Tíminn - 04.01.1976, Side 11
Sunnudagur 4. janúar 1976.
TÍMINN
11
FRUMSKILYRÐI þess að bldm-
leg byggð haldist viðs vegar um
landið er bætt vegasamband. Og
þrátt fyrir það þótt ýmsir þéttbýl-
isstaðir hafi tekið til sin stóra
hluti þess fjár, sem til vega hafa
farið, á liðnum árum, verður þvi
ekki neitað að margar leiðir Uti á
landsbyggðinni hafa á slðari ár-
um verið færðar inn i vegakerfið.
Þegar nýir vegarkaflar eru
opnaðir til umferðar eru þeir
jafnan fjölfarnir um sumardaga.
Þó að stundum sé það ekki nema
skamman tima eða fá ár verður
umferðarþunginn annars staðar
varanlegur vegna þess að þær
leiðir búa yfir þvi seiðmagni og
töfrum fegurðar, sem kallar fólk-
ið til sin aftur.
Ein þessara leiða er i Vest-
ur-Húnavatnssýslu siðan hring-
vegurinn kringum Vatnsnesfjall
var tengdur alfaraleið. Um þann
veg er mikil umferð sumar hvert
og ekki undarlegt þegar þess er
gætt hversu margir sérkennilegir
staðir eru tengdir þessum vegi og
hve vitt og fjölbreytilegt útsýnið
er.
Þegar farin er alfaraleið i
austur eftir þjóðvegi úr Miðfirði
og um Llnakradal sunnan við
Vatnsnesfjall, má sjá vitt inn til
heiða og jökla, inn á kjörlönd
Miðfjarðar og Viðidals. Við aðra
siðu vegarins er Miðfjarðarvatn
en á hina vel gróið land með
þekkum bújörðum. Rétt austan
Miðfjarðarvatns eru vegamót.
Liggur aðalleiðin austur og norð-
ur i land en hin leiðin út með
Vatnsnesfjalli austanverðu i
Vesturhóp. Þegar kemur skammt
norðureftir opnast nokkur sýn
inn Víðidal og f jöllin austan dals-
ins blasa við en nær, á mörkum
Vlðidals og Vesturhóps, er einn
bezti útsýnisstaður héraðsins,
Borgarvirki. Skammt þaðan er
Stóraborg hinn forni bústaður
Finnboga ramma. Ein mesta
prýði sveitarinnar er Vesturhóps-
vatn. Við norðurenda þess er bær-
inn Vatnsendi þar sem skáldkon-
an Rósa bjó og var kennd við. Á
Breiðabólstað bjuggu ýmis stór-
menni til forna. Þar voru fyrst
Ágúst fró Svalbarði:
Heima og heiman
bókuð lög hér 1117 og siðar sett
upp prentsmiðja, um 1530. Ogþar
mun pappir hafa verið fyrst not-
aður til bréfagerðar hér á landi.
Norðan við Vesturhópsvatn ligg-
ur vegur til Borgarvirkis, Stóru-
borgar og fleiri bæja. Frá Vestur-
hópshólum voru bræðurnir Jón
ráðherra og Magnús bóndi á
Blikastöðum Þorlákssynir. Hér
er Vatnsnesfjall bratt og brúna-
hvasst með klettum efra, en á
hinn veginn er Sigrlðastaðavatn
sem er alllangt til suðurs. Svæðið
frá Vesturhópshólum og út á
Vatnsnestá nefnist Siðan. Þar er
grösugt, og hlýleg bændabýli
standa þar I röð með veginn i
hlaðvarpanum. Frá Hrisakoti var
Jón Jóhannesson sagnfræðingur
og á Ósum, þar skammt utar, bjó
Eggert Levý, vel þekktur fyrir
margháttuð félagsstörf i hér-
aðinu. Þau hjón, Eggert og Ogn,
hvila þar I ættargrafreit. Af Sið-
unni er mjög viðsýnt. Þar blasir
við fjallahringurinn frá Viðidals-
fjalli austur um til Langadals-
fjalla og allur fjallahringurinn
norður á Skaga. Nær honum eru
þorpin Höfðakaupstaður og
Blönduós. Við sjóinn, nokkru fyrir
norðan Ósa, er klettadrangurinn,
Hvitserkur, en nyrzt á nesinu er
bærinn Krossanes, dánarstaður
Jóns lögmanns Sigmundssonar
árið 1520.
1 vestur frá Krossanesi er Hind-
isvík. Þaðan er mikið og fagurt
útsýni alla leið til Strandafjalla.
Þar er höfn góð frá náttúrunnar
hendi og friðlýst selalátur. Þetta
er ættarból Norlandsbræðra. Þar
eiga flestir sem um veginn fara
stundardvöl. Þegar bjarter veður
og gott skyggni má svo heita að
Strandasýsla öll, allt innan úr
Hrútafirði norður til Horn-
stranda, liggi að fótum ferða-
mannsins þegar farið er um
Vatnsnes, þótt i allmikilli fjar-
lægð sé, og það, út af fyrir sig,
gefur þessari leið mikið gildi sem
ferðamannaleið. Nokkru fyrir
innan Hindisvik að vestan er
prestsetrið Tjörn, og þaðan til
suðurs i Vatnsnesfjall ganga tveir
dalir Katadalur, sá eystri, og
Þorgrimsstaðadalur, sá vestari.
Eftir þeim falla samnefndar ár,
sem verða að einni er fram úr
dölunum kemur og heitir hún
Tjamárá. Nokkru fyrir innan
Tjamará eru Illugastaðir, sér-
kennilegur og fagur staður. Valda
þvi einkum tangar og hólmar við
sjóinn sem æðarfuglinn velur sér
til bólstaðar vor hvert. Innar með
sjónum eru einstakir klettar úr
strandbergi, kallaðir Stapar, og
þar skammt frá er hlýlegur
bóndabær með sama nafni bar
Þessi mynd er af Hindisvik á Vatnsnesi ■
mikið fuglalif á sumrin.
■ æðarfuglarnir á sundi við fjöru>sandinn, enda er þarna
er ein bezta lending fyrtr báls^
Vatnsnesi en túniðmá heita afgirt í
með bogadrengu klettabelti. 1
Nú verður landið hrjóstrugra.
En augað þarf ekki að nema
staðar. Þvi má renna eftir hinu
sérkennilega landslagi, hjöllun-
um, sem mynda þrep á þrep ofan
eins og tröppur hátt til fjalis. Þar
má finna ótal klettaborgir meö
hinum einstöku kynjamyndum,
sannkallaða álfabyggð. Þarna er
býlið Svalbarð og þar skammt frá
ofan vegarins er Stapavatn, eina
vatnið sem er á þessari leið vest-
an á nesinu. Þaðan er stytzta leið
til uppgöngu á Brandafell, bezta
útsýnisstað á norðanverðu Vatns-
nesi. Þaðan má I góðu skyggni sjá
austur til Skagafjarðar og vestur
til Breiðafjarðar inn til jökla og út
til hafs. Nokkru innar fellur
Hamarsá til sjávar komin úr
Hliðardal. Þar er skilarétt sveit-
arinnar og heit laug I flæðarmáli.
Skammt þar frá er egglagaður
drangur er heitir Ánastaðastapi.
Tilheyrir hann landi Ánastaða,
sem eru frægir fyrir mikinn hval-
reka harðindaárið 1882. Þá rak 32
stórhveli þar á land. Sá fengur
barg ekki aðeins fólki I næstu
sveitum heldur var þangaðsótt úr
fjarlægum héruðum. Skammt
fyrir innan Ánastaði eru Kára-
staðir, þrjár samliggjandi jarðir.
Þar fyrir ofan er bergkastali mik-
ill gerður úr blágrýtisstuðlabergi.
Heitir hann Káraborg. Þaðan er
mikið viðsýni um hérað. Hefur
verið ruddur þangað sumarveg-
ur, af hringveginum, norðan við
þorpið Hvammstanga. Er þá
farið hjá bænum Helguhvammi.
Þegar við hverfum aftur frá
Káraborg til hringvegarins liggur
hann um Hvammstanga og þaðan
inn til Miðfjarðar um 5 km leið og
eru vegamótin við Stóraós. Þá
höfum við lokið við að renna eftir
veginum kring um Vatnsnesfjall.
Við höfum staldrað við á stöku
stað á leiðinni, rennt augum yfir
furðusmiði náttúrunnar, getiðum
nokkuð það helzta er fyrir sjónir
bar, en hugsað þó fleira en sagt
hefur verið.
Leyfðu óskunum að
rætast
Þær veröa aö fá tækifæri - mörg og góö tækifæri.
SÍBS- happdrættið býöur þau. Þar hækka vinning-
arnir um 50 milljónir og veröa 201 milljón og
600 þúsund. Og aukavinningurinn er sannkallaö-
ur óskabill: Citroén CX 2000. Bifreiö, sem kom
fyrst á markað 1974, hönnuö til aö mæta kröf-
Happdraetti
um nútímans um öryggi, þægindi og sparneytni.
Vinningarnir veröa 17500 talsins, frá 10 þúsund
kr. upp í milljón. En kannski koma vinningar á
50 - 200 þúsund þægilegast á óvart. Hvaö
finnst þér?
Auknir
möguleikarallra
-t