Tíminn - 08.08.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.08.1976, Blaðsíða 1
— segir Guðmundur Sigurjónsson, skókmeistari, í viðtali við Tímann einvíginu, sem haidið var i Reykjavik 1972, og þrátt fyrir að Karpov sé i dag heimsmeistari, þá verðum við að muna eftir þvi, að hann vann titilinn ekki i raunverulegu heimsmeistara- einvigi. Siðara millisvæðamótinu, sem teflt var i Sviss, lauk i fyrrakvöld með sigri danska stórmeistarans Bent Larsens, en hann hlaut 12.5 vinning . I 2-3. sæti voru ungverski stór- meistarinn Portisch og sovéski stórmeistarinn Tal og voru þeir með 12 vinninga. Fyrra mótinu lauk eins og kunnugt er með sigri brasiliu- mannsins Meckings, en i 2.-3. sæti voru Hort (Tékkóslóvakiu) og Polugajevski (Sovét.) 3 efstu menn úr hvoru móti komast áfram i lokakeppnina auk fyrr- verandi heimsmeistara, Fisch- ers, og Kortsnojs, sem var sið- asti áskorandi. Af þessum átta mönnum eru raunverulega aðeins tveir frá Sovétrikjunum, þar sem Korts- noj hefur nú fengið landvistar- leyfi i Hollandi. Guðmundur var spurður að þvi, hvort hann vissi eitthvað frekar um áætlanir Fischers, en komið hefur fram i blöðum. — Það virðist allt vera enn á huldu um fyrirætlanir hans. Um daginn var sagt frá þvi i fréttum, að hann væri að semja við Karpov um einvigi, en ég hef ekki mikla trú á þvi. Hvað skeður, ef Fischer mætir ekki til leiks er nokkuð óljóst. Regl- urnar eru alltaf að breytast, en mér skilst að Spassky og Petrosjan muni: þá þurfa að keppa um réttindin til að verða áttundi maður. Hefur þú eitthvað sérstakt dá- læti á einum þessara átta manna, sem munu keppa i kandidatakeppninni? — Mér finnst mjög ánægju- legt að vita af Tal i þessum hóp. Hann hefur eins og kunnugt er átt við heilsuleysi að striða, en nú er sem hann sé að ná sér á strik aftur. Þess ber þó að gæta, að hann fær þessi veikindaköst, og þá kemur það niður á tafl- mennskunni. Vilt þú spá einhverju um, hver verði næsti áskorandi Karpovs? — Ég held að slikt sé nokkuð erfitt. Þetta eru mjög jafnir skákmenn og þvi gætu úrslitin hreinlega farið eftir þvi hvernig þeir eru upplagðir, sálarlega sem likamlega i keppninni, sem mun vera i einvigisformi. Sjálfur hef ég aðeins teflt við fjóra.af þessum átta Korts- noj, Larsen, Hort og Port- íscn, þanmg að ég á erlitt meö að svara þessari spurningu út frá persónulegri reynslu, sagði Guðmundur að lokum. MÓL-Reykjavik. — Þetta er þróun, sem hófst þegar eftir miilisvæðamótið 1964 I Amster- dam, sagði Guðmundur Sigur- jónsson stórmeistari, þegar Timinn spurði hann hvort úrslit miilisvæðamótanna tveggja bentu til þess, að Sovétmenn væru að missa tök sin á skák- heiminum. Þáttaskil urðu, þegar Fischer vann heims- meistaratitilinn af Spassky i Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari. YÆNGIRf Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bildudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 175. tölublað — Sunnudagur 8. ágúst—60. árgangur. Mjög gott útlit með ræktun garðávaxta — full ástæða til að leyfa kartöflum að vaxa sem allra lengst vegna uppskerubrests í Evrópu ASK-Reykjavik — Ég tel útlitið i ræktun garðávaxta eftir atvikum mjög gott, t.d. kom ú markaðinn fyrir skömmu siðan rófur og kál og virðist vera nóg framboð á þvi, sagði Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnað- arins i samtali sem Timinn átti við hann i gær. — Hins vegar á ég ekki von á þvi, að neitt verulegt magn af kartöflum komiá markaðinn fyrr en eftir 20. ágúst. En það er samt sem áður möguleiki fyrir þvi að kartöflur sjáist i verzlunum norð- ur i Eyjafirði i næstu viku. Aðspurður um verð á islenzkum kartöflum sagði Jóhann að væntanlega yrði það látið ráðast til að byrja með. Verð á kartöfl- um i fimm kilóa pokum er nú i dag 104.20/kg og dró Jóhann það i efa að verðið hækkaði svo neinu næmi. — En þar sem útlitið i þeim löndum sem við þurfum að kaupa kartöflur er ákaflega slæmt, þá brýni ég fyrir mönnum að fara ekki að rifa upp hálfvaxið grasið, sagði Jóhann, lofa þvi heldur að vera, meðan forsjónin leyfir þvi að vaxa. Það er vist engin hætta á, að uppskeran verði svo mikil að við getum ekki séð fyrir henni. Uppskeruhorfur eru mjög ugg- vænlegar i Vestur-Evrópu vegna þurrkanna.Þannig er gras farið að falla i Danmörku og þrátt fyrir rigningar sem komu þar fyrir nokkrum dögum, þá er ekki talið að þær muni bjarga neinu. Verð á kartöflum i Evrópu er á uppleið nú þessa dagana, en Jóhann sagði að ef allthefði verið með felldu þá ætti verð að vera lækkandi. Þaðerþvifull ástæða tilþess að kartöflubændur leyfikartöflunum að vaxa, a.m.k. fram ágúst mán- uð, þvi ekki er vist að nokkru hærra verð fáist þó svo að þær verði fljótlega á markaðinn. Kartöflugrösin eru farin aö falla I Danmörku og annars staöar i V-Evrópu eru upp- skeruhorfur á garöávöxtum nú mjög uggvænlegar vegna þurrka. Hér á landi er aftur á móti annað uppi á teningnum og þvi full ástæöa til aö biöa eins lengi og unnt er meö þau störf, sem parið á þessari mynd er aö inna af hendi. HÁÞRÝSTIVÖRUR okkar sterka hlið Síðumúla 21 Sími 8-44-43 í dag Siglu- fjörður íslenzk fyrirtæki Birgðastöð SÍS við Sundahöfn Vegna styttri vinnuviku út af verzlunarmannahelginni erSunnudagsblað Timans nú 36 siður i stað 40, eins og venjulega. Heimsmeistarakeppnin í skák: ÞRÓUNIN FRÁ MILLISVÆÐAMÓTINU 1964 OG EINVÍGINU í REYKJAVÍK HELDUR ÁFRAM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.