Tíminn - 25.04.1976, Síða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 25. april 1976
Keykjavikurdömur á göngu um borgina.
Gísli Sigurðsson
sýnir í Listasafni Árnes-
Bóndi ieggur Ijá á hverfistein.
Islendingasagna. Sjóróöramenn
og landslag, með draumlyndu,
súrrealistisku ivafi voru lika
kærkomið myndefni.
Ég átti þess kost að skoða
gaumgæfilega þær myndir, er
hann sýnir nú á Selfossi. Þar
greinir maður framför. Liturinn
er fjölskrúðugri og gefur mynd-
inni visst innihald, sem áður var
sjaldgæfara, þarsem stuðzt var
meira við teikningu en listaval.
Myndefnin eru ekki lengur af
frægum viðburðum tslendinga-
sagna, heldur er hinn gráklæddi
hversdagsmaður nú leiddur til
öndvegis. Maður situr á rúminu
slnu og sýslar við net. Konur
standa álengdar og bíóm eru i
pottum úti I glugga. Mynd er af
fjallkóngí úr Gnúpverjahreppi
og einsetumanni ofan úr
Biskupstungum. Kona situr i
eldhúsi millistriðsáranna og
hugsar. Dregið er úr poppáhrif-
um, og stillinn virðist markviss-
ari og persónulegri.
Þarna kemur það sér vel að
Gisli nauðaþekkir sveitallfið,
önn þess og munað. Ef litið er á
sýninguna sem heild, sést að
þarna fer málari, sem yfirvegar
og vandar si'na vinnu, en lokar
þó ekki augunum fyrir nýjum
tiðindum utan úrheimi. Þótt hér
hafi verið sagt, eða talið, að
Glslihafieinn ákveðinn dag far-
ið að ganga allt i haginn i mál-
verkinu, þá hefur hann ekki
komizt fyrirhafnarlaust gegn-
um list sina og málverk. Þessi
sýning verður að teljast merki-
legur áfangi I leitinni miklu,
sem er daglegt og árlangt við-
fangsefni þeirra er langt vilja
ná f listum. Sýningin opnaði
24. aprll I Lista- og minjasafni
Arnessýslu á Selfossi, og mun
hún standa i tvær vikur.
Jónas Guðmundsson.
sonar. Það fór að birta til í mál-
verkinu, og hinar hræðilegu
myndir, sem málaðar höfðu
verið gegnum tiðina fram til
þessa, urðu nú allt i einu liðin
saga. Nýir timar og meiri voru
runnir upp.
Hjá mörgum myndlistar-
mönnum er list þeirra i hægri
umsköpun. Reynslan kennir
okkur, að stökkbreytingar eru
yfirleitt óæskilegar. Menn
ganga hægttil fundar við ný við-
horf og eru á verði, þeir vilja
gjarna fikra sig áfram og til-
einka sér eitt og annað, án þess
aö glata i staöinn sérkennum
sinum og persónu i litklæðum
tizkunnar. Hjá Gisla Sigurðs-
syni gerðist þetta með öðrum
hætti. Það tók hann aðeins einn
dag að verða að liðtækum mál-
ara. Hann hitti semsé á óska-
stundina, og eins og þegar
meistari Þórbergur orti kvæðið
undir ljósastaurnum og nýtt
skáld var borið i heiminn.
Við hin skyndilegu umskipti
fór áhugi Gisla Sigurðssonar á
myndlistum að aukast, og sfðan
hefur hann unnið stöðugt að
myndlist, bæði að myndskreyt-
ingum i blað sitt Lesbókina, og
svo hefur hann skreytt bækur,
þar á meðal fyrir undirritaðan,
og má segja, að hann hafi með
árunum náð verulegum árangri
i teikningu og lýsingu sagna og
bóka, og svo halda málverkin á-
fram að verða til, hægt ög
markvisst.
Gisli hefur haldið nokkrar
opinberar málverkasýningar,
og hann hefur tekið þátt i sam-
sýningum Félags isl. myndlist-
armanna, haustsýningum
þeirra. Hæst ber sýningu hans,
sem hann hélt i Norræna húsinu
fyrir þrem árum, eða svo.
Þá hefur hann einnig sýnt er-
lendis, og myndir hans prýða
heimili og stofnanir viða um
landið.
Nýr þjóðlegur still
Eftir að Gisli Sigurðsson hafði
komizt upp á lag með málverk-
ið, hélt hann sig lengi við mynd-
stil, sem byggði á formteikn-
ingu, svipað og t.d. Einar
Hákonarson, Eirikur Smith og
fl. hafa tileinkað sér. Þarna má
greina poppáhrif auk annars.
Aðurnefndir listamenn eru þó
ekki höfundar umræddrar lista-
stefnu, en hún er jafngóð fyrir
það.
Myndefni sótti hann m.a. i
þjóðsögur, atriði úr ýmsu pexi
sýslu á Selfossi
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir sýning á málverkum Gisla
Sigurðssonar i Lista- og minja-
safni Arneshrepps á Selfossi.
Þar sýnir hann 25 myndir.
Gislier Bis'knpstungnamaður,
fæddur i úthliö i Biskupstung-
um árið 1950, og að afloknu
skólanámigerðist liann fuiltrúi i
Landsbankanum á Selfossi á ár-
unuin 1953—1955, er hann varð
blaöamaður hjá Samvinnunni.
Arið 1959 varð hann ritstjóri
Vikunnar, en hefur nú seinustu
árin veriö ritstjórnarfuiltrúi við
Morgunblaöið, þar sem hann
ritstýrir Lesbók Morgunblaðs-
ins. Kona Itans er Jóhanna
Bjarnadóttir úr Gnúpverja-
hreppi. Þau búa í Garðabæ með
börnum sinum.
‘ Það mun hafa verið nokkuð
snemma, sem hugur Gisla Sig-
urðssonar hneigðist aö mynd-
listum. Hann stundaði um hrið
nám við Handiða- og myndlist-
arskólann og málaði vond,
þunglamaleg máiverk, sem
hann gaf vinum sínum. öllu
betur gekk honum við teikningu,
en þó var það i rauninni fátt,
sem benti til þess að hann ætti
eftir að verða hlutgengur mynd-
listarmaður með þjóð sinni.
Dagarnir og árið liðu við brauð-
strit og yfirvinnu, eins og hjá
flestum öðrum ungum mönnum
þá og nú. Hann málaöi fremur
litið — alltaf samt eitthvað.
Það mun hafa verið fyrir um
það bil áratug eöa svo, sem tið-
indi gerðust I list Gisla Sigurðs-
Gisli Sigurðsson
Bændur athugið
2 duglegir strákar, 11 og 13 ára, óska eftir
plássi i sveit, þarf ekki að vera á sama
stað. Annar gæti byrjað 20. mai. Simi 7-35-
47 eftir hádegi.
Jörð óskast
Viljum taka á leigu góða jörð. Allir staðir
á landinu koma tilgreina. Kaup á áhöfn og
vélum eru æskileg, hús mega þarfnast
viðgerðar.
Þeir sem hafa áhuga sendi til afgr. Tim-
ans i Reykjavik upplýsingar sem máli
skipta fyrir 1. júni merkt Landbúnaður —
1977.
Fyrsta einkasýning erlends listamanns á Kjarvalstöðum var opnuð ígær, en það er finnska listakonan
Terttu Jurvakainen sem sýnir þar málverk sin. Sýningin verður opin til 9. mai. Terttu Jurvakainen er
vel þekkt I heimalandi sinu, þar sem hún hefur haldið ótal sýningar, en einnig hefur hún sýnt i Þýzka-
landi og Sviþjóð, auk þess sem hún hefur tekið þátt I mörgum samsýningum i Finnlandi og i öðrum lönd-
um. Myndirnar á sýningunni eru flestar til sölu. Tlmamvnd Gunnars sýnir listakonuna við eitt verka
sinna.