Tíminn - 30.04.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 30.04.1976, Qupperneq 9
Föstudagur liO. april 1076 TÍMINN 9 17. lands- þing SVFÍ Landsþing Slysavarnafélags íslands, það 17. í röðinni, verður sett i húsi félagsins á Granda- garði i Reykjavik föstudaginn 30. april kl. 15.30 að undan- genginni guðsþjónustu, sem hefst kl. 14.00 i Dómkirkjunni. Sérstakir gestir þingsins verða forseti Islands dr. Kristján Eldjárn og frú, dr. Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra og frú, biskupinn yfir Islandi dr. Sigurbjörn Einarsson og frú, Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri og frú og fleiri. Þingfulltrúar verða alls um 130, en deildir félagsins eru nú um 200 talsins um land allt. Félagatala er um 30.000 manns, svo að SVFl er meðal öflugustu áhugamanna- samtaka á landinu. Björgunar- sveitir félagsins eru orðnar 79 og björgunarskýli af öllu tagi eru samtals 96. A dagskrá fyrsta fundarins flytur forseti félagsins, Gunnar Friðriksson, skýrslu um starfsemi félagsins á siðasta ári og drepur einnig á það, sem brýnast er úrlausnar um þessar mundir og verður á næstunni. Heiðursgestir þeir, sem getið er hér að ofan, munu einnig flytja ávarp að lokinni ræðu forseta. Þá verða lagðir fram reikning- ar félagsins fyrir árið 1975 og fjárhagsáætlanir fyrir árið 1976 og 1977, og loks mun Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri flytja erindi um öryggismál sjófarenda. (Fréttatilkynning) Hagsveifluvog iðnaðarins: Hagur iðnfyrirtækja hefur farið versnandi og innheimta sölu- andvirðis gengur illa Nýlega kom út Hagsveifluvog iðnaðarins tekin saman af Félagi islenzkra iðnrekenda og Lands- sambandi iðnaðarmanna. Tima- bilið, sem hún nær yfir, er 4. ársf jórðungur 1975 og árið 1975 I heild. Niðurstöður Hagsveifluvogar- innar benda til, að lltils háttar framleiðslumagnsaukning hafi orðið á árinu 1975 miöað við 1974 eða um 2-3% samkvæmt þeim upplýsingum, sem bárust um hlutfallslega breytingu fram- leiðslumagns. Er þetta lægri hlut- fallstala en árið áður, en þá reyndist framleiðsluaukning vera um 5%. Aukningin var mest i prjónavöruiönaöi, málmiðnaði og skipasmiðum og viögerðum. H i ns vegar varð minnkun I sútun og verkun skinna og steinefna- iðnaði. Nokkur framleiösluaukning var á 4. ársfjórðungi 1975 miðað við 3. ársfjórðung oger þarum svipaða aukningu að ræða og áriö áöur, þó heldur minni. Ekki er gert ráö fyrir,aðum neina verulega fram- leiðsluaukningu verði að ræða i iðnaðinum á 1. ársfjórðungi 1976, en gert er ráö fyrir, að fram- leiðslumagniö verði mjög svipað og á síðasta ársfjóröungi 1975. Fyrirliggjandi pantanir og verkefni voru töluvert minni I árslok 1975 en 30. sept. 1975 og er nettóniðurstaða könnunarinnar sú, að fyrirtæki með 26% mann- aflans hafa minna af fyrir- liggjandi verkefnum. Fyrir einu ári var nettóniðurstaöa sú, að fyrirtæki með 32% mannaflans höfðu minni fyrirliggjandi verk- efni i árslok en 30. sept. Birgðir fullunninna vara jukust á 4. ársfjórðungi 1975. Sömu sögú er að segja um birgðir hráefna, þó jukust þær minna en birgðir full- unninna vara. Minnkun varð á starfsmanna- fjölda á 4. ársfjórðungi 1975 miöað við 3. ársfjórðung. Ekki var gert ráð fyrir breytingu á 1. ársfjórðungi 1976. Er hér um að ræða sömu niðurstöðu og var siðastliðiö ár en öfugt við það, sem vogin sýndi árin þar á undan. Venjulegur vinnutimi var svo til óbreyttur I lok 4. ársfjórðungar miðaö við 3. ársfjórðung 1975. Nýting afkastagetu var lakari i lok 4. ársfjóröungs en I upphafi hans. Nettóniðurstaða könnunar- innar er, að fyrirtæki með 13% mannaflans telja afkastagetuna lakari. Innheimta söluandvirðis hefur versnað nokkuð á 4. ársfjórðungi miðað við 3. ársfjórðung og er nettóniðurstaðan, að fyrirtæki með 28% mannaflans telja innheimtuna ganga verr en 30. sept. Sambærileg þróun hefur átt sér stað undanfarin ár. Er sem áöur, að þetta er mest áberandi hjá fyrirtækjum, er skipta aðal- lega við útgerðarfyrirtæki og önnur fyrirtæki tengd sjávar- útvegi. En slfellt bætast nýjar greinar verksmiðjuiönaðarins við og nú er svo komið, að þetta á við um allar greinar. Fjárfestingarfyrirætlanir fyrir- tækjanna voru þær sömu I árslok 1975 og i upphafi þess árs. Fyrir- tæki með 43% mannaflans svör- uðu þeirri spurningu játandi. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Norður-Þingeyinga, Kópaskeri er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for- manni félagsins Árna Sigurðssyni Hjarðarási við Kópasker eða Baldvin Einarssyni starfsmannastjóra Sambands- ins, fyrir 15. mai n.k. Kaupfélag Norður-Þingeyinga Þjóðdans frá Panama Þjóðdansafélagið sýni Norðurlandi r a Þjóðdansafélag Reykjavikur fer nú um næstu helgi i sýningar- ferð norðurá land og sýnir m.a., á Blönduósi á föstud.kvöld og á Dalvik sunnudaginn 2. mai. Sýn- ingar þessar eru I tilefni af 25 ára afmæli Þjóðdansafélagsins, sem er nánar tiltekið þann 17. júni n.k.. 1 marz s.l. hélt Þ.R. 2 af- mælissýningar I Þjóðleikhúsinu við húsfylli og mjög góðar undir- tektir áhorfenda, enda er efnisval og uppsetning ásamt búningum mjög fjölbreytt, dansaðir eru þjóðdansar frá 15 þjóðlöndum og þar má nefna m.a., Island, Rúss- land, U.S.A., Perú og ttaliu. Stjórnandi og aðalkennari er Svavar Guðmundsson, en einnig hafa þær Helga Þórarinsdóttir og Kolfinna Sigurvinsdóttir haft um- sjón með hluta úr prógramminu. Hópurinn, sem fer I þessa ferð, telur um 65 manns og þar af eru dansarar um 55. Þessi ferð Þjóð- dansafélagsins norður á land er með viðamestu sýningarferðum út á land með eigin hóp, en félagið hefur farið nokkrar ferðir út um landið siðastliðin ár meö erlenda hópa, og má þar nefna miklu ferð s.l. sumar sem félagið fór um Austur-, Norður-, Suður- og Vesturland með þátttakendur i Norrænu Þjóðdansamóti, sem var haldið i Reykjavík siðastl. sumar á vegum Þ.R. og U.M.F.l. Fataverksmiðjan Sportver h.f. tilkynnir nýtt aðsetur að Skúlagötu 26 (gengið inn frá Vitastíg). Símanúmerið verður óbreytt: 19470 SPORTVER HF KÓRónn °g skri,stofur Hið sama gilciir um skrifstofur neðantaldra ver/.lana. herm^ .hÚSlOy skrifstofur skrifstofur skrifstofur '! r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.