Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. aprll 1976 TÍMINN 5 Risar í vanda Nýjasta skip Onassis skipafélagsins, —Olympic Bravery, — strandaði i jómfrúrferð sinni, — á leið til Noregs þar sem átti að leggja þvl. Tryggingarupphæðin nemur átta milljörð um króna og lendir þaö á Lloyds að borga hana. A frjálsum markaði hefðu I mesta lagi fengizt fjórir milljarðar fyrir skipið nú, Litlir skemmtibátar fullir af áhorfendum sigla yfir þveran og endilangan Geltinger-flóann. Markmiðið er að gefa fólki kost á að virða fyrir sér i nálægð sex risastór oliuflutningaskip, sem liggja við akkeri á flóanum. Þetta er áhrifamikil sjón fyrir flesta, sem i bátunum eru, þvi að þeir hafa aldrei áður séð svo stór skip. En fyrir eigendur þessara skipa er þetta hvorki skemmtileg né stórfengleg sjón. Arlega kostar hundruð þúsunda króna að við- halda hverju þessara skipa, og að minnsta kosti sex manna neyðar- áhöfn þarf að vera um borð. Þarna liggja fjárfestingar fyrir milljarða króna, verkefnalaus skip, sem færa eigendum sinum engan gróða. Þau liggja bara þarna og eldast. Sömu sorgarsögu er að segja af oliuflutningaskipum hvar sem er i heiminum. í fjörðunum við Noreg, við Genúa, Triest, Kago- shima og á milli grisku eyjanna liggja 385 skip af þessu tagi, bundin og verkefnalaus. Georg Livanos sá þriðji stærsti af grisku skipakóngunum, hefur neyðzt til að leggja helmingi flota sins. Hilmar Reksten varð að leggja öllum sinum tiu risaskipum i fjörðum Noregs. Verðgildi fyrir- tækis hans lækkaði úr 70 billjörð- um króna i sjö. Stavros Niarchos, harðsviraður keppinautur Onassis-skipafélags- ins, varð fyrir geysilegu tapi, þegar hann neitaði að ,taka við skipi, sem hann hafði pantað hjá skipasmiðastöð i Þýzkalandi. Fyrirtækið seldi siðan skipið til Japans fyrir smánarlega upphæð. Aðrir skipaeigendur, sem halda skipum sinum úti þrátt fyrir erfiðleikana, gefa skipstjórum sinum fyrirmæli um a skrölta á aðeins niu hnútum (16.49 km/klst) yfir heimshöfin. Með þessu minnka þeir viljandi flutningsþolið, auk þess sem þeir spara brennsluefni fyrir vélarn- ar. Fyrir að flytja eitt tonn af hrá- oliu frá Persaflóa til Evrópu, fá þeir 650 til 900 krónur fyrir tonn- ið. Til þess að gróði yrði af þess- um flutningum, yrðu skipafélögin að fá 2500 krónur fyrir tonnið, en það væri samt langt frá þvi verði, sem þeir fengu fyrr á árum, — á blómatima oliuskipaeigendanna. 1 október árið 1973 fengu þeir t.d. 500 kr. fyrir tonnið. Þá gátu klókir skipaeigendur borgað upp nýtt skip með þvi gjaldi, sem þeir fengu fyrir aðeins fimm skipsfarma, og eftir það rann gróðinn heill og óskiptur i þeirra eigin vasa. Þegar þeir höfðu allan þennan gróða fyrir augunum, blinduðust þeir, og sóknin eftir hámarksgróða rak þá áfram. Þeir létu smiða sifellt stærri og fleiri skip. Annan hvern mánuð var „stærsta skip I heimi” pant- að. En allt i einu kom oliukrepp- an, og með henni samdráttur i oliunotkun og jafnframt flutning- um. Spilaborgin hrundi. Það vekur langan tima að smiða skip. Yfirleitt liða i kring- um þrjú ár, frá þvi að samningar um smiði á skipi eru undirritaðir og þar til það er afhent eigendum. Skip sem fer i sina jómfrúrferð i dag, var pantað i ársbyrjun 1973. En á meðan hafa orðið grund- vallarbreytingar á öllum markaðsaðstæðum. Afleiðingar „skipabombunnar” eru ennþá ekki allar komnar fram, og eiga margir skipa- eigendur eftir að súpa seyðið af henni. Bráðlega verður sjósett i Saint Nazaire við Bikaya-ströndina franska Shell-oliuskipið Batillus. Það mun varpa skugga á alla sina fyrirrennara hvað stærð snertir, þvi það er 550.000 tn. og er þar með lang stærsta skipið, sem hingað til hefur verið smiðað. Það sem næst kemur er Globtik London, sem vegur 483.960 tonn. Næstu tiu árin mun franski ris- inn vafalaust halda þessu sæti, þvi að við núverandi markaðsað- stæður verða ekki gerðar áætlan- ir um smiði stærri skipa. Aform, sem uppi voru um að smiða einn- ar milljón tonna risa, eru úr sög- unni i bili. Ifi-stofnunin I Miinchen,'' sem stundað hefur hagfræðilegur rannsóknir, hefur gefið út þá yfir- lýsingu, að fram til ársins 1985 sé þess ekki að vænta, að þörf verði á aukningu i oliuskipaflotanum. Rætt hefur veriö um það, á hvern hátt bezt megi nýta þessi verkefnalausu skip, og hefur flutningur á drykkjarvatni til þurrkasvæða verið talinn einna gróðavænlegastur. Félag eitt i Hamborg ætlar að ferma eitt skip i viku með ferskvatni og senda það til ferðamannaeyjunnar Gran Canari, þar sem 40.000 manns þjást nú af vatnsskorti. I hverri ferð væri hægt að flytja 200.000 tonn. Sérstök þartilgerð tæki verða sett upp á dekkinu, og meðan á hinni tveggja daga ferð stendur, munu þau hreinsa vatnið og sia. Þá hefur hinn þurrkhrjáöi Oman soldán, og aðrir ráðamenn við Persaflóann, sýnt þvi mikinn áhuga að fá senda nokkra skipsfarma af drykkjarvatni. Þýzku skipin, sem liggja nú i Geltinger-flóanum, væru alveg tilvalin til þessara flutninga, þvi frá þvi þeim var hleypt af stokk- unum, hafa þau legið óhreyfð. Vélar þeirra eru alveg ósnortnar, og olia hefur aldrei verið sett á þær, það þarf einungis að btera á þær með hlifðarlakki. Annars hefur fundizt önnur leið út úr þessum ógöngum. Stuttu eftir að nýtt skip frá Onassis- skipafélaginu hafði verið sjósett og eigandinn, Christina Onassis, hafði gefið þvi nafn Olympic Bravery henti óhapp. Þegar þetta 275 tn. skip var að sigla um Ermarsundið, á leið sinni til Noregs, þar sem átti að leggja þvi, strandaði það við strönd smáeyjunnar Quessant. Með naumindum tókst að bjarga áhöfninni, og skipið er talið gjör- ónýtt. Þetta kom sér ekkert illa fyrir Onassis-dótturina. Lloyds i London verður að borga brúsann, en tryggingarupphæðin nemur átta milljörðum króna. A frjáls- um markaði hefði hún i hæsta lagi fengið fjóra milljarða fyrir skip- ið. (Þýttog endursagtJB) Sifellt er verið að hleypa nýjum olluflutningaskipum af stokkun- um, en þau voru pöntuð fyrir oliukreppuna. Stærst þeirra er franska skipið Batillus, sem sjósett verður siðar I þessum mán- uði. Maðurinn er eins og dvergur við hlið risans. Skipsskrúfan er eins og einbýlishús að stærð. Stavros Niarchos: neitaði að taka við skipi sem hann hafði látið smiða og varð fyrir stórfeildu tapi af þeim sökum. Christina Andreais: Tiu oliuskip frá Onassis ' stórveldinu eru verkefnalaus. Liselotte von Rantzau- Essberger: Tveimur skipum hennar var lagt strax eftir að þau komu úr skipasmiða- stöðinni. Hilmar Reksten: Varö að leggja öllum sinum tiu skipum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.