Tíminn - 08.08.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.08.1976, Blaðsíða 12
 Einn af þúsund fundum bygginganefndar. Veriö er aö planleggja flutning deiidarinnar i nýja húsiö. Siguröur Sigurjónsson, raftæknifr. Þorbergur Eysteinsson deiidarstj. Guömundur Sigmundsson, tækni- fræöingur, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri, Sveinn Guömundsson, fv. kaupfélagsstjóri, sem veriö hefur framkvæmdastjóri byggingarinnar, GIsli Theodórsson, aöst. framkvæmdastjóri Innflutnings- deildar og Hákon Hertervig, arkitekt. Bygginganefndin hefur haldiö fjölda funda og þaö hefur fariö eftir umræöuefni hverju sinni, hverjir hafa setiö fundina. — Hversu oft sækja kaupfélögin vörur? — baö er dálitið mismunandi, en flest eru þó afgreidd a.mJc. einu sinni i viku. — Hversu mikiö er selt fyrir á ári i birgöastööinni? — Við seljum nú matvörur fyrir um það bil tvo milljarða á ári, en þaö er án söluskatts, en þetta fer i 50kaupfélög og sem reka um það bil 250 verzlanir, en auk þess selj- um við örfáum aðilum öðrum, t.d. Sláturfélagsbúðunum, en Slátur- félag Suðurlands er samvinnufé- lag, þótt það sé ekki i Samband- inu. beir verzla þó ekki eingöngu, eða aðallega við okkur. Vörudreifing matvöru i heildsölu á íslandi. — \ú kemur það fram að að- staða ykkar mun gjörbreytast. Býr heildverzlunin i landinu við frumstæð skilyrði og mun þetta verða til þess að lækka vöruverð- ið? — bað er ljóst að við urðum að breyta til. Við leituðum fyrir- mynda hjá samvinnufélögum á Noröurlöndum og fengum aðstoð frá teiknistofu sænska Samvinnu- sambandsins. Það er rétt að það komifram að við höfum tekið mið af Norðurlöndunum og höfum séö þaö bezta að ég tel. Viö höfum sent menn til aö skoða svona vörumiöstöðvar viöa og þeir hafa flutt heim ný tiðindi. Þaö er mitt mat, aö við séum dálitið á eftir i þessum efnum og það er umfang þessarar starfsemi sem mestu ræður. Einkaverzlunin hefur við svipuð vandamál aö glima, en til eru þó nokkur stór heildsölufyrir- tæki I matvöru, sem eru vel skipulögð og vel rekin. Einka- verzlunin á þó öröugra um vik, að skipuleggja dreifikerfi sitt, sem er lausar i sér en samvinnu- verzlunin. — Hvaö varðar verðlagið, þá reiknum viö ekki með að vöru- verð geti lækkaö mikiö fyrst um sinn. Fjármagnskostnaður er mikill viö þessa stórbyggingu. Við höfum skilaö tekjuafgangi undanfarin ár og þessum tekjuaf- gangi er skipt.Viö höfum siðanég kom til starfa i þessari deild veitt kaupfélögunum afslátt og þessi afsláttur er oröinn á annað hundrað milljónir á örfáum ár- um. Samvinnuhreyfingin verður sjálf að ráða þvi hvortsá afrakst- ur, sem veröur af skipulags- breytingunni renni til þess að greiða niöur skuldir með fljótum hætti, eöa hvort honum verður varið i aukinn afslátt, eða lægra verð. Mér þykir liklegt að farin verði millileið i þessu, en ákvörð- un i þessu efni heyrir ekki undir mig, heldur sambandsstjórnina. Fjármagn I Birgðastöð — Ég vil þó undirstrika að þetta er mjög dýr framkvæmd og vaxta byröin er mikil og fjármagns- kostnaðurinn mikill i heild. Guömundur ólafsson, sölustjóri Þorbergur Eysteinsson, deildar- stjóri Þess er naumast að vænta, að beinn aröur skili sér strax á fyrstu dögunum, eftir að birgða- stöðin hefur verið tekin i notkun. — En fjármagnið. Hvernig hef- ur gengið aö útvega það? — Það starf að útvega fjár- magn til birgðastöðvarinnar hef- ur ekki verið auðvelt verk. Það hefur Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins annazt af fá- dæma dugnaði. Fengin vorum.a. leyfi til lántöku erlendis og auk þess voru allir möguleikar nýttir til að ná saman fé innan Sam- vinnuhreyfingarinnar. — Þaðgefurauga leið, að svona dýr framkvæmd, hefur komið niður á fjárfestingaráformum annarra deilda Sambandsins og er ég þakklátur fyrir þann skiln- ing sem menn innan Sambands- ins hafg sýnt á þessu máli Inn- flutningsdeildarinnar. Hver er ávinningurinn — Hver verður ávinningurinn fyrstu misserin á nýja staðnum? — Það er nú einum of fljótt að spyrja um það. Ég er núna að fara á fund á eftir, einn af fjölda mörgum, sem haldnir hafa verið um nýju birgöastööina. Þar koma saman arkitektar og sérfræðing- ar i byggingum og menn i ábyrgðarstööum innan deildar- innar og Sambandsins. A fundin- um munum við m.a. ræða um fyrirhugaða flutninga á starfsem- inni, flutning birgöastöövarinnar úr Grófinni i Sundahöfn og um flutning skrifstofu Innflutnings- deildarinnar á sama stað. Við munum flytja skrifstofur okkar þangaö lika og veröur að þvi mikið hagræði að sumu leyti. Þó munum við eftir sem áöur sækja margt I Sambandshúsið. T.d. mun fjármáladeildin áfram sjá um f járhagshliðina aö mestu, svo sem verið hefur og verðút- reikningar verða áfram gerðir i veröútreikningadeild Sambands- ins, en þvi fylgir mjög mikiö hag- ræði. Svo og munum viö sækja alla þjónustu hingaö t.d. tölvu- þjónustu og fl. sem veriö hefur. Ég minnist þess þegar ég veitti Véladeildinni forstöðu, þá fluttum viðhéöan i Armúlann. Þá var lok- að einn dag og allt var flutt. Það munum við ekki gera,núna, held- ur flytja smátt og smátt. Við tæmum liklega húsið i Grófinni, eða seljum það tómt, en söfnum jafnframt nýjum birgöum á nýja staðinn. Annars er þetta einsog áður sagði eitt af þvi, sem núna er til umræðu, en við flytjum i haust. Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri tekur fyrstu skóflustunguna við birgðastöðina 8. sept. 1973 Ör breyting á neyzluvenjum — Nú hefur húsið verið hannað með dagieg viðskipti ykkar i huga, og ef til vill nýjar vöru- tegundir. Er breyting á neyzlu- venjum svona ör, aö gera verði ráö fyrir henni sérstaklega? — Breytingin á neyzluvenjum og neyzluvörum er ótrúlega ör. Það eru örfá ár siðan dósamatur, eða niðursoðin matvæli voru hátiðamatur einvörðungu. Núna eru niðursoðinn matur betri en hann var, vegna breyttrar tækni og meiri kunnáttu, og hann er orðinn að daglegum neyzlukosti þjóðarinnar i vissum tilvikum. örfá ár eru siðan plastumbúðir komu til sögunnar, núna er plast- ið bæði sem umbúðir og til ann- arrar varðveizlu orðið alls- ráðandi. Við höfum hug á ýmsu nýju þegar við erum búnir að koma okkur fyrir. Munum t.d. fara meira út i hraðfrystar vörur. Hraðfryst grænmeti er til dæmis betra en niðursoðið og frystikist- ur eru almenningseign, til á svo að segja hvaða heimili sem er. Leysa þarf viss vandamál til þess að gera þetta að veruleika. Við GIsli Theodórsson, aðst. framkvæmdastjóri Innflutningsdeiid- ar SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.