skiptingar eru hugsaðar nógu tiðar til þess að halda áhorfandanum við efnið. Út úr þessu koma kynlegar abstraktsjónir, einhverskonar súrrealismi lika, en fyrst og fremst eru hlutirnir ekki i þvi samhengi, sem við eigum að venjast. Þá virðast notuð smásjár- form, menn skriða um skorið rauðkálshöfuð, eftir blómum og kynlegum jurtum. Inn i þetta blandast svo tónlistin og oft af unaði. Þessar filmur Rósalindar Schneider voru áhugaverðar og mjög lærdómsrikar, a.m.k. fyrir myndlistarmenn þvi ýms- ar samsuður voru athyglisverð- ar. Nokkuð er samt þreytandi að horfa á svona myndir lengi, það gerir menn rjnglaða, jafn- vel þótt þeir séu ekki að koma úr réttum. Það var sannarlega lif i tuskunum á stundum. Eins og fram kom i upphafi þessa máls, er litið svo á að þessi tegund myndlistar sé enn á tilraunastiginu. Þetta er nýj- asti ættliðurinn i kvikmynda- heiminum, en senn eru liðin 150 ár frá upphafi hreyfimynda, kvikmynda. Engu skal spáð um það hvort tilraunafilmur Rosa- lindar Schneider, eða þeirra er við svona myndlist fást, nái ein- hverskonar fótfestu i 'daglegu lifi manna, eða listum. Kannske var upphafið af electronisku tónlistinni komiðfrá truflunum i útvörpum tónskálda, sem námu nýjan, hreinan tón, sem siðan þroskaðist eða þróaðist i nýja hljómkviðu, sem við vildum ekki vera án, ef til vill lærum við lika að segja eitthvað nýtt með svona myndum.þegarfram liða stundir. En umfram allt,það var gaman og fróðlegt að sjá þessar abstraktfilmur hennar Rósa- lindar Schneider. Jónas Guðmundsson. Jazzklúbburinn á mánudagskvöld BH-Reykjavik. — Vetrarstarf- semi Jazzklúbbs Reykjavikur hefst mánudaginn 6. október kl. 21 og verður fyrsta jazzkvöld vetrarins að Hótel Loftleiðum. Stendur til að fá ýmsa fræga er- lenda jazzleikara til að koma fram á skemmtununum i vetur, og er von á Eje Thelin með grúppu meðal annarra, og að likindum kemur Dizzie Gillespie hérvið ájazzkvöldi á leið sinni til Evrópu. A mánudagskvöldið kemur fram Kvintettinn „5 Jazzmenn” sem er skipaður: Viðar Alfreðs- son, trompet, Gunnar Ormslev, Tenor-sax, Carl Möller orgel, Arni Scheving, e-bassi, og Guð- mundur Steingrimsson trommur, ásamt „Blues Company”, sem er skipaður, Magnús Eiriksson gitar, Pálmi Gunnarsson el-bass, Úlfar Sigmarsson piano-orgel og Björn Björnsson trommur. Aætlað er aö Jazzkvöld veröi haldin hálfsmánaðarlega i vetur. Drúttarvélar seldu fyrir313milljá s.l.ári AÐALFUNDUR Dráttarvéla hf. fyrir árið 1974 var haldinn fyrir nokkru. Þar kom m.a. fram, að heildarsaia fyrirtækisins á árinu varð 313,1 millj. kr. og jókst um 113,9 millj. frá árinu á undan. Varð aukningin fyrst og fremst I sölu Massey Ferguson vinnuvéla. Seidar voru 202 MF dráttarvélár, sem var 30% af heildarinnflutn- ingi dráttarvéla. Einnig voru seldar 26 MF 50B gröfu- og moksturssamstæður og hafinn innflutningur á nýrri gerð slikra tækja, MF 70. Seldust 7 slikar samstæður á árinu. Eftir afskrift- ir varð reksturshagnaður fyrir- tækisins 9,6 millj. Stjórn Dráttafvéla hf. var endurkjörin, en hana skipa Hjalti Pálsson frkvstj., formaður, Hjörtur Hjartar frkvstj., varafor- maður og Agnar Tryggvason frkvstj., meðstjórnandi. Fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla hf, er Arnór Valgeirsson, en fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins eru 17. BRAUN SYNCHRON PLUS Örþunnt platínuhúðað blað Það er leyndardómur hins snögga og mjúka raksturs Snöggur og mjúkur á raksturinn aö vera. Hann á svo sannarlega ekki aö vera harður og óþægilegur. Þess vegna er blaðið húðað örþunnri platínuhúð og það er mjúkt þegar það leggst þétt að húð þinni. Platínuhúðin er öruggasta tryggingin fyrir þægilegum, snöggum og mjúkum rakstri. Þessi þægilegi, snöggi ogmjúki rakstur er ástæðan fyrir þvf, að þér kaupiðog notið BRAUN SYNCHRON PLUS rakvélina. Fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavik og víða um land og hjá okkur.— Verð kr. 12.385. Sími sölumanns er 1-87-85. BRAUN-UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 Auglýsið í Tímanum ZDIYIBI Töíraborðið fyrir allt og ekkert ZOMBI er sófaborö. UTSÖLUSTAÐIR: ZOMBI er sjónvarpsborð. Reykjavík: ZOMBI er reykborð. ZOMBI er hljómtækjaborð. ZOMBI er morgunverðarborð. Akranes: ZOMBI er skrautborð. Borgarnes: ZOMBI erá hjólum. Bolungarvík: ZOMBI ER ALLT. Fæst í teak, Ijósri og dökkri eik (wenge lituð). Bernódus Kristján Siggeirsson hf. Halldórsson J L Húsið Siglufjörður: Bólsturgerðin Híbýlaprýði Akureyri: Augsýn hf. Dúna Húsavík: Hlynur sf. Verzl. Bjarg Selfoss: Kjörhúsgögn Verzl. Stjarnan Keflavík: Garðarshólmi hf. Verzl. Virkinn, HÚSGAGNAVERKSMIÐIA KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Kcykjíivik simi 25870

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.