Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.12.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 7. desember 1975. LÖGREGL UHA TARINN 86 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal götum, öskutunnum, bílum og við lá að fólk fennti í kaf. Hvílík snjókoma. Verri en snjóaveturinn mikla 1888. Hæstvirtur borgarstjórinn, JMV, hafði meira en nóg á sinni könnu. En ofan á allt hans amstur og áhyggjur bættist hú sú kvöð, að hann varð að útvega 1200 bráða- birgðastarfsmenn í samráði við vegagerðina og heilbrigðisstjórnina. Þessir menn áttu að moka snjó á vörubíla og losa hann svo i Dix-ána! Áætlaður kostnaður þessa verks var f imm hundruð og átta þúsund dollarar. Reiknað var með að verkið tæki rétt um sjö til átta daga svo f ramarlega sem ekki tæki að snjóa á ný. Mennirnir hófust handa við verk sitt um leið og hætti að snjóa. Þá var klukkan hálf f jögur síðdegis. Þetta var fimmtán minútum áður en Genero fór fyrstu ferð sína sem skotmaður í lögreglueftirlitsbílnum og réttum hálf- tíma áður en þeir Willis og Carella hóf u varðstöðu sína í skraddarabúðinni. Borgaryfirvöld höfðu áætlað að láta snjómokstursmennina vinna á þrem vöktum. Hins vegar höfðu borgaryfirvöldin alls ekki séð fyrir hinn mikla heljarkulda, sem fylgdi í kjölfar snækyngisins og stormsins. Kuldinn dró mjög úr vinnuaf köstunum. Þetta var kuldabylgja, sem líkast til átti upptök sín í Kanada eða jaf nvel Alaska. Raunar stóð mönnum hjartanlega á sama hvaðan þessi ósköp áttu uppruna sinn. Þeir áttu þá ósk eina að kuldakast þetta hyrfi í hafsauga, til Bermuda eða jafnvel til Forida. En slíku var ekki að heilsa. Borgin var í heljargreip kuldans og allt fraus . Neyðarreglur um mikið fannfergi tóku gildi á hádegi og klukkan fjögur hefði mátt halda að fólk hefði yfirgefið borgina, Flestar meiri háttar skrifstofur og fyrirtæki voru lokuð. Hvorki gekk né rak með umferðina. Strætis- vagnaferðir voru strjálar. Bannað var að leggja bif- reiðum við gangbrautir, en bílarnir festust hver af öðrum og lokuðu hliðargötum og umferðaræðum. Þeir voru komnir á kaf í snjó innan skamms, og stóðu eins og heimskautasnjóhús á götunum. Snjómokstursmennirnir, sem ráðnir höfðu verið til bráðabirgða börðust jöfnum höndum við nöturkuldannog snjófargið. Öðru hverju ornuðu þeir sér við olíuofna, sem fylgdu vinnuflokkun- um. Svo réðust þeir enn einu sinni til atlögu með skóf lur sinar. Vörubílarnir höfðu lítið að gera, því verkið sóttist seint. Kveikt var á Ijósastaurunum klukkan fimm og kuldaleg birta þeirra varðsízt til að lífga upp á um- hverf ið. Miskunnarlaus vindurinn gnauðaði um göturnar og skýjaður himininn myrkvaðist svörtum óveðursskýj- um. xxx Carella sat í hlýju og notalegu bakherbergi skradd- arabúðarinnar með Hal Willis. Þeir spiluðu myllu. Car- ella tapaði sjö sinnum i röð. Það kom þá upp úr dúrnum, að Willis hafði verið í mylluklúbb á gagnfræðaskólaár- um sínum. Carella velti því fyrir sér, hvernig hann kæmist heim eftir að La Bresca og Calucci hefðu ráðizt til atlögu við skraddarabúðina. Hann var tekinn að efast um að þeir létu sjá sig. Carella var jafnan manna fyrstur til að viðurkenna að hann skildi ekki þankagang glæpamanna. Þó þóttist hann geta fullyrt, að enginn glæpamaður með óskerta sjálfsvirðingu hætti sér út í kulda og snjó eins og var þetta kvöld. Öðru máli gegndi ef hver dagur gæti skipt sköpum, til dæmis ef afhenda ætti tíu milljón dollara virði í gullstöngum á ákveðnum tíma og ákveðnum degi. Þá skipti fífldirfska og ná- kvæmni öllu máli. En þetta rán var á smáaurastiginu. Mennirnir höfðu fylgzt með búðinni og komizt að þvi að Jói gamli skraddari fór með af rakstur vikunnar heim til sín í málmboxi á föstudagskvöld, þegar hann var búinn að loka. Eflaust hafði gamli maðurinn fylgt þessari venju sérhvert föstudagskvöld undanfarin 7000 ár og héldi áfram uppteknum hætti næstu þúsund árin. Þvi ekki að sleppa þessu að þessu sinni og reyna næsta f östu- dagskvöld? Bezt af öllu væri þó að fresta þessu fram i maí. Þá standa trén i blóma, fuglarnir syngja í trjánum og menn geta framið svolítið afbrot án þess að eiga á hættu að sýkjast af frostbiti eða kali. Carella sá Willis salla niður leikmenn sína. Hann hugsaði um það, að EF þeir réðust til atlögu í kvöld og hann og Willis ynnu verk sitt eins og til var ætlazt, þá var enn óleystur sá vandi hvernig hann ætti að komast heim til konu sinnar og barna þegar búið væri að handtaka þá kumpána, hringja á lögreglubílinn, handjárna þá og setja bak við lás og slá. Hann var að vísu með snjódekk undir bílnum sínum, en keðjurnar vantaði. Carella leyfði sér að efasf um að heimsins beztu snjódekk ættu nokkuð upp á sig, þegar komið var á þessa andstyggðar frostbreiðu, sem huldi borgina. Það var vitaskuld möguleiki á því að Frick yfirforingi gæfi leyfi til að annar lögreqlueftirlits- ^Fálka-menn, sláum '<\7 N 6/3 ™ v Hann gat ráðið konung Þú verður gest- ^Það er land ur okkar Hvell-Geiri annars heims, og segir mér af landi' Vulcan. arna úii,' Y Ha, þú grinast! I meðal stjarnanna |Það vita allir að rS stjörnurnar eru liflausir, snauðir stein- ■ ■ I;iHÍ !,fii Sunnudagur 7. desember 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir) a. Messa i C-dúr eftir Beethoven. Flytjendur: Jennifer Vyvyan, Monica Sinclair, Richard Lewis, Marian Nowakowski, Beecham- kórinn og Filharmoniu- sveitin i Lundúnum Sir Thomas Beecham stjórnar. b. Fiðlukonsertnr. 1 i D-dúr eftir Paganini. Samuel Ashkenasi og Sinfóniu- hljómsveitin i Vin leika. Heribert Esser stjórnar. 11.00 Ifátiðarguðsþjónusta i Iláskólakapellunni (Hljóð- rituð fyrir viku) Davið Baldursson stud. theol predikar. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Kór guðfræðinema syngur undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar. Organisti: Máni Sigurjóns- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Ernest Anserm’et. Dr. Ketill Ingólfsson flytur þriðja og siðasta hádegis- erindi sitt um stærðfræði og tónlist. 14.00 Staldrað við á Raufar- höfn — annar þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar. Flytjendur: Alexander Brailowsky og -Sinfóniu- hljómsveitin i Filadelfiu. Stjórnandi: Eguene Ormandy. a. „Vilhjálmur Tell”, forleikur eftir Rossini. b. Pianókonsert nr. 1 i e-moll op. 11 eftir Chopin. c. „Furutré Rómaborgar”, hljómsveitarverk eftir Respighi. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum. Umsjón: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina (10) 18.00 Stundarkorn með banda- risku söngkonunni Evelyn ■ Lear. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Olga. Pétur Eggerz les úr bók sinni: „Hvað varstu að gera öll þessi ár?”. 19.45 Trió i Es-dúr eftir Schubert. Tékkneska trióið leikur. 20.30. Sýslumaðurinn sögu- fróði. Dagskrá um Jón Espólin isamantekt Jons R. Hjálmarss. Lesarar með honum: Albert Jóhannsson, Guðrún Hjörleifsdóttir og Þórður Tómasson. 21.15 Organleikur og einsöng- ur i Akureyrarkirkju. Flytjendur: Meta Hánschen og Ekkehard Richter. a. Adagio i As-dúr eftir Kuch- ar. b. „Bibliuljóð” op. 99 eftir Dvorák. 21.45 Ljóð eftir dr. Jakob Jónsson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 8. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi, kl. 7.15, og 9.05. Valdimar Ornólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.