Tíminn - 08.08.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.08.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 8. ágúst 1976 50 kaupfélög með 250 sölubúðir, fd vörur a.m.k. einu sinni í viku Selja matvöru fyrir tvo milljarða króna ó dri Á næstu mánuðum verður Birgðastöð SÍS við Sundahöfn tekin i notkun, en bygging þessa húss hefur staðið i a.m.k. þrjú ár, þótt mjög langt sé siðan sú hugmynd kom fyrst fram, að Innflutnings- deildin þyrfti á nýju hús- rými að halda til þess að annast vörudreifingu, eða dreifingu á matvöru og nýlenduvöru með nú- timalegum hætti, en deildin hafði þá um nokkurt skeið búið við mikil þrengsli, þrátt fyr- ir að mikið hefði verið unnið að hagræðingu þessarar verzlunar- greinar, m.a. til þess að tryggja auðvelda þjón- ustu, úrval og birgða- magn, án þess þó að binda of mikið fjármagn i lager. Birgðastöð Sambandsins, eða innflutningsdeildar var (oger) til húsa við Geirsgötu, en það hús reisti Sambandið á árunum 1928-30, þar var ágæt aðstaða á þeirra tima mælikvarða, sekkja- renna og fl. en i húsinu var m.a. stunduð fóðurblöndun. Um tima leigði Skipaútgerðin lika þarna pláss. Siðar var byggt við húsiðogofan á það og húsið er nú birgðastöð StS. Nú hefur verið reist að hluta nýtt mannvirki við Sundahöfn, þar sem verður birgðastöð og vöruskemma i tengslum við hafnarbakka og viðlegukant fyrir tvö kaupskip. Timinn kynnir hina nýju birgðastöð að þessu sinni, og ræddi við Hjalta Pálsson, fram- kvæmdastjöra Innflutningsdeild- ar SIS, en það er innflutnings- deildin sem rekur birgðastöðina og við Hákon Hertervig, arkitekt á Teiknistofu SÍS, sem teiknaði húsið. Rætt við Hjalta Pálsson Við hittum fyrst að máli Hjalta Pálsson, framkvæmdastjóra og spurðum hann um hið nýja vöru- hús, eða birgðastöð og spurðum hann þá fyrst, hvers vegna er ráðizt i þetta mikla mannvirki nú: — Nýtthúsnæðifyrir birgöastöð Sambandsins hefur veriö mjög lengi á dagskrá, a.mtc. heiían áratug. Innflutningsdeildin hefur eins og aörar deildir Sambands- ins verið i örum vexti, eins og neyzla þjóöarinnar, og umfang þessara viðskipta var oröið meira en aðstaða okkar i rauninni leyfði, þrátt fyrir gott starfslið og skipulag. Við erum núna með vöru- geymslu eða birgðastöö I Grófinni við Reykjavikurhöfn, i gömlu fjögurra hæöa húsi, sem er næst- um þvi hálfrar aldar gamalt. Birgðastööin komin undir þak. Útsýni yf ir Sundahöfn og þar sést meðal annars kornhlaðan, sem Sambandið er aðili að og eins fóðurblöndunar- stöðin við hliðina á korngeymunum. NÝ BIRGDASTÖÐ SÍS Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutningsdeildar StS. Þetta er ágætt hús, en hentaði mjög illa. Nægir að minna á að svotil algjört umferöaröngþveiti rikir þar vissan hluta dags, en auðvitað koma vörurnar með stórum flutningabilum og fara þannig aö mestu leyti aftur til kaupenda. 1 húsinu er aðeins ein gömul lyfta, sem obbinn af vörunum verður að fara meö milli hæöa. Tiu þúsund tonn af sykri og hveiti — Hversu mikið magn af vörum eru afgreiddar frá birgðastöð- inni? — Það er erfitt að segja ná- kvæmlega um það. Þetta er þó mjög mikið magn. Sem dæmi má nefna að tslendingar nota um 10.000 tonn af sykri og hveiti yfir Við flytjum í haust.... Rætt við Hjalta Pólsson, framkvæmda- stjóra Innflutningsdeildar Sambandsins, um nýja birgðastöð árið og við erum með á að gizka 3500 tonn af hvoru fyrir sig, og annað magn er i svipuðum mæli. Við afgreiðum öll kaupfélögin en þau hafa 250 verzlanir sem selja vörur úr birgðastööinni. Þetta eru alls konar matvörur, niðursuðu- vörur, nýlenduvörur, kaffi og fleira, en byggingavörur erum við ekki lengur með á lager fyrir kaupfélögin, heldur flytjum beint til einstakra kaupfélaga, og þau geta svo verzlað með allar bygg- ingavörur i Byggingavörudeild okkar við Suðurlandsbraut 32 og þá á sérstökum afsláttarkjörum. Þeir kaupa þvi það sem þeir geta og fá afgreitt beint á sinar hafnir, en viöbótina kaupa þeir hér með þessum afsláttarkjörum. t nýja húsinu veröa birgðir vefnaðavörudeildar, búsáhalda- deildar og svo birgöastöðin, þ.e. matvaran. Auk þess verður þarna lager byggingavörudeildar, sem verið hefur i húsnæði við Suður- landsbraut. Smásala á bygginga- vöru verður þar eftir sem áður, þ.e. á Suðurlandsbraut, en verzlunin kaupir af deildinni svipað og kaupfélögin gera hér eftir. Fóðurvörudeild er þegar i Sundahöfn með kornhlöðu sina og fóðurblöndu og þvi ekki fjarri, þegar viö erum komnir inneftir með starfsemina. Við verðum þvi með fjölmarga vöruflokka i birgðastöðinni og munu vörutegundirnar skipta þúsundum. — llver er veltuhraðinn i birgðastöðinni (matvaran)? Veltu hraðinn segir ekki allt — Veltuhraðinn er mismunandi i hinum ýmsu vöruflokkum. Við veltum fjármagni yfirleitt svona átta sinnum á ári i matvöru. Veltuhraðinn segir ekki allt um þetta, þegar maður er peningalit- ill, þá eykst veltuhraðinn, en lagerinn verður á hinn bóginn götóttur. Þetta þýöir þó það, að við verðum að fylla þetta hús — og tæma þaö aftur átta sinnum yfir árið. Samt er það nú ekki alveg svona einfalt, sumar vörur seljast árstiðabundið, aðrar stöð- ugt allt árið og fara mun hraðar, t.d. ávextir svo eitthvað sé nefnt. — Ég hefi tekið eftir þvi að al- menningur gerir sér oft ekki grein fyrir þeim miklu flutning- um og umstangi sem þvi er sam- fara að hafa vel birgar verzlanir út um allt. Kringum þetta er mikil vinna. Það þarf að taka upp vörurnar úr kössum og öðrum umbúðum og kanna hvort rétt sé afgreitt, hvort nokkuð vantará og hvort það sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.