Tíminn - 08.08.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 08.08.1976, Qupperneq 9
Sunnudagur 8. ágúst 1976 TÍMINN 9 kosinn sem eftirmann sinn. Þá er þvi haldið fram að Pignedoli gæti komið i framkvæmd mörgu þvi sem Páll páfi vildi gera en ekki tekizt sem skyldi. Pericle Felici er 64 ára. Þrátt fyrir persónuleika sinn þá getur Felici verið hrjúfur og tillitslaus og þrátt fyrir að margir kysu að sjá hann sem páfa þá veit hann að hann hefur ekki mikla möguleika á því. Þess vegna gerir hann og stuðningsmenn hans allt sem i þeirra valdi stendur til að tryggja kosningu einhvers, sem væri þeim hliðhollur. Jan Willebrands. Hann er 66 ára Hollendingur. Willebrands myndi vafalaust vera sá sem margir Evrópumenn teldu beztan i sæti páfa. Hitt er svo aftur annað mál hvort þeirra eigin kardinálar gætu einhvern tima sætzt á Wille- brands og stutt hann. Hann yrði ef til vill ekki eins litrikur persónu- leiki og Jón páfi 21., en hann myndi vafalaust gera mikið til að breyta katólsku kirkjunni. Paolo Bertoli. Litið er vitað um Paolo, annað er það að hann er ákveðinn maður sem veit greini- lega hvað hann vill, eins og dæmi frá Róm sanna. Enginn þessara manna er þrátt fyrir allt álitinn hafa nægjan- legan stuðning til að geta talizt mjög liklegur. Og það eru fleiri sem taldir eru koma til greina. Jafnvel hafa verið umræður um páfaefni frá Afriku eða Asiu, en enginn telur þessar tvær heims- álfur hafa mikinn möguleika á að koma sinum mönnum að, jafnvel þó svo þær hafi 37 atkvæði af 101. Kjör páfa er langt frá þvi að vera auðvelt, til dæmis vegna þess að enginn má bjóða sig fram. Hins vegar hafa kardinálarnir ýmsar aðferðir til að ná sinu fram. Þannig getur hver og einn ferðazt um veröldina rætt við fólk og með tilkomu fjölmiðla er næsta auðvelt að fá heimsbyggð- ina til að kannast við sig. Vandinn er hins vegar sá að vera fær um að segja mikið, en jafnframt ekkert sem getur valdið deilum. (Nokkuð sem frambjóðandi i Ameriku skilur mæta vel). Einn þeirra sem kemur til með að taka þátt i kjörinu var til að mynda spurður að þvi hvernig kardinál- arnir vissu hver væri hæfastur til að gegna starfi páfans. — Við lesum um hann i Times og blöðum sem eru svipuð þvi. Þá eru dagblöð þeirra eigin landa ágæt til að mynda sér skoðun um hvern einstakan, var svarið. Þá var starfsmaður kirkjunnar inntur eftir þvi hvernig t.d. hann myndi haga baráttu sinni gegn manni eins og Baggio. Hann sagði. — Ég myndi hrósa hæfi- leikum hans og hefja Baggio upp til skýjanna. En eftir nokkrar setningar myndi ég segja, þú veist hins vegar að hann er ekki sérlega vel að sér á þessu eða hinu sviðinu. Vissulega er Baggio vel gefinn maður og allt það, en finnst þér ekki eitthvað skorta á hæfileika hans? Allir kardinálar undir áttræðu hafa rétt til að greiða atkvæði i páfakjörinu, en það er ljóst að hinir 25 itölsku kardinálar og þeir sem búa i Róm sjálfri hafa for- skot hvað kjörið varðar. Vinnu- timi þeirra er til dæmis litill, fyrir utan nokkra eins og Benelli erki- biskup, en hann er ráðgjafi Páls páfa. 1 raun og veru gerir enginn neitt að ráði eftir hádegi i Vatikaninu — og það gefur mönnum nægan tima til að skipu- leggja og leggja á ráðin hvað sé bezt að gera. (Aðspurður sagði Jóhannes páfi, að af starfs- mönnum Vatikansins ynni rétt um helmingur). Það er spurning hvort katólska kirkjan muni færast i nútima- legra horf fyrr en einhver utan Italiu verður kjörinn sem páfi. Margir þeir, sem fylgzt hafa með málefnum kirkjunnar telja það óliklegt. Katólska kirkjan hefur starfað um langa hrið og mun gera það áfram hvert svo sem þjóðerni páfans verður. Að lokum verður vafalaust i Róm páfi af öðrum uppruna en itölskum, en það er óliklegt að það gerist i næsta kjöri. t umræðum um þetta mál, sagði italskur fréttaskýrandi: — Ef hingað kæmi galliskur fiski- maður Simon Pétur að nafni og krefðist þess að vera kjörinn, þá myndi svissneski lifvörðurinn vafalaust handtaka hann og koma i vörzlu itölsku lögreglunnar. (lausl. þýtt og endursagt: ASK) • r sionvarps- TÆKI r Meö 20" og 24" skjá. Aratugsreynsla á islenzkum markaöí. Hagstætt verö. — Göð greiöslukjör. Fást víða um land. FÁLKINN Suðurlondsbraut 8 Reykjavík • Sími 8-46-70 Byggung Kópavogi auglýsir í undirbúningi er stofnun 3. byggingar- áfanga félagsins. í honum verða 48 ibúðir. Framkvæmdir hefjast I april/mai á næsta ári. Tekið verður við umsóknum um ibúðir þessar dagana 9. til 13. ágúst kl. 3-6 dag- lega á skrifstofu félagsins, Engihjalla 3. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Upplýsingasimi 4-49-80. INTERNATIONAL Scout II 76 Eigum loksins nokkra beinskipta bíla, mjög lipra, til afgreiðslu strax — — f» Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik Bændur. Safnið auglýsingunum. Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 13-’76. MF Massey Ferguson MF15 Heybindivél 0 Mesta lengd/breidd: 450/237 sm. 0 Sporvídd: 250 sm. 0 Þyngd:1340 kg. ^ Afköst allt aó 13 tonn/klst. £ Aflþörf dráttarvélar: 30 hö. 0 Sópvindan fylgir vel ójöfnum landsins. 0 Vinnslubreidd sópvindu: 120 sm. % Breidd sópvindu og vængja: 142 sm. 0 Tindabil sópvindu: 10.1 sm. 0 Gildleiki tinda sópvindu: 0.54 sm. 0 Slaglengd stimpils: 71.1 sm. 0 Stimpilhraði (aflúrtak 540 sn/mín) 81 slag/mín. ^ Stærð bagga, breidd/þykkt: 45/35 sm. Lengd: 60—130 sm. 0 Auðveld stilling á baggalengd. 0 Þéttleiki bagga auðveldlega stillanlegur. 0 Öryggisbúnaður í 8 mikilvægum atrióum. 0 Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt MF 15. Sjá Búvélaprófun nr. 472. MF 15 er traustbyggð, einföld og afkastamikil hey- bindivél. MF gæðasmíð. Leitið upplýsinga um verð og greiðsluskilmála í næsta kaupfélagi eða hjá okkur. SUOURLANDSBRAUT 32- REVKJAVlK- SiMI 86500- SÍMNEFNI ICETRACTORS Sænskir tréklossar Tegund 101 — Litur svartur Númer 28-33 — Krónur 1.715 Númer 34-39 — Krónur 2.360 Númer 40-45 — Krónur 2.450 Sendum gegn póstkröfu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.