Tíminn - 08.08.1976, Qupperneq 16

Tíminn - 08.08.1976, Qupperneq 16
16 TÍMINN Sunnudagur 8. dgúst 1976 menn og málefni Bæði kapitalisminn og marxisminn hafa misheppnazt Gróöur og regnský viö Elliöavatn. Tlmamynd: Róbert. Kapitalisminn Það er furðulegt að sjá þann boðskap fluttan i islenzkum blöð- um, að ómengaður kapitalismi sé hin eina rétta lausn á vanda efna- hagslifsins. Hjá þeim, sem eitt- hvað fylgjast með málum, ætti ekki að leika neinn vafi á þvi, að þessi stefna beið endanlegt skips- brot i heimskreppunni miklu, sem húnátti mestan þáttl. Siðan hefur nær einróma verið viðurkennt, að þessi stefna, sem fyrst og fremst boðar frjálsræði hins sterka, væri orðin úrelt og ætti ekki heima i þjóðfélagi, þar sem þegn- arnir þurfa að hafa margs konar samstarf i stað samkeppni, og þjóðfélagið er knúið til að hafa forystu á mörgum sviðum, ef nokkurt réttlæti á að vera i lifs- kjörum. Eins og áður segir, er það kjarni þessarar stefnu, að hinir sterku einstaklingar eigi að hafa sem takmarkaminnst frelsi, og rlkið eigi að hafa sem minnsta forystu og minnst afskipti. Þann- ig fái hinir atorkusamari ein- staklingar notið sin bezt. Þeir eiga að hafa sem mest sjálfstæði til að safna fjármagni og yfirráð- um. Afleiðing þessarar stefnu verður oftast mikill ójöfnuður eða gifurleg fjársöfnun fárra ein- staklinga og mikil örbirgð alls fjöldans. Þessari stefnu hefur stunedum verið lýst þannig, að hhn væri frelsi, án skipulags. En þar sem lög og skipulag vantar, skapazt fyrr en varir östjórn og óréttlæti. SU hefur jafnan verið reynslan af þessari stefnu. AAarxisminn Það eru ekki aðeins áhangend- ur kapitalismans, sem halda dauðahaldi i úrelta stefnu. önnur stefna, marxisminn, hefur beðið svipað skipbrot og kapitalisminn á undanförnum áratugum. Hann leggur megináherzlu á alveldi rikisins og strangt skipulag, og þvimálýsa honum á þann veg, að hann sé fólginn i skipulagi, án frelsis. Hann hefur verið reyndur iþeim löndum, þar sem kommún- istar hafa náð yfirráðum, og af- leiðingarnar orðið þær, að per- sónufrelsi hefur orðið miklu minna og lifskjör lakari en þar sem frjálsari stjórnarhættir hafa rikt. Þó eru til hérlendir stjórn- málaforingjar, sem láta sig dreyma um marxisma i einu eða öðru formiogkalla slikt islenzkan sósialisma. Þriðja stefnan Ef reynt er að læra af reynslu þjóðanna á undanförnum árum, verður niðurstaðan ótvirætt sú, að þeim þjóðum hefur farnazt bezt, sem hafa hafnað kenningum bæði kapitalismans og marxism- ans, en valið sér eins konar meðalveg milli þessara öfga. Segja mætti, að stefna þeirra væri frelsi með skipulagi. Glöggt dæmi um þetta eru Noröurlönd, þar sem hægfara sósial-demó- kratar og umbótasinnaðir mið- flokkar hafa mótað stjórnarhætt- ina. Það hefur stefnu hinnar skefjalausu samkeppni verið hafnað, en heldur ekki verið horfið til hins almáttuga rikis- valds. Þar hefur verið fariö bil beggja. Reynt þpfur veriö að tryggja frjálsu framtaki hæfilegt svigrúm, en rikisvaldinu verið jafnframt beitt til að hafa forystu um jöfnuð og skipulegt stjórnar- far. Hvergi hefur náðst betri árangur. Það er tvimælalaust slik stefna, sem hentar íslendingum bezt. Is- lendingar eru félagslega sinnaðir og fylgjandi jafnrétti. Þeir vilja ekki sætta sig við óstjórn, hvort heldur er að ræða um óstjórn rikisvalds eða óstjórn auðkýfinga og stéttarhópa. Hór eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, hentar áreiðanlega bezt frelsi með skipulagi, en hvorki frelsi án skipulags né skipulag án frelsis. Vinnulöggjöfin frá 1938 Sú vinnulöggjöf, sem nú er i gildi, verðursenn 40 ára. Hún var sett árið 1938 af þáv. minnihluta- stjórn Framsóknarflokksins, en áður hafði náðst samkomulag um hana i nefnd, sem hafði verið skipuð af rikisstjórn Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins. Alþýðuflokkurinn var þá i beinum tengslum við Alþýðusam- bandið og þýddi þvi samþykki hans, að Alþýðusambandið hafði einnig fallizt á hana. Tilgangur- inn með setningu vinnulöggjafar- innar var tviþættur. Annar var sá, að tryggja verkfallsrétt verkalýðsfélaga innan eðlilegra marka. Hinn var sá að tryggja sáttatilraunir og tima til við- ræðna áður en til verkfalls kæmi. Það var Hermann Jónasson, sem hafði forystu um setningu vinnulöggjafarinnar 1938. Það var eitt fyrsta verk hans eftir að hann hóf pólitisk afskipti, að beita sér fyrir setningu sérstakrar lög- gjafar um vinnudeilur. Hann flutti um þetta stórmerkilegt er- indi á flokksþingi Framsóknar- manna 1931. Þegar hann varð svo forsæHsráðherra i rikisstjórn Frumsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins þremur árum siðar, beitti hann sér fyrir þvi, að slik löggjöf yrði sett i samráði við verkalýðshreyfinguna. Arangur þess varð vinnuiöggjöfin 1938. Þáttur Ásgeirs og Tryggva Setning vinnulöggjafarinnar 1938 var eðlilegt áframhald af fyrri afskiptum Framsóknar- flokksins af þessum málum. Arið 1925hugðist þáverandi rikisstjórn Ihaldsflokksins (Sjálfstæðis- flokksins) koma á fót svonefndri varalögreglu, sem bersýnilega átti að beita i vinnudeilum. Framsóknarflokkurinn beitti sér harðlega gegn þessum áformum. Honum tókst að stöðva þau. Þetta sama ár fengu þeir Tryggvi Þór- hallsson og Asgeir Asgeirsson, sem þá voru forustumenn Fram- sóknarflokksins i neðri deild, sett lög um sáttatilraunir i vinnudeil- um. Samkvæmt þeim skyldi sér- stakur sáttasemjari vinna að lausn kjaradeilna. Þessi lög voru mikilvægt spor i rétta átt, og átti dr. Björn Þórðarson, sem var fyrsti sáttasemjarinn, drjúgan þátt i lausn margra kaupdeilna. Þó var bersýnilegt, að viðtækari löggjöf þurfti um þetta. Frumvarp Gunnars Thoroddsen Það er ótvirætt, að vinnulög- gjöfin frá 1938 hefur áorkað miklu til að stuðla að vinnufriði i land- inu. Hitt er jafnljóst, að hun er nú orðin úrelt á mörgum sviðum. Hún er samin á timum; þegar að- stæður voru á margan hátt allt aðrar en nú. Af hálfu Fram- sóknarflokksins hefur oft verið bent á nauðsyn þess, aðhún væri endurskoðuð. M.a.beitti hann sér fyrir þvi i stjórnartið vinstri stjórnarinnar 1956-1958 að sett var nefnd til að vinna að slikri endurskoðun. Hún hætti störfum, þegar viðreisnarstjórnin kom til valda. Núverandi rikisstjórn hét þvi i stefnuyfirlýsingu sinni, að taka þetta mál til meðferðar og hefur Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra nú látið semja frumvarptil nýrrar vinnulöggjaf- ar. Það er nú til athugunar hjá stéttarsamtökunum. Stöðugt eru að gerast nýir at- burðir, sem sýna, að hér stefnif i hreint óefni, ef vinnulöggjöfin er ekki samræmd breyttum aðstæð- um. Smáhópar, sem gegna lykil- störfum, geta misnotað sér verk- fallsrétt til að ógUda samkomu- lag, sem heildarsamtökin hafa staðið að. Þetta er ekki siður hættulegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna en aðra viðkomandi aðila. Þá þarf að auka og lengja sáttastarfið áður en til verkfalls kemur. Bezt væri, að höfuðaðilar vinnumarkaðarins næðu sam- komulagi um lagfæringar og leið- réttingar á vinnulöggjöfinni. Tak- ist þeim það ekki, verða r&is- stjórn og Alþingi að lagfæra það, sem fer mest aflaga og er jafn- skaðlegt báðum höfuðaðilum vinnumarkaðarins, sbr. smá- hópaverkföllin, þegar tveir eða þrir menn i lykilstöðum eru látnir gera verkfall. Átti að skerða irfskjörin meira? Samtimis þvi að sumir stjórn- arandstæðingar telja, aö hér hafi orðið of mikil kjaraskerðing, deila aðrir á rikisstjórnina fyrir það, að kjaraskerðingin hafi verið of litU og þvi orðið meiri við- skiptahalU og skuldasöfnun er- lendis en hófi gegnir. Rikisstjórn- in hafi ekki sýnt nægan kjark i þessum efnum. í tilefni af þessu er rétt að rifja upp, að þegar rikisstjórnin kom til valda, i ágústmánuði 1974, var það sameiginlegt mat sérfræð- inga og stjórnmálaforingja i ÖU- um flokkum, að nauðsyn væri að framkvæma 15-17% gengisfell- ingu tU að tryggja rekstur út- flutningsframleiðslunnar. OtUtið var hins vegar ekki talið verra en það, að þessi gengisfelling myndi nægja. Viðskiptaástandið versn- aði hins vegar mUclu meúra en menn höfðu séð fyrir. Þess vegna var það mat sérfræðinga i febrú- armánuði 1975, að enn þyrfti að lækka gengið um 20%, ef útflutn- Uigsframleiðslan ætti ekki að stöðvast. Svo skýr rök voru færð fyrir' nauðsyn þessarar ráðstöf- unar, að fulltrúar Alþýðubanda- lagsins i stjórn og bankaráði Seðlabankans treystu sér ekki til að vera á móti henni, og greiddi annar atkvæði meðhenni, en hinn sat hjá. Það var von sérfræðinga á þessum tima, að umrædd ráð- stöfun myndi nægja tU að tryggja atvinnureksturmn. RUcisstjórn, sem þannig hefur tvifellt gengið á einu ári, verður var ásökuð fyrir það, að hafa brostið þor til að gera róttækar ráðstafanir. Krafa um stór- fellt atvinnuleysl Þvier nú haldiðfram, að tU við- bótar gengisfellingunum hefði rikisstjórnin átt að gera róttækar ráðstafanir til að draga úr fram- kvæmdum og minnka þenslu á þann hátt. Það var hins vegar ljóst, að hefði það verið gert, myndi hafa hlotizt af þvi miklu meiri kjararýrnun en eUa, eink- um hjá láglaunafólki, og auk þess hefði komið til verulegs atvrnnu- leysis. Hætt er við, ef svo langt, hefði verið gengið, að launþega- samtökin hefðu oröið enn haröari I kröfum sinum og ekki aðeins komið tU verkfalla, heldur méiri kauphækkana, sem hefðu gert á- standið verra. TUlögur um sUkan samdrátt bárust lika siður en svo úr hérbúðum stjórnarandstæð- inga, heldur komu þaðan kröfur um margvislegar hækkanir. Þess er svo að geta, að verð- hækkun oliunnar hefur mjög ýtt á eftir þvi, að framkvæmdum i orkumálum yrði flýtt og þær auknar og landsmenn þannig gerðir óháðir oliunotkuninni. Þess vegna var bæði hafizt handa um Kröfluvirkjun og byggðalinu norður, ásamt þvi að kapp var lagt á að flýta Sigölduvirkjuninni sem mest. Nú telja sumir þeirra, sem mest ráku á eftir þessum framkvæmdum, að hægar. hefði átt að fara i sakirnar. Sennilegt er, að þessi tónn eigi eftir að breytast, ef oliuverðið hækkar, jafnframt þvi, sem þeim fjölgar, sem verða óháðir oliunni. Nú eru horfur á, að viðskipta- kjörin batni varanlega að nýju, þótt enn sé batinn hægur og ekki megi treysta um of á hann. Þenn- an bata viðskiptakjaranna verður að nota til að draga úr viðskipta- hallanum og verðbólguvextinum. Möguleikinn til þess er meiri og betri vegna þess, að á erfiðleika- timanum var kjaraskerðingunni stillt i hóf og þvi þarf ekki að taka stórtstökktil lagfæringar, eins og gert var eftir efnahagsaðgerðirn- ar 1967 og 1968. 2,5-föld aukning Það kom nýlega fram i viðtali, sem Timinn átti við Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra, að 1975 námu útlán stofn- lánadeildar landbúnaðarins tæp- lega tifalt hærri upphæð en 1970 að krónutölu. Að raungildi höfðu þau 2,5-faldazt, þegar miðað er við visitölu byggingarkostnaðar. Lán til vélakaupa, útihúsabygg- inga og ræktunar hafa 2,8-faldazt að verðgildi á þessum tima, en lán til vinnslustöðvar hafa 1,9-faldazt. Þá hefur Stofnlána- deildin veitt lán til fleiri fram- kvæmda en áður eins og t.d. til bústofnskaupa, grænfóðursverk- smiðju og þungavinnuvéla. Hin mikla aukning á útlánum Stofnlánadeildarinnar stafar jöfnum höndum af þvi að kjör bænda hafa batnað og fram- kvæmdageta þeirra þvi eflzt og að meiri áherzla hefur verið lögð á það af hálfu landbúnaðarráð- herra en áður að útvega deildinni fjármagn. Halldór E. Sigurðsson tók við embætti landbúnaðarráð- herra sumarið 1971 og hefur nú gegnt þvi samfleytt i fimm ár. Ótvirætt hefur hagur landbúnað- arins batnað á þeim tima. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.