Tíminn - 25.04.1976, Síða 26

Tíminn - 25.04.1976, Síða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 25. aprll 1976 hann værí slikur svikari. Þau sáu það nú, að þau höfðu verið göbbuð með fölskum farmiðum inn i Mið-Afriku, sem lengst frá venjulegum sam- gönguleiðum. Árna virtist, að út úr þessi lægi engin önnur leið en taka sér far aftur sömu leið til Matadi, þótt það væru harðir kostir. Hann kveið fyrir að Berit myndi taka þetta nærri sér. Ferðin hingað hafði verið henni mjög erfið og þeim báðum, og eiga nú að fara sömu leið til baka. Hann gat varla hugsað til þess að koma aftur til Matadi og verða kannski að búa hjá maddömu Mörtu i þessu sóðalega húsi, ef til viU vikur og mánuði, þar til eitthvert skip kæmi þar, sem legði leið sina til Ameriku. Hanngatvarla hugsað til þess að koma aftur til Matadi og verða kannski að búa hjá maddömu Mörtu i þessu sóðalega húsi, ef til vill vikur og mánuði, þar til eitthvert skip kæmi þar, sem legði leið sina til Ame- riku. I vandræðum sinum sneri hann sér að Harry Douglas og spurði, hvað hann áliti, að þau ættu að gera. „ Já, það er nú einmitt Með hinu hagstæða afmælisverði á Skoda — er hægt að hafa 2 bi/a á heimilinu. SKODA 100 verð ca. kr. 630.000. til öryrkja ca. kr. 460.000. Shodr j tilefni af því að 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til landsins, hefur verið samið við SKODA verksmiðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. 5000asti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 670.000.— til öryrkja ca. kr. 492.000.— SKODA 110LS verð ca. kr. 725.000.— til öryrkja ca. kr. 538.000.— SKODA HORCoupé verð ca. kr. 797.000.— til öryrkja ca. kr. 600.000.— TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ Á AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýroför um Afríku það, sem ég brýt heilann um,” svaraði Englend- ingurinn. „Ég skil það vel, að ykkur langar ekki til baka aftur til Matadi. Mér dettur nú i hug, hvort Ibrahim, gamli vinur minn i Kongolo, getur ekki hjálpað ykk- ur. — Ibrahim er mjög rikur, arabiskur kaup- maður,” hélt hann á- fram. „Hann rekur við- skipti um alla Mið- og Austur-Afriku. Fyrr á árum var hann þekktur þrælakaupmaður, en nú held ég, að hann hafi aðallega lögleg við- skipti. Einkum verzlar hann mikið með fila- bein. Auk þess er hann trylltur i alls konar veiðiskap. Ég veit, að Ibrahim fer margar ferðir árlega milli Kong- olo og Tanganyika, og alltaf með mikið fylgd- arlið. Ef þið yrðuð svo heppin að fá að vera með honum, þá gætuð þið ekki fengið betri samfvlgd. í þessari ferð gætuð þið lika komizt i hættuleg veiðiævintýri —- veiðiför, sem allir at- vinnuveiðimenn frá Evrópu myndu stóröf- unda ykkur af. Ibrahim þekkir frumskógana og dýr skógarins betur en nokkur annar. En nú veltur á þessu þrennu: Er Ibrahim nú i Kong- olo? Á hann bráðlega leið til Tanganyika? Og það, sem mest veltur á: Vill hann leyfa ykkur að vera með I slikri ferð? — Siðasta atriðið held ég annars, að ég geti ráðið nokkru um,” bætti hann við að lokum brosandi. „Undanfarandi ár hef ég haft svo mikil við- skipti við Ibrahim, að það væri ekki mikið, þótt hann tæki ykkur með min vegna. Svo mikið hefur hann grætt á mér. Auk þess veit ég það, að enginn maður stendur betur að vigi en Ibrahim með að leiðbeina ykkur um framhald ferðarinn- ar frá Tanganyika. Ef hann tekur ykkur með, þá megið þið treysta honum fullkomlega.” Það var eins og birti yfir Árna, þvi lengur sem Englendingurinn talaði. Hér virtust möguleikar til að halda ferðinni áfram, og fram- undan voru ef til vill meiri ævintýri en hann hafði nokkurn tima dreymt um. Að hugsa sér það, ef hann fengi að ferðast um frumskóg- ana með hópi af fyrrver- andi þrælaræningjum, og fá að vera með i veiðiferðum svo spenn- andi, að mestu veiði- menn Evrópu gætu gulnað af öfund yfir að hafa ekki átt þess kost að vera með. Bara að Ibrahim væri nú i Kong- olo og ætti bráðlega leið austur! 4. Það virtist svo sem lánið léki nú við systkin- in. Þegar þau, þrem dögum siðar, komu til Kongolo, var Ibrahim þar, og það, sem mest var um vert: Eftir fjóra daga hafði hann ákveðið að fara til Tanganyika. Eftir tilmælum Harry Douglas, ákvab hann strax að taka þau Árna og Berit með. Hann ætl- aði sjálfur að hafa með sér son sinn. Abdullah, dreng á sama aldri og Árni og bróður sinn, Muhamed. Auk þess hafði hann ekki færri en 90 burðarmenn og f jölda af múldýrum og hestum. Það breytti þvi litlu, þótt tvöböm bættust við hóp- inn. Ferðin skyldi heldur ekki verða þeim dýr. „öðm hvoru leikur gæfan við mann,” hugs- aði Ámi. Hann gat varla ráðið við sig fyrir til- hlökkun. Berit, sem fyrst var dálitið hikandi, smitaðist ósjálfrátt af bjartsýni Árna. Til þess að vita vissu sina, fór Árni og spurðist fyrir um, hvort farmið- amir væru gildir. En það sýndi sig, að Eng- lendingurinn hafði haft rétt fyrir sér. Þeir voru ekki virði pappirsblaðs- ins, erþeir voru skrifað- ir á. — Samkvæmt ráði Englendingsins kærði Árni svikin fyrir lög- reglunni og afhenti far-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.