Tíminn - 24.12.1975, Síða 8
8
TÍMINN
Miðvikudagur 24. desember 1975.
Islendingur kennir Aröbum sjósókn
ERU DUGLEGIR
EN
VANKUNNANDI
segir Baldvin Gíslason,
sem leiðbeinir
fiskimönnum við Rauðahaf
Baldvin Gislason á heimili sinu í Ilafnarfirði. Tfmamynd Róbert.
mmm
Góður fengur. Sjómaður ber aflann á land, stóra skötu og tvo fiska sem
við kunnum ekki að nafngreina.
Fjölmargir islenzkir sjómenn
hafa starfað og starfa við að
kenna sjómennsku og fiskveiðar
víða um heim á vegum Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna (FAO). Einatt
starfa menn þessir meðal þjóða
þar sem atvinnulif er frumstætt
og allar aðstæður gjörólikar þvi
sem þeir eiga að venjast, en is-
lenzku sjómennirnir búa samt
sam áður að svo staðgóðri þekk-
ingu á sjómennsku og veiðum, að
sjómenn, sem fiska við strendur
heitabeltislanda og veiða fisk-
tegundir, sem eru um margt ólik-
ar þeim, sem eru við Islands-
strendur — og öll ytri skilyrði allt
önnur — geta fjölmargt af þeim
lært. Varla þarf að taka fram, að
veiðitæki og aflabrögð taka mikl-
um framförum á þeim stöðum,
þar sem islenzku sjómennirnir
leggja leið sina um og kenna nú-
timalegar aðferðir i sjósókn. Einn
þeirra manna, sem starfa að
þessum málum, er Baldvin Gisla-
son,sem undanfarna mánuði hef-
ur leiðbeint fiskimönnum við
Rauðahaf. Hann dvelur nú hér á
landi með fjölskyldu sinni i jóla-
frii og náði Timinn tali af honum.
Baldvini sagðist svo frá, að
hann hafi starfað i Norður-Jemen
og væri búsettur i borginni A1
Hudaydah, og er nú liðinn hálfur
sjöundi mánuður siðan hann flutti
þangað. Fleiri íslendingar eru á
svipuðum slóðum. t sömu borg
bjó áður önnur islenzk fjölskylda,
sem nú er farin heim og i
Frönsku-Sómaliu, hinum megin
við Rauðahafið, býr önnur fjöl-
skylda islenzk og nokkrir ís-
lendingar búa austar við Ind-
landshaf. Baldvin sagðist kunna
starfi sinu vel, þótt við mikla erf-
iðleika væri að striða, sérstaklega
fyrst i stað. Hitinn er ofsalegur, 45
stig dag eftir dag.
Með Baldvini eru kona hans og
tvö börn, 9 og 10 ára. Kunna þau
dvölinni vel, og ganga börnin i
einkaskóla, sem er dýr á okkar
mælikvarða þvi skólagjöldin eru
2000 dollarar fyrir hvern nem-
enda á ári. t skólanum eru aðeins
Hafnarskilyrði eru engin I fiskiþorpum Suður-Jemen. Hér eru bátar að koma að landi, og er fjöldi manns i sjó upp undir axlir við hlið
annars bátsins, og bera þeir aflann á land. Mávagerið við ströndina bendir til þess að nægilegt æti sé i Rauðahafinu.
sjö nemendur og fer kennslan
fram á ensku.
Frumstæð sjósókn
— I upphafi var starfið mikið
fólgið i þvi að ferðast með strönd-
inni, allt suður til Mokka, kaffi-
borgarinnar frægu, syðst á
Rauðahafsströndinni og siðan
aðra eins leið i hina áttina. 1 fiski-
þorpunum kenni ég fiskimönnum
notkun veiðarfæra og fylgist með
þeim veiðarfærum, sem þeir eru
með. Um tima var ég með vél-
stjóra með mér, og við gerðum
við mótora, aðallega utanborðs-
mótora, en þarna eru eingöngu
notaðir smábátar. Aðallega fiska
menn þarna i lagnet, mest smá-
fisk, en stærri fisk húkka þeir. Þá
draga þeir slóðann með önglum á
eftir sér. Þannig fá þeir stærri
fisk. Á þessum slóðum er margt
um góðan átfisk. Þessi fiskur er
ólikur þeim tegundum sem við
þekkjum viðlsland. Þarna veiðist
bæði kóngs- og drottningarfiskur,
báðar tegundirnar góðar til átu.
Einnig veiðast fiskar likir karfa
— og eitruð skata. Hún er þó ekki
eitruð að éta, heldur hefur hún
eiturbrodd á halanum sem hún
stingur og dregpur með. Einnig
veiðist töluvert af skjaldböku,
sumar allt að 300 kg. að þyngd.
Skjaldbakan fæst i troll. Við er-
um þarna með 40 tonna bát með
trolli. Um miðjan nóvember yfir-
tók ég bátinn og verð ég eitthvað
með hann næstu mánuði. Mest
höfum við verið með rækjutroll til
þessa, en fiskitroll er til um borð
og fer ég að nota það eftir ára-
mótin þegar ég fer utan aftur.
Rannsóknir
og leiðbeiningar
Reynið þið að endurbæta hefð-
bundnar veiðiaðferðir fremur en
að kenna eitthvað nýtt?
— Það þýðir ekki að rasa að
neinu. Þetta verður að koma
smám saman.og við reynum jöfn-
um höndum að endurbæta þær
veiðiaðferðir sem notaðar eru á
hverjum stað og jafnframt kenna
nýjar aðferðir. Starfið felst að
miklu leyti i þvi að vinna að rann-
sóknastörfum, finna fiskimið og
athuga hvar bezti fiskurinn er. En
nú eftir áramótin mun ég og sam-
starfsmenn minir fara að leggja
að jöfnu að koma með fisk að
landi og rannsóknastörf. En yfir-
leitt hefur fiskinum verið hent i
sjóinn aftur þegar við erum að at-
hugunum. Fiskifræðingur er allt-
af um borð i stóra bátnum og veg-
ur hann og mælir aflann, og gerð-
ar eru skýrslur og veiðikort. En
fiskurinn þolir bókstaflega enga
geymslu á þessum slóðum vegna
hitans. Við höfum reynt að hafa is
um borð, og verði maður sólar-
hring i róðrinum, þá er rétt að það