Tíminn - 25.04.1976, Síða 27

Tíminn - 25.04.1976, Síða 27
Sunnudagur 25. aprfl 1976 TÍMINN 27 miðana til sanninda- merkis. Hann hafði þó litla von um að fá pen- inga sina nokkum tima aftur. Það er langt á milli Kongolo og Matadi og auk þess var Grim- aldi liklega þaulæfður falsari. Ibrahim var um sex- tugt, risi að vexti og kempulegur. Augun voru dökk og svipurinn alvarlegur. Þeldökkt andlitið var eins og inn- rammað i gránað al- skegg. Á höfðinu hafði hann grænan vefjarhatt (turban). Var það merki þess, að hann hefði farið pilagrimsferð til Mekka. Hann var i skykkju úr hvitum ullardúk eins og Arabar klæðast venju- lega, og eins var Abdull- ah sonur hans, en við hans skykkju var áföst hetta. Ibrahim talaði á- gætlega ensku, en sonur hans gat aðeins sagt fá- ein orð á ensku. Ibrahim ráðlagði Árna að fá sér reiðbuxur úr ensku leðri og hnéhá leðurstígvél. Hann sagði, að þetta væri löng og erfið ferð og fötin slitnuðu mikið, þegar verið væri á hestbaki dag eftir dag. Berit spurði, hvort hún gæti verið i „tveed”-buxun- um, sem hún keypti i Las Palmas. Ibrahim hélt, að þær myndu duga, ef þær væru klæddar innanlærs með skinni, annars gætu þær slitnað við ásetuna. Hún þurfti lika að fá sér hné- há stigvél. Við allt þetta umstang hurfu þessir f jórir dagar i Kongolo áður en varði. Harry Douglas hafði haldið áfram lengra upp eftir fljótinu, og sáu þau hann þvi miður aldrei framar. 5. Við sólarupprás 23. júni lagði þessi langa lest upp. Þetta var myndarlegur hópur. Á undan aðallestinni riðu þrir alvopnaðir Arabar. Þeir voru vopnaðir lang- skeftum, öxum og hlöðn- um rifflum. Þeir áttu fyrst og fremst að ryðja úr vegi ýmsum hindrun- um, svo sem trjágrein- um og vafningsjurtum, en að hinu leytinu áttu þeir að verja flokkinn fyrir alls konar hættum, sem á vegi yrðu, annað hvort af völdum dýra eða manna. Næstur þeim reið svo Ibrahim sjálfur á fögrum gljá- svörtum gæðingi. Að baki honum komu svo i þéttum hópi Muhamed, bróðir Ibrahims, Ab- dullah og Árni og Berit. öll voru þau á ágætum gæðingum. Þvi næst kom löng lest af negrum og múldýrum með sinar byrðar. Allir negrar — baeði konur og menn — bera byrðar sinar á höfðinu. Það telja margir, að negra- stúlkur séu þess vegna svo beinvaxnar og fjaðurmagnaðar i gangi. Meðal ómenntaðra negra eru það fyrst og fremst konumar, sem bera farangur i ferða- lögum. Allt frá þvi að þær vom böm, hafa þær vanizt þvi að bera þung- ar byrðar á höfðinu. Allt vatn bera þær á höfðinu til hibýla sinna. Smátt og smátt fá þær svo mikla æfingu, að það er aðeins á mjög ósléttum vegi, sem þær þurfa að styðja byrðina með höndunum. Nú gengu burðarmennirnir eða burðarfólkið i einni halarófu, sem hlykkjað- ist i gegnum frumskóg- inn eins og slanga. Allir voru i ljómandi skapi og mösuðu, sungu og hlógu, þrátt fyrir allþunga byrði. Það veitti heldur ekki af þvi að byr ja ferð- ina i góðu skapi, þvi að ferðin gegnum frum- skóginn er bæði erfið og hættuleg og getur lika orðið tilbreytingalaus og þreytandi. 6. Héraðið milli Kongolo og Tanganyika kallast Manjema. Það er mjög mishæðótt og þar eru margar ár, sem falla i djúpum giljum, og aust- an til ná fjöllin allt að 3000 metra hæð. Mikill hluti landsins er þakinn þéttum frumskógi, sem mjög erfitt er að ferðast um. Á stöku stað eru þó allstór, skóglaus svæði og viðlendar sléttur. Á þessum sléttum fer fram aðal-ræktunin i þessum hitabeltissvæð- um. Nú á timum er þar lika talsvert af skepn- um. Manjema er þannig eftir Afriku-staðháttum fremur þéttbýlt land. Fýrr á öldum voru ibúar Manjema allra ferða- manna ógn, vegna þess orðs, sem fór af grimmd þeirra, og auk þess voru þeir mannætur. Hver ó- vinur, sem féll i þeirra hendur, var umsvifa- laust drepinn og étinn, en óvini töldu þeir alla aðkomumenn. Nú taka þeir ferðamönnum frið- samlega, en þeir lita þó enn mjög villimannlega út. Þeir hafa þann sið að mála sig alla um likam- ann með rauðum og blá- um litum, en auk þess skreyta þeir sig með festum úr mannabein- um, hnútum, kögglum, hauskúpum og svo renn- ingum af rándýrsfeld- um. Þegar Berit sá i fyrsta sinn Manjema-mann, fannst henni að aldrei hefði hún séð hræðilegri mannveru. Helzt minnti þetta á ljótt dýr. Liklega finnst þessu fólki hið sama, er það sér hvitu mennina i öllum þessum margbreytilega fatnaði. Liklega halda þeir, að þetta komi af þvi, að hvitir menn fremji ein- hvers konar galdra og fordæðuskap. Hjá þeim klæðast engir nema galdramenn og kuklar- ar, er þeir fremja listir sinar. Þessir skógartroðn- ingar, sem Ibrahim og flokkur hans fylgdi, lá fyrst beint i austurátt frá Kongolo. Flestar árnar komu þama frá suðaustri og runnu i norðvestur, og varð þvi að fara yfir marga djúpa dali og straum- harðar ár. Leiðin lá þvi mikið upp og ofan hálsa og hæðir, og var það þreytandi, bæði fyrir fólk og fararskjóta. Loftleiðin frá Kongolo til Tanganyika er um 250 km., en leiðin i gegnum frumskógana er svo krókótt og mishæðótt, að gera má ráð fyrir að vegalengdin tvöfaldist. Ekki mátti gera ráð fyrir að fara nema 30 km. á dag, og var þvi sýnilegt að ferðin myndi taka marga daga, þótt allt gengi sæmilega. En leiðin var alls ekki hættulaus. Strax fyrsta kvöldið fengu systkinin átakanlega sönnun þess. Það var komið nálægt sólarlagi. Frumskógur- inn var kyrr og þögull. Allt i einu heyrðist ein- kennilegt, reglubundið hljóð. Það voru ógreini- leg, dimm „trumbu- slög”, sem virtust koma úr skóginum vinstra megin við skógarslóð- ina. Þessum hljóð- merkjum var strax svarað frá hægri hlið vegarins, og seinna var tekið undir i skóginum fram undan. Þessi „trumbuslög” voru regluleg og hljómuðu eins og fyrirfram ákveð- ið merkjamál, enda voru þetta hljóðmerki. Það er margsannað, að ýmsir ættstofnar, sem lifa afskekktir i frumskógum hitabeltis- landanna, hafa mjög fullkomið merkjakerfi. Geta þeir með mismun- andi tónhæð og alls kon- ar hljóðbreytingum, þar sem hver og einn endur- tekur boðin, hvar sem hann er staddur, komið alls konar tilkynningum ótrúlegar vegalengdir á f ‘sparið' ^ r J þúsundir kaupið !■ 1 Sumar dekk Nokkur verðsýnishorn af fjölmörgum stærðum okkar af sumarhjólbörðum: STÆRÐ VERÐ FRA KR: 5.60-15 5.680- 5.0 -15 5.210- 155-14 5.600 - 590-13 5.550 - 560-13 5.950- 645/165-13 7.050- 550 -12 4.700- RADIAL: 165SR15 8.150- 185 SR14 9.980- 155 SR14 6.370- 155 SR13 6.260- 145 SR13 6.230- Öll verð eru miðuð við skráðgengi U.S.S: 178.80 TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐIÐ Á /'SLAND/ H/F AUÐBREKKU 44 — 46 KÓPAVOGI SIMI 42606 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆOIO A AKUREYRI H/F OSEYRI 8 EGILSTAOIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR GARÐABÆR NYBARÐI H/F GARÐABÆ Verksmiðjan ,, 'Armúla 16 jArmúlí Suðuriandsh, 'SST'arma « PLAST^ NÝJUNG: NÓTAÐ VARAAAPLAST MEÐ LOFTRASUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.