Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 6
Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Litum til Akureyrar snemma á öldinni. Úti fyrir fögru húsi á Oddeyri sjáum við Jakob Hav- steen kaupmann og skyldulið hans, liklega að leggja af stað i skemmtiferð. Húsið mun vera reist árið 1888 og þótti langfall- egasta húsið i bænum. Jakob var alkunnur borgari á sinni tið (f. 1844, d. 1920). Sat i bæjar- stjórn Akureyrar um aldar- fjórðung, ræðismaður Svia og Norðmanna 1882-1905, siðar ræðismaður Niðurlanda. Mörg ár formaður Leikfélags Akur- eyrar. Virðið fyrir ykkur fólkið og búnað þess. Konur sitja i söðli, sjá söðulbogann! Skammt er að fara frá húsinu niður á Oddeyrartanga. Þar var heldur betur lif i tuskunum við sildar- söltun sumarið 1913. Skipið hét Baldur, eign h.f. Braga, byggð- ur 1912. Seldur til Frakklands 1917. Saltað var einnig innar- lega i bænum — Höepfners bryggjunni — i þ^ daga. En hvers vegna er fjárhópurinn á bryggjunni? Var féð ætlað til út- flutnings? Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það. Hvitt og kuldalegt hefur verið yfir að lita á Eyjafirði 1915. Thordenskjöld liggur við isbrúnina. „Þagnar fugl og fjötruð alda, fjöll og ægir hvitu tjalda”. E.t.v.kann ein- hver aldinn Eyfirðingur góð skil á öllum þessum myndum? Þær eru frá Minjasafni Akureyrar. TÍMINN Sunnudagur 7. desembér 1975. Jakob Havsteen og skyldulið við hús hans á Oddeyri. A llöepfnersbryggju á Akureyri Sildarsöltun á Oddeyrartanga 1913 Thordcnskjöld við isbrún á Eyjafirði 1915

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.