Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. aprll 1976 TIM'INN 7 HELGARSPJALL Steingrímur Hermannsson: Að lokinni rógsherferð Svo viröist sem lokið sé, að minnsta kosti i bili, harðvitugri og skipulagðri rógsherferð á hendur ólafi Jóhannessyni, dómsmálaráðherra. Moldrykið er farið að setjast og myndin að skýrast. Eftir standa ýmsar staðreyndir og einnig spurning- ar, sem ástæða er til að skoöa. Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson stendur jafn beinn eftir sem áður. A þvi er enginn vafi. Um þá niðurstöðu Ólafs, sem hann framkvæmdi reyndar ekki sjálfur, að ekki væri réttlætan- legt að loka veitingastaðnum Klúbbnum á þeirri forsendu, sem það var gert á sinum tima, hefúr mikið verið fjallað af lög- fróðum mönnum. Þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að lagaskýring Ólafs sé tvimæla- laust sií eina rétta. Þetta kom m.a. fram strax i áliti lögfræð- ings, sem birtist i dagblaðinu Visi. Ég hlustaði vandlega á skýringarþær,sem Ólafur gaf á Alþingi á þessari niðurstöðu sinni. Þær voru ákaflega glögg- ar. Ekki fór á milli mála, að þar talaði maður mjög fróður á þessu sviði, ákveðinn i þvi að láta sannleikann einan ráða gerðum sinum. Sú ásökun, að Ólafur Jóhannesson hafi leitazt við að tefja rannsókn á morðmáli er svo fáránleg, að hún getur varla talizt svaraverð. Engin gögn benda til sliks, enda dettur engum i hug, sem Ólaf Jóhannesson þekkir, og það ger- ir raunar þjóðin öll, að Ólafur væri liklegur til sliks verknaðar. Hin raunverulega „Mafia" Eitt af þvi, sem nú er orðið ljóst, þegar moldrykinu léttir, er hverjir standa I raun og veru að baki þessari aðför. Ekki er óeðlilegt, að stjómendum Visis væri um kennt. Eigendur VIsis eru nokkrir „businessmenn”, sem eiga þá hugsjónhelzta aö fá arð af sinnifjárfestingu. Þeirleggja þvi megináherzlu á, að blaöið seljist. Ég hygg, að það sé rétt, að þeir hafi litil afskipti af þvi hvað birtist i blaðinu frá degi til dags, svo lengi, sem það selst. Mér sýnist jafnframt ljóst, að þeir hafi ekki undirbúið þessa aðför á hendur ólafi Jóhannes- syni. Þeir voru fyrst og fremst verkfæri i höndum annarra. Þeir verða þó aldrei losaðir undan þeirri ábyrgð, sem þeir bera á rekstri eigin fyrirtækis. Segja má, að þeirra sök sé stjórnleysið og barnaskapurinn. öllum er nú orðið ljóst, að að- för þessi var undirbúin og fram- kvæmd af Alþýðuflokknum. Atburðarásin sýnir það ljós- lega: 1. Frambjóðandi Alþýðuflokks- ins i Keflavik, Kristján Pétursson, mun vera upphafsmaðurinn. 2. Frambjóðandi Alþýðuflokks- ins i Vestfjarðakjördæmi, Vil- mundur Gylfason, færir sög- una i búning og setur spurn- ingarmerkin á rétta staði með reynslu þess, sem vanur er vafasömum skrifum, vill forðast meiðyrðadóm, en veit á sig sökina. 3. Enn einn frambjóðandi Alþýðuflokksins, Arni Gunnarsson, var fréttastjóri við dagblaðið Visi og er ein- mitt, þegar Vilmundur kemur með greinina, efalaust ekki af tilviljun, ritstjóri i veikindum aðalritstjóra blaðsins. Mér skilst, að hann hafi fengið greinina á fimmtudegi, hann birtir hana án tafar á föstu- degi og i fjarveru aðalrit- stjóra gerir hann efni grein- arinnar að þriggja dálka fyrirsögn á forsiðu blaðsins. 4. Enn einn frambjóðandi Alþýöuflokksins og þingmað- ur, Sighvatur Björgvinsson, rýkur meö aðdróttanirnar inn á Alþingi þegar næsta mánu- dag. Honum liggur svo mikið á, að hann má jafnvel ekki vera að þvi að skoða ýmsa efnisþætti málsins, eins cg hann sagði sjálfur hvað eftir annað i ræðu sinni. 5. Frambjóðendur Alþýðu- flokksins og þingmenn, Bene- dikt Gröndal og Gylfi Þ. Gislason, gera þessa aðför að meginuppistöðu i ræöum sín- um i útvarpsumræðu frá Alþingi. Nokkur fleiri smápeð Alþýðu- flokksins mætti tina til inn á milli, en mér sýnist, aö með þessu sé rakinn allur megin- þáttur þessa máls. Ekki fer á milli mála, að hér var um fyrir- fram hugsaða og skipulega póli- tiska aðför af hendi Alþýðu- flokksins að ræða. Alþýöuflokk- urinn hlýtur að hafa ætlað sér mikinn ávöxt. Liklega hefur hann haft i huga að koma Ólafi Jóhannessyni frá og sundra rikisstjórninni. Þá væri rétt að spyrja, hvað átti framhaldiö að verða? Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa ekki meiri hluta á Alþingiog, eins og alþjdð veit, hefur Alþýðuflokk- urinn verið mesti Þrándur i Götu vinstri samstarfs. Ef til vill má segja það Alþýðu- flokksmönnum til hróss, að þeir réðust á múrinn þar sem hann er hæstur. Hins vegar ber það vott um ákaflega lélega dóm- greind. Þóttur Framsóknar flokksins 1 þessu sambandi hefur verið reynt að koma höggi á Framsóknarflokkinn. Þvi hefur verið haldiö fram, að Framsóknarflokkurinn sé I fjár- málalegum tengslum við Sigur- björn Eiriksson. Framsóknarflokkurinn átti einu sinni Frikirkjuveg 7. Þar var gert samkomuhús og leigt Ragnari Þórðars. i Markaðn- um, sem svo er gjarnan nefnd- ur. Ragnar rak þar um nokkurt skeið fyrirmyndar veitingahús, en hætti siðan þeim rekstri og framseldi leiguna Sigurbirni Eirikssyni. Þannig kom Sigur- björn inn i það hús. 1 desember 1971 brann Frikirkjuvegur 7. Sigurbjörn gerði þá kröfu á hendur Framsóknarflokksins um aðild að brunabótum. Um þetta stóðu deilur i nokkra mánuði. Steingrlmur Hermannsson. Sigurbjörn hóf siðan veitinga- rekstur I Klúbbnum. Klúbbnum var lokað skömmu síðar vegna einhverra misferla þar. Þá kom Sigurbjörn til Húsbygginga- sjóös Framsóknarflokksins og féllst á lausn þessa máls, sem var stórum hagstæðari fyrir Húsbyggingasjóðinn en Sigur- björn hafði áður viljað sam- þykkja. Að þvi var gengið að lána Sigurbirni til þriggja ára kr. 2,5milljónir og losna þannig við allar kröfur af hans hálfu. Sumir menn eru að reyna að gera það tortryggílegt, að þessi sætt skyldi takast. Það er þó á engan máta undarlegt. Augljóst er,að Sigurbjörn var i vandræð- um á þessum tima og kaus þá fremur að fá þessa peninga að láni en að standa i málaferlum, sem voru vafasöm og heföu tekið langan tima. Segja má með nokkrum rétti, aö Framsóknarflokkurinn hafi notað sér erfiðleika Sigurbjörns. Það er e.t.v. ekki sérstaklega fallegt. Kratar reyna svo að gera þetta að stórmáli og segja, að fjármálaleg tengsl flokksins og Sigurbjörns séu sönnuð. Ef Framsóknarflokkurinn hefði selt þetta skuldabréf, þá skilst mér, að tengslin hefði engin verið. Slæmt væri það, ef allir þeir aðilar, sem kunna i ein- hverjum viðskiptum að eignast skuldabréf væri þar með orðnir meðábyrgir fyrir fjármálum skuldandans. Nei, staðreyndin er vitanlega sú, að Framsókn- arflokkurinn losaði sig úr öllum fjármálatengslum við Sigur- björn Eiriksson, þegar leigu hansá Frfkirkjuvegi 7 var lokið og frá kröfu hans var gengið með fyrrnefndri sátt og skulda- bréfi. Fjórmól flokkanna og fleiri spurningar A Alþingi liggur nú tillaga um athugun á fjármálum flokk- anna. Ég er henni i öllum meginatriðum fylgjandi. En hún þarf einnig aö ná til hinna fjölmörgu stofnana, sem sumir flokkar hafa sett á fót. A bak við hlutafélög má oftfela alls konar óhreinindi. Framsóknarflokkurinn hefúr birt sina reikinga og mun gera það áfram. Framsóknarflokk- urinn á engin hlutafélög, en reikningar stofnana flokksins, einsog t.d. Timans og Húsbygg- ingasjóðs, eru lagðir fram ár- lega. Þar er ekkert aö fela. Liklega hefur enginn flokku.r stofnað eins mörg hlutafélög eins og Alþýðuflokkurinn. Hvað ætli þau séu mörg i kringum rekstur Alþýðublaðs- ins? Vildi ekki Vilmundur Gylfason birta þann lista og jafnframt lista yfir skuldir þessara hlutafélaga i hinum ýmsu lánastofnunum landsins? Háværar raddir heyrast um það, að þessar skuldir séu mjög miklar og séu i mikilli óreiðu. Eitt er a.m.k. vist, þessi hluta- félög hafa hvert eftir annað „farið á hausinn” og nýtt verið stofnað til að halda starfseminni áfram. Þetta minnir anzi mikið á starfsaðferðir braskaranna, sem stofna gjarnan hlutafélög, hlaupa siðan frá þvi og stofna nýtt og skilja allt eftir i rúst. I sambandi við þetta mál hefur um fjölmargt fleira verið spurt. m.a. um þá einstaklinga, sem að aöförinni hafa staðið. Fáir þekktu t.d. Kristján Pétursson áður. Nú hefur hann hlotið þá frægð, sem hann efa- laust sóttist eftir. Nú vilja menn fá aö vita hver hann er þessi „snjalli” maður, sem virðist lita á sig sem eins konar yfir- rannsóknarlögreglu. En fróð- legt er að sjá viðbrögð mannsins t.d. i Morgunblaöinu 14. april s.l. Hann vildi alls ekki þola þaö, sem hann þó ætlar öðrum. Hann bregzt hinn versti við og telur það nú hinn versta róg, að nokkur skuli leyfa sér að spyrja um störf hans. Hann er jafnvel með hótanir: Óttast þeir, segir hann, „að ég muni gera at- huganir á þeirra starfsemi?” „Heimreksturinn mun verða auðveldur”, segir maöurinn. Það er rétt, sauðirnir koma venjulega sjálfir fram. Innrætið leynir sér ekki. Ég var lengi i vafa um það, hver væri „kauði”. Nú má öllum vera það ljóst. Réttlát gagnrýni og verðug viðurkenning Þvi miður er viða pottur brotinn i okkar þjóðfélagi. Rétt- lát gagnrýni og aðfinnslur eru ekki aðeins æskilegar, heldur nauðsynlegar. En sá, sem tekur sér slikt fyrir hendur verður aö vera vandanum vaxinn. Hann verður að þekkja málið og geta rætt um þaö hleypidómalaust. Þetta er töluverður vandi. Þeim vanda hefur Vilmundur Gylfa- son ekki reynzt vaxinn. Slik gagnrýni verður jafn- framt ávallt að hafa það mark- miö að rifa ekki niður megin- stoðir okkar lýöræðisþjóðfélags, heldur styrkja þær og efla. Þvi miður hefur málflutningur fjöl- miðlanna ekki verið þannig. Það á efalaust verulega sök á minnkandi trausti almennings á ýmsum stofnunum og horn- steinum þjóðfélagsins. Þetta er varasöm þróun. A sama hátt og sjálfsagt er aö gagnrýna þaö, sem betur mætti fara, ætti einnig aö vera sjálf- sagt aö viðurkenna hitt, sem vel er gert. Þetta virðist hinir sjálf- skipuðu gagnrýnendur þjóðfé- lagsinseiga ákaflega erfittmeð að gera. Þeir virðast jafnvel ekki beina skeytum sinum sizt að þeim, sem vandaðastir eru. Hvers er að vænta, þegar þann- ig er unnið? Ólafur Jóhannesson er án efa einn vandaðasti stjórnmála- maður, sem nú starfar hér á landi. Hann er þekktur fyrir það að athuga hvert mál mjög vel og láta eigin sannfæringu ráða gerðum sinum. Þetta þekkja bæöi þeir, sem kynnzt hafa hon- um sem kennara, eða sem stjómmálamanni. Ólafur hefur einnig sýntóvenju mikinn kjark og viljafestu i erfiðum málum. Staöreyndin er sú, að undan- farin ár hefur hann staðið upp úr að þessu leyti. Þaö er satt að segja ekki mjög sannfærandi, að þaö skuli verða helzta markmiðið að reyna að koma höggi á slikan mann og helzt eyðileggja hans starf. Það vekur ekki traust á flokki eða mönnum, sem þannig starfa. Sem betur fer tókst þetta ekki. Hins vegar ættu menn aö draga verðugan lærdóm af slikri framkomu. A iS&J Kópavogsbúar Þeir sem vilja halda garðlöndum sinum greiði gjöidin fyrir 15. mai n.k. á bæjar- skrifstofunum (suðurdyr 3. hæð) kl. 9.30- 12 f.h. Leigan er fyrir heilan garð ca. 300 fm kr. 2000.00, fyrir hálfan kr. 1200.00. Garðyrkjuráðunautur. yerndum , líf Kerndum, Kotlendi/ LANDVERND AuglýsM í Timanum Grósleppuveiðimenn Erum kaupendur eða tökum i umboðssölu söltuð grásleppuhrogn. Ennfremur kaup- um við grásleppu eða óverkuð grásleppu- hrogn á Reykjanessvæðinu. Nánari upplýsingar UMBOÐS & HEILDVERZLUN Borgartðn 29. Póslhólf 1128 Sfmors 23955. 26950, Rvík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.