Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 7. desember 1975. EL TINGA RLEIKURINN í V-Þýzkalandi veikjast meira en 220.000 manns árlega af krabbameini. Fyrir flesta er það dauðadómur. En visindamenn eru byrjaðir að króa hinn grunaða af. Smá kveikjur-veirur. í fyrsta skipti eygja þeir með því leið til að leita markvissar að lækningaleiðum, og meira að segja að búa til bólusetningarefni, sem gæti útrýmt krabbameini eins og barnalömunarveikinni OinluHiiríaTi :M' HVAR ER HÆTTAST VIÐ KRABBAMEINI? llU-lllt llj.l kolMllll l,i,ýluiK l I liiuau oi’ . kakyJi n Hænsnin eru betur á vegi stödd en mennirnir I þessum efnum. Fyrir þau er nú þegar til — fyrsta bólusetningarefni gegn krabba- meini. Strax og ungi skrfður úr egginu á stóru hænsnabúunum er hann sprautaður með efni, sem kallað er Herpes-bóiuefni. Þaö verndar fuglana gegn krabba- meinsa fbrigði, sem var til skamms tfma ein óttalegasta hænsnaplága sem til var. Það er sogæðakrabbi, nefndur Mareks-veiki. Á fáum árum hefur bóiusetningin nær alveg útrýmt veikinni. En ekki aðeins hænur geta fengið sprautu við krabba. Með tilraunum á rannsóknastofum hafa visindamenn búið til á síð- ustu mánuðum bólusetningarefni fyrir aðrar dýrategundir lfka. Þeir gerðu mýs mótstöðuhæfar gegn brjóstkrabba og ketti ómót- tækilega fyrir hvitblæði Meira að segja næstu ættingjar mannsins, aparnir, eru gerðir ónæmir gegn krabba. Prófessor Rainer Laufs i Göttingen hefur framleitt blóð- vatn, sem hindrar sogæðakrabba hjá hárkolluöpum. Aiangurinn hjá músum, hæn- um og öpum getur gefið heimin- um von. Hann gerir hugsanlegt, að hægt sé að gera fólk ónæmt fyrir hinu óhugnanlega krabba- meini. Á þessu ári munu finnast einkenni krabbameins i 220.000 manns i V.-Þýzkalandi. Fyrir marga er það dauðadómur. Að- eins 30 af hverjum 100, sem veikj- ast lifa sjúkdóminn af. 1 V.-Þýzkalandi deyja 150.000 manns árlega úr honum. Til þess að vinna bug á krabba- meininu hafa visindin gert stærra átak en nokkru sinni fyrr I sögu læknavisindanna. Sérfræðingar áætla.aöum 100.000 visindamenn og læknar taki beinan þátt i her- ferðinni gegn krabbameini. Apollo-áætlun læknisfræðinnar Fjölmörg lönd lýstu yfir þvi sem helzta takmarki sinu að sigr- ast á sjúkdómnum. Þýzkaland byggði krabbameinsrannsókna- stöð i Heidelberg. Stjórn Sovét- rikjanna fyrirskipaði „sjálfboða- liða” vaktir á helgum, og átti ágóðinn af þeirri vinnu að renna til krabbameinsrannsóknastöðva. 5000 visindamenn voru ráðnir til þess i Bandarikjunum. Þar að auki voru hundruð annarra studdir fjárhagslega i öðrum löndum. Þjóðarkrabbameinsstöð Bandarikjanna byggði upp rekstrarkerfi, ,-,sem er næstum eins umfangsmikið eins og Nasa áætlunin um mannað flug til tunglsins” (segir bandarfska hagfræöitimaritiö „Business Week”). Aður fyrr var gullgrafaragerð- araðferðinni beitt, er finna átti nýtt lækningalyf. Gerðar voru tilraunir með þúsundir efna i þeirri von að eitt þeirra hefði læk- andi verkanir. Þessi aöferð var algjörlega ónothæf við krabbamein. 1 þjóðarrannsóknastöð Bandarikj- anna einni hafa verið reynd 300.000 efni og plöntuseyði með tillti til læknandi áhrifa. „Krabba-pensilinið”, sem menn dreymdi um var ekki meðal þeirra. Þessi árangurslausa leit varð til þess að annarri aðferð var beitt við krabbameinið. Með víðtækum undirstöðurannsóknum átti fyrst að gera grein fyrir hvað sjúkdómurinn yfirleitt er, hvert er upphaf hans og hvernig hann þróast. Þá fyrst var ætlunin að láta til skarar skriða, svo að segja finna upp krabbameinspillu. Verkið var erfiðara en haldið var. Visindamennirnir sáu sig tilneydda til að kryfja leyndustu liffræðilegu þætti lifsins til mergjar. Krabbameinsfræðingur einn segir: — Við vorum i sporum steinaldarmanns sem hefði verið látinn fá loftstein og verið sagt að skýra tilveru hans. Hann hefði þurft að kanna hið algjörlega óþekkta himinhvolf. Steinöldinni er nú að ljúka eftir tveggja ératuga söfnun stað- reynda, uppgötvana og skilgrein- inga. Hin langa ganga visir.danna nálgast lokamarkið. — Hægt er örugglega lyfta visindamenn hulunni af krabbameininu —, seg- ir bandariska visindaritið „Science News” sigri'hrósandi. Þar til fyrir skömmu staðhæfðu læknar? — Krabbamein, það er ekki sjúkdómur, það eru hundrað sjúkdómar. Þeir töluðu um hvit- blæði, Hodgkin, nasopharyngeal carcinoma. Uppgötvanir krabbameinssér- fræðinganna leiddu til algjörlega breyttra skoðana þeirra um sjúkdóminn. Hver mannvera samanstendur af 10 milljónum örsmárra afmarkaðra fruma. Þær hafa byggt sér grind, þ.e. — beinin —. Hver fruma hefur hlut- verk og stað i heildarkerfinu. tbúatalan i „frumunýlendunni” er takmörkuð. Tap er aðeins bætt innan settra reglna. Þrátt fyrir þessar skýru reglur geturkomið fyrir nær hvarvetna i „frumunýlendunni maður”, að andfélagsleg öfl geri vart við sig. Mitt i hinum vel skipulagða frumuvef t.d. i brjóstinu, magan- um eða i hinum blóðframleiðandi beinamerg, koma allt i einu i ljós frumur, sem halda sig ekki innan ramma heildarsamtakanna. Þær skipta sér mynda sifellt stærri frumukökk, sem ekki er gert ráð fyrir I likamanum. Æxlismyndun hefur hafizt. Hvernig stendur á þvi? Visindamenn telja sig nú geta svarað þessari úrslitaspurningu. Flestar ef ekki allar tegundir krabbameins telja þeir að sé hægt að rekja til einnar sameiginlegr- ar orsakar — til örsmárra kveikja, sérstakra veira. Dulbúin árás veiranna Stig l.Krabbaveirurnar setjast að i vissum frumueiningum og dyljast þar. Þær leysast alveg upp, en lauma erfðamassa sinum i formi eftirlikingar á meðal erfðamassa frumunnar. Framtiðartakmark veirunnar er að ná yfirráðum yfir frumunni. Heilbrigð fruma getur komið i veg fyrir það. Hún lokar af hinn framandi erfðamassa, sem kom- izt hefur inn. Hinn sýkti tekur oft alls ekkieftir þvi að eitthvað hafi læðzt inn i likama hans og getur fundizt hann vera fyllilega heilbrigöur árum eða áratugum saman. Stig 2. Við aldur, efnaáhrif eða annars konar umhverfisáhrif veikjast frumurnar eða skemm- ast. Þar með fær erfðamassinn, sem veiran hefur smyglað inn, möguleika á þvi að ná stjórninni. Fyrsta skipunin er afdrifarik: Að skipta sér stöðugt, fjölga sér, mynda æxli með frumum, sem allar eru undir stjórn veiru. Margar tilraunir hafa sýnt fram á virkjun slikra veira, sem liggja i dvaia i frumunum. Dr Wallace Rowe við þjóðar- rannsóknarstöð Bandarikjanna tók frumur úr músum af stofni, sem er sérstaklega næmur fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.