Tíminn - 11.01.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 11.01.1976, Qupperneq 1
/• Leiguflug—Neyðarf lua HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstanqi — Stykkis- ihólmur —Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: ! 2-60-60 & 2-60-66 INGVAR GÍSLASON ALÞINGISAAAÐUR: Kemur ekki til greina að stöðva Kröfluframkvæmdir MÓ-Reykjavlk,— Ég tel, að ekki komi til greina að framkvæmdir við Kröflu verði stöðvaðar, sagði Ingvar Gislason, varaformaður Kröflunefndar, i viðtali við Tlm- ann i gær. Hins vegar er Kröflu- nefnd ekkert annað en fram- kvæmdanefnd á vegum rikis- stjórnarinnar. Það er þvi i hennar höndum, hvort áfram verður unn- ið eða ekki. Hins vegar hefur eng- inn formlegur fundur verið haldinn með Kröflunefnd og rikis- stjórn til að ræða málið. — Var Kröflunefnd aldrei vör- uð við að mikil hætta væri á jarð- hræringum eða jafnvel eldgosi — Nei, við vorum aldrei varað- ir við þvi, hvorki af jarðfræðing- um né öðrum, að slik hætta væri sérstaklega yfirvofandi. — Annast Kröflunefnd allar framkvæmdir við Kröflu? — Nei, það eru þrir aðilar, sem annast framkvæmdir við Kröflu- virkjun. Kröflunefnd kemur upp stöðvarhúsi og semur um kaup á aflvélum. Orkustofnun sér um orkuöflun og á að tryggja, að næg orka sé fyrir hendi. Rafmagns- veitur rikisins eiga siðan að leggja háspennulinu frá Kröflu til Akureyrar. Það er þvi ljóst, að enginn einn þessara aðila getur ákveðið að stöðva framkvæmdir. Allar slikar ákvarðanir verða að takast af rikisstjórninni, sagði Ingvar, en min persónulega skoðun er sú, að slikt komi alls ekki til greina, að svo komnu máli. — 011 okkar vinna hefur staðizt áætlun. Við settum okkur það takmark að koma stöðvarhúsinu undir þak á siðasta ári, og það tókst. Sú bygging er á stærð við Hótel Sögu og kemur til með að rúma báðar vélasamstæðurnar. Aætlað er, að fyrri vélasamstæð- an komi til Húsavikur ekki siðar en i júni, og áætlað er, að fyrir lok þessa árs verði hafin raforku- vinnsla með fyrri vélasamstæð- unni, en hún getur framleitt 30 mw. Skilyrði fyrir þessu er auð- vitað þau, að háspennulinan til Akureyrar verði tilbúin og næg gufa verði fyrir hendi. — Er tryggt, að um næga gufu verði að ræða? — Miðað við skýrslur og Um- sagnir frá Orkustofnun, frá upp- hafi til þessa dags, sem við höfum fengið i Kröflunefnd, er ekki hægt að ætla annað en að næg orka fá- ist. — Hvers vegna var ráðizt I þaö að kaupa báðar vélarnar i einu? — Ástæðan var fyrst og fremst sú, að það munaði ákaflega miklu á verði hvorrar vélar að kaupa þær báðar i einu. Einnig er mikið öryggi i þvi fólgið að hafa vélarn- ar tvær. Fjórir íslendingar til- kynntu um íbúða- eignir sínar á Spóni SOLIN HÆKKAR á lofti, og undanfarna daga hefur snjónum kyngt niður. Það eru ekki allir jafn fegnir þeim uppátækjum náttúrunnar að demba slikum ósköpum yfir okkur, sem raun hefur borið vitni, en alltaf er þó ákveðinn hópur, sem fagnar þessu, það eru börnin og skiðaunnendur — þeir sem á annað borð komast á skiði sökum ófærðar! En krakkarnir láta sér ekki ofur- magn af snjó vaxa.i augum. Það gefur manni tilefni til að reisa snjókerlingar og snjókarla, og margir Snæfinnar..> hafa litið dagsins ljós upp á siðkastið. En mestu máli skiptir að ná sér i eplakinnar og rautt nef, og svo auðvitað svolitla snjólúku niður á bakið, svona til að hressa upp á skapið i almennilegu snjókasti! — Tímamynd: Róbert. OÓ-Reykjavik. Milli 10 og 20 manns hafa gefið sit fram við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og talið fram fasteignir, sem við- komandieiga erlendis. Af þessum fjöida eru ekki nema fjórir, sem eiga fbúðir eða aðrar fasteignir á Spáni. Fasteignir annarra skipt- ast á mörg iönd. Á sinum tima urðu allmikil blaðaskrif vegna gruns um að is- lenzkir rikisborgarar ættu fast- eignir erlendis, aðallega þó á Spáni, en yfirvöldin hér á landi hafa aldrei gefið gjaldeyrisleyfi til kaupa á fasteignum erlendis. I kjölfar þessa voru spænsk yfir- völd beðin um upplýsingar um fasteignir Islendinga þar i landi, ef einhverjar væru. En að spænskum lögum er ekkert at- hugavert við það að útlendingar eigi fasteignir þar i landi, og mun næsta litið hafa fengizt af upplýs- ingum úr þeirri átt. S.l. sumar var birt auglýsing á vegum viðskiptaráðuneytisins, þar sem skorað var á alla þá, sem kynnu að eiga fasteignir erlendis, að gera grein fyrir þeim. Átti að telja fasteignirnar fram við gjaldeyrisdeild Seðlabankans fyrir 1. ágúst s.l. Samkvæmt upplýsingum gjald- eyriseftirlitsins gáfu sig fram fjórir aðilar, sem viðurkenndu að þeir ættu fasteignir á Spáni, Sigurður Jóhannesson, yfirmaður gjaldeyriseftirlitsins, sagði að þeir sem hefðu eignazt Ibúðir er- lendis á ólöglegan hátt yrðu látnir ráðstafa þeim og gera gjaldeyris- skil. Hins vegar vildi hann ekki segja nánar um, hvort brögð hefðu verið að misferli i sam- bandi við fasteignirnar eða ekki, og þá náttúrlega ekki hve margir hefðu ekki getað gert viðunandi grein fyrir fasteignakaupunum. Ekki taldi hann liklegt, að dóm- stólar fengju slik mál til meðferð- ar. Þær fasteignir, sem tslending- ar eiga erlendis utan Spánar, hafa flestar verið i eigu manna, sem dvalið hafa langdvölum I út- löndum og unnið þar og keypt sinar fasteignir fyrir það fé, sem þeir unnu fyrir erlendis: aðrar eru i eigu útlendinga, sem eru búsettir á tslandi, eða Islenzkra rikisborgara, sem fæddir eru er- lendis. Sumt er fengið að erfðum, og i nokkrum tilfellum er um sameignir að ræða, og er ekki farið að taka neina ákvörðun um hvað gert verður i málunum. FJ—Reykjavik. Maður fannst látinn á Háteigs- vegi i gærmorgun. Rannsóknarlögreglan i Reykjavik rannsakar nú málið. HERINN OG HAGKERFIÐ Gsal-Reykjavik — Efnahagsleg áhrif varnarliðsins eru mun meiri en ég hafði imyndað mér i upphafi, segir Ingimundur Sigurpálsson hagfræðingur i viðtali við Timann um efna- hagsleg áhrif varnarliðsins hér á landi, en um það efni skrifaði Ingimundur kandidatsritgerð i viðskiptadeild Háskólans i haust. 1 viðtalinu sem birtist I blaðinu i dag kemur fram, að hreinar gjaldeyristekjur af varnarliðsviðskiptum hafi farið vaxandi frá árinu 1968, jafnvel þótt miðað sé við fast gengi. Þannig hafi hreinar gjaldeyris- tekjur aukizt um tæp 135% frá 1968 til 1974, ef reiknað er á föstu gengi, en rúm 311% sé miðað við meðalgengi hvors árs um sig. Þá kemur fram, að hreinar gjaldeyristekjur af varnarliðs- viðskiptum hafi á árinu 1974 verið 4,6% af heildarviðskipta- tekjum Islendinga. en á árunum milli 1953—1956* voru þær 12,7—19,9%.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.