Tíminn - 04.01.1976, Side 6

Tíminn - 04.01.1976, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Aöalstræti 62, Akureyri, um aidamótin Litum fyrst á Aðalstræti 62, Akureyri. Jón Sveinsson fyrrv. bæjarstjóri taldi sig hafa heim- ildir fyrir þvi að húsið hefði ver- ið byggt 1846. Hallgrimur Kristjánsson gull- smiður byggði húsið og bjó i þvi ásamt Einari syni sinum, sem bjó þar áfram eftir lát föður sins og var eigandi þess fram yfir aldamót. En hann leigði Magnúsi Kristjánssyni siðar ráðherra húsið frá þvi fyrir eða um 1890 og til 1903 eða 1904. Magnús fékk að byggja geymslu- og skepnuhús ofar á lóðinni og átti það meðan hann bjó i húsinu. Meðal annarra, sem búið hafa i húsinu eru Odd- ur Björnsson prentsmiðjueig- andi, Jón Gunnlaugsson bæjar- gjaldkeri, Jón Sigurðsson og Þorvaldur sonur hans, sem var bankagjaldkeri. Vorið 1930 keypti Ármann Dalmannsson eignina af Þorvaldi og hefur bú- ið þar siðan og prýtt umhverfið með trjágróðri. Myndin er tekin um aldamót- in, þegar Magnús Kristjánsson bjó i húsinu, og voru þar til heimilis þeir sem á myndinni sjást. Þeir eru talið frá vinstri: Jakob Karlsson lengi af- greiðslumaður við Eimskip, bróðursonur Magnúsar. A hestinum Skjóna Friðrik sonur Magnúsar (lézt barn að aldri). Kristján Karisson siðar bankastjóri Islandsbanka bróð- ir Jakobs. Magnús Kristjánsson siðar þingmaður og ráðherra. .—— ---— — — Byggt og búið í gamla daga 105 Aöalstræti 52, Akureyri, byggt 1840 Dómhildur Jóhannesdóttir kona Magnúsar. Barnið, sem hún leiðir er Jó- hanna, dóttir þeirra hjóna. Guðný Jóhannsdóttir móðir Jakobs og Kristjáns. Jóhanna Björnsdóttir. Á tröppunum Sigriður Haf- liðadóttir. Barnið, Kristin dóttir Magnúsar og Dómhildar. Hestarnir eru reiðhestar hjónanna, Skjóni Magnúsar, traustur úrvalsgæðingur og Rauðka Dómhildar. Virðum næst fyrir okkur að- eins eldra hús, Aðalstræti 52, byggt 1840. Þar bjó eitt sinn Jón Kr. Stefánssön (Jón Christinn Stephánsson) timburmeistari, er byggði mörg hús á Akureyri. Var lengi bæjarfulltrúi, starfaði og mikið að bindindismálum. Jón var umsjónarmaður trjá- ræktarstöðvarinnar við kirkj- una gömlu á Akureyri og annað- ist trén af mikilli alúð. Jón var fæddur á Yztabæ i Hrisey. A myndinni er Jón og fjölskylda hans. Þriðja gamla alkunna húsið þarna i innbænum er Friðbjarn- arhús, Aðalstræti 46. Það var reist um miðja 19. öld af Frið- birni Steinssyni bóksala og bæjarfulltrúa. Þarna, á heimili Friðbjarnar, var fyrsta góð- templarastúkan stofnuð 10. janúar 1884. Húsið er varðveitt af samtökum templara á Akur- eyri. Séra Bolli Gústafsson teiknaði myndina af húsinu. Myndastyttan t.v. er af Frið- birni Steinssyni. Reisuleg ösp t.h. og brekkan að baki. Hótel hafa lengi sett svip á gömlu Akureyri, innbæinn, sem við nú köllum. Fyrst elzta Hótel Akureyri (Baukurinn) sem brann 1901, og siðar gamla Hótel Akureyri, sem hér er birt mynd af, mikið og fagurt timb- urhús, byggt 1902, en brann 1955. Þeir prýddu með svölum og turnum i gamla daga ekki siður en nú. Þetta veglega hótel varð að lokum, a.m.k. að nokkru, leigt út sem ibúðarhúsnæði. Hótelrekstur fluttist út i miðbæ, þar sem athafnasemin varð mest er timar liðu. Myndir þessar ásamt skýr- ingum eru fengnar að láni i Minjasafni Akureyrar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.