Tíminn - 25.04.1976, Page 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 25. apríl 1976
Járnnáman „Svarti engillinn” Járngrýtið er unniö hátt uppi I fjallinu.
Umfangsmikil
framtíðarspá
fyrir Grænland
Næstu fimmtán árin
mun eiga sér staö merkileg
þróun á Grænlandi. Margt
bendir til að náttúruauð-
lindir séu miklar á Græn-
landssvæðinu. Kreppa og
verðbólga, sem rikir í
heiminum i dag bendir til
þess að það geti bráðlega
borgað sig að verja miklu
fé til að nýta þær. Það sem
fyrir nokkrum árum leit út
fyrir að vera ómögulegt/
litur nú út fyrir að geta
orðið að veruleika.
Eitt af þvi, sem liklegt er til að
ýta undir framkvæmdir. er loft-
mengunin umhverfis jörðina.
Hún hefur i för með sér, að lofts-
lagið á Grænlandi verður hlýrra
næstu 25 árin. Þvi miður geta hlý-
indin tekið yfirhöndina. ef menn-
ingarþjóðirnar hætta ekki að
hleypa koltvisýringi út i and-
rúmsloftið og dreifa i kring um
sig eiturefnum. Þegar til lengdar
lætur, má gera ráð fyrir að svo
hlýtt verði á Grænlandi, að inn-
landsisinn taki að bráðna. Það
verður til þess að úthöfin hækka
um marga metra og meiri hluti
móðurlandsins, — Danmerkurifer
i kaf. En slikt er sem betur fer
ennþá svo fjarlægt. að það skygg-
ir ekki á útlitið fyrir fjármála-
ævintýri i nyrzta héraði Dan-
merkur.
Athyglisvert
Danska varnarmálaráðuneytið
hefur látið gera mikla skýrslu um
framtiðarmöguleika Grænlands.
Hvers vegna einmitt varnar-
málaráðuneytið? Svarið er, að
ráðuneytinu fannst, að til þess
yrðu gerðar auknar kröfur um
starfsemi við Grænland. Til að
■ era viðbúinn, verður að vita
uvað á að vernda, hvaða eftirlit á
að hafa með höndum og hvað
hægt er að leggja að mörkum.
Grænlandsmálaráðuneytið hef-
ur svo mikinn áhuga á skýrslunni,
að hún verður væntanlega gefin
út i talsverðu upplagi. Ekkert i
henni er talið ómögulegt eða
óraunverulegt, en hins vegar get-
ur enginn sagt um, hvort allar
spár hennar verða að raunveru-
leika. En undir öllum kringum-
stæðum munu náttúruauðiindir
Grænlands auka þýðingu lands-
ins á flestum sviðum. Slikt hefur i
för með sér auknar kröfur til
landvarna.
Skýrslan skiptist i kafla, sem
hver um sig fjallar um einstök
atriði hinnar miklu heildar.
Einstök atriði
Hérá eftir fara nokkur atriði úr
skýrslunni: KOL: Góðar horfur
eru á að tekin verði upp að nýju
vinnsla kola á Grænlandi. Á
Disko, þar sem áður var náma-
gröftur. munu vera fjórar til
fiimm milljónir lesta eftir. Á
Nugssuaqskaganum gegnt Disko.
eru um 30 milljónir lesta, sem
hægt er að vinna. Verð á kolum
gerir það að verkum, að æskilegt
væri að nýta þessar auðlindir á
Grænlandi.
I skýrslunni er búið til dæmi.
þar sem 1500 manns vinna við
kolanámurnar. Það gæti þýtt að á
Nugssuaqskaganum risi nýr 5000-
60oi manna bær. Verið getur að
bezt borgi sig, að vinna kolin á
staðnum, til dæmis að breyta
þeim i fljótandi orku, sem siðan
yrði flutt burt með tankskipum.
ÚRANIUM: Fyrirsjáanlegur er
skortur á úranium i heiminum.
Verðið hækkar og fáar þjóðir
liggja á forðanum. Hvort sem
Danir ákveða að reisa kjarnorku-
ver eða ekki, getur svo farið að
þeir neyðist til að hefja úranium-
vinnslu. I skýrslunni er bent á þá
staðreynd, sem mönnum vill oft
sjást yfir, að ábyrgð Dana við
umheiminn, einkum i sambandi
við aðildina að EBE og EURA-
TOM, skyldar þá undir öllum
kringumstæðum til að gera áætl-
un og hefja vinnslu á úranium.
Danir eru háðir oliu og kolum og
það gerir auk þess að verkum, að
þeir geta varla látið undir höfuð
leggjast að leggja sitt að mörkum
á alþjóðlegum grundvelli.
JÁRN: Mikið járn er i jöröu m.a.
við Isua i grennd við Góðvon. En
ef það á að borga sig að vinna
grænlenzkt járn, verður strax að.
gera það i miklum mæli. Það þarf
að vinna 22 milljónir lesta af járn-
grýti árlega og fá úr þvi 10
milljónir lesta af járni. Flutning-
ur járnsins krefst komu 100 skipa
árlega, að minnsta kosti 100 þús-
und lestir að stærð. Ef þetta ævin-
týri verður að veruleika, hefur
það i för með sér að upp ris
hafnarborg, ef til vill með 12 til 15
þúsund ibúum. Þá þarf stórt raf-
orkuver.
OLtA og GAS: Vesturgrænlands-
olian og jarðgasið gefa mikla
möguleika. Ennþá veit samt eng-
inn hversu mikið magn er af þvi
undir fastalandinu.
Það magn sem þegar er vitað
um, er aðeins á litlu svæði, en þó
munu að minnsta kosti 650 manns
hafa atvinnu af þvi árið 1980 og ef
meira finnst, hækkar sú tala
fljótt.
En erfiðleikarnir vegna lofts-
lagsins eru miklir. Aðeins er
hægt að vinna fáa mánuði ársins
og rekis hindrar notkun stórra
borpalla. Búizt er við, að annað
hvort verði að nota neðansjávar-
paLla eða borunarskip. Þau hafa
þann kost, að þeim má sigla burt
og nota þau við störf annars stað-
ar yfir veturinn.
Ef oliuævintýri hefst, þarf
miklar birgðastöðvar i landi,
Slikt veitir atvinnu, en krefst
einnig góðrar stjórnar og flugn-
ingsmöguleika. Ef siðar hefst
oliuævintýri i Norður- og Austur-
Grænlandi, sem er ekki ósenni-
legt, koma upp önnur og meiri
vandamál. Þá verður mjög erfitt
að koma oliunni burt. Það er hægt
með löngum leiðslum til næstu
hafnar, sem er vel fær siglingum.
Leiðslurnar yrðu að liggja ofan á
frosinni jörðinni, sem þvi miður
vill taka upp á þvi að þiðna undan
svona mannvirkjum. Það vita
menn i Kanada, Bandarikjunum
og Sovétrikjunum af biturri
revnslu. Ef jörðin þiðnar eitt-
hvað, renna leiðslurnar til og
springa.
Ef til vill er lausnina að finna i
einhverri framtiðargerð af kaf-
bátum. 1 skýrslunni segir, að
kjarnaofnar hafi gert kleift að
ihuga þann möguleika að nota
kafbáta undir heimskautaisnum,
bæði til venjulegra flutninga og
oliuflutninga. A þessari öld er tal-
ið tæknilega mögulegt að taka i
notkun kjarnorkuknúin flutninga-
skip. Nú þegar eru i notkun 14
þúsund lesta kafbátar.
V ATNSAFL: Vatnsaflið á
Grænlandi getur haft miklu hlut-
verki að gegna. Fram til þessa
hafa ekki verið reist vatnsorku-
ver. Bæirnir eru of litlir. En ef
hægt er að koma upp orkufrekum
iðnaði i grennd við stórt vatns-
orkuver, getur slikt borgað sig.
Við Julianeháb gæti stórt orkuver
knúið framleiðslu úraniums frá
Kvanefjeld. Við Góðvon gæti það
nýtzt til vinnslu járnsins. Zink-
framleiðslan hefði betri mögu-
leika ef orkuver á staðnum ætti
þátt i henni og hið sama gildir um
álið. Þá má nota rafmagnið til
framleiðslu ammoniaks, metan-
ols, fljótandi vetnis eða gervi-
bensins. Allt þetta má flytja frá
Grænlandi i þægilegu formi. Að-
eins framleiðsla tilbúins áburðar
úr ammoniaki gæti létt gjald-
eyrisbyrði Dana um 18 milljarða
(isl.) króna árlega, en það er sú
upphæð, sem áburður er fluttur
inn fyrir.
FISKVEIÐAR: BÚizt er við að
niðurstaða hafréttarráðstefnunn-
ar verði sú, að ákveðin verði 200
milna efnahagslögsaga og 50 til
200 milna fiskveiðilögsaga. Þar
með eru frjálsar fiskveiðar úr
sögunni og danski fiskveiðiflotinn
lendir i klemmu i Norðursjónum.
Hægt er að imynda sér, að hluti
hans — og talsvert meira af fær-
eyska flotanum en nú er — leiti á
grænlenzk mið, jafnframt þvi
sem grænlenzki flotinn verði
stækkaður. Þó eru vandræði með
fiskistofnana. En til dæmis eykst
nú rækjuveiðin og vekur alþjóða-
athygli.
Ef lögsagan verður stækkuð,
missa Portúgal, Noregur, Sovét-
rikin og Þýzkaland veiðiréttindi á
þessu stóra svæði, sem þá þarf að
vernda og lita eftir. Það hefur i
för með sér aukin umsvif danska
sjóhersins.
DRYKKJARVATN: Möguleik-
ar til að flytja út drykkjarvatn frá
Grænlandi eru fyrir hendi.
Tæknifræðingar hafa i fyllstu al-
vöru rætt möguleikana á að draga
borgarisjaka til stórborga um
þúsund kilómetra veg, vegna þess
að litið er um drykkjarvatn i
borgunum. Þegar þarf að sækja
drykkjarvatn New York-búa
nokkur hundruð kilómetra leið.
En það eru þó takmörk fyrir þvi,
hvað mikið drykkjarvatn má
flytja frá Grænlandi. Flutning-
arnir ganga hægt — aðeins eina
milu á klst — og jakarnir minnka
um helming á leiðinni. Auk þess
eru allgóðar birgðir af grunnvatni
i N-Ameriku og einnig er hægt að
hreinsa mengað árvatn, þótt slik
hreinsun sé ýmsum vandkvæðum
bundin enn sem komið er. En þó
er ekki alveg loku fyrir það
skotið, að Grænlendingar geti
flutt út drykkjarvatn i formi iss.
Mengun
t skýrslu varnarmálaráðu-
neytisins er fjallað á mjög alvar-
legu máli um mengunarhættuna,
sem getur orðið við Grænland. ef
iðnaðurinn eykst og umferðin
verður mikil. Heimskautasvæðin
eru sérlega viðkvæm fyrir meng-
un og ef tjón verður, tekur mörg
ár að bæta það. En einmitt þessi
svæði eru svona viðkvæm, vegna
þess að veðrið yfir N-Atlantshafi
og Evrópu veröur til þarna.
Gerum okkur i hugarlund, að
stórt tankskip hlaðið oliu farist i
isnum og olian breiðist um stórt
svæði og liti isinn. Þá á sólin
góðan leik og bræðir dökkan isinn
auðveldlega. Slikt getur haft i för
með sér veðurfarsbreytingu i
Evrópu um nokkurn tima.
Ef isinn heldur oliunni undir
yfirboröinu, bera hafstraumar
hana um öll Norðurhöfin og þar
sem sjórinn er kaldur, munu liða
ein 50 ár, þar til olian er að fullu
brotin niður. Þau efni i oliunni,
sem fljótast leysast upp, eru jafn-
framt þau eitruðustu og geta
eyðilagt mikinn hluta átunnar,
sem sjávardýrin lifa á. Þarna
geta orðið náttúruhamfarir.
Þess vegna hefur til dæmis
Kanada um sinn hætt við allar
áætlanir um auknar siglingar
eftir norðvesturleiðinni á is-
styrktum tankskipum.
1 skýrslunni segir, að koma
megi i veg fyrir alvarlega meng-
un heimskautasvæðanna með
ströngum alþjóðasamþykktum.
Það er nefnilega erfiðara að bæta
mengunartjónið, þegar það er
orðið. En varnirnar krefjast sam-
starfs nálægra landa, Bandarikj-
anna, Kanada, tslands, Dan-
merkur, Noregs og Sovétrikj-
anna.
Skýrslan sýnir, að gott útlit er
fyrir mikla þróun á Grænlandi á
næstu árum. En spurningin er,
hvernig á að snúa sér við þetta
allt saman. Bent er á, að verkefn-
in séu svo stór, að ekki sé hægt að
framkvæma þau á þjóðargrund-
velli. Fjármálin koma i veg fyrir
það.
Ef hafa á hönd i bagga með
öllu, sem á að gerast, verða Dan-
mörk og Grænland að undirbúa
sig vel og i hvert sinn, sem gefið
er grænt ljós fyrir framkvæmdir,
verður að tryggja, að þau fyrir-
tæki, sem taka að sér vinnsluna,
greiði einnig það mikla skatta, að
Danir geti veitt nauðsynlega
þjónustu á öllum sviðum.
Skýrslan greinir ekki i smá-
atriðum frá hlutverki varnar-
málaráðuneytisins i þessu öllu.
Það getur þó verið allt frá fiski-
rannsóknum og eftirliti með oliu-
borun, til umferðarstjórnunar,
fjölmiðlunar, björgunarstarfsemi
og umhverfisverndar.
Séð er fyrir i skýrslunni, að
eftirlit frá stöðvum i landi, skip-
um og flugvélum er ekki nóg,
þegar til lengdar lætur. Bent er á,
að gervihnettir séu svo hentugir
til eftirlits og skráninga umferðar
á sjó og landi, að vel komi til mála
að taka þá i notkun, þegar mál sé
til komið.
Höfundar skýrslunnar Ijúka
henni með þvi að spyrja: Hvernig
er hægt að framkvæma þetta allt
með tilliti til grænlenzka þjóðfé-
lagsins? Bent er á, að Danmörk
með alla sina menningu eigi að
skrá, vernda og varðveita náttúru
Grænlands og önnur verðmæti,
áður en stjórnlaus eyðilegging
hefjist. Þegar um er að ræða að
halda uppi lögum og reglu, er
andstæðan stjórnleysi og upp-
lausn. Og þá er vandinn ekki
hvort standa eigi fast á réttindum
sinum og skyldum, heldur
hvernig eigi að gera það. Þetta
eru athyglisverð orð, þegar þess
er gætt, hvað skýrslan tekur yfir
risavaxna framtiðarspá.
(ÞýttSB)
Hjá danska varnarmálaráðuneytinu hefur veríð gerð skýrsla,
byggð á vísindalegum rannsóknum, sem voru gerðar á
Grænlandi. Hún þykir svo merkileg,
að nú er hún væntanleg i bókarformi og á að heita
„Grænland framtíðarinnar, auðlindir og umhverfi í samhengi"