Tíminn - 30.04.1976, Page 24

Tíminn - 30.04.1976, Page 24
Föstudagur ;iO. april 1976 brnado þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 Tryggið gegn stein- efnaskorti,-gefið STEWART fóðursalt SAMBANDIÐ INNFLUTNINGSDEILD § plast ÞAKRENNUR ^ Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. Nýborg? O Ármúla 23 — Sími 86755 Sambúðin við Sovét jgfn qóð Iteuter, Houston. — Gerald Ford, Bandarilcjaforseti, sagði i gær að sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna hefði ekki versnað undanfarið, þrátt fyrir afskipti Sovétrikjanna af mál- efnum Angóla, kyrrstöðu i við- ræðunum um takmörkun kjarn- orkuvopna og önnur deilumál, sem upp hafa risið. Sagði forsetinn á frétta- mannafundi, sem haldinn var þegar hlé varð á kosningabar- áttu hans i Houston: — Ég hef ekki orðið var við eða tekið eftir neinum afgerandi breytingum i samskiptum og tengslum milli Sovétrikjanna og rikisátjórnar Bandarikjanna. Ronald Reagan, keppinautur hans um útnefningu Repúblik- anaflokksins i forsetakosning- unum á komandi hausti, hefur gert tengsl Bandarikjanna og Sovétrikjanna að kosningamáli. Hefur Ford forseti hert stöðu sina með þvi að fullyrða að Bandarikin séu i dag betur vopnum búin en Sovétrikin. — Við reynum að vinna að þvi, eftir öllum þeim leiðum sem ég þekki, að koma i veg fyrir átök i heiminum, sagði for- setinn þegar hann lýsti sam- bandinu milli rikjanna. Sagðist hann sjá merki þess, að Sovétrikin ætluðu að standa við samkomulag það, sem gert var milli rikjanna um sölu USA á komi til Sovétrikjanna næstu árin. Á miðvikudag var tilkynnt um kaup Sovétmanna á rúm- lega þrem milljónum tonna af mais og öðrum korntegundum frá Bandarikjunum. Staða Carters styrkist enn við þó tilkynningu að Humphrey Bjóði sig ekki fram Sýrlandsher d ferð um Líbanon: Reuter, Washington. Hubert Humphrey, öldúngardeildarþing- maður staðfesti i gær að hann myndi ekki taka beinan þátt i for- kosningum bandariska Demó- krataflokksins, sem nú standa yfir. Akvörðun þessi, sem Humphrey tilkynnti á blaða- mannafundi i gær, er talin styrkja mjög vonir Jimmy Carters, fyrrverandi fylkisstjóra Georgia-rikis, um að verða út- nefndur forsetaefni Demókrata- flokksins i kosningum þeim, sem fram eiga að fara i nóvember- mánuði. Humphrey sagði einnig, að hann væri enn reiðubúinn öl að verða frambjóðandi flokksins, ef honum verður boðið þaðá flokks- þinginu i New York i júli. Hann sagðist þó ekki vera og ekki ætla að verða frambjóðandi i forkosn- ingunum. Humphrey, sem er sextiu og fjögurra ára gamall, sagðisthafa • hyggju að bjóða sig fram til endurkjörs sem öldungadeildar- þingmaður Minnesota, en þeir eru kosnir til sex ára i senn. Hvatti hann þá demókrata, sem þegar eru frambjóðendur i for- kosningum að halda baráttu sinni áfram og gefast ekki upp. Hann bætti þvi við, að þrátt fyrir mikinn þrýsting vina sinna hygðist hann ekki taka þáttifor- forkosningunum i New Jersey þann 8. júni, en Igærvoru siðustu forvöð að skrá frambjóðendur þar. Þessi ákvörðun Humphreys virðist gera Jimmy Carter þvi sem næst öruggan um að hljóta útnefningu demókrata. Hann hefúr unnið sjö af þeim niu for- kosningum, sem haldnar hafa verið, en tuttugu og tvö rlki eiga eftir að kjósa. Vonir helztu keppinauta Cart- ers, þeirra Henry. Jacksons og Morris Udalls urðu nánást að engu eftir sigur Carters i Penn- sylvani'u á þriðjudag, Þó er Carter ekía búinn aö tryggja sér sigur og margt getur hent enn, bæði i forkosningunum og á sjálfu flokksþinginu. Flutningalesf á leið til Beirút Reuter, Sidon,— Lest sextiu her- flutningabifreiða með sýrlenzk- um númerum stefndu i gærkvöld i átt til Beirút. Þessir flutningar gætu orðið til þess að auka á spennuna i höfuðborginni, sem þegar er mjög striðshrjáð. Vitni i bænum Sidon i suðurhluta Libanon sögðu að bif- reiðarnar, sem virtust hlaðnar hermönnum, hefðu snúið til norð- urs, i átt til Beirút, eftir að hafa komið til Sidon að austan. Ekki var vitað i gær hvort h^r- sveitir þessarhefðu verið komnar til Libanon. Mikill fjöldi sýr- lenzkra hermanna var fyrir i Masnaa-héruðunum. Á miðvikudagskvöld sökuðu samtök vinstrimanna i Libanon, sem um þessar mundir eru á- hrifamesti hópurinn innan stjórn- máialifs landsins Sýrlendinga um að beita þvingunum, bæði stjórnmálalegum og hernaðar- legum, til þess að fá kjörinn for- seta, sem þeim er að skapi. Fyrirhugað er að þingið i Libanon komi saman á laugardag til þess að kjósa arftaka Suleiman Franjieh, forseta, en afsögn hans hefur verið ein af meginkröfum vinstrimanna i Libanon. Samtök vinstrimanna báðu þó um það i gær, að kosningunum yrði frestað um sinn. Eftir framburði . vitna i Sidon að dæma eru sjúkrabifreið- ar og talstöðvarbifreiðar i fylgd með herflutningalestinni. Þar sem breitt var yfir palla flutn- ingabifreiðanna var ekki að fullu ljóst hvort þær væru fullskipaðar mönnum, en hver um sig er venjulega látin flytja fjörutiu menn sem þýddi, að i lestinni væru um tvö þúsund og fjögur hundruð hermenn. Engin skýring var gefin á flutn- ingum þessum i gær, en talið var að þeim væri ætlað að tryggja friðsamlegar kosningar forseta Sýrland hefur nú að minnsta kosti fjörutiu skriðdreka innan iandamæra Libanon og, að þvi er talið er um tiu þúsund hermenn. Reuter, Peking,— Hua Kuo-feng, hinn nýi forsætisráðherra Kína, hélt i gærkvöld enn eina harða andsovézka ræðu og varaði hann þá Nýja Sjáland og önnur Kyrrahafslönd við yfirgangi Kremlverja. Ræðu sina flutti Hua i veizlu, sem haldin var Robert Muldoon, forsætisráðherra Nýja Sjálands, til heiðurs og sagði hann að Sovét- rikin væru nú „hættulegasta styrjaldaruppspretta heims” og ennfremur að þau væru „veru- lega framgjarnt en innanveikt” stórveldi. Sendiherra Sovétrikjanna, Vasily Tolstikov og aðrir sendi- menn A-Evrópulanda, sátu „svipbrigðalausir” undir árás Hua, en hún er meðal þeirra hörðustu, sem kinverskur leiðtogi hefur sett fram i Ráðhúsi Alþýðunnar I Peking. Hua talaði meðal annars um stórveldi sem hefði „gripið tæki- færið til þess að auka útþenslu sina og afskipti á Kyrrahafs- Asiusvæðinu”, og átti hann þar greinilega við Sovétrikin. Sagði hann ennfremur, að lönd á þessu svæði, svo sem Ástralia og Nýja Sjáland, hefðu aukið mótstöðu sina gegn útþenslu- stefnu Sovétrikjanna og bætti siðan við: — Við styðjum eindregið þá réttlátu afstöðu þeirra -. Um Sovétrikin sagði Hua einnig, að þau „sýndu hinum veika yfirgang og ofbeldi, en óttuðust þann sterka”, Minntist hann að minnsta kosti fjórúm sinnum á þennan yfirgang. Greinilegt er að fordæming Muldoons á „heimsvaldastefnu Sovétrikjanna” i Angóla og á Indlandshafi, hefur vakið athygli og hrifningu stjórnvalda i Peking. KissingerberekkisamanviðWashington umGhana-afboðunina Kveisa hrjáði ráðherrann í gær Reuter, Kinshasa. Henry Kiss- inger, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, varð að breyta áætlun Afrikuferðar sinnar i gær. Sjálf- ur þjáistKissinger af innantökum og eru aðstoðarmenn hans i vafa um hvað þeir eiga að gera næst. Kissinger veiktist I gærmorgun og segja læknar að hann sé með væga iðrabólgu. Bandariskir embættismenn vissu ekki i gær hverjar áætlanir Kissingers væru nú, en upphaf- lega átti hann að leggja upp til Ghana i gær. Rikisstjórn Ghana aflýsti afhm á móti heimsókn hans þangaf. á siðustu stundu. Ekki hefur fengizt skýring á þvi, hvers vegna Kissinger ber ekki saman við yfirlýsingar Washington um aflýsingu heim- sóknarinnar til Ghana. Ráðherr- ann sagði i ræðu á miðvikudags- kvöld, að Bandarikin ætluðu ekki að mótmæla afboðun heimsókn- arinnar, en samkvæmt tiikynn- ingu stjórnvalda I Washington hefur rikisstjórnin þegar mót- mælt við Ghana, Nigeriu og Sovétrikin. Búizt var við i gær, að Kissing- er héldi Afrikuferðinni áfram i dag og færi þá til Liberiu, þrátt fyrir kveisuna. Fótur fannst Reuter, Paris. — Þegar hraðlestin frá frönsku Rivierunni kom til enda- stöðvar sinnar i Gare de Lyon I Paris i gær, fannst mannsfótur sem rifnað hafði af um mjöðm, fastur á eimreið lestarinnar. Lögreglan hóf þegar rannsókn málsins og leitar nú manns þess, sem fóturinn er af, meðfram spori lestarinnar. HORNA FBÍ ásótti King Reuter, Washington.— Edward Levi, saksókpari, fyrirskipaði i gærleitað leynilegum skýrslum um morðið á dr. Martin Luther King, til að ákvarða hvort FBI hafi á einhvern hátt beitt sér á vafasaman hátt, fyrir eða eftir morðið. Levi lagði um leið áherzlu á, að lokið væri fimm mánaða langri athugun á skýrslum FBI og að ekkert gæfi ástæðu til aö ætla aö stofnunin hafi á nokkurn hátt borið sök á dauða dr. King. — Byrjunarathuganir gefa enga ástæðu til að ætla annað en að rannsókn FBI á morðinu hafi verið fullnægjandi og heiðarleg, sagði Levi. Samt sem áður, sagði hann, fundust við athugun þessa sönn- unargögn fyrir þvi að FBI hafi, löngu áður en morðið var framið, tekið upp áætlun um eftirlit og ofsóknir, til þess að rægja og skaða bæði dr. King sjálfan, svo og hreyfingu þá, sem hann var i forystu fyrir. ™v 'A Mllll áT Frakkar enn reiðu- búnir til stjórnmála- sa mbands við Kambódiustjórn......... Reuter, Paris. — Jean Sau- vagnargues, utanrikisráð- herra Frakklands sagði I gær, að honum heföu ekki borizt neinar þær upplýsingar, sem staðfestu orðróm um fjölda- morð I Kambódiu. — Svo framarlega sem ég veit, er litið um öruggar upplýsingar af þróun mála i Kambódiu, sagði hann. — Allt það sem sagt er um landið vekur ugg með okkur og við hljótum að hugsa um þab hvort þessar ógnvekjandi fregnir eigi sér einhverja stoð. Vestræn blöð hafa birt skýrslur þar sem segir, að um sex hundruð þúsund manns hafi verið drepin i Kambódiu siðan Khmer Rouge tók við völdum þar. Franski forsætisráðherrann sagði i gær, aö frásagnir manna um þetta stönguðust á og bætti hann siðan við: — Við erum enn reiöubúnir til að taka upp stjórnmálasamband við land þetta. — Evrópski Alþýðu- flokkurinn stofnaður i gær Rcuter, Brussel. -- Leiötogar flokka Kristilegra demókrata i löndum Efnahagsbandalags Evrópu samþykktu i gær myndun heildarfiokks i Evrópu og kusu Leo Tinde- mans, forsætisráðherra Belgiu sem forseta hans. Flokkurinn mun standa að sameiginlegri baráttu vegna fyrstu beinu kosninganna til Evrópuþingsins, en þær eiga að fara fram að vori árið 1978. Innan flokksins eru félagar frá öllum löndum EBE, nema Bretlandi, þar sem enginn flokkur Kristilegra-demó- krata er fyrir hendi. Nafn þessa nýja flokks er Evrópski Alþýðuflokkurinn. ófrjósemisaðgerðir ekki i alrikislög Reuter, Nýju Delhi. — Rikis- stjórn Indlands hefúr ákveðið að hætta við setningu laga, sem gera myndu ófrjósemis- aðgerðir á fólki að skyldu við tilteknar aðstæður, þar sem landið á ekki þann útbúnað sem þarf til að framfylgja lagasetningunni, eftir þvi sem heilbrigðis- og fjölskylduáætl- unarmálaráðherra, landsins, Karan Singh, sagði i gær. En rikisstjórnin vill þó halda málinu opnu og mun ekki stöðva neitt einstakt fylki Indlands i setningu laga af þessu tagi, eftir þvi sem ráð- herrann sagði. Fyikið Maharashtra hefur þegar sett lög, sem nú eru I at- hugun sérstakrar nefndar, þar sem farið er fram á að minnsta kosti annað hjóna gangist undir ófrjósemisað- gerð, þegar þau hafa eignazt þrjú börn. Þeir fá að læra hvað þeim er fyrir beztu...... Reuter Varsjá. — Pólverjar hafa nú fellt ungmennasveitir inn i her sinn. Sveítir þessar starfa i íbúðarhverfum og á vinnustöðum og er þeim ætlað að skapa grundvallarkjarna tveggja milljón ungmenna, sem gera á betur móttækileg fyrir kommúnisku skipulagi. Innfelling ungmennasveit- anna i herinn var formlega gerð á miðvikudag, meðan á þingi pólskrar æsku stóð. Tvö ungmennasambönd, pþlskir skátar og samtök stúdenta i Varsjá, verða áfram utan skipulags hers- ins. Pólska fréttastofan PAP sagði að tilgangur þessarar innfellingar væri að koma betur áleiðis þeim skilningi aö sósialistarikið væri öllum Pólverjum fyrir beztu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.