Tíminn - 30.04.1976, Side 15

Tíminn - 30.04.1976, Side 15
Föstudagur :!0. april 1976 TÍMINN 15 Áróðurshugarfar rannsóknarlögreglu sýnir, hve- nær hvert atriöi kemur til með- ferðar hjá henni og hvenær málið er afgreitt þaðan. Mætti þannig rannsaka og gera yfirlit yfir, hve langan tima rannsókn tekur að meðaltali, þ.á. m. mætti flokka málin niður i málaflokka og kanna hvern flokk um sig. En slik könnun hefur ekki verið gerð og mundi kosta afar mikla vinnu. Það er afar misjafnt hve langan tima rannsókn tekur. Smámál eru yfirleitt afgreidd fljótt. Þó getur út af þvi brugðið, einkum þar sem erfitt getur verið að ná til sakbornings eða annarra.»Þegar álag er mikið, getur það hæglega leitt til þess, að rannsókn litil- vægra sakarefna mæti afgangi, jafnvel lognist út af með öllu. Yfirmenn rannsóknarlögreglu telja, að mjög hafi á það skort undanfarin ár, að stofnunin hafi haft tima til þess að sinna öllum sakarefnum sem skyldi. Þvi verður vist ekki neitaö með rök- um, að mikill fjöldi rannsókna hefur ekki verið rekinn með þeim hraða, sem æskilegt væri. Sum málefni fara strax i upphafi til dómenda, dómara eða fulltrúa, en ekki til rannsóknarlögreglu. Þeim má skipta þar með laus- lega. Kæru fyrir smávægileg brot, einkum frá lögreglu, ölvun á almannafæri, ölvun og umferðar- brot o.fl. Þessi mál eru afgreidd með sátt og oft tiltölulega fljótt. Dráttur verður helzt þegar illa gengur að ná til sökunauts, en það er að visu allalgengt. Sakadómur hefur gefizt upp á að afgreiða sum af þessum málum, þ.e. kær- ur út af stöðumælabrotum og kærur fyrir ólöglega stöðu bif- reiða og fyrnist af þeim sökum fjöldi smámála. Telja verður, að afgreiðsla annarra mála i þessum flokki gangi sæmilega og án óhæfilegs dráttar. b. Venja hfur verið, að rann- sókn út af ölvun við akstur hefur farið fram fyrir dómi, en rann- sóknarlögreglumenn hafa nú eftir að rannsókn umferðarslysa flutt- ist til lögreglunnar, tekið að nokkru við þessum rannsóknum einnig. Rannsóknir þessar ganga yfirleitt án óþarfa tafar, þegar litið er á heildina.” En ég skýt þvi hér inn i, án lagaheimildar, en með samkomulagi hafa rann- sóknarmenn tveir, að ég ætla nú; verið fluttir til lögreglustjóra- embættisins i Reykjavik til þess að fást við þessi mál og til þess að reyna með þeim hætti að koma i veg fyrir tviverknað i þessum efnum. En með frumvarpi um rannsóknarlögreglu er gert ráð fyrir þessu, og ef það verður að lögum fær það staðfestingu. „ c. Ýmis sérstök sakarefni fara til rannsóknar beint til dómara. Sem dæmi má nefna rannsóknir út af kærum frá rannsóknard. rikisskattstjóra. Þar er yfirleitt um það að ræða, að þær eru send- ar beint til dómara, en ekki til rikissaksóknara. Þar sem rann- sóknardeildin hefur raunar sjálf séð um frumrannsókn. Hér koma einnig til ýmsar rannsóknir út af viðskiptabrotum. Sum þessara mála geta verið afar yfirgrips- mikil og nauðsyn reynzt á bókhaldsrannsókn eða annarri sérfræðilegri rannsókn. Er það alkunnugt, að slikar rannsóknir er mjög erfitt að fá unnar fljótt og kemur hvort tveggja til, að erfitt er að fá menn til þeirra nema einhverja, sem að miklu leyti eru bundnir við önnur störf og hitt, að rannsóknirnar eru i eðli sinu sein- unnar, jafnvel þótt þeim sé sinnt af fullum krafti. Rannsóknir þær, sem þannig fara beint til rann- sóknar fyrir dómi, taka oft veru- legan tima dómendanna. Nefna má nokkur nýleg dæmi. Alþýðubankamálið svonefnda kom til rannsóknar um jólaleytið, hefur tekið mikinn hluta starfs- tima eins dómarans tvo fyrstu mánuði ársins, og önnur mál, sem honum hafa verið falin, hafa beð- ið á meðan. Armannsfellsmál, sem kom til meðferðar i haust, tók umtalsverðan tima eins full- trúa. Einn dómarinn annaðist á s.l. ári mjög langvinna rannsókn út af gjaldþroti Vátrygginga- félagsins. Allar þessar rannsókn- ir tel ég hafa verið reknar með óaðfinnanlegum hraða. Dráttur á dómsmálum Þegar talað er um drátt á dómsmálum verður að hafa það i huga, að oft liður verulegur og stundum langur timi frá þvi að rannsókn er send rikissaksóknara og þar til hann tekur ákvörðun um málshöfðun, og er þessi hlutur dráttarins á málinu auðvitað sakadómi óviðkomandi. Senni- lega stafar þessi dráttur einkum af ónógum starfskröftum hjá rikissaksóknara. AAálsmeðferð fyrir sakadómi Þriðja stigið, málsmeðferð fyr- ir sakadómi, tekur oftast ekki langan tima. Almenna reglan er sú, aö þegar dómari hefur fengið mál i hendur, tekur hann málið fyrir mjög fljótlega. Ef sakborn- ingur mætir og sakarefni er ekki flókið, kemur dómur yfirleitt strax eða mjög fljótlega. Hins vegar geta mál dregizt vegna þess að sakborningur mætir ekki, og ekki eru skilyrði til að dæma málið að honum fjarstöddum. Getur þessi dráttur oft orðið ær- inn, enda starfskraftar við boðun ónógir, og stundum getur mál fyrnzt, svo sem ef sakborningur hverfur úr landi og kemur ekki aftur og hann fæst ekki framseld- ur. En ég skýt þvi hér inn, að i sumum tilfellum eru samningar um framsal á milli landa. Slikt er þó afar sjaldgæft. Sum mál eru af ýmsum ástæðum flókin, þannig að meðferð þeirra tekur langan tima. Ég hef látið taka saman yfirlit yfir dóma þá, sem dæmdir voru 1975 i Sakadómi Reykjavik- ur, þar sem fram kemur, hve gamlar ákærur þær voru, sem um var dæmt. Yfirlit þetta er á þessa leið: Einn mánuður eða skemmri timi 463 mál. Einn til þrir mánuð- ir 248 mál. 3-6 mánuðir 101 mál. 6- 12 mánuðir 59 mál. 1-2 ár 2 mál og yfir 2 ár 6 mál. Samtals 873 mál. Um siðustu áramót voru við Sakadóm Reykjavikur ódæmdar alls 177 ákærur og skiptust þær þannig eftir árum: Útgefnar 1970 1, 1971 3, 1972 10, 1973 12, 1974 23 Og 1975 128. Þótt auðvitað megi sjálf- sagt finna að drætti á dómsmeð- ferð ýmissa mála hygg ég, að dráttur á þessum þætti mála stafi oftast af óviðráðanlegum ástæð- um. Þvi miður gengur afgreiðsla dómsgerða ekki nógu greiðlega. Úr þessu ætti að mega bæta með betri skipulagningu en hér er og e.t.v. einhverri styrkingu starfs- krafta. Málsmeðferð í hæstaréfti Fjórða stigið, áfrýjun dóma i opinberum málum, er tiltölulega sjaldgæf, en hún tekur að sjálf- sögðu töluverðan tima. Mér virð- ist þó opinber mál hafa forgangs- hraða hjá hæstarétti. Það er e.t.v. ástæða til þess að undirstrika þetta hér, af þvi að það er e.t.v. ekki i samræmi við það, sem menn halda. Langmest- ur timi hæstaréttar fer i að dæma einkamál. En opinberu málin, sem koma til hæstaréttar, eru miklu, miklu sjaldgæfari. Fullnustustig Fimmta stigið, fullnusta refsi- dóma, hefur ekki gehgið nógu greitt. Reynt héfur verið ab bæta úr, og nokkuð miðað fram á leið siðustu missiri. Hér skiptir mestu máli að styrkja boðunardeild dómsins, á árangri hennar veltur allt að þessu leyti. Benda verður á, að dómum hefur fjölgað mjög siðustu ár, og voru þeir yfir 900 á s.l. ári”. Meðferð Saka- dómaraembættisins Ég hef viljað lesa þessa — að mér finnst — greinargóðu skýrslu frá yfirsakadómara af þvi að hún skýrir alveg hlutlaust frá gangi þessara mála við þetta embætti, þar sem málafjöldinn er lang- samlega mestur. Og ég held að mér sé óhætt að segja það, að við Sakadómaraembættið i Reykja- vik sé gengið mjög vel fram i þvi að fullnægja dómum, sé þess nokkur kostur. Auðvitað getur stundum verið álitamál, hve langt á að ganga i þvi, ef fullnust- an hefur t.d. dregizt mjög lengi, og maðurinn ekkert brotið af sér i millitið, þá getur það stundum verið hart aðgöngu að fara að gripa hann og setja hann inn eftir nokkur ár. En það er áreiðanlegt, að þeir hjá sakadómi, sem hafa með þessi mál að gera, láta ekki sitt eftir liggja i þessu efni. Jörgensens-málið Það er i greinargerð meö þess- ari þingsályktunartillögu vikið að þremur málum alveg sérstaklega og mér finnst rétt, að ég reki gang þeirra. Það er i fyrsta lagi hiö svokallaða Jörgensensmál, og það má segja um þá málsmeð- ferð, að hún er eiginlega ein sorgarsaga. Það er 22. des. 1966, sem það mál hefst með þvi að bréf berst frá Seðlabanka til sakadóms um ætlað gjaldeyris- brot. 1 jan. 1967 fara svo fram fyrstu þinghöld i þvi máli. 13. febr. 1967 er svo endurskoðanda, Ragnari Ólafssyni, sent málið vegna bókhaldskönnunar um gjaldeyrisskil. 21. nóv. 1967 sendir skiptaréttur sakadómi bréf um gjaldþrot Friðriks Jörgensens. 10. des, 1967, skilar endurskoð- andi skýrslu um gjaldeyrisskil. 23. febr. 1968 er endurskoðanda falin bókhaldsrannsókn um gjald- þrotið. 27. ágúst 1968, skilar endurskoðandi skýrslu um rann- sókn á gjaldþrotinu. 1968-1969, dómsrannsókn, fyrst um gjald- eyriskæruna, siðan um gjaldþrot- ið. 9. mai 1969, sendir sakadómur saksóknara rannsókn um gjald- eyrisþáttinn og 23. des. 1969 um gjaldþrot Friðriks Jörgensens. 21. okt. 1970, biður saksóknari um frekari rannsókn. 3. marz 1971, sakadómur séndir saksóknara endurrit af þeirri rannsókn. 15. marz 1971 er svo fyrst gefin út ákæra. 18. marz 1971 er málið þingfest, siðan tekið aftur eftir nokkurn tima fyrir. 22. febr. 1972, saksóknari tilkynnir sakadómi, að fallið sé frá II. kafla ákærunn- ar um gjaldeyrisbrot. 1 sept. 1972 gerist það svo, að dómari sá, sem með málið hafði farið, lét af störf- um. 1 april 1973 er Halldóri Þor- björnssyni falið að fara með mál- ið sem dómkvöddum manni, mál- ið er áfram hjá verjanda og sækj- anda. Verjandi var frá vinnu vegna veikinda fyrstu mánuði ársins 1973 og aftur frá þvi sumarið 1974 og lézt hann i des. 1974.10. jan. 1975, Friðrik Jörgen- sen bent á, að tilnefna nýjan verj- anda. 13. marz 1975, er verjandi skipaður Skúli Pálsson hæsta- réttarlögmaður. Haustið 1975, rikissaksóknari felur Hallvarði Einarssyni sókn i málinu. Og hér við er þessu bætt: „Búast má við, að málflytjendur þurfi enn nokk- urn tima til þess að undirbúa flut'ning málsins.” Ég vona, að það hafi ekki verið ofmælt, sem ég sagði, að saga þessa máls er alveg einstök sorgarsaga i dóms- málameðferð, og ég held alveg einstök. Klúbbmálið Klúbbmálið svokallað er annað málið, sem minnzt er á. Það hófst 12. okt. 1972 — með bréfi rann- sóknardeildar rikisskattstjóra til sakadóms. 10. mai 1973, sendir rannsóknardeildin saksóknara skýrslu um bókhald, rekstur og skattframtöl Klúbbsins og Glaumbæjar, en þessir þættir höfðu verið i rannsókn hjá skatt- rannsóknardeildinni. 3. ágúst 1973, sendir sakadómur saksókn- ara endurrit dómsrannsóknar. En það er svo ekki fyrr en 4. des. 1974 eða talsvert á annað ár, sem liður, þegar svo rikissaksóknari biður sakadóm um frekari rann- sókn. 31. okt. 1975, sendir saka- dómur rikissaksóknara endurrit af þeirri rannsókn og 27. febr. 1976 er svo ákæra fyrst gefin út. Ég held, að þessi tvö mál sýni, hve það er nauðsynlegt, að rikis- saksóknari fylgist með rannsókn máls þannig að það þurfi ekki að koma til þess, að hann þurfi að æskja framhaldsrannsóknar eins og átt hefur sér stað i þessum báðum málum. Og ég hef ekki fengið neina skýringu á þvi, hvers vegna málið dróst svona lengi hjá saksóknara eða frá þvi i ágúst 1973 til 4. des. 1974, þegar svo þá var óskað eftir framhaldsrann- sókn. Gjaldþrot Vátryggingafélagsins Þriðja málið sem minnzt er á, er gjaldþrot Vátryggingafélags- ins. Saga þess er á þessa leið: 10. nóv. 1971, tilkynnir skiptaréttur sakadómi gjaldþrotiö. 9. febr. 1972, málið sent endurskoðanda, Ragnari Ólafssyni, til rannsókn- ar. 24. april 1974, skýrsla endur- skoðanda dags., sem sýnir ein- mitt, hvað endurskoðun gétur oft tekið langan tima i þessum mál- um. Sept. 1974, til des. 1975 dóms- rannsókn fór fram á þessu tima- bili og 19.. des. 1975 dómsrann- sóknin send rikissaksóknara. Tímaeyðsla Það er nauðsynlegt að auka starfskrafta hjá rikissaksóknara og yfirdómi til þess að hann geti fylgt málunum eftir, fylgzt með þeim á rannsóknarstiginu, og það þurfi ekki að koma til þess eftir svo langan yfirlestur hjá honum, þegar hann hefur fengið skjölin til meðferðar, að þá og þá fyrst sjái hann, að einhver atriði þurfti að rannsaka betur, eða að hann tel- ur, að einhver atriði þurfi að rannsaka betur. Það er mikið álag á rikissaksóknara og þeim mönnum, sem þar vinna og ég held. eins og ég sagði, að það þurfi nú að auka starfskrafta þar. En enn fremur held ég, að það þurfi mjög að taka til athugunar að breyta þeirri skipan, sem nú gildir um saksóknara. Ég held, að það sé alger óþarfi og timaeyðsla að vera að láta öll þau mörgu smámál til hans fara, sem þang- að eru send nú. eins og t.d. nokkuð augljós alvarleg brot. Það er ekki nema til að tef ja tima. Ég held, að það þurfi að taka það til athugun- ar, hvort það beri ekki að veita dómara — eins og áður — heimild til þess að höfða þar mál án þess að ákæra komi frá rikissaksókn- ara. Það er að sjálfsögðu skiljan- legt, og til þess tilhneiging hjá dómurum, jafnvel þótt þeir hafi sjálfir stundum heimild til að höfða mál. að þá vilja þeir leita til rikissaksóknara og fá hans fyrir- mæli. En með þessum vinnu- brögðum held ég, þó að ég sé ekki persónulega kunnugur á þessum stöðvum, að það fari of mikill timi i of litið, og að það þurfi að búa svo um, að rikissaksóknaraemb- ættið geti fyrst og fremst átt við meiri háttar mál. Það held ég, að hafi verið hugsunin, þvi að skipu- lagið sem áður var, var þetta, að dómari höfðaði málið i mörgum tilfellum, en dómsmálaráðuneyt- ið fór svo með ákæruvald lika, en það var þá yfirleitt bundið við meiri háttar mál. ÍL SKIPAÚTCCR9 RÍKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 5. mai tii Breiða- fjarðarhafna. Vörumóttaka: þriðjudag og miðvikudag. Eigendur bifreiða og þunga- vinnuvéla! Höf um fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði: Rafgeymahleðslu— og starttæki 6, 12, og 24 volt ásamt ýmsum öðr- um mælitækjum. GÓÐ TÆKI, GÓÐ WÓNUSTA, — ÁNÆGÐIR BIFREIDAEIGENDUR. O. Engilbert/son hf Auðbrekku 51 Kópavogi, simi 43140 Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliða- vatns hefst 1. mai. Veiðileyfi eru seld i Vesturröst, Laugavegi 178, Vatnsenda, Elliða- vatni og Gunnarshólma. Veiðifélag Elliðavatns. Permobel Blöndum bílalökk llLOSSlf Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 ver/lun -8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum -I3LC1SSII-------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.