Tíminn - 11.01.1976, Síða 8

Tíminn - 11.01.1976, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 11. janúar 1976. HERINN OG HAGKERFIÐ — HERINN OG HAGKERFIÐ — HERINN OG HAGKERFIÐ „Efnahagsleg áhrif varnarliðsins mun meiri en ég hafði ímyndað mér" Ýmislegt athyglisvert kemur fram i ritgerð Ingimundar, og þvi æskti Timinn þess að fá að eiga við hann viðtal um þetta efni. Ingimundur var fyrst inntur eftir þvi, hvaþ hefði valdið þvi, að hann tók sér fyrir hendur að skrifa ritgerð um jafn umfangs- mikið efni og efnahagsleg áhrif varnarliðsins á islenzkt efna- hagslif. — Það var einkum þrennt, sem fékk mig til að ráðast i þetta verkefni, sagði Ingimund- ur. Fyrst vil ég nefna órök- studdar fullyrðingar, sem slegið hefur verið fram um það, hve Islendingar væru háðir dvöl varnarliðsins frá efnahagslegu sjónarmiði. 1 annan stað hef ég hug á að fá svar við þeirri spurningu, sem oft hefur verið varpað fram, hvort hlutdeild varnarliðsins i efnahagsmálum íslendinga sé svo mikil, bæði bein og óbein, að efnahagslegu sjálfstæði okkar veröi hætta bú- in, ef varnarliðið hverfur á brott af landinu. I þriðja lagi hef ég svo hug á að kynna mér sögu förunautar mins á þessu landi, sem mér telst svo til, að hvort tveggja megi rekja til ársins 1951: komu mina i heiminn og komu varnarliðsins til tslands. Brottför varn- arliðsins hefði óneitanlega áhrif á efnahagslega afkomu Íslendinga — Þú segist m.a. leita að svari við þeirri spurningu, hvort hlut- deild varnarliösins i efnahags- málum íslendinga sé svo mikil, að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar verði hætta búin, ef varnarliðið hverfur á brott af landinu. Aö hvaða niðurstöðu komstu i þvi efni? — Þessari spurningu verður vandsvarað i fáum orðum, enda er þriðjungur ritgerðarinnar svar viðhenni. Þvi þyrfti liklega nokkuð margar siður blaðsins til þess að svara spurningunni eins itarlega og ég tel æskilegt. En þó að það segi i sjálfu sér lit- ið, get ég almennt sagt, að efna- hagsleg áhrif varnarliðsins eru mun meiri en ég hafði imyndað mér i upphafi. Þannig tel ég vist, að brottför varnarliðsins heföi allveruleg áhrif á efna- hagslega afkomu þjóðarinnar, en hvort efnahagslegu sjálf- stæði hennar verði hætta búin, hlýtur aö velta á þvi, hvernig að málum yrði staðið. — Hvað áttu við með því? — Allar okkar tekjur af við- skiptum við varnarliðið eru greiddar i erlendum gjaldeyri, og má þvi lita á þau viðskipti sem millirikjaviðskipti. Gjald- eyristekjur okkar af þessum viðskiptum eru að langmestu leyti tekjur af innlendu vinnu- afli, og er þvl hér um að ræða tekjur af útfluttri þjónustu. Ef við lltum þvi á varnarliðsvið- skiptin sem útflutningsatvinnu- grein, má segja, að önnur út- flutningsatvinnugrein þurfi að koma til, sem gæfi jafnmiklar hreinar gjaldeyristekjur og not- ar sama vinnuafl, ef brottför varnarliðsins á ekki að hafa nei- kvæð áhrif á efnahagslega af- komu þjóðarinnar. Komi slik at- vinnugrein til, yrði efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar ekki hætta búin að minu mati. Sömu sögu væri einnig að segja, þó að önnur útflutnings- atvinnugrein kæmi ekki til, ef þjóðin væri tilbúin til þess að bera þær byrðar, sem brottför varnarliðsins hefði i för með sér. Ég tel hins vegar ósenni- legt, að þannig sé i pottinn búið nú, ef miðað er við eljusemi þrýstihópanna siðustu ár. — Ertu meðþessuaðsegja, að islendingar séu svo háðir dvöl varnarliðsins frá efnahagslegu sjónarmiði, að vonlaust sé að segja varnarsamningnum upp fyrirvaralaust? — Nei, siður en svo. Ég var einungis að benda á, að brottför varnarliðsins hefði óneitanlega áhrif á efnahagslega afkomu Is- lendinga. Svo framarlega sem þjóðin gerir sér grein fyrir þeim áhrifum og er tilbúin að mæta þeim, tel ég siður en svo von- laust, og ef til vill sjálfsagt, að segja varnarsamningnum upp. Hins vegar er það lagaleg spurning, hvort unnt sé að segja varnarsamningnum upp fyrir- varalaust, þar sem i 7. grein varnarsamningsins er kveðið svo á, að leiði málaleitan um endurskoðun ekki til samkomu- lags innan sex mánaða, geti hvor aðili um sig sagt samningnum upp, og fellur hann þá úr gildi tólf mánuðum siðar. Mér virðist þvi, að fyrir- varinn sé a.m.k. eitt ár, jafnvel eitt og hálft, allt eftir þvi, hvernig 7. greinin er skýrð. A þeim tima mætti undirbúa jarð- veginn á margan hátt. Telur þjóðin velferð sinni betur borgið án varnarliðsins? — Ef við göngum út frá þeirri forsendu, að lagalega væri unnt að segja varnarsamningnum upp fyrirvaralaust, teldir þú það gcrlegt frá hagfræðilegu sjónarmiði? — Eins og ég hef þegar sagt, séég ekkert þvi til fyrirstöðu, ef þjóðin væri tilbúin að taka á sig afleiðingarnar, sem óneitanlega yrðueinhverjar. Forsenda þess, að þjóðin sé tilbúin að taka á sig þær afleiðingar, er þó að likind- um sú, aðhún teldi velferð sinni betur borgið án varnarliðsins. Með velferð á ég þá við alla þá félagslegu þætti, sem hver og einn tæki tillit til, en ekki ein- ungis þá hagfræðilegu. — Telur þú almenning tilbú- inn að taka afleiðingunum? — Ég er nú ekki rétti maður- inn til að segja fyrir um það. Hlutverk stjórnmálamanna er að vega það og meta. En varnarliðið er hér enn og sýnir litið fararsnið, þannig að ekki litur út fyrir að svo sé. Smeykur er ég lika um, að meginskýring- in á þvi, að vinstristjórnin gekk ekki lengra i endurskoðun varnarsamningsins en raun varð á, eigi að verulegu leyti rætur að rekja til þess, að hún hafi ekki talið nægilegan vilja fyrir hendi til að mæta efna- hagslegum afleiðingum. — Hvaða afleiðingar hefði brottför varnarliðsins i för með sér? — Eins og þegar hefur komið fram, tel ég þær velta á þvi, hvernig að málum yrði staðið. Ef sá mannafli, sem nú starfar i þjónustu varnarliðsins, fengi og vildi starf I annarri útflutnings- atvinnugrein, sem gæfi af sér jafnmiklar hreinar gjaldeyris- tekjur, fæ ég ekki annað séð en að brottförin hefði mjög tak- markaðar efnahagslegar af- leiöingar i för með sér, ef nokkr- ar væru. Hins vegar yrðu þær allverulegarog margflóknar, ef mannaflinn fengi ekki starf við aðra jafnhagkvæma útflutn- ingsatvinnugrein, og enn meiri, ef engin atvinna væri fyrir hendi. Annars held ég, að bezta “svarið við þessari spurningu fá- ist með þvi að gera sér grein fyrir þvi, i hverju helztu efna- hagsleg áhrif varnarliðsins eru fólgin. 1200 íslend-* ingar hafa að meðaltali unnið hjá varnarliðinu frá 1951-1974 — Og i hverju eru þau þá fólg- in? — t grófum dráttum hef ég kosið að skipta þeim i tvennt: annars vegar svo kölluð bein áhrif og hins vegar óbein áhrif. Með beinum áhrifum á ég þá við þau efnahagslegu áhrif, sem mannaflanotkun varnarliðsins hefur: Ifyrsta lagi á gjaldeyris- tekjur, og þar með á gengis- skráningu, en i öðru lagi, og I beinu framhaldi af þvl fyrra, á útflutning, og þar af leiðandi á þjóðartekjur. Tiltölulega ná- kvæmar upplýsingar eru fyrir hendi um þessa hlið málanna, og er þvi tiltöiulega auðvelt að gera sér grein fyrir því, hve mikil beinu áhrifin eru. Til óbeinna áhrifa tel ég hins vegar öli langsóttari efnahags- leg áhrif, sem dvöl varnarliðs- ins hefur hér á landi, en um þau eru tölulegar upplýsingar af mjög skornum skammti og jafnvel engar. Vonlaust er þvi að gera tæmandi grein fyrir óbeinum áhrifum, enda skjóta efnahagsleg áhrif mörgum og djúpum rótum, sem oft reynist erfittað komast fyrir endann á. — Ef við snúum okkur fyrst að beinu áhrifunum. Ilvað hefur varnarliðið notað mikið af is- lcn/.ku vinnuafli? — Það er nú nokkuð breytilegt frá ári til árs, og jafnvel milli mánuða hvers árs, en að meðal- tali hafa um 1200 manns unnið á vegum varnarliðsins frá 1951-1974. Þá er eingöngu miðað við starfsmenn varnarliðsins, verktaka þess og þjónustufyrir- tækja, sem beinlinis vinna á vegum varnarliðsins, en rikis- starfsmenn I þjónustu flug- málastjórnar, Sölu varnarliðs- eigna, lögreglustjórans á Kefla- vlkurflugvelli ofl. eru ekki taldir með, þó að fjöldi þeirra sé að töluverðu leyti háður dvöl varnarliðsins. Meðaltalið er fundið út frá tölum i skýrslum varnarmáladeildar utanrikis- ráðuneytisins, og miðast þær við talningu einn ákveðinn dag i mánuði hverjum. Samkvæmt sömu skýrslum voru 312 íslendingar við störf á vegum varnarliðsins i ágúst- mánuði 1951, þegar talning fór fyrst fram, og fjölgaði þeim mjög ört næstu mánuði, unz há- marki var náð I septembermán- uði 1953, þegar 3050 manns voru viðstörf hjá varnarliðinu. Siðan dró varnarliðið úr vinnuafls- notkun sinni, og fór islenzkum starfsmönnum i þjónustu þess að meðaltali fækkandi allt til ársins 1957, en það ár unnu að meðaltali 917 manns i þjónustu varnarliðsins. Segja má, að frá árinu 1958 hafi svo 1000-1300 manns starfað i þjónustu varnarliðsins, ef undan eru skil- in árin 1964-1966, þegar óvenju- mikil eftirspurn var eftir vinnu- afli á hinum almenna vinnu- markaði, en þá fór mannafli i þjónustu varnarliðsins allt niður i 757 manns. Ef litið er á siðustu ár, störfuðu að meðaltali 1276 Islendingar hjá varnarliðinu ár- ið 1973, en 1087 árið 1974. — Hvað er hér um mikinn hluta af heildarmannafla I land- inu að ræöa? — Ef við miðum við árið 1972, sem fer næst meðalfjöldanum i gegnum árin, þá var 1,4% af heildarmannafla landsins i þjónustu varnarliðsins. Sam- bærilegar tölur fyrir árið 1953, þegar mannaflanotkun varnar- liðsins var i hámarki, sýna hins vegar, að tæp 5% af áætluðum heildarmannafla þess árs voru þá I þjónustu varnarliðsins. Einkum er það tvennt, sem skýrir þennan mun milli ár- anna. Ber þar fyrst að nefna, að varnarliðið hefur dregið mjög úr vinnuaflsnotkun sinni frá ár- inu 1953, og i öðru lagi hefur mannaflinn aukizt um 37% frá 1953-1972. Sé hins vegar litið á seinustu ár, má almennt segja, að starfsmenn i þjónustu varnarliðsins hafi verið um i,0-l,5% af heildarinannaflan- um i landinu, og ef saman- burðurinn er takmarkaður við Reykjavikur- og Reykjanes- svæðið, hafa starfsmenn i þjón- ustu varnarliðsins verið um 2,0-2,5% af áætluðum mannafla þar. Varnarliðið hefur dregið að sér vinnu- afl á kostnað annarra atvinnugreina —• Fyrst inannaf lanotkun varnarliðsins er eins mikil og fram hefur komið, og þá sér- staklega á Suðvesturlandi, hef- ur þá varnarliðið ekki dregið til sin mikið vinnuafl á kostnað annarra atvinnugreina? — Því er nú i rauninni vand- svarað. En eins og spurningin er lögð fram, er ekki hægt að svara henni öðru visi en játandi. Hins vegar verður að lita á mann- aflanotkun varnarliðsins i við- ara samhengi, og má þá segja, að varnarliðið hafi tekið að nokkru leyti við þvi vinnuafli, sem aðrar atvinnugreinar gátu ekki nýtt, þegar þannig áraði. — Hvenær hefur það verið? — Svarið við þessari spurn- ingu byggist fyrst og fremst á tölum um atvinnuleysi. Þvi miður er ekki um auðugan garð að gresja I þeim efnum, þar sem áreiðanleg skráning atvinnu- iausra á öllu landinu hófst ekki fyrr en I ársbyrjun 1969. En að svo miklu leyti sem tölur um fjölda atvinnulausra i Reykja- vík geta varpað ljósi á málið, fór atvinnuleysi stöðugt vaxandi i Reykjavik frá árinu 1946 og náði hámarki I ársbyrjun 1952. Almennt er þó talið, að á drun- um 1950-1952 hafi atvinnuleysi verið hlutfallslega meira á öllu landinu. Frá og með árinu 1953 dregur mjög úr atvinnuleysi, og hefur hin mikla mannaflanotkun varnarliðsins án efa átt hvað mestan þátt i þvi. A þessum ár- um tel ég, að efnahagslegra áhrifa varnarliðsins hafi gætt einna mest, enda hafa slikar stökkbreytingar, seir , urðu á mannaflanotkun varnarliðsins árin 1951-1953, margs konar efnahagsleg áhrif I för með sér. Með aukinni eftirspurn varnarliðsins eftir vinnuafli tók að gæta vissra þensluáhrifa. Skipuð var opinber nefnd I þvi skyni að jafna aukinni atvinnu niður á þá staði.sem verst höfðu orðið fyrir barðinu á atvinnu- leysinu, og áttu sér stað nokkrir fólksflutningar til Reykjavikur og Reykjanessvæðisins af þeim sökum. Þegar atvinnuleysinu hafði verið útrýmt, leið brátt að því, að varnarliðsfram- kvæmdirnar fóru að draga til sin vinnuafl úr öðrum atvinnu- greinum, og var orsök þess einkum sú, að varnarliðsvinnan bauð upp á hærri tekjur en I flestum öðrum greinum, enda var þar um mikla eftirvinnu að ræða, en kauptaxtar voru hins- vegar hinir sömu þar og annars staðar. 1 athugun Togaranefndarinn- ar árið 1954 kom m.a. i ljós, að mjög fór að kveða að vinnuafls- skorti, sem leiddi til umfram- eftirspurnar og jafnvel svarta- markaðsverðs á vinnuafli. En til þess að fylla það skarð, sem myndazt hafði, var gripið til þess ráðs að flytja inn vinnuafl i allstórum stil. Þegar svo var málum komið, hafði þenslan náð hámarki, og til að koma I veg fyrir enn meiri þenslu sáu stjórnvöld sig knúin til þess að fara fram á það við varnarliðið á árunum 1954/55, að fullt tillit yrði tekið til þarfa islenzkra atvinnuvega. Þannig átti að draga úr framkvæmdum varnarliðsins, þegar eftirspurn væri mikil eftir vinnuafli á hin- um almenna vinnumarkaði, en þær fremur auknar, þegar framboð vinnuafls yrði meira en eftirspurninni næmi. Ekki liggja fyrir nógu áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna á vinnumarkaðinum, sem að gagni geta komið við mat á árangri af óskum islenzkra stjórnvalda, en að svo miklu leyti sem atvinnuleysistölur fyrir Reykjavik og fjöldi is- lenzkra starfsmanna I þjónustu varnarliðsins geta varpað ljósi á málið, virðist árangur hafa orðið allgóður. Að öllu þessu forsögðu má svara spurningunni i fáum orð- um þannig, að jafnframt þvi sem varnarliðsvinnan hefur tekiðvið þvi vinnuafli, sem aðr- ar atvinnugreinar hafa ekki get- að nýtt á krepputimum, þá hef- ur hún dregið til sin vinnuafl á þenslutimum. En þvi, hvort kostir varnarliðsvinnunnar á krepputlmum eru meiri eða minni en gallar hennar á þenslutimum, verður hver og einn að svara fyrir sig.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.