Tíminn - 25.04.1976, Side 6

Tíminn - 25.04.1976, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 25. aprll 1976 Æsustaðahjónin, börn og fósturbörn (1915) Sigurlina Sigtryggsdóttir, Niels Sigurðsson og börn og fósturbörn,Jónína Hólmfriður Nielsdóttir, Helga Marin Nielsdóttir, Jónheiður Nielsdóttir, Steingrimur Nielsson, Jón Þorvaldsson og Sigurlina Simonardóttir. Á Æsustöðum 1937 (hópmynd). ökum fram i Fjörð og nemum staðar á stórbýlinu Æsustööum i Saurbæjarhreppi 32 km frá Akureyri. Helga Nielsdóttir ljósmóöir hefur léð i þáttinn myndir þaðan, en þar bjuggu foreldrar hennar Niels og Sigur- lina á árunum 1906-1945. Litum fyrst á gamla bæinn, myndin er tekin 1937. Vænt lerki o.fl. hrisl- ur sjást i garðinum. Helga segir svo frá: Þessi garður var með fyrstu blómagöröum, sem skipulagður var i Saurbæjarhreppi. Geröi það Jónina H. Nielsdóttir, eftir að hún lærði garðyrkju hjá Jakobi Lindál' i GróÖrarstoÖ Akureyrar. Systir min, Jónina H. Niels- dóttir keypti Grundarorgelið og áklæði, sem þvi fylgdi, sem er siðan 1837. Það er ofið úr jurta- lituðu bandi með ártali og nafni Hólmfríðar Magnúsdóttur frá öxnafelli. Þegar orgelið var flutt úr gamla bænum i nýja húsiö, sem ég byggði fyrir for- eldra mina árið 1942, orti móðir min þessar visur: I. Breytinganna bifar ómur. Bláveg lofts og fold og sæ. Aldrei heyrist orgelhljómur, oftar i þessum gamla bæ. II. Liðin gleði, gæfa og harmur, grafast undir rústirnar. Gleymsku þögull breiöist barmur bráðum yfir þústirnar. Æsustaðir gamli bærinn 1937 lsienzkir landncmar veiða sinn fyrsta björn (1906). III. Aldrei dáðrik orka svigni. Auðna geymi lög og svörö. Alvalds kraftur ætið signi Æsustaða friða jörð. Hópmyndin er tekin á Æsu- stöðum 1937. Lengst til vinstri er Sigtryggur Ólafsson og hjá hon- um Matthias Axfjörð þá unglingur. Niels Sigurðsson bóndi stendur fram undan miðj- um torfveggnum og framan við hann Niels Sveinsson (fóstur- sonur og barnabarn). Þá hús- freyjan Sigurlina Rósa Sigtryggsdóttir og við hliö henn- Gamli og nýi bærinn á Æsustöðum ar Hulda Kristinsdóttir með brúðuna sina. Svo bilstjórinn Óli Magnússon frá Sandhólum og Kristin Axfjörð fyrir framan hann og Svava Sveinsdóttir dótUrdóttir Sigurlinu og Nielsar og fósturdóttir lengst til hægri. Myndin með enska textanum sýnir 3 landnema, er þeir hafa lagt að velli fyrsta bjarndýrið árið 1906. Þessir menn: Tryggvi J. Halldórsson, Leopold Halldórsson og Óli J. Halldórs- son, voru einhverjir fyrstu land- nemar i Wynyard, Sask. Móðir þeirra, Anna Sigurðardóttir, var frá Æsustaðagerðum, syst- kinabarn Sigurlinu á Æsustöð- um. Þeir fengu heimilisréttar- (1942) land frá Kanadastjórn 1903, byggðu þar bjálkakofa glugga- lausan og lokuðu honum til næsta árs, en fluttu þá inn með fjölskyldur sinar. Kristin, kona Tryggva, hoppaði upp um háls- inn á honum og sagðist vera hamingjusamasta kona i heimi, þegar hún kom að gluggalausu bjálkahúsinu. Búslóðina og fjölskylduna fluttu þeir á uxa- kerrúm til Wynyara. Svo islenzkur er þessi bær enn að maður heyrir talaða islenzku á götum úti, og kennd er hún i sunnudagaskólanum. Og nú eru barnabörnin að taka við gömlu heimilisréttar- löndum afanna. ....— — > , Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga ^.........-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.