Tíminn - 04.01.1976, Side 25

Tíminn - 04.01.1976, Side 25
Sunnudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 25 Heimur smdsögunnar Einar Kristjánsson: ELDRAUÐA BLÓMIÐ OG ANNARLEGAR MANNESKJ- UR. 133 bls. Bókaútgáfan Skjald- borg, Akureyri 1975. ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að hin ýmsu form skáldskapar hafa löngum verið skáldum og rithöfundum mis- jafnlega tiltæk. Ef til vill kann tilviljun að ráða einhverju um það. hvaða form skáldin velja sér, hvort þau skrifa ljóð, leikrit smásögur eða langar og yfir- gripsmiklar skáldsögur, en á- reiðanlega er þar ekki um ein- bera tilviijun að ræða. Það er jafnv„el eins og að sumir menn séu blátt áfram fæddir til þess að helga sig einhverri einni grein bókmennta — og engri annarri. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli er skáld smásög- unnar, meistari og herra þessa knappa og vandasama, en heill- andi, skáldskaparforms. Hann er alveg tvimælalaust i hópi þeirra tslendinga, sem skrifa smásögur af hvað mestri i'þrótt nú um stundir. Með þvi er auð- vitað ekki sagt, að hann hefði ekki getað valið skáldgáfu sinni annan farveg, ef hann hefði lagt á það stund. Útvarpshlustendur vita til dæmis mæta vel, að hann er fyrirlesari og erindasmiður eins og þeir gerast beztir. Smásagnasafnið, sem hann sendir nú frá sér, Eldrauða blómið og annarlegar mann- eskjur, er sjöunda bók hans. Hún hefur að geyma ellefu smá- sögur, misjafnlega góðar að visu, en allar verðskulda þær fyllstu athygli. Fyrsta sagan, Eldrauða blómið, — sagan um Ólafs- fjarðarstelpuna með eldrauða hárið, sem dró heiðvirðan ekkil og aflakóng á tálar, — sú saga er kannski ekki sérlega nýstár- legað efninu til, kvenlegir duttl- ungar eru svo sem ekki nein ný- bóla, — og veikleiki karlkynsins ekki heldur. — en skrámbáns ári er sagan vel skrifuð, fyndin i aðra röndina, en átakanlega fögur i hina: ,,En sársauki er iika góður. Sumir kunna ekki að gefa neitt annað. En þú hefur gefið mér svo margt fleira, sem ekki verður frá mér tekið. Og þú gætir það ekki þó að þú vildir.” (Bls. 17). Sögurnar Tómstundagaman ogHeimsókná haustdægri, hafa báðar verið fluttar i útvarp. Tómstundagaman var flutt sem leikrit, en Heimsókn á haust- dægri las Lárus heitinn Pálsson upp fyrir alllöngu. Þessar sögur munu þvi koma lesendum kunn- uglega fyrir sjónir. Báðar eru þær liklegar til þess að kitla hláturtaugar manna, en vera má, að sumum þykir „stór- skáldið” i Heimsókn á haust- dægri óþarflega litilsigld per- sóna, — að hægt hefði verið að ná enn sterkari áhrifum með þvi að gera hann ekki alveg svona aulalega upphryggjaðan og til- litslausan. Aftur á móti er Tóm- stundagaman frábærlega góð saga, sem lýsir vel vandkvæð- um athafnamanns, sem allt i einu verður að snúa baki við fyrirtæki sinu fyrir aldurs sakir og tekur þá til að rexa i ná- grönnunum vegna smámuna, sem hann hafði ekki einu sinni tekið eftir á meðan hann hafði nógu öðru að sinna. Vist er strið hans og hamagangur stund- um næsta broslegt, en þó er i rauninni ekki hægt annað en að vorkenna honum. Það er ekkert spaug að vera allt i einu sviptur þeim grundvelli sem menn hafa staðið á, alla sina starfsævi. Brjálaði maðurinn i Hæða- borg og Hláka blóðsins eru að þvi leyti likar, að þær eru báðar örstuttar. Sagan af brjálaða manninum er einkar gott dæmi um það, hversu lagið Einari Kristjánssyni er að segja stóra hluti i fáum orðum, en aftur á móti er Hláka blóðsins i raun- inni hrekkur, — fyndinn og þrauthugsaður. Höfundinum tekst að láta lesendur sina vaða i villu og svima allt til söguloka, en þá verður honum (þ.e. les- andanum) á að hugsa með sér: ,,Ja, hver röndóttur. Þar fór hann laglega með mig!” í sögunni um manninn með tref japlasthausinn og togleðurs- hjartað gerir Einar réttmætt grin að ómennskri tæknidellu aldar vorrar, og sjálfsagt er efni Einar Kristjánsson þeirrar sögu ekki fáránlegra en búast má við, enda mun höfund- ur hennar naumast hafa ætlazt til þess að hún yrði tekin bók- staflega. Eina sagan, sem mér fannst ég eiginlega ekki græða neitt á að lesa, var Góða hlutskiptið. Vist er það þó vel skrifuð saga. þegar litið er til máls og stils, en ekki bætir hún miklu við það sem áður hefur verið sagt. eða auðvelt var að láta sig gruna um hinar fornfrægu systur Mörtu og Mari'u og afstöðu þeirra, hvorrar um sig til meistarans frá Nasaret. Saga um fólk lýsir þeim ragrrarökum, þegar heimurinn ferst i atómstriði, sem að visu orsakast af misgáningi. Snjall- asti hluti þeirrar sögu er upp- hafið, þar sem höfundurinn lýsir þvi skilmerkilega, hversu skáld getur ráðstafað öllu sinu fólki að geðþótta, veitt þvi hamingju, göfgiog glæsileika, en lika kval- ið það, kúgað og drepið, ef hon- um sýnist svo. Þá er vist aðeins eftir að minnast á þrjár sögur þessarar athyglisverðu bókar. Þær heita Ráðleysi dauðans, Við, sem eig- um að deyja og Gálginn. Sú, sem fyrst var nefnd, segir frá ekkju, sem ræðir við mann sinn og rekur fyrir honum hugsanir sinar.eftir að hann er horfinn af sjónarsviðinu. Still þeirrar sögu er undarlega seiðandi og áhrifa- rikur, og sagan öll hinn ánægju- legasti lestur, þótt augljóst sé, að ekki hefur hjónabandið verið nein sérstök fyrirmynd á meðan það var. Um næstu sögu, Við, sem eig- um að deyja, (sem er seinasta saga bókarinnar), vil ég helzt ekki segja neitt, fyrr en ég veit meira um tilurð hennar, einkum hvenærhun var skrifuð. En mál Einars og still standa fyrir sinu, þar sem annars staðar. Nú hefur höfundi þessa greinarkorns farið eins og börn- unum, sem geyma sér bezta bit- ann þangað til seinast. Sú sag- an, sem eftir er að minnast á. heitir Gálginn. Og ekki held ég að neinn vafi leiki á þvi, að þar sé að finna beztu sögu bókarinn- ar. Gálginn er hnitmiðað, og að þvi er virðist, gallaláust lista- verk, þar sem engu orði er of né van. Ég segihér ekki efni þeirr- ar sögu, af þeirri einföldu á- stæðu, að menn eiga að lesa hana sjálfir. Þetta er saga. sem hver kennari, hvert foreldri og hver uppalandi þarf að lesa. og það vandlega. Sagan á brýnt er- indi til allra. sem umgangast börn og unglinga, en auk hins hagnýta notagildiser hér á ferð- inni listaverk, sem ólfklegt er að láti nokkurn mann ósnortinn. Litið er um stilhnökra i' þess- ari bók, en þó er hún þvi miður ekki alveg án þeirra. Smáorðið ,,nú” þykir mér koma óþarflega oft fyrir i máli söguhetjanna á bis. 25, og á bls. 75 er orðasam- bandið ..heim að húsinu'' endur- tekið með aðeins tveggja lina millibili. Slikt má að visu kalla smámuni. en þeim niun minni vartdi ætti að vera að sneiða hjá þeim, ekki si'st fyrir jafnvand- virkan höfund og Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli. Þetta mál er orðið lengra en ætlað var i fvrstu, en á þvi er augljós skýring : Hver smásaga er heimur út af fvrir sig — og hann oft harla stór. Tiu blað- siðna smásaga getur haft meira að fa>ra en skáldverk sem telur tvö hundruð siður. Ýmsu hefur verið alveg sleppt hér. eins og til dæmis persónu- sköpun Einars Kristjánssonar. en hún er næstum alltaf sann- færandi og oft djúpt hugsuð. Auðvitað skrifar hanmekki ailt- af jafn vel. — það gerir enginn maður. — og ósjálfrátt verður okkur að gera miklar kröfur til manns, sem hefur látið frá sér fara aðrar eins sögur og Vaxta- vexti. Allar vildu meyjar og Kjörgrip. (Þessar sögur eru i eldri smásagnasöfnum höfund: ar). En hversu sem lesendur Einars Kristjánssonar kunna að gera upp á milli sagna hans. hver el'tir sinum smekk. hlytur niðurstaða þeirra óffast a?r verða á þessa leið: Höfundurinn veit h\ að hann vill segja — og honum tekst það. —VS. Árni Árnason, hagfræðingur: AFSKRIFTIR — misskildasti rekstrarkostnaður atvinnuveganna Hagnaður atvinnuveg- anna Að undanförnu hafa fullyrðing- ar um afskriftir atvinnuveganna keppt við ýmis konar æsifréttir um risafyrirsagnir dagblaðanna. Er þess ekki að furða, þar sem um afskriftir hefur á margan hátt verið fjallað i æsifréttastil. En hvaðeru aL«skriftir: undanbrögð frá skattgreiðslu, eða ósköp venjulegur rekstrarkostnaður? Svariðereinfalt.Eign,sem notuð er i atvinnurekstri, rýrnar að raunverulegu verðmæti við notk- un vegna slits, en auk þess kann hún að úreldast vegna tækninýj- unga og tapa verðgildi þannig. Þetta verðmætatap, eða öllu heldur þessi verðmætanotkun, er kostnaður, sem þarf að gjaldfæra til þess að fá rétt mat á rekstrar- afkomu atvinnurekstrar, hagnað eða tap. Arleg afskriftarupphæð miðast þvi við það, að upphaflegu verðmæti eignarinnar sé dreift réttilega yfir allan endingar- timann. Venjulega er þetta til- tölulega auðleyst vandamál, sé verðlag stöðugt. 60% verðbólga. tslenzk verðbólga, eins og hún hefur verið undanfarin ár, jafnvel 60% á 12 mánuðum, setur strik i reikninginn. Upphaflegt kaup- eða kostnaðarverð eigna, sem keyptar voru fyrir nokkrum ár- um, verður þannig i krónum ekki nema brot af þvi, sem sömu eign- ir kosta nýjar i dag. Atvinnu- rekstur er þvi að gjaldfæra kostn- að á eldgömlu verðlagi, sem er á- lika vonlaust og það, að hafnar- verkamaður reyndi nú að lifa á þvi kaupi, sem hann fékk i dag- vinnu 1. nóvember 1968, kr. 57,69 á klst., á meðan almennt verðlag hefur fimmfaldazt. Trúir nokkur i alvöru, að atvinnurekstur geti lif- að á afskriftartöxtum frá 1968, fremur en launþegar f kauptöxt- unum? Bænarskjölin. Talsmenn atvinnurekstrar hafa löngum haldið þvi fram, að af- skriftir þyrftu að gjaldfærast i at- vinnurekstri á verðlagi hvers árs á sama hátt og laun og annar rekstrarkostnaður. Um þetta hafa þeir ritað yfirvöldum löng bænarskjöl að fornum sið. Þar hefur verið lagttil, að leyft yrði að afskrifa af endurkaupsverði eða aðupphaflegt kostnaðarverð væri árlega fært til gildandi verðlags, sem siðan væri afskrifað af. Þannig fylgdu afskriftir ávallt verðlagi. Alþingi valdi þá leið að stytta afskriftartimann, oft langt um- fram venjulegan notkunartima eigna, i vissum tilfellum. Akveðn- ar voru hámarks- og lagmarksaf- skriftir. Sérstök 30% flýtifyrning, sem nota má 6% af á fimm árum (6%x5 = 30), var leyfð. Auk þessa kom til svokölluð óbein verð- stuðulsfyrning. Sé eign seld, kemur til fjöldi ákvæða, sem ger- ir núverandi afskriftarreglur að hinni mestu „Fjarðarheiðar- þoku”. Þessar flóknu reglur eru afleiðing þess, að Alþingi reyndi að fara bakdyramegin að réttlát- ustu lausninni. Litið dæmi. Þau dæmi, sem menn taka til þess að skýra núverandi afskrift- arr&glur, fara eftir þvi, hvað þeir vilja „sanna”. Skrifstofuhúsnæði ert.d. fyrnt á 50—100 árum, og af- skrifað er af fasteignamatsverði, sem er ekki nema brot af mark- aðsverði fasteignar og veldur þvi, að raunverulegur afskriftartimi verður 150—300 ár. Jafnvel þótt verðlag væri stöðugt eru afskrift- ir of lágar og ná yfir of langt timabil. Skip eru annað vinsælt dæmi. Þau má fyrna hámarksfyrningu á fimm árum þrátt fyrir e.t.v. mun lengri æskilegan notkunartima. Gjaldfærðar afskriftir geta þó samt sem áður verið of lágar, vegna ört hækkandi verölags og sá söluhagnaður, sem talinn er myndast við sölu i bókhaldinu, verið imyndun ein vegna verð- rýrnunar krónunnar. Til þess að sýna hvernig þessar afskriftarreglur koma út i reynd má taka sem dæmi VW station sendiferðabifreið, sem keypt er ný i janúar 1971 ftrir 253.000 krónur. Slikar bifreiðar, i góðu á- sigkomulagi, seldust notaðar fyrir 550.000 krónur I janúar 1975, ogkostuðu nýjar 1.178.000krónur. Þegar dæmið er gert upp, verður niðurstaðan sú, að fengnar af- skriftir þurfa 50% skattfrjálsa ár- lega ávöxtun til þess að þær, á- samt þvi, sem fyrir gömlu bif- reiðina fæst við sölu, eftir að skattar hafa verið greiddir sé jafn •há upphæð og ný bifreið kostar. Islenzk stjórnvöld sniða af- komu atvinnuveganna yfirleitt þrengri stakk en gerist i okkar nágrannalöndum, enda er hagn- aður atvinnuveganna i samræmi við það. Er nú svo komið, að það er með meiriháttar plágum hér- lendis, hversu fjarstætt arðsemis sjónarmiðið er oröiö. Hagnaður af atvinnurekstri er nauðsynlegur, ef fjárfesting at- vinnuveganna áaðskila arði. Tap i atvinnurekstri verður hins veg- ar til vegna þess, að tekjur nægja ekki fyrir þeim kostnaði, sem varð til við öflun þeirra. Hagnað- ur verður þvi einungis til, ef at- vinnurekstur hefur haft tekjur umfram afskriftir og annan rekstrarkostnað. Góð rekstraraf- koma er þannig nauðsynleg svo að hægt sé að mæta öllum rekstr- arkostnaði. Endurvakning hagn- aðar mundi einnig leysa önnur vandamál þessa lands, en það er önnur saga og lengri. Gjafafé. Að undanförnu hefur fjármögn- un fjárfestingar blandazt umræð- um um afskriftir. Fjármögnun fjárfestingar er þó algjörlega ó- skylt mál og kemur afskriftum ekkert við. Það er við fjármagns- eigendur eina að sakast, ef þeir vilja sólunda fjármagni sinu i gjafafé til fjárfestingaraðila. Hvort eign, sem rnotuð er i at- vinnurekstri, er fengin sem gjöf, fjármögnuð—meö lánum eða eigin fé. skiptir engu máli við mat á afskriftum ). Afskriftir þarf ávallt að meta sjálfstætt út frá verðmæii og endingartima eignarinnai', burtséð frá fjár- mögnun. Hinu er svo ekki að leyna. að það er orðið stórt vandamál, að þvi litla sparifé, sem myndast i landinu, sé safnað saman og siðan lánað út sem gjafafé. Asókn i slikt gjafafé hlýtur ávallt að verða meiri en hægt er að anna. enda hefur raunin orðið sú. að umsækj- endur þurfa að uppfylla ýmis af- káraleg skilyrði til þess að fá lán. Arðsemi þess, sem lánið á að not- ast til, og tryggingar fyrir endur- greiðslu lánsins ásamt vöxtum er nánast orðið aukaatriði i sumum tilfellum. Hagvöxtur. 1 umræðum um afskriftir að undanförnu hefur þjóðhagslegt mikilvægi afskrifta gleymzt. en afskriftiratvinnuveganna ættu að vera sú fjárhæð.sem þarf til þess að viðhalda og endurnýja at- vinnutæki þjóðarinnar. Fé lagt til hliðar vegna úreldingar og rýrn- unar fjárfestingarfjármuna, þarf þannig að samsvara raunveru- legri verðmætarýrnun. Einnig þarf þetta fé að leita i fjárfestingu á nýjan leik. A s.l. ári var fjárfesting fjár- mögnuð sem nam 36% með er- lendu lánsfé. Menn virðast sam- mála um, að slik fjármögnun stenzt ekki til lengdar. Einnig virðast menn sammála um. að 60% verðbólga og lögboðnir há- marksvextir hafa gengiö að al- Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.