Tíminn - 08.08.1976, Side 17

Tíminn - 08.08.1976, Side 17
Sunnudagur 8. ágúst 1976 TÍMINN 17 Wímmm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrifstofur f Abalstræti 7, simi 26500 — afgreibslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. H af rétta r ráðstef n a n Það má nú telja fullvíst, að hafréttarráðstefnan ljúki ekki störfum sínum á þeim fundi hennar, sem er nýlega hafinn i New York. Yfirleitt er nú talið, að halda þurfi nýjan fund á fyrri hluta næsta árs og verði þá reynt að fá endanlega úr þvi skorið, hvort grundvöllur er fyrir nýjum hafréttarsamningi á þessu stigi eða ekki. Á þessu stigi er næsta ógerlegt að spá hver úrslitin verða. Svo mikill ágreiningur er enn um mörg mikilvæg atriði. Það getur ef til vill skýrt það bezt, hve hægt gengur á ráðstefnunni að segja má að hér séu i reynd þrjár ráðstefnur i gangi samtimis, ef miðað er við ráðstefnurnar*1958 og 1960. Þessar tvær ráðstefnur fjölluðu eingöngu um þau mál, sem eru til meðferðar i annarri nefnd ráðstefnunnar nú. Tækniþróunin, sem hefur átt sér stað siðan, hefur skapað tvö mikilvæg verkefni, sem voru litið rædd á ráðstefnunum 1958 og 1960, en það er annars vegar nýtingin á auðæfum hafs- botnsins, sem fjallað er um i fyrstu nefnd ráð- stefnunnar nú, og mengunin, sem er fjallað um i þriðju nefnd ráðstefnunnar nú. Þetta veldur þvi, að verkefni ráðstefnunnar nú er miklu yfirgrips- meira og flóknara en fyrri ráðstefna. Á fundinum nú verður reynt að ná samkomulagi um stærstu ágreiningsatriðin, en samkvæmt fundarsköpum ráðstefnunnar á að reyna til hins itrasta að ná samkomulagi áður en til atkvæða- greiðslu kemur. Helzt á að stefna að þvi, að allar greinar hins nýja samkomulags verði samþykktar samhljóða. Augljóst er, að þetta er ekki neitt auð- velt, þar sem yfir 150 riki eru aðilar að ráðstefn- unni og hafa mjög mismunandi hagsmuna að gæta. Það er fyrst og fremst sá málaflokkur, sem er fjallað um i annarri nefndinni, sem snertir hags- muni íslands. Segja má, að þar sé svo langt komið, að fullt samkomulag sé orðið um allt að 200 milna efnahagslögsögu strandrikja, að undanskildum þeim undanþágum, sem önnur riki vilja tryggja sér innan hennar. Þar sækja einkum landluktu rikin og landfræðilega afskipt riki fast á. 1 til- raunum þeim, sem verða gerðar til samkomulags á fundinum nú, getur falizt viss hætta fyrir Island og þarf þar að vera vel á verði. En hver sem framvinda ráðstefnunnar verður, hefur hún tvimælalaust þegar borið mikinn árangur. Þær umræður, sem hafa farið fram á grundvelli hennar, hafa t.d. orðið til að treysta framgang 200 milna efnahagslögsögunnar. Án. þess hefði t.d. íslendingum ekki verið fært að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Þess vegna hefur ráðstefnan þegar reynzt mikilvæg fyrir Island. Árdsir Sveins Vegna deilna þeirra, sem risið hafa i sambandi við Blaðaprent, hefur málgagn Sveins Eyjólfs- sonar Dagblaðið, lagt Kristin Finnbogason sér- staklega i einelti með allskonar aðdróttunum. Hér i blaðinu var nýlega sýnt fram á margs konar ósannindi Dagblaðsins i sambandi við þessar að- dróttanir, en i stað þess að leiðrétta þau, birti blað- ið grein, þar sem alið er enn meira á dylgjunum. Slik eru vinnubrögð Sveins og félaga hans, sem látast svo vera að siðbæta islenzka blaðamennsku. Betur hafa ekki aðrir hræsnarar afhjúpað sig. En hvers annars er að vænta af blaðaútgáfu óvand- aðra fjáraflamanna? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Á Shirley eftir að skóka Margréti? Áður þarf hún þó að sigra Foot SVO getur farið, að innan ekkilangstima verði þaðtvær konur, sem keppi um völdin i Bretlandi. Það er kona, sem nú gegnir formennskunni hjá íhaldsf lokknum, Margrét Thatcher, og verður hún for- sætisráðherra eftir næstu kosningar, ef flokkurinn ber þá sigur úr býtum, en það þyk- ir nú engan veginn óliklegt. En hlotnist frú Thatcher þessi upphefð, getur það hæglega orðið kona, sem keppir við hana og reynir að ná tigninni af henni i nægtu kosningum þar á eftir. Meira og meira er nú rætt um það i Bretlandi, að Shirley Williams, verðlags- málaráðherra taki við for- mennskunni i Verkamanna- flokknum af Callagan for- sætisráðherra, en óliklegt er, að hann gegni henni lengi eftir næstu kosningar, ef Ookkurinn tapar. Callaghan er kom- inn nokkuð á sjötugsaldurinn og mun tæpast hugsa til þess að verða forsætisráðhcrra a ný, ef liann tapar nú Það þykir liklegt nu, að Edward Short, sem er vara- lormaður Verkamannaflokks ins, inuni láta af þvi starfi á hausti komandi. Það þykir einnig mjög liklegt, aö Miihacl Foot, sem er leiðtogi \inátri arms flokksins og var aðalkeppinautur Callaghans við formannskjörið siðastliðið vor, muni 'gefa kost á sér, en ba ði hægri menn og rmðju- menn i' f lokknum eru andvigir honum sem varaforraanni. Það beinist ekki aðallega gegn Foot persónulega, heldur öllu meira af ótta við það, að hann ætli sér þetta starf aðeins til bráðabirgða og einkum til þess að fá betri aðstöðu til að tryggja Benn orkumálaráð- herra siðar formennskuna i flokknum, en hann er mun verr séður en Foot af hægri arminum. Komið hefur til orða, að hægrimenn tefli fram annað hvort Healay fjármála- ráðherra, eða Crosland utan- rikisráðherra, en ýmislegt þykir þó mæla gegn framboði þeirra beggja. Þess vegna virðast fleiri ogfleiri nú þeirr- ar skoðunar, að sigurvænleg- ast muni reynast að tefla Shirley Williams gegn Foot. SHIRLEY Williams hefur unniðsér þaðálit,að vera i röð mikilhæfustu leiðtoga Verka- mannaflokksins. Hún er 45 ára að aldri og hóf snemma þátt- töku i stjórnmálum. Foreldrar Michael Foot Shirley Williams hennar vorubæði vinstri-sinn- uð. Faðir hennar var fréttarit- ari á Spáni, þegar borgara- styrjöldin geisaði þar, en varð siðar háskólakennari. Móðir hennar var rithöfundur og friðarsinni og hlaut þess vegna þá upphefð, að bækur hennar voru brenndar i Þýzkalandi i tið nasista. Bæöi voru þau hjónin á svörtum lista hjá nasist- um. Þegar mest hætta var á innrás Þjóðverja i Bretlandi sendu þau dóttur sina vestur um haí og dvaldist hún hjá ættingjum i Minnesota á striðsárunum. Fljótlega eftir striðslokin, hélt hún heim til Bretlands og stundaði nám i Oxford og viðar viðgóðanorð- stir. Að loknu námi dvaldi hún um skeið i Ghana og fékkst þar við blaðamennsku og kennslu. Bæði á námsárunum og meðan hún dvaldi i Ghana, hafði hún veruleg afskipti af stjórnmálum, en jók þau þó verulega eftir heimkomuna frá Ghana. Arið 1964 var hún kosin á þing og hefur átt þar sæti siðan. Hún vakti þar fljót- lega á sér athygli og voru falin ýmis trúnaðarstörf, sem juku álit hennar. Arið 1967, þegar hún hafði aðeins setið þrjú ár á þingi, gerði Wilson hana að mennta- og heilbrigðismála- ráðherra. Þvi starfi gegndi hún til 1970, þegar Verka- mannaflokkurinn tapaði i kosningunum. Eftir kosninga- sigur flokksins 1974, skipaði Wilson hana i embætti verð- lagsmálaráðherra, en undir það heyra einnig öll málefni neytenda. Shirley Williams þykir hafa leyst öll þessi óliku ráðherrastörf vel a! hendi. SHIRLEY Williams va"kti fyrst verulega þjóðarathygli, þegar deilan stóð um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Hún varð strax eindreginn fylgjandi aöildar- innar. Hún segist hafa verið fýlgjandi Evrópuhugsjóninni slðan hún var 14 ára gömul, en þá ferðaöist hún um Þýzka- land með föður sinum og kynntist vel afleiðingum nasismans og styrjaldarinnar. Hún hafi þá strax öðlazt þá trú, að vænlegasta leiðin til að koma i veg fyrir að svipuð saga endurtæki sig, væri sameining Evrópu. Jafnframt væriþaðöruggasta leiðin til að koma i veg íyrir aö Evrópa yrði annað hvort háð Banda- rikjunum eða Sovétrikjunum. Hún segist vilja hafa góða samvinnu við Bandarikin en ekki vera háð þeim. Þá geti sjálfstæð Evrópa haft mikla möguleika til stóráukinnar samvinnu við þriðja heiminn, þar sé mikið verk að vinna, sem Evrópuþjóðirnar hafi að ýmsu leyti betri skilyröi til að leysa af hendi en risaveldin áðumefndu. Shirley Williams þótti sýna i átökunum um aðildina aö Efnahagsbandalaginu, að hún heldur fast á þvi máli, sem hún beitir sér fyrir og lætur sig þaðeinu gilda, þótt hún lendi i minnihluta. Hún er vel máli farin og nýtur viðurkenningar jafnt samherja sinna sem andstæðinga, fyrir skeleggan og rökfastan málflutning i þinginu. Hún þykir ekki tildursdrós i klæðaburði eða framgöngu og segist aldrei evða meira en tiu minútum á morgnana i að klæða sig og snyrta. Hún er fráskilin og segist ekki gifta sig aftur án samþykkis kirkjunnar. Hún áttí eina dóttur i hjónabandinu og dvelst hún hjá móður sinni. Haft er eftir henni, að það sé ánægjulegasta hlutverkið að fullnægja móðurskyldunni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.